Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 55
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 55 Kirkjudagur Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði ÁRLEGUR hátíðisdagur Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði, kirkjudag- urinn, er á morgun, sunnudaginn 19. október. Dagurinn hefst að venju með barnaguðsþjónustu kl. 11 en barna- starfið hefur verið afar vel sótt það sem af er þessu hausti. Guðsþjón- usta verður svo kl. 13 þar sem prestarnir, Sigríður Kristín Helga- dóttir og Einar Eyjólfsson, flytja samtalspredikun og djákni kirkj- unnar, Sigríður Valdimarsdóttir, les ritningarorð. Örn Arnarson, tónlistarstjóri kirkjunnar, sér svo um söng og tónlist ásamt kór og hljómsveit kirkjunnar. Að lokinni guðsþjónustu hefst svo hin glæsilega kaffisala Kven- félagsins í safnaðarheimilinu en Kvenfélag kirkjunnar stendur öfl- ugan vörð um allt starf kirkjunnar og hefur fært kirkjunni stórar gjaf- ir á liðinni tíð. Á kirkjudaginn er þess vænst að safnaðarfólk og velunnarar kirkj- unnar fjölmenni og styrki málefni safnaðarins en á þessu ári eru liðin 90 ár frá stofnun safnaðarins og vígslu kirkjunnar. Seljakirkja í syngjandi sveiflu HRESSANDI samfélag um Guðs orð og borð verður í Seljakirkju sunnudagskvöldið 19. október kl. 20. Um er að ræða kvöldguðsþjón- ustu með Þorvaldi Halldórssyni og kirkjukór Seljakirkju, sem leiða okkur í kraftmiklum lofgjörð- arsöng. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og eins og áður sagði verður þetta einnig samfélag um Guðs borð, þar sem við hljótum þá næringu, sem hvetur og styrkir. Verið hjartanlega velkomin í Seljakirkju. Kvöldmessa og kaffi- sala í Grensáskirkju ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið 19. okt., verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Að venju er yfirbragð kvöldmess- unnar létt og formið einfalt. Lögð er áhersla á hlýlegt og kyrrlátt and- rúmsloft til lofgjörðar og bænar en töluðu máli er stillt í hóf. Hægt er að leggja fram fyrirbænarefni og altarisganga er í messunni. Að þessu sinni syngur stúlknakór Grensáskirkju undir stjórn Ástríðar Haraldsdóttur. Eftir messuna stendur stúlkna- kórinn fyrir kaffisölu en ágóði hennar fer í ferðasjóð kórsins sem hyggur á utanlandsferð næsta vor. Komum í kvöldmessu í Grens- áskirkju – og njótum andlegrar og líkamlegrar næringar. Tónlistarmessa í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudaginn 19. októ- ber, kl. 11.00 fer fram tónlist- armessa í Hafnarfjarðarkirkju. Hún er svo nefnd vegna þess að þá eru flutt valin sígild tónlist- arverk af einsöngvara eða hljóð- færaleika jafnframt því sem kirkju- kórinn syngur sálma í messunni. Að þessu sinni syngur Kristín K. Sig- urðardóttir, sópransöngkona og söngkennari, eftirfarandi verk við píanó- eða orgelundirleik Antoníu Hevesi, organista og tónlistar- stjórnanda kirkjunnar: „Gratias agimus“ eftir Sigurð Þórarinsson, „Ave verum corpus“ eftir W.A. Mozart og Ave Maria eftir Percy B. Kahn. Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason, sóknarprestur. Slíkar tón- listarmessur munu fara fram með reglulegu millibili í Hafnarfjarð- arkirkju á komandi misserum. Guð og ljóðin mín HALLA Jónsdóttir, kennari og hugmyndasagnfræðingur, mun fjalla um Guð og ljóðin sín á sunnu- dagsfundi í Hallgrímskirkju. Halla hefur kennt á öllum skólastigum í Reykjavík og verið fræðslustjóri kirkjunnar. Hún hefur stýrt og leið- beint á trúfræðslunámskeiðum um land allt. Þúsundir íslenskra kvenna hafa sótt námskeiðið Konur eru konum bestar, sem Halla stað- færði og stýrði. Á sunnudagsfundi lýkur hún upp ljóðakompu sinni og segir frá skáldskapnum og Guði. Fundurinn hefst kl. 13 og eru allir velkomnir. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólf- sporaleiðinni, verður í Dómkirkj- unni sunnudaginn 19. október kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýk- ina. Bergþór Pálsson, Hjörleifur Valsson og Birgir og Hörður Bragasynir sjá um fjölbreytta tón- list. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flyt- ur hugleiðingu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir samkomuna og sr. Karl V. Matthíasson leiðir fyr- irbæn. Sjá heimasíðu Dómkirkjunnar, www.domkirkjan.is. Þorvaldur Halldórs- son í Lindasókn SUNNUDAGINN 19. nóvember sér Þorvaldur Halldórsson tónlist- armaður um undirleik og leiðir safnaðarsöng í Lindakirkju í Linda- skóla í Kópavogi. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Sunnu- dagaskóli fer fram í kennslustofum meðan á guðsþjónustu stendur. Boðið verður upp á akstur fyrir íbúa Vatnsenda- og Salahverfis. Hópferðabíll mun stansa á sömu stöðum og skólabíllinn gerir í Vatnsendahverfi (fyrsta stopp 10.45) en á Salavegi verður stansað við strætisvagnabiðstöðvar. Allir velkomnir. Góðir gestir í Neskirkju KIRKJUKÓR Ísafjarðarkirkju ásamt sóknarpresti sínum, org- anista og fylgdarliði kemur í heim- sókn til Neskirkju sunnudaginn 19. október kl. 11.00 og tekur þátt í messu safnaðarins. Kórar beggja safnaða syngja undir stjórn organistanna, Huldu Bragadóttur og Steingríms Þór- hallssonar. Séra Magnús Erlings- son, sóknarprestur Ísfirðinga, pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Erni Bárði Jónssyni, presti Neskirkju. Skírð verða tvö börn af ísfirskum ættum og sungnir sálm- ar, m.a. eftir ísfirsk tónskáld. Barnastarf er á sama tíma en það hefst í kirkjunni og síðan eru börn- in leidd í safnaðarsal til frekari fræðslu við þeirra hæfi. Kaffisopi að messu lokinni. Sýndar verða teikningar að nýju safnaðarheimili sem hafin er bygg- ing á og mun formaður sókn- arnefndar, dr. Guðmundur Magn- ússon, segja frá framkvæmdum. Með bréfi þessu eru sóknarbörn í Nessókn svo og Ísfirðingar á höf- uðborgarsvæðinu hvattir til að koma til messu og eiga samfélag í góðra vina hópi. Tekið skal fram að Neskirkja er við Hagatorg eins og Hótel Saga, Háskólabíó, Melaskóli og Hagaskóli en ekki úti á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Ómar Fríkirkjan í Hafnarfirði. FRÉTTIR RAUÐI krossinn er þessa dagana að dreifa 10.000 endurskins- merkjum til barna og aldraðra víða um land. Meðal annars hafa starfs- menn og sjálfboðaliðar Reykjavík- urdeildar Rauða krossins farið á dvalarheimili og í íbúðir fyrir aldr- aða og gefið endurskinsmerki. Dreifing endurskinsmerkjanna er liður í umferðaröryggisátaki evrópskra Rauða kross félaga sem einnig miðar að því að kynna al- menningi skyndihjálp. Toyota á Ís- landi kostaði gerð merkjanna en Toyota styrkir átakið um alla Evr- ópu. Á næstunni munu deildir Rauða kross Íslands, sem eru 51, gefa börnum í grunnskólum í Reykjavík og víða um land endurskinsmerki. Ljósmynd/Þórir Guðmundsson Lilja Guðmundsdóttir frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins afhendir endurskinsmerki í spilatíma Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. Rauði krossinn gefur endurskinsmerki STJÓRN Fornleifasjóðs hefur ný- lega lokið síðari úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2003. Fornleifasjóður var stofnaður með lögum árið 2001, en hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleif- um og forngripum. Sjóðnum bárust að þessu sinni 30 umsóknir um styrki að upphæð tæplega 30 milljónir króna. Ákveðið var að veita 6 styrki til eft- irtalinna aðila og verkefna: Byggða- safnið í Skógum fær 400.000 til jarð- sjárkönnunar vegna rannsókna á rústum í landi Keldudals í Mýrdal. Fornleifafélag Öræfa fær 300.000 kr. til áframhaldandi rannsókna á eyðibýlinu Salthöfða í Öræfum. Fornleifastofnun Íslands fær 240.000 kr. til rannsókna á íslenskum perlum. Fornleifastofnun Íslands fær 525.000 kr. til teikninga gripa, sem fundist hafa á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Torfi Tulinius, Jón Sigurpálsson og Adolf Friðriksson fá 125.000 kr. til skráningar fornleifa á jörðinni Vatns- firði, hluti af stærra verkefni. Þá fær Húsavíkurbær 375.000 kr. til skráningar fornleifa í Reykja- hverfi. Úthlutun til sex aðila úr Forn- leifasjóði ANNAÐ mótið í Tívolísyrpu Hróks- ins og Húsdýragarðsins fer fram í Vísindatjaldinu á morgun, sunnu- daginn 19. október, kl. 13 en mæting er milli kl. 12–12.45. Mótaröðin er fyrir börn í 1.–6. bekk og teflt er í tveimur flokkum en verðlaunað í fjórum, þ.e. 1.–3. bekk, drengir og stúlkur, og 4.–6. bekk, drengir og stúlkur. Átta mót gefa stig og lýkur Tívolí- syrpu Hróksins og Húsdýragarðsins með lokahófi í maí. Þar munu fimm krakkar úr hverjum flokki með besta heildarárangur yfir veturinn, alls 20 börn, etja kappi um ferð fyrir tvo í Tívolíið í Kaupmannahöfn. Verðlaun verða einnig veitt fyrir 2. og 3. sætið sem og fyrir mætingu og framfarir. Hætt verður að taka við skráning- um klukkan 22 á laugardag. Tívolísyrpa Hróksins og Húsdýra- garðsins Tveir fyrir einn – ekki ókeypis Í Fólkinu í gær var missagt að allir sem væru með armband frá Iceland Airwaves-hátíðinni fengju ókeypis að- gang að tónleikum við Bláa lónið í dag. Hið rétta er að þeir sem eru með armband fá tvo miða á verði eins. Orðinu ekki ofaukið Á baksíðu Morgunblaðsins í gær slæddist orðið ekki inn í ummæli sem höfð voru eftir Jafet Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra Verðbréfastofunnar. Rétt var haft eftir Jafet á innsíðu blaðsins, en hann sagði: „Reynslan í Þýskalandi, þar sem bankarnir hafa mjög mikið farið inn í fyrirtækja- rekstur, er slæm og þeir hafa játað það. Og nú eru þeir á hraðri útleið úr þeim fyrirtækjum sem þeir geta selt.“ Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Millifyrirsögn féll niður Í grein Svanhildar Gunnarsdóttur, safnkennara Árnastofnunar, sem birtist á bls. 36 í blaðinu í gær, urðu mistök í vinnslu blaðsins. Millifyrir- sögn, sem sagði „Dýrgripir íslensku þjóðarinnar til sýnis gestum og gangandi“ féll niður og varð að meg- intexta, en í upphafi málsgreinarinn- ar, sem tók við eftir að millifyrirsögn- inni sleppti, féll niður stórt M og þar sagði frá „eðalhandritum“, sem átti að hljóma „meðal handrita“ o.s.frv. Höfundur og lesendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Kvenfélagasambandið stóð líka að degi kvenna í dreifbýli Vegna fréttar í Morgunblaðinu um alþjóðadag kvenna í dreifbýli 15. október skal tekið fram að Kven- félagasamband Íslands stóð að deg- inum ásamt konum í dreifbýli. Þetta kom ekki fram í frétt blaðsins um al- þjóðadaginn. LEIÐRÉTT B&L frumsýnir þrjá bíla í dag úr nýju Megane-línunni frá Renault. Þar er um að ræða nýjan Megane Sport Tourer langbak, Megane Sal- oon fólksbíl og fjölnotabílinn Meg- ane Scenic. Af því tilefni verður opið hús hjá B&L að Grjóthálsi 1 frá 12 til 16 bæði laugardag og sunnudag. Ratleikur fyrir alla fjölskylduna Í tengslum við alheimsmót skáta er al- menningi boðið að taka þátt í pósta- leik um Elliðaárdalinn í dag, laug- ardag, kl. 13. Mæting er við Skátamiðstöðina í Árbæ – ekkert þátttökugjald. Í DAG Fræðslukvöld verður í Púlsinum í Sandgerði á morgun 19. október, kl. 20. Gestur verður Elísabet Jóna Sveinbjörnsdóttir og mun hún fræða gesti um áhrif Do in nudds og Pan- eurhtyhmi dans, sem er búlgarskur heilsubótardans. Miðaverð er 1.000 kr. Sjá nánar á www.pulsinn.is Á MORGUN ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi Frjálslynda flokksins, spurði á fundi borgarstjórnar á fimmtudag hvort borgarfulltrúar vinstri - grænna innan R-listans hefðu staðið að ályktun Félags VG í Reykjavík sem lýsti yfir stuðningi við verkafólk við Kárahnjúkavirkjun. Las hann ályktunina í ræðustól þar sem krafist var að Landsvirkjun og eigendur hennar, þar með talin Reykjavíkurborg og fulltrúar R- listans í stjórn Landsvirkjunar, tækju ábyrgð á gerðum samningum við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo. Sjálfur hefur Ólafur ítrekað lagt fram tillögur í borgarráði og borgar- stjórn þar sem gagnrýni er beint að Landsvirkjun og eigendum hennar vegna vinnubragða sem hafa viðgeng- ist að hans sögn við Kárahnjúkavirkj- un. Hefur hann lýst furðu sinni á því að kjörnir fulltrúar Samfylkingar og vinstri - grænna innan R-listans sýni ríkisstjórnarflokkunum samstöðu í þessu máli. Borgarfulltrúar R-listans hafa sagt bókun og tillöguflutning Ólafs ein- kennast af útúrsnúningi og rang- færslum. Ítrekað hafi komið fram gagnrýni á vinnubrögð Impregilo og þeim sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við stjórnendur Landsvirkj- unar. Ólafur sagði þessa ályktun VG í Reykjavík fela í sér harða gagnrýni á Reykjavíkurborg og spurði hvort borgarfulltrúar VG hafi ekki risið upp og mótmælt hástöfum útúrsnúning- um í henni svipað og haldið hafi verið fram varðandi hans tillögur, sem hafi verið efnislega eins. Hann spurði hvort borgarfulltrúarnir hafi verið í pólitískri spennitreyju framsóknar- manna í þessu máli. „Við getum ekki skotið okkur undan þessari ábyrgð og þessum ljótu, sóðalegu vinnubrögðum sem flestum Íslendingum hlýtur að misbjóða.“ Endurtók hann síðan spurningu sína til fulltrúa VG. Björk Vilhelmsdóttir sagði að hvor- ugur borgarfulltrúa VG innan R- listans hefðu ekki komið persónulega að þeirri ályktun sem Ólafur vísaði í. Aðbúnaður starfsmanna við Kára- hnjúka tengist ekki ákvörðun um sjálfa Kárahnjúkavirkjun. Sagði hún það miður að Reykvíkingar hafi að- eins tvo af sjö stjórnarmönnum Landsvirkjunar. Samt treysti hún þeim vel til að vinna að því að farið verði að settum lögum. Segir fulltrúa VG sýna ríkisstjórn samstöðu TAFLFÉLAGIÐ Hellir og Edda út- gáfa standa sameiginlega að þriðja mótinu á ICC-skákþjóninum, sem kallast Bikarsyrpa Eddu útgáfu. Mót- ið fer fram á morgun, sunnudag, kl. 20. Er þetta þriðja mótið af fimm en það fimmta og síðasta verður haldið 23. nóvember en það verður jafnframt Íslandsmótið í netskák. Verðlaun verða í boði Eddu útgáfu. Þess má geta að Íslandsmótið í netskák er elsta landsmót í netskák í heiminum. Skráning fer fram á Hellir.is. Þriðja mótið í Bikarsyrpu Eddu útgáfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.