Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 25 Reykjavík | Nýsköpunarsjóður námsmanna og Reykjavíkurborg styrktu í vor 16 nýsköpunar- og rannsóknarverkefni sem há- skólanemar hafa svo unnið að í sumar og haust. Verkefnin voru svo kynnt áhugasömum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Verkefnin voru margskonar og mjög ólík innbyrðis. Meðal þess sem var kannað í sumar var stefnufesta Reykjavíkurborgar á árunum 1994 til 2002, ánægja með þjónustu sveitarfélags, með- ferð og förgun garðaúrgangs og hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu o.fl. Styrkþegar kynntu verkefni sín og reifuðu helstu niðurstöður þeirra og svöruðu að því loknu fyrirspurnum úr sal. Mikið virðist hafa verið lagt í verkefnin og voru þau flest ef ekki öll mjög nytsamleg og auðvelt að sjá hvernig og hverjum þau muni nýtast. Þannig var t.d. saga ÍR- hússins skráð og rætt við fólk sem æfði þar til að hægt sé að setja upp raunvörulegri sýningar í húsinu. Morgunblaðið/Ásdís Ánægja: Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, MA-nemi í opinberri stjórnsýslu, kynnti verkefni sitt um ánægju með þróun sveitarfélaga. Með henni á myndinni eru Sigurður Á. Snævarr, annar leiðbeinenda hennar með verk- efnið (t.v.), og Dagur B. Eggertsson, sem situr í borgarstjórn. Nýsköpun- arhátíð í höfuð- borginni MARÍA Bjarkadóttir, MA-nemi í bókmenntafræði við HÍ, vann eitt af nýsköpunarverkefnunum í sumar, og ber það titilinn „Nýbúar og almenningsbókasöfn á höf- uðborgarsvæðinu“. María segir að uppbygging al- þjóðlegra bókasafna sé á byrjunarstigi hér á landi og söfnin að byrja að koma sér upp bókakosti á tungu- málum stærstu hópa innflytjenda hér á landi. Það er nauðsynlegt fyrir innflytjendur að komast í bækur á sínu móðurmáli, segir María. „Það er nauðsyn- legt svo fólk geti viðhaldið sínu tungumáli og sinni menn- ingu.“ Hún segir það einnig mikilvægt fyrir börnin, það er mun auðveldara fyrir þau að ná tökum á íslensku ef þau eru með gott vald á eigin máli. Stefna bókasafnanna er að hafa samstarf um verk- efnið og að hvert þeirra byrji á að koma sér upp nokkru safni af bókum á einu tungumáli, t.d. rússnesku eða taí- lensku, og svo láni söfnin bækurnar sín á milli. „Það hef- ur verið mælt með því í dönskum könnunum að byrjað sé á að byggja upp eitt tungumál í einu og síðan þegar það er komið ágætissafn af því þá haldi menn áfram með næsta tungumál,“ segir María. Það borgar sig að byggja upp grunn af einu tungumáli því þá er auðveldara að halda honum við á meðan næsta tungumál er byggt upp, í stað þess að safna ómarkvisst bókum héðan og þaðan. Nota Netið, myndbönd og diska Notkun innflytjenda hér á landi á bókasöfnum hefur ekki verið könnuð, en í stórri danskri könnun kom fram að innflytjendur kæmu oftar á bókasöfn en aðrir, en tækju sjaldnar bækur. Þeir nýta sér frekar aðgang að tímaritum og Netinu. María segir ekki ótrúlegt að hegð- unin sé svipuð hér á landi, en segir að ekkert sé í raun hægt að segja um það þar til sambærileg könnun er gerð hér á landi. Hún segir þó ljóst að innflytjendur hér á landi nýti sér frekar útlán myndbanda og tónlistardiska en bókakost safnanna. Sérstaklega mikilvægt fyrir börnin                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.