Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI Brautryðjandi í lægra lyfjaverði. Gerðu verðsamanburð! ÁSKAUP ehf., sem er fjárfest- ingarfélag undir forystu Ingi- mars Jónssonar forstjóra Kaupáss, hafa keypt allt hlutafé Framtaks fjárfestingarbanka hf. í Kaupási, eða 53,4% af heildar- hlutafé félagsins. Framtak er að fullu í eigu fjárfestingarfélags- ins Straums hf. Ingimar sagði í samtali við Morgunblaðið að Áskaup hefðu fundið fyrir miklum vilja þegar á reyndi hjá forsvarsmönnum Straums og Framtaks að selja þeim hlutinn. Ingimundur segir að kaupin geri það að verkum að hægt verði að halda áfram því starfi sem búið er að vinna að síðustu misseri í Kaupási. „Ég held að þetta nýja eignarhald verði stjórnendum, starfsfólki og viðskiptavinum Kaupáss til hagsbóta til framtíðar.“ Þórður Már Jóhannesson framkvæmdastjóri Straums segir að salan á Kaupási hafi verið rök- rétt framhald á yfirtöku Straums á Framtaki. Hann segir ennfrem- ur að niðurstaðan sé góð fyrir Framtak og þar af leiðandi fyrir Straum. Verðið sem Áskaup greiddu fyrir hlutinn verður ekki gefið upp. „Við teljum að það verð sem við fengum fyrir hlut okkar í Kaupási sé gott,“ sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið. VÍS meðal eigenda Meðal hluthafa í Áskaupum eru Vátryggingarfélag Íslands hf. (VÍS) og Samvinnulífeyris- sjóðurinn sem voru hluthafar fyr- ir í Kaupási. Kaupás á og rekur matvöru- keðjurnar Nóatún, 11-11 og Krónuna ásamt Húsgagnahöll- inni og Intersport. Allt í allt eru verslanir Kaupáss 45 talsins. Heildarvelta Kaupáss á þessu ári er áætluð 14 milljarðar króna, að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Framtak jók eignarhlut sinn í Kaupási sl. vor úr 34% hlut upp í 53,4% þegar bankinn keypti hlut sex lífeyrissjóða í Kaupási. Sjóð- irnir höfðu komið að kaupum í Kaupási á sínum tíma þegar væntingar voru um að Kaupás yrði skráður á markað. Það gekk ekki eftir. Kaupás er ein þriggja stórra verslanakeðja hér á landi og sú önnur stærsta, en hinar eru Sam- kaup, sem er þriðja stærst, og Baugur-Ísland sem er stærst. Núverandi meirihlutaeigandi Samkaupa er Kaupfélag Suður- nesja en það á 97% hlut í Sam- kaupum, en félagið keypti í byrj- un þessa mánaðar 50,4% hlut Kaldbaks í félaginu. Baugur-Ís- land er dótturfélag Baugs Group hf., en félagið á og rekur 83 versl- anir, þar af 70 hér á landi. Áskaup kaupa 53,4% hlut í matvörukeðjunni Kaupási ! " #"$% &% '()*+% ,-) ./,0  )*+1% /-  '234$ (%5+%+-) ,-) (  )#&3,+ 6%* (#7*/5 38*1% '()*+ 38*1% )6)++ (*6 )%+) ! 4+,)9 -5,09 :9 &39 6%*9 ;(#(+<)9 =9 /0)</09 %)) (*%1-( 467+9 :9 >4++9 +6()0/69 7)--+<8**%+ 5,09 (6649 >)549 '*9 6?9 05,09 *-$, @  !  " A  )*+1% , A )6)(++ B9 %**3$ 54+ CB '()*+% , D )6)(++  9B %**3$ 54+ B '()*+% 7*(- B )6) @9D %**3$ 54+ ,-,:)*+1!+#,$,  '()*+5($3, >,0) 5,0  Mikill vilji/10 UNGLINGSSTELPUR sækjast í auknum mæli eftir að sitja fáklæddar fyrir á ljósmyndum til birtingar í tíma- ritum og á Netinu. Að mati Dagbjartar Ásbjörnsdóttur mannfræðings, sem hefur sérhæft sig í verkefnum um kyn- hegðun og sjálfsmynd unglinga, eru stelpur og konur farnar að „kaupa“ þá hugmynd að verðleikar þeirra liggi í útliti, líkama og kynþokka. Undir þessi sjónarmið taka tvær 16 ára stelpur, sem horfðu á bandarísku kvikmyndina Thirteen, en myndin fjallar um erfiðleika unglingsstelpna. Stúlkunum þótti margt í myndinni mjög ýkt miðað við þann raunveru- leika, sem þær þekkja, þó merktu þær ákveðna samsvörun. Þær segja að margar unglingsstelpur eigi í vanda, þeim líði illa, hafi brenglaða sjálfs- mynd og sumar sækist eftir viður- kenningu, m.a. með því að sýna líkama sinn og þóknast strákunum með því að kyssa hver aðra í partíum. Vanlíðanin getur, að sögn stelpn- anna tveggja, einnig brotist út á þann hátt að stelpur skeri í framhandlegg- ina á sér, líkt og í myndinni, og þekkja þær 5–6 stelpur, sem slíkt hafa gert og hafa ekkert verið að fela það. Sækjast eftir því að sitja fyrir fáklæddar  Daglegt líf/B2 LEIKÞÁTTUR um móður Teresu verður sýndur í Selja- kirkju í dag en sex systur úr reglu móður Teresu út- bjuggu leikþáttinn upp úr bréfum sem varpa ljósi á köll- un hennar og hafa tekið saman sögu úr hjálparstarfi móður Teresu. Á myndinni má sjá fjórar af nunnunum sem staddar eru hér á landi en þær hafa m.a. æft kór sem fram kemur í sýningunni og leiðbeint börnum sem dansa í leikþættinum./6 Morgunblaðið/Þorkell Unnu leikþátt um móður Teresu SÝNING á verki myndlistar- konunnar Roni Horn, Some Thames, verður formlega opnuð í Háskólanum á Akureyri í dag. Verkið er gjöf listamannsins til Háskólans á Akureyri. Roni Horn verður viðstödd athöfnina. Horn segir í samtali við Morg- unblaðið að Ísland hafi boðið henni upp á lifandi, gagnvirkt samband er líkja megi við sam- tal sem sé enn í fullum gangi. Gjöf frá Roni Horn  Lesbók Guðmundur segir í samtali við Morgunblaðið að félagið selji lítr- ann af olíu á 35 kr., sem sé 3,80 kr. eða 11% lægra en lægsta verð á dísilolíu sem í boði er hjá keppi- nautunum, þ.e. á sjálfsafgreiðslu- stöðvum Orkunnar, og níu kr. lægra en olíuverð með fullri þjón- ustu hjá hinum olíufélögunum. Guðmundur segir að ákveðið hafi verið að hefja sölu á bensíni til al- mennra notenda 1. desember nk. en þá stefnir félagið að því að opna sína fyrstu bensínstöð á Kársnes- braut í Kópavogi. Fram að þessu hefur Atlantsolía einungis selt olíu á skip og til verktaka. Stefnir félag- ið að því að opna 5 til 10 sjálfs- afgreiðslustöðvar næsta sumar en félagið er enn að leita að lóðum undir starfsemi sína. Atlantsolía selur olíu á einkabíla Býður lítrann af olíu á 35 krónur Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá vinstri:Haraldur Ólason, bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði, og Guð- mundur Kjærnested. ATLANTSOLÍA, hið nýja olíusölufyrirtæki, hóf í gær sölu á dísilolíu fyrir einkabíla. Fer afgreiðslan í fyrstu fram á einum stað við olíustöð félagsins við Hafnarfjarðarhöfn. Guðmundur Kjærnested, einn eigenda félagsins, greindi frá þessu á opnunarathöfn fyrirtækisins sem haldin var í gær í Turninum í Hafnarfirði. og undir það sjónarmið hefði Hæstiréttur nú tekið. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að nýgenginn dómur sé mjög skýr. Hæstiréttur staðfesti í dómi sínum að ríkisstjórnin hafi í öllum aðalatriðum farið rétt að þegar lögin voru sett í janúar 2001 í kjölfar fyrri dóms Hæstaréttar. Davíð sagði að lögin sem sett voru 2001 stæðu því algerlega óbreytt hvað að framtíðinni sneri. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu ríkis- stjórnina harðlega við umræðurnar og héldu því fram að með dóminum væri staðfest að ríkisstjórn- in hefði með lagasetningunni 2001 brotið eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinnar. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að eitt aðalatriðið í málflutningi stjórnarandstöðunn- ar á sínum tíma hefði varðað afturvirkni laganna DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við utan- dagskrárumræður á Alþingi í gær að ekkert í dómi Hæstaréttar í fyrradag í öryrkjamálinu gæfi til- efni til þeirrar ályktunar að löggjafanum sé óheim- ilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu öryrkja til skerðingar. Davíð sagði að skv. nið- urstöðu Hæstaréttar væri ekki fótur fyrir þeirri gagnrýni sem stjórnarandstaðan hafði í frammi á sínum tíma þegar lög voru sett í janúar árið 2001 í kjölfar fyrri dóms Hæstaréttar í máli öryrkja. „Dómurinn staðfestir að við höfðum rétt fyrir okkur“  Stjórnarliðar/4  Hæstiréttur/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.