Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐHERRAR og stjórnarþingmenn lögðu áherslu á það í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, um nýja niðurstöðu Hæstaréttar í öryrkja- málinu svokallaða, að dómurinn væri skýr; lög nr. 3 frá árinu 2001, stæðu óbreytt til framtíðar en þau lög fólu í sér breytingar á viðmiðun ör- orkubóta við tekjur maka. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar sögðu á hinn bóginn að með dómnum væri staðfest að ríkisstjórnin hefði með fyrrgreindri lagasetningu brotið eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinnar. Sögðu þeir sumir hverjir að ríkisstjórnin hefði vísvitandi brotið á stjórnarskránni. Því bæri henni að segja af sér. Lögin, sem hér er vísað til, voru samþykkt í kjölfar fyrri dóms Hæstaréttar um öryrkjamál- ið svonefnda, en sá dómur féll í lok ársins 2000. Ítarlega var greint frá forsögu málsins og nýja dómi Hæstaréttar, sem féll í fyrradag í Morg- unblaðinu í gær. Í umræðunum á Alþingi í gær, var ítrekað vísað til umræðnanna sem fram fóru á Alþingi í janúar 2001, þegar frumvarp til um- ræddra laga var til umfjöllunar. Sögðu stjórn- arliðar að nú væri komið í ljós að gífuryrði stjórnarandstæðinga frá þeim tíma hefðu ekki staðist. Umræðan í gær stóð yfir í klukkustund og var Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar- innar, málshefjandi hennar. Hann sagði að dóm- ur Hæstaréttar væri sigurorð, ekki síst fyrir þá sök að hann þokaði félagslegum réttindum allra landsmanna fram á við. „Hann staðfestir nefni- lega að félagsleg réttindi njóti verndar eignar- réttarákvæðis stjórnarskrárinnar.“ Vísaði Öss- ur þarna til þess að Hæstiréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið hægt að skerða örorkulífeyri vegna áranna 1999 og 2000 með lögunum frá 2001 þar sem þau réttindi nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinn- ar og yrðu ekki skert með afturvirkri og íþyngj- andi löggjöf. Össur sagði að meginniðurstaða stjórnarand- stöðunnar hefði á sínum tíma verið sú að lögin sem sett voru í janúar 2001 fælu í sér brot á stjórnarskrá og því hefði átt að vísa frumvarp- inu frá. Eitt aðalatriðið í málflutningi stjórnar- andstöðunnar hefði varðað afturvirkni laganna og undir það sjónarmið hefði Hæstiréttur tekið í gær. „Allir sjö dómarar tóku undir það að aft- urvirkni laganna hafi verið óheimil skv. stjórn- arskránni.“ Össur sagði að Hæstiréttur hefði að vísu tekið undir það með ríkisstjórninni að kröf- ur öryrkja vegna áranna 1994–1996 væru fyrnd- ar. „Og við deilum ekki við dómarann.“ Hitt væri þó annað mál að ekki væri óhugsandi að næsta skref öryrkja væri að fara með það atriði fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Össur spurði forsætisráðherra, Davíð Odds- son, að því hver viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu við dómnum. Þá spurði hann þingheim hvar „á byggðu bóli í lýðræðisríkjum þekktist það að ríkisstjórn væri ítrekuð flengd af Hæsta- rétti fyrir að ganga á rétt öryrkja“. Undir lok ræðu sinnar minntist Össur einnig á ummæli Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra í umræðum um frumvarpið í janúar 2001. Halldór sagði m.a., í þeirri umræðu, að vönduð vinnubrögð hefðu verið viðhöfð í málinu og að nauðsynlegt væri að Alþingi færi vandlega yfir málið og kallaði til lögfræðinga til að komast að raun um hvort ríkisstjórnin væri virkilega vís- vitandi að brjóta stjórnarskrána. „Ef það er nið- urstaðan held ég að það sé ljóst að það þarf ekki bara einn ráðherra að segja af sér, heldur þurfi margir ráðherrar að segja af sér og trúlega öll ríkisstjórnin,“ sagði Halldór í janúar 2001. Fleiri stjórnarandstæðingar vísuðu til þessara orða Halldórs í umræðunni í gær og spurðu hvort nú væri ekki ástæða til að standa við „stóru orðin“ í ljósi þess að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnar- skrána. Gífuryrðin stóðust ekki Davíð Oddsson forsætisráðherra var til and- svara í umræðunni og sagði að Össuri væri greinilega mikið í mun að gleyma öllu því sem hann hefði sagt þegar umrædd lög voru rædd á þingi árið 2001. Davíð vísaði m.a. í ummæli Öss- urar þegar rætt var um fyrri dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu en þá hefði Össur sagt: „Hæsti- réttur hefur talað og talað skýrt. Hann hefur sagt að það brjóti gegn mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka.“ Davíð sagði að þessi orð hefðu verið megininntak gagnrýni Össurar og stjórnarandstöðunnar á sínum tíma. „En Hæstiréttur segir að það sé ekki fótur fyrir þessum skýringum.“ Davíð sagði að Hæstirétt- ur hefði í dómnum í fyrradag lagt lykkju á leið sína til þess að að segja „að það hafi ekki verið ein brú í þeim málflutningi stjórnarandstöðunn- ar“. Hann sagði að það þýddi m.ö.o. að lög nr. 3 frá árinu 2001 stæðu algjörlega óbreytt hvað framtíðina varðaði. Hann sagði að Hæstiréttur hefði einnig með dómi sínum skrifað undir allt það sem ríkisstjórnin hefði haldið fram um fyrn- inguna. „Þannig að dómurinn er kristalklár og fyrir stjórnarliða hér sem sátu undir svigurmæl- um í raun mikill sigur.“ Davíð sagði að öll gagn- rýni þingmannanna Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, á sínum tíma hefðu ekki staðist. „Gífuryrðin stóðust ekki,“ ítrekaði hann. „Ekkert í dóminum veitir tilefni til þeirrar ályktunar að löggjafanum sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekju- tryggingu öryrkja til skerðingar…Hæstiréttur segir, sjö núll, að allar meginforsendur ríkis- stjórnarinnar og þingmeirihlutans hér á Alþingi stóðust.“ Davíð sagði að það þyrfti að reikna út hvað „þessi þáttur varðandi afturvirknina kostaði“, eins og hann orðaði það en skv. dómi Hæsta- réttar var, eins og fyrr var vikið að, óheimilt að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka á tímabilinu 1. janúar 1999 til 31. janúar 2001. Davíð sagði að eftir þá útreikninga yrði „upp- hæðin færð inn í þingsalinn. Og með breytingum á fjáraukalögum yrði heimild veitt til að greiða það til baka“. Kann ekki að skammast sín Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði að ósvífni Davíðs Oddssonar í málinu yrði seint jöfnuð. „Hér kemur hæstvirtur forsætisráð- herra með stjórnarskrárbrotin á bakinu og talar eins og ríkisstjórnin hafi stefnt stjórnarandstöð- unni fyrir Hæstarétt og unnið málið.“ Stein- grímur sagði að þetta héti „að kunna ekki að skammast sín.“ Síðan sagði hann: „Ég verð að segja að sú lögfræði sem hér var flutt um það að málið sannaði algjörlega að lögin stæðust, þ.e. hin efnislegu ákvæði …er mjög umdeilanleg vegna þess að dómkröfurnar í þessu máli snúa að fortíðinni; þær snúa að uppgjöri á því sem lið- ið var þegar lögin tóku gildi í janúar 2001. Það er að vísu rétt að Hæstiréttur er með það sem má kalla dálítið óvenjulega umfjöllun um hin al- mennu efnisatriði. En dómkröfurnar eru tvær: að fyrningin standist ekki og að afturvirkni lag- anna standist ekki. Ríkisstjórnin sleppur með annað málið; Hæstiréttur leggur ekki í að reka hana til baka með fyrninguna en afturvirknin er dæmd ólögmæt og stjórnarskrárbrot. Það var þungamiðjan í okkar málflutningi, margra hverja. Og við vöruðum ríkisstjórnina við því …að fara ekki enn einu sinni út á þann hála ís að túlka alla hluti öryrkjum og stjórnarskrá lands- ins í óhag en allan vafa sér í hag.“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra kom því næst í pontu og sagði að meginatriði málsins væri að Hæstiréttur hefði með dómi sínum stað- fest réttmæti umræddra laga frá 2001 „í öllu sem mestu máli skiptir“, eins og hann orðaði það. „Að gengnum dómi Hæstaréttar í desem- ber árið 2000 var fyrst og fremst um það deilt hvort í honum fælist bann við því að skerða ör- orkulífeyri vegna tekjuöflunar maka lífeyris- þega. Í dómi Hæstaréttar nú er kveðið á um það skýrum stöfum að slíkt sé löggjafanum heimilt. Það er meira að segja kveðið svo fast að orði að ekkert í forsendum fyrri dómsins gefi tilefni til þeirrar ályktunar að löggjafanum sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu ör- yrkja til skerðingar.“ Árni fjallaði síðan um tilvísanir þingmanna í ummæli Halldórs Ásgrímssonar frá árinu 2001. Árni fór yfir þessi ummæli Halldórs og tók m.a. fram að Halldór hefði sagt að engum dytti í hug að ríkisstjórnin ætlaði sér vísvitandi að brjóta stjórnarskrána. Árni spurði síðan hvort ein- hverjum dytti í hug að utanríkisráðherra bæri að segja af sér vegna þeirra ummæla og sagði síðan: „Auðvitað dettur engum slíkt í hug.“ Úr salnum heyrðust hins vegar nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðunni kalla: „Jú.“ Óþingleg ummæli Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, sagði að ríkisstjórnarflokkarnir sætu nú uppi með það að hafa knúið fram lög sem hefðu leitt til stjórnarksrárbrota. „Og nú þarf að leiðrétta þetta aftur í tímann fyrir árin 1999 og 2000. Málið kemur því aftur til þingsins í formi fjáraukalaga þegar á þessu hausti.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði að það mál sem hér væri á ferðinni væri án efa fordæmalaust í ís- lenskri réttarsögu og sögu Alþingis. „Það sem hér er á ferðinni er að ríkisstjórnin hefur orðið ber að því í tvígang að brjóta stjórnarskrána, að brjóta lög um sama málið, fyrst gerist hún brot- leg við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og síðan núna við eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar.“ Hún sagði að það væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og þeim meirihluta sem hún styddist við á Alþingi. „Og þeir geta ekki skýlt sér á bak við það, ríkisstjórnin og meirihluti Al- þingis, að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þetta var einbeittur brotavilji, sem end- urspeglast í þessari lagasetningu, því ríkis- stjórnin var vöruð við og meirihluti Alþingis var varaður við. Það gerði m.a. stjórnarandstaðan hér á þingi.“ Ingibjörg vísaði síðan til títt- nefndra ummæla Halldórs Ásgrímssonar frá árinu 2001 og sagði að ríkisstjórnin ætti að segja af sér þar sem hún hefði vísvitandi brotið gegn stjórnarskránni. Eftir þessi ummæli sló Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, í þingbjölluna og sagði að Ingi- björg hefði tvisvar sinnum sagt að ríkisstjórnin hefði vísvitandi brotið gegn stjórnarskránni. „Það eru óþingleg ummæli,“ sagði hann. Því neitaði Ingibjörg. „Það er mitt mat,“ sagði hún „að ríkisstjórnin hafi brotið vísvitandi af sér. Hún var vöruð við. Það kom fram í umræðum á þingi að hér væri um stjórnarskrárbrot að ræða. Ég tel að þegar menn ganga engu að síður fram eins og þeir gerðu á þeim tíma þá sé um eindreg- inn brotavilja að ræða og menn séu vísvitandi að gera það sem þeir gera, vitandi vits.“ Halldór tók aftur til máls og sagði að skýring Ingibjarg- ar væri fullgild. Bað hann Ingibjörgu hins vegar um að gæta háttvísi í orðum sínum. Litið sé til sameiginlegra tekna „Það er stundum eins og háttvirtum þing- mönnum hér sé ekki sjálfrátt í málflutningi,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra, er hann kom upp í pontu. „Hverjum dettur það í hug í al- vöru, sem hugsar málið, að einhver þingmaður hér inni; einhver ráðherra eða ríkisstjórnin í heild, ætli sér vísvitandi að brjóta stjórnar- skrána? Gera menn sér ekki grein fyrir því hví- líkar ásakanir þar eru á ferð?“ Hann ítrekaði að það sem stæði upp úr eftir dóm Hæstaréttar frá því í fyrradag væri að það þyrfti ekki að breyta umræddum lögum. „Lögin, sem samþykkt voru hér númer 3 árið 2001 standa. Það er meginnið- urstaðan í þessu máli.“ Þuríður Backman, þingmaður VG, sagði að ástæða væri til að þakka Öryrkjabandalaginu fyrir vasklega framgöngu í réttindamálum fé- lagsmanna sinna og Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokksins, spurði hvort það væri jafnrétti að tengja ekki bætur við tekjur maka, þ.e. „að líta algjörlega framhjá tekjum maka“, eins og hann komst að orði. T.d. ef mak- ar væru með milljón eða meira í tekjur á mán- uði. „Á ekki að líta á hinar sameiginlegu tekjur heimilisins?“ Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði að það kæmi ekki á óvart að sú ríkisstjórn sem nú situr við völd hefði brot- ið á eigin þegnum með gróflegum hætti. „Þeir þingmenn sem nú sitja í ríkisstjórn og þeir stjórnarþingmenn sem sátu á 126. löggjafar- þingi hafa nú orðið uppvísir að því, að mati þess sem hér talar, að hafa brotið þann trúnaðareið, sem þeir undirrituðu við stjórnarskrá þegar þeir settust á þing í fyrsta skipti.“ Magnús Þór sagði ennfremur, eins og aðrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar, að stjórnarliðar hefðu margoft verið varaðir við þegar málið hefði verið til umfjöll- unar á þingi í janúar 2001. „Aðvörunarorðin voru mjög sterk og afdráttarlaus og studd mörgum góðum rökum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinn- ar, tók undir með Magnúsi Þór og sagði að stjórnarliðar hefðu á löggjafarþinginu árið 2001 brotið drengskaparheit sitt við stjórnarskrána. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði að í umfjöllun stjórnarandstæðinga um málið kæmi fram ákveðin einstaklings- hyggja, sem fælist í þeirri skoðun að ekki eigi að taka tillit til félagslegra aðstæðna einstaklinga. „Það sem mun nú gerast er það að þeir öryrkjar sem eru giftir hátekjufólki fá bætur. En 80% til 90% öryrkja sem ekki eru í þeirri stöðu munu ekki fá neitt.“ Dómur Hæstaréttar í öryrkjamálinu svokallaða var ræddur utan dagskrár á Alþingi í gær Stjórnarliðar segja að gífuryrði stjórnarandstæðinga hafi ekki staðist Stjórnarandstæðingar segja að stjórnin hafi vísvitandi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar Morgunblaðið/Ásdís Steingrímur J. Sigfússon var mjög harðorður í garð ríkisstjórnarinnar í umræðunum í gær. Þung orð féllu í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær um niðurstöðu Hæstaréttar í öryrkjamálinu svokallaða; var þingmönnum greinilega heitt í hamsi. Arna Schram fylgdist með umræðunum. arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.