Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 33 ÞÓTT nýjungagirni landans sé við brugðið, virðist það ekki gilda í sama mæli um erlenda hljómlistamenn, sem hvað eftir annað hafa mætt ótrúlegu tómlæti tónleikagesta þá sjaldan þá ber að okkar fjörum, nema því aðeins auglýsingar- bumbur séu ræki- lega knúnar fyrir fram. Sama gilti um tónleika Nönnu Hovmand og Jónasar Ingi- mundarsonar í Salnum sl. laug- ardag, þar sem danska óperusöng- konan trúlega galt þess að vera enn ekki nægilega „þekkt“ hér um slóðir, þrátt fyrir ágæta frammistöðu í Krýningu Poppeu nú í ágúst. Og enn og aftur má herma og harma að margir misstu af miklu. Segin saga og tímanna tákn, þegar rabbfroðu- þættir sjónvarpsstöðva eru óðum að fyllast af fólki sem aðallega er þekkt fyrir að vera þekkt. Dagskráin átti sér til ágætis að vera fjölbreytt, vönduð og óvenju- laus við ofbrúkaða stríðsfáka (að maður segi ekki „lummur“). Því þó að íslenzku lögin eftir hlé væru flest alkunn, var það oftast að góðu einu. Verkefnavalið hófst og endaði á dönskum lögum. Fyrst eftir síðróm- antíska söngvajöfurinn P.E. Lange- Müller (Himlen ulmer svagt) og ást- sælan meistara danska alþýðulags- ins, Carl Nielsen (Studie efter Naturen, Tidt er jeg glad, Sænk kun dit Hoved, du Blomst & Æble- blomst), en í tónleikalok eftir gullald- arrómönzuhöfundinn Peter Heise (Skjønne Fru Beatriz, Skovensom- hed & Din Fader skal ikke skjænde). Óneitanlega sjaldheyrðar ljóðrænar perlur á íslenzkum söngpalli, og hefði því verið tilefni til að kynna lít- illega höfunda og verk í tónleikaskrá, þó sízt beri að lasta útprentun allra texta á bæði frummáli og í prósaþýð- ingum Reynis Axelssonar. Eftir dönsku inngangslögin fylgdu þrjú sænsk lög eftir Ture Rang- ström, svipmikil en látlaus í senn (Villemo, Villemo, hvi gick du, Bön till natten & Den enda stunden) og fjögur norsk eftir Edvard Grieg þótt við þýzk ljóð væru (Die verschwieg- ene Nachtigall, Dereinst, Gedanke mein, Zur Rosenzeit og hið alþekkta Ein Traum). Þótt varla bæri á snöggum bletti, hvorki í verkefnavali né túlkun, höfðuðu kannski mest til manns miðlögin tvö eftir Nielsen og hin síðustu eftir Rangström og Grieg, sem líkt og hin voru sungin af frábærri innlifun og eftirtektar- verðri stimamýkt, borin uppi af þaul- músíkalskri eðlisávísun og ólíkt lit- ríkari fjölbreytni í raddbeitingu en maður á að venjast hjá íslenzkum söngvurum – og sízt þeim óperuskól- uðustu – nema í allra fremstu röð. Næsta fáheyrt er að erlent að- komufólk ráðist til atlögu við íslenzk sönglög, hvað þá á frummálinu, og man maður í svipinn aðeins eftir undantekningu Judithar Gans, sem hingað kom fyrir nokkrum árum frá Texas. Nanna Hovmand söng níu slík eftir hlé, flest með eftir aðstæð- um lygilega góðum textaframburði. Kata litla í koti (Sigvaldi Kaldalóns) geislaði af viðeigandi glettinni léttúð. Söknuður (Hallgrímur Helgason) skartaði afburðagóðri söngtækni á veiku nótunum, og lögin tvö eftir Karl O. Runólfsson, Síðasti dansinn og Sofðu, unga ástin mín (með „dauðadjúpum“ bassatremólóum úr flyglinum), nutu hvort sinna ólíku sérkenna. Hjá lygnri móðu eftir stórafmælisbarn dagsins, Jón Ás- geirsson, var líðandi fagurt, og hið litla en snotra lag píanistans, Vor, komst og vel til skila. Þjóðvísa Jór- unnar Viðar var við hæfi telpulega feimin og lífsþyrst í senn, en hið vandmeðfarna schumennska lag hennar Gestaboð um nótt öryggið uppmálað í seiðandi meðförum söng- konunnar. Íslenzku deildinni lauk með elsku- legri útfærslu á Þú ert (Þórarinn Guðmundsson). Við tóku loks fyrr- getin Heise-lög, af hverjum reis hæst hið síðasta. Kannski ekki sízt fyrir sindrandi tæran píanóleik Jón- asar Ingimundarsonar, er studdi þar sem fyrr við eðalmezzorödd Nönnu Hovmand af sinni landskunnu nettu vandvirkni. Dönsk eðalmezzorödd TÓNLIST Salurinn Verk eftir Lange-Müller, Carl Nielsen, Rangström, Grieg, Sigvalda Kaldalóns, Hallgrím Helgason, Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson, Jónas Ingimundarson, Jórunni Viðar, Þórarin Guðmundsson og Heise. Nanna Hovmand mezzosópran, Jónas Ingimundarson píanó. Laugardag- inn 11. október kl. 14:30. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Nanna Hovmand Ríkarður Ö. Pálsson ALAN James opnar sýningu á verk- um sínum í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu, hafnarmegin, kl. 15 í dag, laugardag. Yfirskriftin er „Elusive moorings – A kaleidoscopic world of visiual disorientation“ og eru þar nýjar blýantsteikningar. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og lýkur 2. nóv- ember. Morgunblaðið/Ásdís Alan James með verk sín í bakgrunni. Nýjar teikningar í Íslenskri grafík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.