Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 10
Þegar sekúndur s V ATNIÐ nálgast óðfluga, áhöfnin situr kyrfilega fest í sætum sínum og ræður engu um atburðarásina. Fyrr en varir skellur þyrlu- búkurinn á yfirborðinu og tekur þegar að sökkva. Þetta er ekki þægilegt. Vatnið leitar inn og loftið út úr þröngu rýminu. Búkurinn hallast og vatnið leitar hærra. Menn líta hver á annan, þögulir. Það er um að gera að halda ró sinni. Kannski er það erfiðast. Að vera rólegur. Hugsa rökrétt. Hafa stjórn á sjálfum sér og gera allt rétt. Það eru síðustu forvöð að fylla lungun. Skyndilega snýst veröldin á hvolf. Alla vega þessi litla innilokaða tilvera í þyrlulík- aninu. Vatnið þrýstist inn í vitin. Ætlar veltan aldrei að hætta? Loks vaggar klefinn á hvolfi. Það er ekkert auðvelt að halda í sér andanum við þessar aðstæður. Númer eitt er að losa beltið, svo að finna útgönguleiðina. Dyr eða glugga. Hvað sem er! Bara út og upp á yfirborðið. Geta teygað loftið og fyllt lungun. – Það er ekki einfalt mál þegar allt snýr öfugt og er á hvolfi. Ferðin út Flugdeild Landhelgisgæslunnar fór tvær ferðir til Aberdeen í september sl. Tilgangur ferðanna var að sækja tveggja daga námskeið í sjálfsbjörgun þyrluáhafna. Undirritaður ljósmyndari fékk tækifæri til að fara með í síðari ferðina. Hún hófst með mæt- ingu í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykja- víkurvelli klukkan sex að morgni. Ætlunin var að fara í loftið hálftíma síðar. Þarna var mættur hluti af þyrluáhöfnum LHG og flugmenn far- kostsins sem var Fokker F-27 flugvél Gæslunn- ar, TF-SYN. Búið var að afla upplýsinga um veður á leiðinni til Skotlands og var veðurútlit gott. Eftir þriggja tíma þægilegt flug var lent á flugvellinum við Aberdeen. Höfðum við, er sát- um aftur í, orð á því að það myndi örugglega vekja lukku skoskra flugáhugamanna að sjá og heyra í tæplega 30 ára gömlum Fokkernum, vel við höldnum og fallegum. Þessar vélar hafa víð- ast hvar vikið fyrir nýrri flugvélum í flugrekstri í Evrópu og eru orðnar sjaldséðar nú til dags. Þjálfunarstöð í björgun Ian Wark björgunarþjálfari tók á móti okkur í RGIT Montrose-björgunarmiðstöðinni í Aber- deen. Miðstöðin annast margháttaða þjálfun og kennslu í flestu sem lýtur að björgunarstörfum. RGIT stendur fyrir Robert Gordon Institute of Technology og er miðstöðin samstarfsverkefni Robert Gordon-háskólans og olíu- og gasiðnað- arins í Skotlandi. Meginverkefni miðstöðvarinn- ar í meira en aldarfjórðung hafa snúið að þjálfun starfsfólks á olíuborpöllum og þyrluáhöfnum sem stunda flug milli borpallanna og lands. Auk þess að þjálfa sjálfsbjörgun þyrluáhafna æfir miðstöðin menn í reykköfun, slökkvistarfi og yf- irleitt flestu sem snýr að björgun mannslífa á vettvangi. Íslendingar hafa notið góðs af þessu starfi og sótt dýrmæta þjálfun til Skotlands, bæði þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar og liðsmenn björgunarsveita. Lífsháski á laugarbakka Dagskráin hófst á fræðilegri kennslu og var farið í margt sem viðkom sjálfsbjörgun ef þyrla færi í sjó. Leiðbeinandinn ræddi meðal annars um lífslíkur og þann tíma sem menn hefðu ef þeir færu í kaldan sjó án björgunarbúninga. Var sá tími ótrúlega stuttur. Ian Wark nefndi sér- staklega þá undantekningu frá reglunni sem frægðarsund Guðlaugs sjómanns Friðþórssonar frá Vestmannaeyjum var. Kunni hann sögu af því björgunarafreki og rannsóknum sem voru gerðar á Guðlaugi í kjölfar afreks hans. Vitnaði hann í niðurstöður þeirra við kennslu sína. Næst tók við verkleg kennsla í sundlauginni. Menn klæddu sig í flotbúninga og hófu ýmsar æfingar í vatninu. Ég hafði tekið með neðansjáv- armyndavél til að geta ljósmyndað veltuæfing- arnar undir vatnsborðinu. Samdist um að ég fengi lánaðan flotbúning hjá stöðinni til að nota við það verk. Kemur þá til mín Skoti stór og skeggjaður, mjög áþekkur Ragnari „skjálfta“ Stefánssyni, með búning og segir mér að fara í hann. Síðar ætlaði hann að koma með sundgler- augu, sundfit og hjálm og þá yrði ég klár í laug- ina. Þegar ég var kominn í flotgallann fann ég fljótt að gúmmíkragi um hálsinn var alltof þröngur. Ég kvartaði yfir þessu við Skotann, en hann sagði að þetta væri allt eðlilegt. Ekki vildi ég að vatnið flæddi niður með hálskraganum? Ég jánkaði því en fannst þetta samt fullþröngt. Fljótlega spratt fram sviti á enninu og köfn- unartilfinning helltist yfir mig þarna á þurru landi. Það var náttúrlega rétt hjá Skotanum að ekki vildi ég að vatn streymdi ofaní hálsmálið, en það var heldur ekki gott ef blóðið hætti að streyma upp í hausinn á mér! Ég reyndi að létta þrýstingnum af hálsinum með því að smokra fingrunum niður með kraganum og toga hann út á milli þess sem ég reyndi að ná myndum af þjálfuninni í lauginni. Ég var enn á bakkanum og treysti mér ekki út í laugina. Samferðamenn mínir veittu því athygli að ég var farinn að blána í framan og höfuðið allt orðið þrútið. „Hvað er að sjá þig?“ stundi mannskap- urinn upp á milli hlátraskallanna. „Hefurðu séð þig í framan?“ Nei, það hafði ég ekki gert. Ákafinn við að ná myndum af því sem var að gerast í lauginni var svo mikill að lítill tími var til að hugsa um eigin líðan. Friðrik Sigurbergsson, læknir í þyrlu- áhöfninni, kom til mín og sagði að það væri hroðalegt að sjá mig bláan og þrútinn. Æðarnar voru útþandar og svitinn streymdi niður andlit- ið. Það gat ekki verið eðlilegt með þetta hálsmál. Ian Wark var nýbúinn að státa af því að það hefði aldrei neinn drukknað hjá þeim í nær 30 ár sem stöðin hefði starfað. Það skyldi þó aldrei fara svo að fyrsta fórnarlambið myndi kafna á laugarbakkanum vegna of þröngs hálsmáls á björgunarbúningi! Að svo komnu reif ég mig úr gallanum og bað vinsamlegast um aðra stærð. Skánaði þá líðan mín mikið og gat ég nú farið of- Hafsteinn Heiðarsson flugstjóri situr í stjórnklefa líkansins. sem marar í hálfu kafi. Líkanið gengur á braut sem gerir kleift að velta því heilan hring. Í þjálfunarstöðinni eru tvær laugar til æfinga með þyrlulíkönum og björgunarbátum. Áhafnarmenn hvíla lúin bein á bakkanum meðan kennt er hvernig hægt er að velta við gúmbjörgunarbáti. Skotinn lengst til hægri útvegaði ljósmyndaranum björgunarbúning, sem næstum olli vandræðum. Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar (LHG) hafa nýlokið strembnum björgunarnámskeiðum í Skotlandi. Þar voru liðs- menn þjálfaðir í að bjarga sjálfum sér og öðrum úr sökkvandi þyrlulíkani. Árni Sæberg ljósmyndari slóst í för með Gæslu- mönnum til Skotlands og fylgdist með þjálfuninni. 10 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.