Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú ert nú bara svoleiðis í laginu, Össi minn. Félag handavinnuleiðbeinenda Möguleikarnir óendanlegir FÉLAG handavinnu-leiðbeinenda varformlega stofnað 1. október 1988 og fagnaði því nýverið 15 ára afmæli sínu. Að stofnun félagsins stóðu fjórar konur sem allar voru starfsmenn Hrafnistu í Hafnarfirði, þær Guðrún Helgadóttir, Halldóra Jóhannsdóttir, Jóhanna Möller og Rebekka Gunnarsdóttir. Fyrsti formaður félagsins var Karin Sveinbjörns- dóttir. Félaginu var gefið nafn- ið Félag leiðbeinenda fatl- aðra, aldraðra og geð- sjúkra. Að sögn Huldu Guðmundsdóttur, for- manns félagsins, hefur starfsemi félagsins í Reykjavík hins vegar breyst í þá veru að fé- lagsstarf aldraðra hefur verið opnað fyrir alla ald- urshópa og er þannig opið öllum sem hafa áhuga á að njóta fé- lagsstarfs. „Þessa dagana eru því uppi hugmyndir um að breyta nafni félagsins en það er þrautin þyngri að skipta um nafn á 15 ára gömlu félagi. Við erum samt að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur en ekki ákveðið neitt ennþá í því sambandi.“ Hvert er markmið félagsins? „Í lögum félagsins er kveðið á um að tilgangur þess sé að efla samheldni og samvinnu, stuðla að menntun, fræðslu og bættri þekkingu félagsmanna. Einnig að hafa samstarf við innlend og er- lend félög er inna af hendi sams- konar þjónustu. Það hefur hins vegar komið á daginn að sam- bærileg félög eru afar sjaldgæf erlendis og reyndar hefur okkur ekki ennþá tekist að hafa uppi á slíku félagi. Ég þekki til í Dan- mörku og þar er öldruðum til dæmis ekki boðið upp á neitt fé- lagsstarf af þessu tagi.“ Hvers konar störf inna fé- lagsmenn af hendi? „Félagið er áhugamannafélag og félagssvæðið er allt landið. Á stofnfundinn mættu áttatíu manns sem sýnir vel hversu mikil þörf var fyrir félagsskap af þessu tagi. Félagsmenn eru nú hátt í tvö hundruð talsins. Við erum ekki hagsmunafélag í þeim skiln- ingi, erum ekki að berjast fyrir launakjörum eða neinu slíku, enda hafa leiðbeinendur ekki lög- verndað starfsheiti. Það hefur því kannski farið lítið fyrir félaginu í gegnum tíðina og þess eru dæmi að leiðbeinendur hafi hafið störf án þess að vita um tilvist félags- ins. Félagsmenn eru bæði konur og karlar sem starfa í félagsstarfi á dagvistunarheimilum fyrir aldr- aða, eða fólk yfir sextíu ára aldri, um allt land. Í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar, sem gjarnan eru starfræktar í tengslum við þjónustuíbúðir og sjálfseignaríbúðir, er starfsemin þó ekki að- eins bundin við aldr- aða heldur er hún öll- um opin. Hjá þessum heimilum og félagsmiðstöðvum er boðið upp á mat og kaffi og hvers konar afþreyingu, ásamt leiðsögn við ýmiskonar handverk. Þar fær fólk leiðsögn við smíði, bútasaum, perlusaum, bókband, myndlist, útskurð og prjónaskap svo fátt eitt sé nefnt en möguleikarnir eru nánast óendanlegir. Fólk þarf að greiða mánaðargjald fyrir viðveruna og fyrir skömmu var sett námskeiðsgjald á sérhæfðari námskeið, á borð við glerskurð og postulínsmálun.“ Fellur þessi starfsemi vel í kramið, t.d. meðal aldraðra? „Já, afskaplega vel. Flestir þeir sem nú eru aldraðir tilheyra þeirri kynslóð sem hafði tak- markaðan tíma til að sinna svona hugðarefnum, hvort sem það var úr bæjum eða sveitum. Tíminn fór allur í að afla sér viðurværis og daglegt amstur. Ég fullyrði því að það eru ótal margir sem á efri árum leyfa sér það í fyrsta sinn að gera það sem hugurinn hefur lengi staðið til en aldrei gefist tími til. Þessi starfsemi gefur fólkinu því mjög mikið, heldur við bæði líkamlegu og andlegu þreki, svo ekki sé nú tal- að um þann félagsskap sem það fær af því að hittast.“ Hvernig er starfsemi félagsins háttað? „Við höfum mjög reynt að hlúa að endurmenntun félagsmanna. Við höldum námstefnu annað hvert ár þar sem við fáum til okkar utanaðkomandi aðila til að halda fyrirlestra og námskeið um eitt og annað á þessu sviði. Á hverju ári höldum við auk þess skemmtifund þar sem við mætum með sýnishorn af því sem unnið er undir okkar leiðsögn. Þannig reynum við að miðla af reynslu okkar hvert til annars og það hef- ur reynst okkur afar dýrmætt og er reyndar grundvöll- urinn í okkar endur- menntun. Innan fé- lagsins hefur verið starfrækt nefnd sem kannaði menntunar- möguleika fyrir leiðbeinendur. Niðurstaðan var sú að möguleik- arnar voru ekki ýkja margir. Við eigum þess þó meðal annars kost að sækja um námskeið til menntamálaráðuneytisins sem eingöngu eru ætluð leiðbeinend- um. Þá hefur Reykjavíkurborg boðið upp á fjölbreytt námskeið innan félagsþjónustunnar,“ segir Hulda Guðmundsdóttir. Hulda Guðmundsdóttir  Hulda Guðmundsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en er nú búsett í Mosfellsbæ. Hún hefur gegnt formennsku í Félagi leiðbeinenda í tvö ár en starfaði sem leiðbeinandi hátt í tvo ára- tugi og sérhæfði sig í glerskurði. Hún er í sambúð með Erni Guð- mundssyni húsasmíðameistara. Hulda á tvo uppkomna syni, þá Pál Ríkharðsson og Þór Melsteð, sem báðir eru búsettir erlendis. Leiðsögn við ýmiskonar handverk 600 milljónir með afnámi frádráttar vegna séreignasparnaðar, atvinnu- leysisbætur eru lækkaðar um 170 milljónir, sjúkratryggingar lækkað- ar um 740 milljónir með auknum álögum á sjúklinga. „Þessi lækkun tilfærslna til heimilanna hefur sömu áhrif og hækkun skatta og er greini- lega ætlað að lækka ráðstöfunar- tekjur heimilanna og þar með einka- neyslu.“ Vakin er athygli á því að fjárfest- ingar og tækjakaup ríkisins séu lækkuð um 1,5 milljarða króna, en ekki hafi verið kynnt hvaða fram- kvæmdum áætlað sé að fresta. Þá sé lagt til að rekstrarútgjöld ríkissjóðs verði lækkuð um 100 milljónir með hagræðingarkröfu á stjórnsýslu- stofnanir. „MIÐSTJÓRN ASÍ gagnrýnir harð- lega það óréttlæti og þá auknu mis- skiptingu sem einkennir fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2004. Miðstjórn ASÍ telur ástæðu til þess að árétta afstöðu ASÍ um nauðsyn þess að mótuð verði víð- tæk sátt um heildstæða og sam- tvinnaða stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum.“ Þetta segir m.a. í ályktun miðstjórnar ASÍ um fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í ályktuninni segir að fjárlaga- frumvarpið gangi þvert á þá sátt sem ASÍ vill ná fram í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. Einsýnt sé að rík- isstjórnin telji að byrðarnar af nauð- synlegri aðhaldssamri hagstjórn komandi missera eigi að leggja á at- vinnulausa, sjúka, öryrkja og skuld- sett heimili. Á sama tíma telji rík- isstjórnin nauðsynlegt að lækka sérstaklega skattbyrði og auka ráð- stöfunartekjur þeirra tekjuhærri. „Miðstjórn ASÍ telur mikilvægt að árétta að sú samfélagssýn og stefna sem kemur fram í fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 2004 getur aldrei orðið grundvöllur að sátt á vinnumarkaði.“ ASÍ vekur athygli á að í fjárlaga- frumvarpinu eiga að sporna gegn of- þenslu og óðaverðbólgu af völdum stóriðju- og virkjanaframkvæmda. Spara eigi 3,7 milljarða króna með þessum ráðstöfunum. Í þessu sparnaðarátaki séu til- færslur til heimilanna lækkaðar um 2,2 milljarða króna. Þar af eru vaxta- bætur lækkaðar um 600 milljónir, al- mennur tekjuskattur hækkaður um Ályktun miðstjórnar ASÍ um fjárlagafrumvarpið Misskipting einkennir fjárlagafrumvarpið „EINHVERN tíma var maður nú bæði línu- maður og slökkviliðsmaður, en það kom í ljós í dag að það er dálítið langt síðan það var,“ sagði Óskar Magnússon, forstjóri Og Voda- fone, sem brá sér í hlutverk tæknimanns hjá fyrirtækinu í fyrradag og þurfti meðal ann- ars að fara upp í mastur á þaki Landakots- spítala sem slíkur. Óskar sagði að ástæðan fyrir að tæknivinn- an hefði orðið fyrir valinu væri sú að nú væri unnið að því að sameina farsímakerfin á höf- uðborgarsvæðinu, sem væri flókið og erfitt verk og skipti fyrirtækið miklu máli og því hefði verið talið eðlilegt að hann kynnti sér starfsemina á því sviði. Hann hefði þurft að fara upp á þak Landakotsspítala vegna þessa og upp á lyftuturn og utan í mastur þar og hann hefði ekki viljað þurfa að fara mörgum metrum hærra en það, en samstarfsmenn hans hefðu ekkert verið feimnir við þetta. Í þessari viku munu starfsmenn fyrirtæk- isins almennt skiptast á störfum í samræmi við eigin óskir þar um. Óskar sagði að til- gangurinn með þessu væri að auka skilning á ólíkum störfum innan fyrirtækisins, auk þess sem þetta væri lokahnykkurinn á samruna fyrirtækjanna. Forstjóri í föt tæknimanns Dálítið langt síðan maður var línumaður og slökkviliðsmaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, klifraði upp í mastur á þaki Landakotsspítala þegar hann brá sér í hlutverk tæknimanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.