Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 25
RICHARD Strauss verður í öndvegi á fyrstu tón-
leikum Kammerhóps Salarins í vetur, en þeir verða í
Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Gestur Kamm-
erhópsins er Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Á efnisskránni eru Sónata fyrir fiðlu og píanó ópus
18; úrval sönglaga fyrir sópran og píanó og Sextett
fyrir strengi úr óperunni Caprice op. 85.
Nína Margrét Grímsdóttir, annar listrænna stjórn-
enda Kammerhóps Salarins, segir flestöll verkin sjald-
heyrð á tónleikum. „Við leikum Sextettinn úr Caprice
að tillögu Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluleikara, en hún
hafði leikið hann áður. Þetta er skemmtilegt verk og
óvenjulegt, fyrir tvær fiðlur, tvær víólur og tvö selló.
Óperan þykir eitt af meistarverkum Richards Strauss,
en sextettinn heyrist ekki oft svona einn og sér.“
Meðal sönglaganna eru nokkur sem oftar heyrast,
eins og Allerseelen og Ständchen en Nína Margrét
segir að flest þeirra séu minna þekkt. „Kammerhóp-
urinn hefur ekki áður boðið söngvara til liðs við sig,
og það er sérstakur heiður að fá Diddú til þessarar
samvinnu. Það má segja um sönglög Strauss, að í raun
og veru séu þau kammerverk. Strauss gerir miklar
kröfur til píanistans. Laglínurnar eru vandaðar hvað
formið snertir, en á sama tíma óreglulegar. Hann
fléttar píanóið og söngröddina saman, – þau taka oft
við hvort af öðru, – ekki ósvipað og maður heyrir oft í
sönglögum Schumanns. Ég er búin að spila mikið af
sönglögum Páls Ísólfssonar að undanförnu og sé þar
ákveðin líkindi líka. Páll var undir áhrifum frá
Strauss og samtímamönnum hans.“
Fiðlusónatan er æskuverk, – eitt af síðustu verk-
unum sem Strauss samdi áður en hann fór að leita
meira í expressjónisma og formtilraunir. „Þarna er
Strauss undir sterkum áhrifum rómantíkurinnar og
fullt jafnræði milli hljóðfæranna. Sjálfur var Strauss
mjög góður píanóleikari, og það finna píanóleikarar
vel við flutning verka hans.“ Sigrún Eðvaldsdóttir og
Peter Máté leika sónötuna, en sextettinn leika þau Sif
Tulinius, Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir,
Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurgeir Agnarsson og
Sigurður Bjarki Gunnarsson. Sjálf leikur Nína Mar-
grét með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Sérstök athygli er
vakin á því að tónleikar Kammerhóps Salarins eru í
kvöld, en ekki að deginum til eins og verið hefur und-
anfarin ár. Engu að síður verður boðið upp á kaffiveit-
ingar í hléi.
Morgunblaðið/Jim SmartSigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, með Kammerhópi Salarins á æfingu.
Sérstakur heiður
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til
fegurstu borga Evrópu á hreint frábær-
um kjörum með beinu flugi í haust.
Allsstaðar nýtur þú þjónustu reyndra
fararstjóra okkar sem eru á heimavelli á
söguslóðum, og bjóða spennandi kynnis-
ferðir á meðan á dvölinni stendur. Not-
aðu tækifærið og kynnstu mest spenn-
andi borgum Evrópu, mannlífi og menn-
ingu og upplifðu ævintýri í haust.
Barcelona
Budapest
Prag
í beinu flugi í haust
frá 19.950
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Budapest
Október • Fimmtud. og
mánud. • 3, 4 eða 7 nætur
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslend-
ingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá
Íslandi. Hér getur þú valið um góð 3 og 4
stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi
kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða.
Verð kr. 29.950
Flugsæti til Budapest, 16. okt. Skattar innif.
Verð kr. 39.550
Helgarferð til Budapest, 16. okt., 4 nætur.
M.v. Mercure Duna, 2 í herbergi, með morg-
unmat. Innifalið flug, gisting og skattar.
Flutningur til og frá flugvelli kr. 1.800.
Prag
Okt. og nóv. • Fimmtud. og
mánud. • 3, 4 eða 7 nætur
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga
sem fara nú hingað í þúsundatali á hverju ári
með Heimsferðum. Fararstjórar Heimsferða
gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar
og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta
Prag.
Verð kr. 19.950
Flugsæti m.v. tvo fyrir einn, 13. okt. Skattar
innifaldir. Gildir frá mánud. til fimmtud.
Verð kr. 39.950
Flug og gisting, 23. okt, Expo hótel, m.v. 2 í
herbergi með morgunmat. Innifalið flug,
gisting og skattar.
Flutningur til og frá flugvelli kr. 1.800.
Barcelona
22./26.okt. 4 nætur
30. okt. 3 nætur
22. okt. - uppselt
Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í
11 ár. Heimsferðir bjóða nú beint flug í
október, sem er einn skemmtilegasti tíminn
til að heimsækja borgina. Menningarlífið er
í hápunkti og ótrúlegt úrval listsýning og
tónleika að heimsækja ásamt spennandi
næturlífi og ótrúlegu úrvali verslana. Far-
arstjórar Heimsferða kynna þér borgina á
nýjan hátt, enda hér á heimavelli.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 3 nætur m.v. 2 í herbergi á
Aragon, 30. okt., 4 nætur. Skattar innifaldir.
Flutningur til og frá flugvelli kr. 1.800.
Verð kr. 36.550
Flugsæti til Barcelona með sköttum.
Að seljast upp í haust
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317.
Verð með hádegisverði er 3.000 kr. fyrir félagsmenn og 4.800 kr. fyrir aðra.
Fyrirlesarar:
Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs
Íslandsbanka.
Vilhjálmur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur.
Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar.
Fundarstjóri:
Kristinn Tryggvi Gunnarsson,
ráðgjafi hjá IMG Deloitte.
Afskipti bankanna af fyrirtækjum
Umfjöllunarefni:
Eru bankarnir komnir út fyrir sitt verksvið?
Þarf að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi?
Á að setja lög um eignarhald banka í fyrirtækjum?
Munu fyrirtæki treysta bönkunum fyrir viðkvæmum
upplýsingum?
Hvert er hlutabréfamarkaðurinn að stefna?
Framtíðarsýn, er Ísland of lítið?
Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga verður
haldinn fimmtudaginn 16. október nk. í Gullteigi B, Grand Hótel
Reykjavík kl. 12-13:30.
Jafet S. Ólafsson
Kristinn T. Gunnarsson
Erlendur Magnússon
Vilhjálmur Bjarnason
Fundurinn er öllum opinn!
Bólusetning við influensu
Heilsugæslan
Barónsstíg 47, 101 Reykjavík
sími 585-1300 www.hr.is
Heilsugæslan Árbæ s: 585-7800
Heilsugæslan Efra-Breiðholti s: 513-1550
Heilsugæslan Efstaleiti s: 585-1800
Heilsugæslan Grafarvogi s: 585-7600
Heilsugæslan Hlíðasvæði s: 585-2300
Heilsugæslan Miðbæ s: 585-2600
Heilsugæslan Mjódd s: 513-1500
Heilsugæslan Lágmúla 4 s: 595-1300
Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561-2070
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi s: 510-0700
Heilsugæslan Kópavogi - Fannborg s: 594-0500
Heilsugæslan Kópavogi - Hvammi s: 594-0400
Reykjavík, 12. október 2003.
Skipulögð influensubólusetning neðangreindra
heilsugæslustöðva hefst 15. október.
Fyrirkomulag bólusetninganna er nánar auglýst
á hverri stöð fyrir sig: