Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 47 ✝ Svanfríður Sig-rún Gísladóttir (Bía Gísla) fæddist á Ísafirði 14. júlí 1917. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 14. október sl. Foreldr- ar Svanfríðar voru hjónin Gísli Þor- bergsson verkamað- ur á Ísafirði, f. 16. ágúst 1870 á Skef- ilsstöðum í Laxárdal í Hvammssókn í Skagafirði, d. 29. mars 1963, og Gest- ína Sigríður Þorláksdóttir, f. í Tungu í Skutulsfirði 10. október 1878, d. 5. nóvember 1952. Systk- ini Svanfríðar voru, nú öll látin: Sigurbaldur 1898–1983, Kristjana Sigríður 1900–1970, Þorbergur Skagfjörð 1902–1959, Guðmunda Stefanía 1906–1927, Jóhanna Daðey 1908–1981, Gunnar Sól- berg 1911–1993, og Gísli Aðal- steinn 1914–1945. Eiginmaður Svanfríðar var Ísafirði, f. 27. okt. 1947. 4.) Sig- urður Bjarni skipstjóri og útgerð- armaður í Bolungarvík, f. 21. okt. 1951. Eiginkona hans er Kristín Halfdanar Karvelsdóttir, f. 1953. Þau eiga tvö börn. 5.) Hjördís kennari á Akranesi, f. 16. feb. 1959. Eiginmaður hennar er Björgvin Guðjónsson, f. 1959. Þau eiga fjögur börn. Fyrir hjónaband eignaðist Hjördís dóttur með Jóni Guðna Kristinssyni. Fyrir hjóna- band eignaðist Hjörtur soninn Hilmar pípulagningameistara í Garðabæ, f. 1940. Svanfríður ól allan sinn aldur á Ísafirði. Sem ung stúlka var hún vinnukona hjá J.E. Edvald kaup- manni á Ísafirði og hjá Katli Guð- mundsyni kaupfélagsstjóra. Mest- allan sinn starfsaldur stundaði hún störf við rækjuvinnslu í Nið- ursuðuverksmiðjunni hf. á Ísa- firði, eða þar til hún hætti störf- um vegna aldurs. Einnig stundaði hún síldarsöltun á yngri árum. Hjörtur og Svanfríður reistu sér hús við Hlíðarveg 8 ásamt fjölskyldu Kristjáns bróður Hjart- ar. Þar bjuggu þau þar til Hjört- ur lést 26. janúar 1998. Reyndar bjó Svanfríður ein í húsinu um þriggja ára skeið þar til hún flutti í eigin íbúð á Hlíf I, íbúðum aldraðra á Ísafirði. Útför Svanfríðar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Hjörtur (Stapi) Bjarnason, skipstjóri og útgerðarmaður á Ísafirði, f. 24. desem- ber 1913, d. 26. jan- úar 1998, frá Stapa- dal í Auðkúluhreppi í Arnarfirði. Þau giftu sig 12. apríl 1941. Foreldrar Hjartar voru Bjarni Ásgeirs- son frá Álftamýri, f. 5. maí 1867, d. 22. október 1935, bóndi og skipstjóri í Stapa- dal og eiginkona hans, Sigríður Júl- íana Kristjánsdóttir frá Stapadal, f. 16. febrúar 1876, d. 16. mars 1943. Hjörtur og Svanfríður eignuð- ust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. 1) Viðar svæfinga- læknir í Reykjavík, f. 28. okt. 1937. Eiginkona hans er Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, f. 1939. Þau eiga tvö börn. 2) Ína, f. 4. ág. 1941, d. 6. ág. 1942. 3) Gísli Að- alsteinn ritstjóri og rithöfundur á Amma okkar á Ísafirði, eða Bía, eins og hún var alltaf kölluð, var sjálf- stæð og ákveðin, enda sjómannskona sem var vön að bjarga sér. Glaðlynd var hún og vinmörg og talaði aldrei illa um neinn. Hún var hress fram á síðasta dag, þótt fagurrauða hárið sem einkenndi hana framan af ævinni væri orðið hvítt. Amma kunni best við sig heima á Ísafirði enda var í mörgu að snúast á stóru heimili (sem minnkaði reyndar ekkert þótt þau Stapinn yrðu bara tvö). Á Hlíðarvegi 8 var útidyrahurðinni aldrei læst sem oft kom sér vel, ekki síst fyrir yngstu borgarana sem oft skutust inn brýnna erinda þegar ljóst var að ekki næðist heim í tæka tíð. Á árum áður vann hún auk þess oftast utan heim- ilisins, við rækjuvinnslu. Þó að amma væri heimakær vöfð- ust ferðalögin ekki fyrir henni og hún dreif sig oft til Reykjavíkur og líka til Gautaborgar í Svíþjóð þegar við bjuggum þar, til að heimsækja okk- ur. Í Reykjavík mátti hún þó sjaldn- ast vera að því að stoppa mjög lengi, heimsótti ættingja og vini, kíkti í búð- ir og svo var hún flogin. Því verður þó ekki á móti mælt að samverustund- irnar urðu ekki eins margar og ef styttra hefði verið á milli, en eins og nærri má geta fengum við oft sendan fisk, fugl og ber að vestan. Aðalatrið- ið í kassanum var samt nammipokinn sem alltaf leyndist einhvers staðar til hliðar eða á botninum og stundum líka bréfpeningur. Yngstu barna- börnin sem bjuggu á Ísafirði nutu umhyggju ömmu og var hún spræk- ari í barnapössuninni en margar yngri ömmur. Í minningunni er garðurinn á Hlíð- arveginum lítil Paradís með sólskini, rabarbara og mjúkum kettlingum í kassa. Blessuð sé minning ömmu á Ísafirði. Heimir og Harpa. Það var alltaf gaman að koma til þín. Ég og pabbi komum næstum alltaf í hádeginu og þá varst þú alltaf búin að gera heitan mat fyrir okkur. Það var gaman að koma á Hlíða- veginn til þín og Stapa afa. Pabbi kom í morgun og þá sá hann heitan mat á borðinu, amma var búin að hafa hann tilbúinn, en þá varst þú dáin. Ég, Karolína Sif og Pétur vorum að leika í lautinni, þá varst þú alltaf að kalla: Passiði blómin elskurnar. Þú varst besta amma í öllum heim- inum. Sigurður Bjarni Benediktsson. Nú hefur kvatt okkur dýrmæt elskuleg vinkona mín, hún Bía Gísla eins og hún var ávallt kölluð. Hún var ein af elstu frumbyggjunum við Hlíð- arveginn, hafði flutt þangað 1943 er hún giftist Hirti Bjarnasyni, eða Hirti Stapa eins og hann var kallaður oftast, en hann hafði byggt húsið nr. 8 ásamt bróður sínum. Hjörtur lést fyrir nokkrum árum. Bía var eins og sameiningartákn þar, því hún bjó þar í tæp 60 ár og hún og þau hjónin settu sterkan svip á lífið á Hlíðarveginum og bæjarlífið. Það var kjarnmikið og skemmti- legt samfélagið sem myndaðist á Hlíðarveginum, húsin risu hvert af öðru og síðan bættist blokkin við. Og í þessum húsum var fólk á besta aldri, með fullt hús af börnum á öllum aldri. Þarna mynduðust sterk sam- bönd og mikil vinatengsl á milli hús- mæðranna, en þær voru og eru skemmtilegir karakterar, og þau vinabönd hafa staðið alla tíð síðan milli þeirra, krakkanna og heimil- anna. Það var mikil samheldni, vin- átta og tryggð sem fylgdi þessum stóra fjörmikla herskara, og fylgir enn. Þetta voru skemmtilegir tímar og á þessum tíma voru mömmurnar heimavinnandi og heimilin opin fyrir okkur púkunum öllum, þótt fullt hús væri af börnum, munaði ekkert um fleiri. Ein af þessum yndislegu kon- um var Bía, en hún hefur verið partur af tilveru okkar púkanna síðan við komum í heiminn. Það var mikil gest- risni ríkjandi hjá þeim hjónum, og nutu þau þess að fá fjölskylduna, vini og nágranna í heimsókn og kaffi- spjall, og voru þau höfðingjar heim að sækja. Bía var mikil fjölskyldu- kona og var mjög annt um fjölskyldu sína og vini og fylgdist vakandi og af alúð með hvað var að gerast hjá þeim, hún var félagslynd og starfaði mikið í Kvenfélaginu Hlíf og Kvennadeild Slysavarnarfélagsins, og veit ég að hún naut samvista við þær góðu kon- ur sem voru þar. Bía var nett kona, glaðlynd, hressi- leg og stutt í húmorinn og brosið og afskaplega trygglynd. Vináttan sem hún átti við móður mína gekk í erfðir og þótti mér mjög vænt um það. Við ræddum oft um lífið og tilveruna, og fengum okkur oft bíltúr á kvöldin, í Ísafjarðarlogninu og oft inn í kirkju- garð til að vökva blómin eða kveikja á kertaljósi hjá gengnum ástvinum. Gamlir Ísfirðingar sem dvöldu í Sól- túni, húsi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík, en það stendur við Hlíð- arveginn, lögðu oft leið sína til henn- ar og þeirra hjóna, því margir þekktu þau í gegnum tíðina. Í nokkur ár höfum við Hlíðarvegs- púkarnir sem ólumst upp saman haft mót einu sinni á ári, til þess að hittast, endurnýja kynni og rifja upp gamlar minningar við ómælda ánægju. Strax í upphafi var það ákveðið að foreldrar okkar, sem þar bjuggu og búa og eru enn með okkur, yrðu með. Við höfum kallað þau „orginala“ og þau hafa staðið þétt við bakið á okkur, með lif- andi áhuga á þessum mótum og hafa virkilega notið þess eins og við að hitta alla sem mæta og þeim fjölgar með hverju ári. Bía var þar fremst meðal jafningja, vakin og sofin, og við höfum tilnefnt „heiðursfélaga Hlíðar- vegspúkanna“ og það var ekki að ástæðulausu, hún hafði hlotið þann titil með sóma nr. 1. Í ágúst sl. var mótið haldið, en Bía var hálfslöpp og treysti sér ekki, og var hennar sakn- að, því hún hafði alltaf mætt þótt langelst væri. Fyrir tæpum tveimur árum veikt- ist hún hastarlega og var ótrúlegt að hún skyldi jafna sig eftir þau veik- indi, en heilsan varð ekki söm aftur. Þá var ákveðið að hún flytti í fallega íbúð á Hlíf og húsið selt en hún hafði búið þar ein eftir að Hjörtur lést, og krakkarnir löngu farnir úr hreiðrinu. Það var henni erfitt í fyrstu enda við- brigði eftir tæp 60 ár á Hlíðarveg- inum, en svo líkaði henni betur og betur, og naut hún þess virkilega að vera þar í sumar á sólpallinum sínum eins og hún sagði í einu fallegasta sumri sem hefur komið á Ísafirði. En það besta var að á Hlíf var í næstu íbúð Milla, vinkona hennar og gamall nágranni af Hlíðarveginum og þótti henni það ljúft og veitti það mikið ör- yggi, og gömlu vinatengslin til stað- ar. Hún var orðin þreytt og tilbúin í ferðina sína, og það var fallegt kallið hennar þegar það kom. Veit ég að hennar verður saknað af ástvinum og ég á eftir að sakna hennar, enda höfum við haft samverur oft í viku undanfarin ár. Nú hefur mín kæra vinkona kvatt, og að leiðarlokum, Bía mín, hafðu hjartans þökk fyrir vináttu, trúnað, og tryggð alla tíð. Guð gefi þér fallega heimkomu til ástvina er fóru fyrr. Elsku Siggi, Gísli, Hjördís, Viðar og fjölskyldur, við fjölskyldan svo og gamlir Hlíðarvegspúkar sendum ykk- ur hjartans kveðjur með einlægustu samúð. Bjarndís. SVANFRÍÐUR SIGRÚN GÍSLADÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES G. TÓMASSON stýrimaður, elliheimilinu Grund áður Hofsvallagötu 59, lést á Grund þriðjudaginn 14. október. Útför verður frá Neskirkju föstudaginn 24. október kl. 13.30. Fyrir hönd vina og vandamanna, Sverrir Hannesson, Helga V. Björgvinsdóttir, Tómas Hannesson, Hannes Sverrisson, Sigurlaug Sverrisdóttir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AGNES SIGURÐARDÓTTIR frá Mánaskál, andaðist á Sjúkrahúsinu á Blönduósi miðviku- daginn 15. október. Guðni Agnarsson, Ágústa Hálfdánardóttir, Agnar Guðnason, Snæborg Þorsteinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN KRISTINN GUÐJÓNSSON frá Þorlákshöfn, Hringbraut 50, Reykjavík, lést aðfaranótt fimmtudagsins 16. október. Hörður Björgvinsson, Guðbjörg K. Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Magnús H. Sigurðsson, Ingibjörg E. Björgvinsdóttir, Katrín J. Björgvinsdóttir, Helga Dagbjartsdóttir, Guðjón Ólafsson og fjölskyldur. Elskulegur bróðir okkar og mágur, JÚLÍUS EIRÍKSSON, Uppsalavegi 1, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 16. október. Jarðarförin auglýst síðar. Systkini hins látna og fjölskyldur. Elskuleg systurdóttir mín og vinkona, KRISTRÚN KIRRÝ HALLDÓRSDÓTTIR, ættuð frá Böðmóðsstöðum í Laugardal, andaðist í Malmö í Svíþjóð sunnudaginn 12. október sl. Fyrir hönd ættingja og vina, Lilja og Ingimundur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR ALFREÐSSON, Rauðagerði 35, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi að morgni miðvikudagsins 15. október. Jarðarförin auglýst síðar. Birna Fjóla Valdimarsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Jóhann Hjaltason, Sigríður Kr. Halldórsdóttir, Björn D. Kristjánsson, Alfreð Halldórsson, Elín Sigurðardóttir, Valdimar Halldórsson, Sigríður S. Heiðarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.