Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ I. Inngangur Í rúman áratug hefur verið rætt um alþjóðlegar skuldbindingar sem varða aðgerðir til þess að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreyt- ingum. Nokkrum sinnum hefur verið vikið að úthlutun út- streymisheimilda og gjaldtöku, sköttun út- streymis og við- skiptum með út- streymisheimildir. Enn sem komið er hefur lítil almenn umræða farið fram um þessa þætti né virðist hafa verið litið til nágrannaþjóða okkar í þessu sambandi. Þetta er athyglisvert því að með ákvæðum Kýótó-bókunarinnar um magntakmarkanir, verður auð- lindin andrúmsloft sem viðtaki fyrir gróðurhúsalofttegundir takmörkuð auðlind og grípa þarf til margskonar ráðstafana til þess að ná markmið- unum sem stefnt er að. Í eftirfarandi umfjöllun mun ég fjalla um alþjóðlega samninga sem fjalla um ofangreind vandamál, íslenska stefnumótun vegna aðildar að Kýótó-bókuninni, starfsleyfisskylda starfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir og viðbrögð Evrópusambandsins (ESB) og tveggja nágrannaríkja. Fyrst mun ég fjalla um helstu einkenni íslenskrar umhverfislöggjafar og nokkur almenn atriði sem varða auðlindir. II. Íslensk umhverfislöggjöf Íslensk umhverfislöggjöf hefur þanist út undanfarinn áratug. Ástæð- ur þessar eru þrjár: (1) aukin áhersla á umhverfismál, (2) aðild að EES- samningnum, og (3) aðild Íslands að alþjóðlegum samningum um um- hverfismál en fjöldi þeirra hefur farið vaxandi í kjölfar aukinnar viðurkenn- ingar alþjóðasamfélagsins á mik- ilvægi umhverfisverndar fyrir núlif- andi og komandi kynslóðir. Helstu einkenni löggjafarinnar eru að hún byggist á reglum sem miða að því að fyrirbyggja að tjón verði á umhverf- inu. Sú aðferð að boða og banna er enn sú sem mest kveður að. Minni gaumur hefur verið gefinn að margs- konar úrræðum tengdum mark- aðinum sem hvetja stjórnendur fyr- irtækja til þess að axla meiri ábyrgð á einstökum þáttum umhverfisverndar, vegna þess að það einfaldlega borgar sig til langs tíma litið. Annað einkenni á löggjöfinni er að hún er ósamhæfð, í mörgum lagabálkum og er fram- kvæmdin á ábyrgð nokkurra ráð- herra. Skortur er á skýrum, lang- tímamarkmiðum í löggjöfinni, m.a. í þeim málaflokki sem þessi grein fjallar um. Til dæmis hefur löggjafinn ekki enn fjallað um margar af helstu meginreglum réttarsviðsins og látið framkvæmdavaldinu það eftir að fjalla um þessa þætti með reglugerð- um ef þeir hafa yfirhöfuð verið út- færðir. Þetta á að hluta til við um nokkur grundvallaratriði sem varða efni þessarar greinar. Náttúruauðlindir Eitt af því sem stuðlar að ábyrgari hegðun er að líta svo á að nátt- úruauðlindir og réttur til þess að nýta þær hafi verðgildi. Sú aðferð eykur virðingu fyrir viðkomandi auðlind og stuðlar að ábyrgari nýtingu hennar. Þetta á sérstaklega við ef auðlindin er af skornum skammti eða einungis til- tekinn fjöldi getur nýtt sér hana á ákveðnu tímabili án þess að skaða auðlindina varanlega. Jafnframt hvet- ur þetta fyrirtæki í þeirri viðleitni að fá fram hagkvæmni í rekstri og sparn- aði. Auðlindin andrúmsloft Andrúmsloft er auðlind í tvennum skilningi: Hreint og ómengað and- rúmsloft er forsenda heilbrigði og vel- ferðar mannkyns. Ómengað andrúms- loft er einnig forsenda tiltekinna gæða annarra auðlinda, svo sem vatns, jarð- vegs og lífríkis, t.d. lífríkis hafsins. Í annan stað er andrúmsloft auðlind í þeim skilningi að það tekur við út- streymi lofttegunda sem stafa frá ým- iss konar starfsemi. Miðað við þá tækni sem nú er þekkt er andrúmsloft oft nauðsynleg forsenda fjölbreyttrar iðnaðarstarfsemi og annarra athafna sem losa gróðurhúsalofttegundir. Ákvæði þeirra alþjóðlegu skuldbind- inga sem ég mun gera grein fyrir miða öðrum þræði að því takmarka aðgang að auðlindinni andrúmslofti sem viðtaka fyrir gróðurhúsaloftteg- undir. III. Sameiginlegt áhyggjuefni Styrkur nokkurra tiltekinna loft- tegunda hefur aukist verulega í and- rúmsloftinu undanfarin tvö hundruð ár. Aukningin veldur því að hið nátt- úrulega jafnvægi raskast sem leiðir til aukinnar upphitunar andrúmsloftsins og röskunar á veðurfari. Breyting- arnar munu leiða af sér ýmis alvarleg umhverfisvandamál. Langlíklegast er að þær muni valda hlýnun. Samhliða henni mun meðalhæð yfirborðs sjávar hækka. Breytingunum munu fylgja þurrkar og hnignun líffræðilegs fjöl- breytileika. Umhverfisvandamálin valda síðan öðrum vandamálum; minni lífsgæðum, efnahags- og fé- lagslegum óstöðugleika og röskun á búsetu. Aukning gróðurhúsaáhrifa er afleiðing fólksfjölgunar, iðnvæðingar og ákveðins andvaraleysis. Nánar til- tekið stafar aukning gróðurhúsa- lofttegunda einkum af tvennu: (1) mikilli brennslu á kolefnisríkum jarð- efnum (kol, olía og gas) sem losar kolt- víoxíð, og tilteknum iðnaðarferlum sem losa að auki ýmsar aðrar gróð- urhúsalofttegundir, og (2) aukinni gróðureyðingu og breytingum á gróð- urlendum. Litið er á þennan vanda sem sameiginlegt áhyggjuefni alls mannkyns. Viðbrögð Eins og oft áður brást alþjóða- samfélagið við aðsteðjandi vanda- málum á þann hátt að setjast að samningaborðinu. Helstu aðlþjóðlegu skuldbindingarnar sem lúta að að- gerðum til þess að draga úr gróður- húsaáhrifum eru í: rammasamningi Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, og Kýótó-bókuninni við rammasamn- ing Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar. Rammasamningur Rammasamningurinn tók gildi 21. mars 1994. Ísland gerðist aðili 16. júní 1993. Aðalmarkmið rammasamnings- ins er að ná jafnvægi gróðurhúsa- lofttegunda í andrúmsloftinu til að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af manna völdum. Í samningnum er við það miðað að til- teknir samningsaðilar (OECD ríki eða ríki á viðauka I), auki ekki útstreymi gróðurhúsalofttegunda og sleppi ekki út meira magni af þeim árið 2000, en þau gerðu árið 1990. Sambærileg skuldbinding er ekki lögð á aðra samningsaðila. Í öðru lagi er við það miðað að samningsaðilar geti uppfyllt skuldbindingar sínar einir eða í félagi með öðrum samningsaðilum. Í þriðja lagi inniheldur samningurinn margs- konar ákvæði um samvinnu ríkja, t.d. aðstoð við þróunarríkin og önnur ríki, með yfirfærslu á þekkingu, tæknibún- aði o.fl. Loks, í fjórða lagi, eru yf- irgripsmikil ákvæði um nánari sam- vinnu aðildarríkjanna, þing aðila, stofnanir og nefndir sérfræðinga o.fl. Leiðirnar sem voru samþykktar með rammasamningnum fela í sér mis- munandi skuldbindingar ríkja sem staðfestir að tilteknar þjóðir heims, þær sem mestu hafa sleppt út í and- rúmsloftið í tímans rás, samþykkja að taka á sig meiri skyldur og takmark- anir en aðrir samningsaðilar. Þessi stefnumótun er síðan útfærð í Kýótó- bókuninni. Kýótó-bókunin Hinn 11. desember 1997 var Kýótó- bókunin við rammasamninginn sam- þykkt. Bókunin hefur ekki enn tekið gildi. Gildistökuákvæði bókunarinnar er tvíþætt. Annars vegar þurfa a.m.k. 55 aðildarríki að hafa fullgilt hana og einnig þurfa ríkin að vera ábyrg fyrir a.m.k. 55% af heildarútstreymi kol- tvíoxíðs miðað við árið 1990. Þegar þetta er ritað vantar enn 10,8%. Lengi hefur verið búist við að Rússland gerðist aðili en þá næðist tilskilið hlut- fall af heildarútstreyminu. Hins vegar hafa Bandaríkin ekki gerst aðilar að bókuninni. Þau bera ábyrgð á um 36% af öllu útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda iðnríkjanna. Ísland gerðist aðili að bókuninni 23. maí 2002. Meginskuldbinding Aðalmarkmið bókunarinnar felst í því að draga úr útstreymi tiltekinna gróðurhúsalofttegunda (þetta eru: koltvíoxíð, metan, nituroxíð, vetn- isflúorkolefni, perflúorkolefni og brennisteinshexaflúoríð) sem nemur a.m.k. 5% miðað við losun árið 1990 og eru ríkin á viðauka I með ramma- samningnum bundin af þessari skuld- bindingu. Þessu markmiði á að ná á fyrsta skuldbindingartímabilinu sem er frá 2008–2012. Hins vegar eiga rík- in að hafa náð sýnilegum árangri árið 2005. Siðferðileg afstaða – magntakmarkanir Ákvæði alþjóðlegra samninga sem varða umhverfisvernd hafa í nokkurn tíma verið byggðir á þeirri forsendu að taka bæri tillit til efnahags- og fé- lagslegra aðstæðna samningsaðila. Alþjóðlegir samningar sem lúta að gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreyt- ingum eru gott dæmi um þetta. Segja má að þeir byggist á þeirri meg- inreglu að ríki beri misjafna ábyrgð á þeim vanda sem við er að etja í ljósi sögulegra staðreynda. Með þessu hef- ur alþjóðasamfélagið jafnframt tekið siðferðilega afstöðu til vandamálsins. Kýótó-bókunin gengur einna lengst alþjóðlegra samninga í þessa átt. Ein- ungis ríkin sem eru á viðauka I með rammasamningnum sæta magntak- mörkunum samkvæmt viðauka B með Kýótó-bókuninni. Þar að auki taka þessi ríki innbyrðis á sig misjafnar skuldbindingar eða tilteknar magn- bundnar takmarkanir. Flest ríkin á viðauka I þurfa að minnka útstreymi um meira en 5%, t.d. öll ríki ESB og EB (Evrópubandalagið) sem slíkt þarf draga úr sem nemur 8% miðað við viðmiðunarárið 1990. Bandaríkin þurfa að draga úr sem nemur 7%. Nokkrum ríkjum er heimilt að halda sama hlutfalli, miðað við viðmiðunar- árið 1990. Þetta eru Nýja-Sjáland, Úkraína og Rússland. Loks er nokkr- um ríkjum heimilt að auka við út- streymi gróðurhúsalofttegunda. Ís- land er í þeim hópi og er heimilt að auka um 10%. Önnur ríki í þessum hópi eru Noregur 1% og Ástralía 8%. Þetta eru þó ekki einu ríkin sem geta aukið útstreymið í raun því innan EB geta einstök aðildarríki sambandsins aukið losun verulega, en önnur ríki verða að draga úr að sama skapi. Hvernig verða skuldbinding- arnar uppfylltar? Aðilar bókunarinnar geta beitt nokkrum aðferðum til þess að upp- fylla samningsskuldbindingarnar. Jafnframt geta þeir bundið kolefni með ræktun, t.d. skógrækt, sem heim- ilt er að telja til tekna en kolefnisbind- ing dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ákvæði Kýótó-bókunarinnar um heimildir samningsaðila á viðauka I til að losa gróðurhúsalofttegundir felur ekki í sér rétt til þess að einungis losa gróðurhúsategundir heldur verða samningsaðilar að grípa til tiltekinna aðgerða innanlands til þess að draga úr heildarlosun. Samkvæmt þessu er það ekki í samræmi við bókunina að afla sér einungis viðbótarheimilda frá öðrum ríkjum eða standa sameig- inlega að því að uppfylla skuldbind- ingarnar. Aðildarríkin verða að sýna fram á að slíkar heimildir séu til við- bótar aðgerðum sem gripið er til inn- an tiltekins aðildarríkis. Samvinna – einstök verkefni Mögulegt er að uppfylla skuldbind- ingarnar með því að takast á hendur einstök verkefni með öðrum aðilum á viðauka I. Verkefnin verða að uppfylla ákveðin skilyrði. Mörg verkefni hafa þegar verið framkvæmd og hafa lög- aðilar borið ábyrgð á þeim. Verkefnin hafa t.d. falist í þróun á tæknibúnaði fyrir almenningsvagna sem veldur minna útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda og í langtímaskógræktarverk- efnum. Framkvæmdin hefur verið með þeim hætti að lögaðilar í einu ríki hafa með yfirfærslu á fjármunum og þekkingu staðið fyrir framkvæmd verkefnanna í öðrum ríkjum og báðir aðilar hafa notið góðs af. Samvinna tveggja eða fleiri ríkja Önnur aðferð við að uppfylla samn- ingsskuldbindingar er samnings- bundið samstarf tveggja eða fleiri að- ila á viðauka I með rammasamningnum. Ríkin bera þá sameiginlega ábyrgð á því að standa við skuldbindingar sínar. Takist það hins vegar ekki ber hvert ríki ábyrgð fyrir sig í samræmi við viðauka B. Augljósasta dæmið er samvinna ESB- ríkjanna og er oft vísað til ESB- bólunnar eða „EU bubble“ í þessu sambandi. Segja má að þessi tilhögun sé sniðin að þörfum ESB og aðild- arríkja þess. Ekkert stendur þó í vegi fyrir því að önnur ríki á viðauka I upp- fylli skuldbindingar sínar með þessum hætti semji þau svo um, t.d. Ísland og Rússland. Kerfi um hreina þróun Gert er ráð fyrir að samningsaðilar sem ekki eru á viðauka I með ramma- samningnum njóti margþáttaðrar að- stoðar ríkja sem eru á viðauka I, m.a. við að tileinka sér kerfi um hreina þró- un („clean mechanism“) sem lið í því að koma á sjálfbærri þróun og til að ná lokamarkmiði samningsins. Í þessu felst að ríki sem ekki eru á við- auka I, njóta góðs af tilteknum að- gerðum í tengslum við verkefni sem leiða til minnkunar útstreymis gróð- urhúsalofttegunda og ríki sem eru á viðauka I geta nýtt sér ávinninginn til þess að standa við sinn hluta af skuld- bindingunum samkvæmt bókuninni. Viðskipti með útstreymisheimildir Frá því að rammasamningurinn var samþykktur hefur legið ljóst fyrir að alþjóðleg viðskipti með útstreym- isheimildir gætu átt sér stað að ein- hverju marki. Kýótó-bókunin gerir beinlínis ráð fyrir þessu fyr- irkomulagi. Ríkin sem eru á viðauka B (ríki sem sæta magntakmörkunum) geti tekið þátt í viðskiptum með út- streymisheimildir. Viðskiptin eru bundin því skilyrði að þau verða að koma til viðbótar öðrum aðgerðum sem gripið er til innanlands. Með öðr- um orðum: ekki er hægt að uppfylla skuldbindingar bókunarinnar ein- ungis með því að afla útstreymisheim- ilda frá öðrum samningsaðilum. Framkvæmd viðskiptanna lýtur ákveðnum reglum sem enn eru í mót- un. Meðal annars ber sérhverjum samningsaðila að halda eftir tilteknu magni af úthlutaðri heimild sem er fundið út samkvæmt ákveðnum reiknireglum. Skráning viðskipta Skrá verður öll viðskipti sem eiga sér stað, og allar útstreymisheimildir sem samningsaðilar afla sér með bindingu kolefnis með ræktun, með samvinnuverkefnum og loks með þátttöku í hreinni tækni. Samningsað- ilum ber að koma á laggirnar og reka sérstakt lands-skráningarkerfi. Ljóst er að viðskipti með losunarheimildir geta farið fram á milli ríkja sem slíkra og einnig beint á milli lögaðila án milligöngu ríkja. IV. „Íslenska ákvæðið“ Íslensk stjórnvöld töldu ekki mögu- legt að uppfylla markmið ramma- samningsins og Kýótó-bókunarinnar enda er uppbygging þessa alþjóðlega regluverks illa sniðin að þörfum smærri ríkja sem þó eru iðnvædd. Lögð var á það áhersla að fá við- urkennda sérstöðu Íslands. Það tókst, og á fundi samningsaðila í Marrakesh síðla árs 2001 var samþykkt sérstök ákvörðun 14/CP.7, sem gerði Íslandi mögulegt að gerast aðili að bókuninni. Ákvörðunin ber yfirskriftina: Áhrif einstakra verkefna á útstreymi á skuldbindingartímabilinu. Í stórum dráttum er ákvörðunin þess efnis að heimilt er að halda tilteknu magni koltvíoxíðs „fyrir utan kerfið“ og gera grein fyrir því sérstaklega. Magnið má ekki fara yfir 1,6 milljónir tonna koltvíoxíðs á fyrsta skuldbinding- artímabilinu 2008–2012. Fram- kvæmdin er bundin nokkrum skil- yrðum og þau helstu eru: að um einstakt verkefni sé að ræða sem sé skilgreint sem starfsstöð til iðnaðarvinnslu sem hefur verið tekin í notkun eftir 1990, að útstreymi koltvíoxíðs frá við- komandi samningsaðila hafi verið minna en 0,05% af heildarútstreymi árið 1990, að notuð sé endurnýjanleg orka, að notuð sé besta framkvæmd m.t.t. til umhverfisins og besta fáanlega tækni, og loks er óheimilt framselja þessar heim- ildir til annarra ríkja. Íslensk stefnumörkun Stefnt er að margs konar aðgerðum hér á landi til þess að draga úr áhrif- um af völdum útstreymis gróðurhúsa- lofttegunda. Stefnumörkunin birtist m.a. í fylgiskjali með tillögu til þings- ályktunar um aðild að Kýótó bók- uninni: Stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands um ráðstafanir til að standa við skuldbindingar loftslagssamnings- ins og Kýótó-bókunarinnar. Stef- umörkunin tekur mið af úthlutuðum útstreymisheimildum Íslands sam- kvæmt Kýótó-bókuninni og ákvörðun 14/CP.7. Útstreymi Íslands skal ekki aukast meira en sem nemur 10% mið- að við árið 1990 og á að vera innan við 3,2 milljónir tonna koltvíoxíðígilda á ári að meðaltali, á tímabilinu 2008– 2012, þ.e. á fyrsta skuldbinding- artímabili Kýótó-bókunarinnar. Í öðru lagi skal koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju sem fellur undir ís- lenska ákvæðið ekki vera meira en 1,6 milljónir tonna á ári að meðaltali, á sama tímabili. Áætlað er að þetta nægi fyrir núverandi og þeirri stór- iðju sem er fyrirhuguð hér á landi í náinni framtíð. Aðrar aðgerðir lúta m.a. að samgöngum, fiskiskipaflot- anum, aðhaldsaðgerðum til þess að halda útstreymi flúorkolefna (PFC) innan tiltekinna marka, meðhöndlun úrgangs, bindingu kolefnis með land- græðslu og skógrækt, rannsóknum og þróun, fræðslu og upplýsingagjöf til almennings o.fl. Aðrar ákvarðanir Aðrar mikilvægar stefnumarkandi ákvarðanir lúta að grundvall- aratriðum sem varða þá hugsun sem Kýótó-bókunin byggist á. Meðal ann- ars segir þar: „Kýótó-bókunin felur einnig í sér ákvæði um viðskipti milli landa með útstreymisheimildir. Út- færsla íslenska ákvæðisins takmarkar hins vegar þessi viðskipti þannig að Ísland getur ekki selt frá sér út- streymisheimildir. Ríkjum er í sjálfs- vald sett hvort þau takmarki út- streymi innanlands með úthlutun útstreymisheimilda og viðskiptum (sic) með þær. Að athuguðu máli er ekki talin ástæða til þess að fara þá leið hér á landi.“ Rýr rökstuðningur Tvennt vekur hér athygli: Rýr rök- stuðningur að baki þeirri ákvörðun að fara ekki þá leið sem Kýótó-bókunin byggist á, þ.e.a.s sveigjanleika, t.d. með því að eiga viðskipti með út- streymisheimildir á markaði innan- lands eða í alþjóðlegu samhengi. Í öðru lagi sú fullyrðing að Íslandi sé óheimilt að selja frá sér útstreym- isheimildir. Þetta á samkvæmt orðanna hljóðan einungis við um við- skipti (sölu) á milli landa með þær út- streymisheimildir sem ákvörðun nr. 14/CP.7 tekur til. Ákvörðunin tak- markar hins vegar ekki innanlands- viðskipti með viðbótarheimildirnar né önnur viðskipti með útstreymisheim- ildir sem Ísland mun hafa í samræmi við Kýótó-bókuninni. Því má velta fyr- ir sér hvort milliríkjaviðskipti með út- hlutuðu heimildina, séu samrýmanleg markmiðum Kýótó-bókunarinnar að teknu tilliti til viðbótarheimildarinnar í ákvörðun 14/CP.7. Að minnsta kosti var það skilningur samningamanna þegar viðbótarheimildin sem ákvörð- unin 14/CP.7 gildir um var undirbúin að ekki ætti að vera mögulegt að selja úthlutuðu útstreymisheimildirnar á alþjóðlegum markaði, þ.e.a.s. sala um- fram kaup á heimildum. Hins vegar ber texti ákvörðunar 14/CP.7 þennan Auðlindin andrúmsloft og útstreymisheimildir Eftir Aðalheiði Jóhannsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.