Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 45
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 45 Í OKKAR samfélagi telst trú- félagafrelsi til grundvallarmann- réttinda. Trúfélagafrelsi grundvallast á því að nokkurt jafnræði sé á milli starfandi trú- félaga. Hér á landi ríkir því miður ekki jafnræði á milli trúfélaga. Marg- vísleg forréttindi þjóðkirkjunnar umfram önnur trúfélög og af- staða hennar til annarra trú- félaga valda hróplegri mismunun. Sú mismunun réttlætist ekki af ákvæði stjórnarskrárinnar um stuðning ríkisins við hina evang- elísk-lúthersku kirkju því að sum þeirra trúfélaga sem mismunað er eru einmitt evangelísk-lútersk. Mismununin er einnig í ósam- ræmi við það samfélagslega rétt- læti sem lútherskri kirkju er ætl- að að vera fulltrúi fyrir. Ljóst er að undanfarin ári hafa skref verið stigin í átt til aðgrein- ingar ríkis og þjóðkirkju hér á landi. Munar þar mest um kirkju- lögin frá 1997 og samning ís- lenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Það má vera að í samanburði við þróun sambærilegra mála í ein- staka nágrannalöndum okkar virðist ferlið hér á landi vera nokkuð á veg komið. En sá íslenski veruleiki sem blasir við er allt annar. Í því vandrataða ferli sem felst í að greina annars vegar á milli ríkis og þjóðkirkjustofnunarinnar en hins vegar að koma á raun- verulegu trúfélagafrelsi á Íslandi virðist sem stór skref hafi verið tekin aftur á bak hvað varðar trúfélagafrelsið og jafnræði trú- félaga. Það virðist aðeins hafa verið gert ráð fyrir einu kristnu trú- félagi í landinu þótt staðreyndin sé sú að þau eru fleiri en eitt og eru reyndar nokkuð mörg. Einu trúfélagi er áfram tryggð slík fjárhagsleg sérstaða og for- réttindi að Íslendingar munu áfram búa við það ríkiskirkjufyr- irkomulag þar sem trúfélögum er mismunað. Ljóst er að í dag dytti engum í hug að búa til það fyrirkomulag trúmála sem nú ríkir hér á landi ef viðmiðið ætti einungis að vera jafnræði, lýðræði og kristilegt réttlæti (allt evangelísk-lútersk viðmið). Hætt er við að stofn- unarlegir hagsmunir eins trú- félags hafi komið mjög við sögu. Forsvarsmenn þjóðkirkjunnar og biskup Íslands hr. Karl Sig- urbjörnsson þar með talinn halda því fram að hér á landi sé alls enga ríkiskirkju að finna. Því er einnig haldið fram að nú sé þjóð- kirkjan sem hvert annað trúfélag og að nú sé svo til alveg skilið á milli ríkis og kirkju hvað fjármál varðar. Sá veruleiki sem blasir við þeim sem lifa og starfa utan við þjóðkirkjustofnunina er allt allt annar. Nýju fötin keisarans Á hverju ári sem líður fær þjóðkirkjan 1,5 MILLJARÐA króna frá ríki, umfram önnur trú- félög, umfram trúfélagsgjöld. Í 60. gr., laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Ríkið standi skil á launum biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta þjóðkirkjunnar og 18 starfs- manna biskupsstofu.“ SJÁ TÖFLU Spurning er hvort ofangreind mismunun stangist ekki á við jafnréttisákvæði stjórnarskrár- innar og tvær eftirfarandi for- sendur jafnréttis og trúfrelsis; að opinberum gjöldum einstaklinga sé hvorki með beinum eða óbein- um hætti ráðstafað til eflingar trúfélaga sem viðkomandi á ekki aðild að. Og að trúfélögum sé ekki mismunað með mismunandi fjárveitingum eða fjárhagslegri fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. Samkvæmt lögum er biskup Ís- lands ekki æðsti yfirmaður þjóð- kirkjunnar heldur forseti ís- lenska lýðveldisins og hann skipar biskup Íslands og vígslu- biskupa. Ráðherra skipar sókn- arpresta. Það er illskiljanlegt hvernig hægt er að setja um 160 manns í þá hreint ótrúlegu stöðu sem hér er lýst: Mánaðarlega meðtaka þau launaumslag frá launaskrif- stofu ríkisins eins og hverjir aðr- ir ríkisstarfsmenn og framfæra sig sjálf og fjölskyldur sínar á þeim launum. Þau hin sömu njóta réttinda og bera skyldur sem op- inberir starfsmenn samkvæmt lögum og vinna ötullega að sínum kjara- og réttindamálum á þeirri forsendu. En samhliða og sam- tímis verða þau að halda því fram að þau starfi alls ekki hjá ríkinu og séu allsendis ekki launþegar ríkisins. Og að þá stofnun sem þau starfa fyrir (og veltir árlega milljörðum af ríkisfé) megi þau alls ekki með neinum hætti kenna við ríkið. Hætt er við að þegar slík tvö- feldni er í ytri umgjörð varpi það dökkum skugga á æðri markmið. Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem ríkiskirkju Árið 1997 gerðu íslenska ríkið og þjóðkirkjan með sér samning um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkj- unnar. Sá samningur felur það í sér að kirkjujarðir verða eign ríkisins gegn því að ríkissjóður greiði fjárframlag vegna launa og launatengdra gjalda biskups Ís- lands, vígslubiskupa og 138 presta og fleiri starfsmanna, eins tiltekins trúfélags. En kirkjujarðirnar eru hluti af kirkjusögulegum arfi allra krist- inna Íslendinga. Samkvæmt kristnum skilningi eru u.þ.b. 94% þegna þjóðríkisins „kirkjan“. En í samningnum er „kirkjan“ greinilega skilgreind út frá ríkiskirkjuhugmyndinni. Þar er kirkja skilgreind sem „prest- arnir og starfsmenn bisk- upsstofu“ í einu tilteknu trú- félagi. Í samningnum er verið að færa kirkjusögulegan arf 94% þjóðarinnar/ríkisins til fárra út- valinna. Það er í mótsögn við kristna kenningu og lúterskan kirkjuskilning. Með samningnum skilgreinir þjóðkirkjan sig sem ríkiskirkju. Fríkirkjan í Reykjavík hefur bæði sótt um í Jöfnunarsjóð og Kristnisjóð. En þjóðkirkjustofn- unin hafnaði umsóknunum þar sem hún taldi Fríkirkjuna ekki „þjóðkirkjusöfnuð“. Með slíkri höfnun skilgreinir þjóðkirkjustofnunin tilveru sína og stöðu gagnvart öðrum trú- félögum, fyrst og fremst út frá tengslum stofnunarinnar við ríkið en ekki út frá þeirri sameiginlegu trú sem gerir kirkju að sannri kirkju. Tilraunir þjóðkirkjustofnunar- innar til að réttlæta mismuninn miðast flestallar við það að tengja þjóðkirkjuna og ríkislaun- aða starfsmenn hennar við ríki og þjóð með sérstökum hætti. Þann- ig að henni er skapað hlutverk umfram aðra, sem ríkisstofnun. Vísað er í óljósar borgaralegar og þjóðernislegar skyldur sem talsmenn þjóðkirkjunnar telja hana gegna umfram önnur trú- félög en hafa ósköp lítið með kristna trú að gera. Þjóðkirkjumenn hafa bent á að þeir axli ábyrgð og skyldur um- fram aðra. En þar er í raun verið að gera afleiðingu að orsök. Vissulega fylgir því einhver ábyrgð og skyldur að fá 1,5 millj- arða króna árlega frá ríki til ráð- stöfunar. Það gefur augaleið og það þarf ekki þjóðkirkjuna til, hver sá sem fær slíkar upphæðir til ráðstöfunar hlýtur að axla ein- hverja ábyrgð. Fyrir örfáum mánuðum var nýr vígslubiskup settur í embætti innan „þjóðkirkju-trúfélagsins“. Það var háttvirtur kirkju- málaráðherra sem samkvæmt lögum ákvað hver fengi það eitt æðsta embætti þjóðkirkjunnar. Þar var ríkisvaldið með mjög af- gerandi hætti að ákvarða um innri málefni eins tiltekins trú- félags. Var þar á ferðinni vald- níðsla ríkisins gagnvart einu trú- félagi? Nei, alls ekki. Þar var eitt tiltekið trúfélag, þjóðkirkjustofn- uninn, ótilneydd og af frjálsum vilja að kalla yfir sig rík- isstjórnun. Þrátt fyrir að kirkjumálaráð- herra hafi áður gert um það til- lögu að prestar yrðu ekki skip- aðir af ráðherra heldur af fulltrúum kirkjustofnunarinnar, þá var þeirri tillögu hafnað af prestastefnu. Þannig að þjóð- kirkjan sjálf kaus að lúta valdi ríkisins í sínum innri málum. Sú afstaða ein og sér er yfirlýsing þjóðkirkjunnar sjálfrar um að hún er Ríkiskirkja. Sérskipaðir einka- erfingjar kirkju Krists Núverandi fyrirkomulag setur presta þjóðkirkjunnar og starfs- menn biskupsstofu í einkar furðulega stöðu. Samkvæmt samningi milli ríkis og kirkju eru laun þeirra greiðsla ríkisins fyrir kirkjujarðirnar, þ.e.a.s. eigur kristinnar kirkju á Íslandi. Prestar þjóðkirkjunnar og starfsmenn biskupsstofu eru sem sagt einir og sér að taka út kirkjusögulegan arf allra krist- inna formæðra og forfeðra. Hér vakna stórar spurningar svo sem; hvað er kirkja og hver er hinn kirkjulegi arfur, hvernig og hvenær varð hann til? Hætt er við að sá skilningur sem liggur að baki núgildandi fyrirkomulagi eigi lítið skylt við hina upprunalegu lýðræðissiðbót Lúters. Heldur miklu frekar sé hann sprottinn úr hinum stofn- unarvædda kristindómi miðalda. Þeim kristindómi sem vesturlönd hafa fyrir löngu hafnað. Sögulega séð er alls ekki svo ýkja langt síðan allir Íslendingar voru skyldugir samkvæmt lögum til að játa kristna trú og gjalda kirkjustofnuninni háan skatt. Sá skattur var oft hróplega ranglát- ur en samt sem áður var hann miskunnarlaust innheimtur af kirkjustofnuninni, lögum sam- kvæmt. Og viðurlög gátu verið grimmileg. Nú er það grundvallaratriði í evangelísk-lúterskum kirkjuskiln- ingi að fólkið sjálft er kirkjan. Kirkjan er ekki stofnun páfa eða kardínála, ekki embættis- mannastétt presta eða biskupa heldur er kirkjan allur óbreyttur almenningur sem játar trú á Jesú Krist samkvæmt kristinni trúar- hefð. Það sem blasir við því fólki sem hefur lifað og starfað undir formerkjum evangelísk-lúth- erskra fríkirkna (fríkirkjufólk í meira en 100 ár) og annarra kristinna trúfélaga er í raun fá- ránleg mynd. Starfsmenn þjóðkirkjunnar hafa tekið það að sér að taka út þeirra kirkjulega arf fyrir þeirra hönd án þess að spyrja leyfis eða leita samþykkis. Spyrja mætti hvað hafa þessir 160 prestar og starfsmenn bisk- ups til unnið? Er það dygðugt líferni þeirra sem hefur skapað þeim sérstöðu umfram aðra og gert þá að eins konar dýrlingum, að kaþólskum sið? Hafa formæður þeirra og forfeður greitt hærri skatta til kirkjustofnunarinnar í aldanna rás? Langamma þess sem þessar línur ritar starfaði fyrir kirkjuna sína í þrjátíu ár. Hún var fátæk fimm barna móðir. Hún annaðist þrif og kirkjuvörslu í Fríkirkj- unni í Reykjavík og bjó mörg ár- in í köldum kjöllurum í Þingholt- unum. Hún var fríkirkjukona í hug og hjarta og helgaði fríkirkj- unni starfskrafta sína. Þó var það svo að trúfélags- skattur afkomenda hennar var fyrir tilstuðlan yfirvalda kirkju og ríkis látinn renna til rík- iskirkjunnar að þeim forspurðum. Og nú þegar Biskup Íslands lýsir því yfir að nú sé svo til alveg skilið á milli ríkis og kirkju, þá kemur í ljós að Fríkirkjan telst ekki verðugur erfingi hins kirkju- sögulega arfs. Ekki heldur hvíta- sunnumenn, aðventistar eða öll hin kristnu trúfélögin. Hvaða biskupsstarfsmaður eða þjóðkirkjuprestur skyldi nú vera að taka út kirkjusögulegan arf langömmu minnar og hennar af- komenda? Skyldi það vera ein- hver þjóðkirkjuprestur hér í Reykjavík eða í Kópavogi eða jafnvel einhvers staðar úti á landi? Fyrst ríkið telur ástæðu til að greiða út hinn kirkjusögulega arf kristinna formæðra og forfeðra þá skiptir það öllu máli að hann verði ekki notaður til að mismuna eða viðhalda samfélagslegu rang- læti. Heldur að hann verði til að stuðla að jafnræði og lýðræð- islegri starfsemi. Orðið ríkiskirkja Það er skiljanlegt að í tilraun þjóðkirkjustjórnarinnar til að breyta ímynd sinni og laga hana að því lýðræðissamfélagi sem við hrærumst í sé það viðkvæmt mál að tala um ríkiskirkju. Rík- iskirkjur hafa verið á hröðu und- anhaldi í áratugi og teljast víðast hvar hálfgerðir sögulegir stein- gervingar. Samt sem áður er „ríkiskirkja“ það hugtak sem þjónar sannleik- anum best þegar Fríkirkjan lýsir því lagalega og trúfélagslega um- hverfi sem hún finnur sig í. Í skugga ríkiskirkjunnar, því um- hverfi sem á stundum jafnvel hamlar og takmarkar starfsemi Fríkirkjunnar sem og annarra trúfélaga. Það gengur ekki í nútíma- samfélagi að banna eða afskrifa orð eða hugtök í íslensku máli. Það dugar skammt að taka orð sem lýsa daglegum reynsluheimi lifandi fólks, stoppa þau upp og tylla á arinhillu sögulegra minja og segja að þau tilheyri einhverju afmörkuðu og löngu liðnu tímabili sögunnar, fjarri nútíð. Einungis vegna þess að þau eru óþægileg eða henta ekki í þeirri sögutúlk- un sem þjóðkirkjan vill halda á lofti. Sá veruleiki sem umrætt orð lýsir er enn til staðar og þeim veruleika verður ekki betur lýst með öðrum orðum. Í skugga ríkiskirkju Eftir Hjört Magna Jóhannsson Höfundur er prestur og for- stöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem er annað stærsta trúfélagið í landinu. ÞORKELL Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips, sendi mér kveðju sína í Mbl. 8. þ.m. til að leiðrétta að eg hafði farið rangt með að Eim- skip hafi sótt um byggingu að- alstöðva félagsins á bifreiðastöðulóð- inni vestan Póst- hússtrætis. Þetta er rétt hjá honum og bið eg hann og aðra lesendur afsökunar á þessum mistökum. Þorkell segir að Eimskip ráðgeri að byggja nýjar aðalstöðvar fyrir Eimskip í grennd við Sundahöfn sem eg taldi einmitt hentuga staðsetn- ingu fyrir slíkt. Eg varaðist það ekki að það væri Landsbankinn sem hyggst nýta þessa lóð, en Landsbankinn hefir einmitt léð máls á því að breyta núverandi Landsbankahúsi við Austurstræti í íbúðarhúsnæði. Kjarninn í þessari fyrri grein minni var að benda á að Reykja- víkurborg hefir ekki fundið neina lausn fyrir bifreiðastöður í Kvos- inni og að nauðsynlegt sé að at- huga strax um slíkar úrlausnir. Stórt bílahús á þessari lóð gæti vel verið lausnin og menn ættu að varast að byggja sér í óhag (svo sem var með staðsetningu Hæstaréttar) á þessu takmarkaða svæði sem enn er ónotað í Kvos- inni. Ekki veldur sá er varar, voru lokaorð greinarinnar. Kannske Þorkell geti athugað hvort Landsbankinn geti ekki flutt sig í Eimskipafélagshúsið, þegar Eimskip hefir flutt höf- uðstöðvar sínar í Sundahöfn? Þetta ætti ekki að vera flókið verkefni eftir að Landsbankinn hefir nú þegar keypt Eimskip þar sem Þorkell er öllum hnútum kunnugur. Eftir stendur þó að finna úr- lausn á umferðar- og bílastæða- vanda gamla Miðbæjarins eða Kvosarinnar. Þorkell telur góðar úrlausnir að hafa bílakjallara undir norðurenda Tjarnarinnar, sömuleiðis undir fyrirhuguðu Tónlistarhúsi, neðan sjávarlínu, ennfremur að Geirsgatan sé tekin í stokk einnig undir núverandi sjávarlínu. Nú hafa margir vís- indamenn spáð því að sjávarhæð geti hækkað um allt að einum metra á næstu árum vegna bráðnunar jökla á heimskauta- svæðunum. Spyrja má því hvort geti verið skynsamlegt að leggja áherslu á neðansjávarbyggingar í Kvosinni? Eg endurtek: Ekki veldur sá er varar. Mér sýnist staðsetning Tónlistarhúss á hafn- arbakkanum vera mjög vafasöm og að athuga ætti miklu betur um staðsetningu þessa menningar- húss. Það eru augsýnilega margir aðrir og betri möguleikar sem hægt væri að athuga. Þorkell, sem framkvæmdastjóri þróun- arsviðs, gæti eflaust gert gamla miðbænum og stjórnendum Reykjavíkurborgar gagn með til- lögugerð um þetta. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Eg skil vel að Þorkell sé ekki ánægður með neikvæða umfjöllun um starfsemi Eimskips vegna starfs hans, en slík umræða er nú væntanlega á næsta leiti með nýrri yfirtöku á stjórn félagsins. Þetta er óhjákvæmilegt eftir um 40 ára okurstarfsemi félagsins á öllum flutningsgjöldum sem al- menningur hefir orðið að bera uppi í háu verðlagi á nauðsynja- vöru. Koma tímar og koma ráð. Svo þakka eg honum aftur hans framlag til umræðunnar. Því gjamma hundarnir að þeim er sigað Eftir Ønund Ásgeirsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri. UMRÆÐAN Úr fjárlögum fyrir árið 2003 Þjóðkirkjan Öll önnur trúfélög til samans Almennur rekstur 1.089.700.000 Almennur rekstur 0 Kirkjumálasjóður 153.500.000 Kirkjumálasjóður 0 Kristnisjóður 61.500.000 Kristnisjóður 0 Sóknargjöld 1.360.700.000 Sóknargjöld 125.500.000 Jöfnunarsjóður sókna 251.500.000 Jöfnunarsjóður sókna 0 Alls kr. 2.916.900.000 Alls kr. 125.500.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.