Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 40
ÚR VESTURHEIMI 40 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYND að Snorraverkefninu fæddist á kaffistofu Norræna félags- ins sumarið 1997 og verkefnið varð að veruleika á vegum Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslendinga tveimur árum síðar. Síðan hefur hóp- ur ungmenna komið árlega til lands- ins og samtals hafa 75 þátttakendur tekið þátt í Snorraverkefninu. Sam- bærilegt verkefni fyrir íslensk ung- menni í Manitoba í Kanada, Snorri West, hófst sumarið 2001 og hafa tíu stúlkur farið vestur. Átta manns tóku þátt í verkefninu Snorri-plús nú í september og þar á meðal var Runa Bjarnason, en hún var líka í fyrsta hópnum, sem tók þátt í Snorraverk- efninu 1999. Spennandi land „Ég upplifði töluverðan mun á Snorraverkefninu og Snorra-plús- verkefninu,“ segir hún um skipulagða reynslu sína á Íslandi, en fyrrnefnda verkefnið er með aldurinn 18 ára til 23 ára í huga og þess vegna upp undir þrítugt en það síðarnefnda er hugsað fyrir þátttakendur eldri en 30 ára. „Munurinn felst fyrst og fremst í heildarsýninni og væntingunum. Ferðin með yngri hópnum fólst meira í því að sjá Ísland, kynnast upprun- anum og hvaðan við værum ættuð, en áherslan var á íslenska menningu og sögu. Núna var frekar einblínt á að hitta ættingja og kynningu á íslensku atvinnulífi. Fyrra verkefnið tók sex vikur en þetta tvær vikur, fyrri ferðin var um hásumar en þessi um haust og svo má lengi telja. Í fyrri ferðinni féll ég fyrst og fremst fyrir síbreytilegu landslaginu en nú bræddi fólkið mig. En þótt áherslurnar hafi verið mis- munandi voru þetta tvær góðar ferðir til Íslands og fólkið sem ég hef hitt, einkum skyldfólkið, stendur upp úr. Og ekki má gleyma matnum góða.“ Runa kom fyrst með ömmu sinni og sjö öðrum fjölskyldumeðlimum til Ís- lands 1995 og heillaðist strax af landi og þjóð. Fjórum árum síðar starfaði hún meðal annars í Bifröst í Borg- arfirði í tengslum við Snorraverkefnið og fjórum árum eftir það gafst henni tækifæri til að kynna sér kennslu á Ís- landi. „Þegar ég tók þátt í fyrsta Snorraverkefninu hittum við meðal annars Kanadamann á Austurvelli fyrir fram Alþingishúsið. Hann sagði að ef við vildum fara aftur heim yrð- um við að gæta okkar á því að festast ekki við landið, sem togaði fast. Ég fann fyrir þessari tilfinningu, féll fyrir Íslandi og naut þess út í ystu æsar að vera hérna. Ísland er þægilegt land og þegar maður hefur kynnst fólkinu finnur maður vel vingjarnlegheitin. Það er auðvelt að fara á milli staða og tilfinningin er einstök. Það er eitthvað dulið í loftinu sem gerir það að verk- um að maður veit ekki hvað gerist næst og það gerir dvölina hér enn meira spennandi.“ Vill kenna á Íslandi Runa er íslensk í föðurætt og á ætt- ingja frá Borgarfirði norður í Skaga- fjörð. Langafar og langömmur henn- ar fluttu til Nova Scotia og Manitoba í Kanada á árunum 1874 til 1900, en afi hennar og amma ásamt börnum og nokkrum skyldmennum fluttu síðan til Golden 1946, þar sem íbúar eru um 4.000 en um 10.000 með nágranna- byggðunum. Á þessu svæði búa um 50 manns af íslenskum ættum og segir Runa að það sé í stórum dráttum fjöl- skylda sín. „Ég er af skoskum og írsk- um ættum í móðurætt en mamma segir stundum við pabba að hugsan- lega hafi forfeður hans tekið suma fjölskyldumeðlimi sína nauðuga og flutt sem þræla til Íslands,“ segir hún og leggur áherslu á að þessi tenging geri hana enn íslenskari. „Mín kynslóð í Golden talar ekki ís- lensku en ég er að reyna að læra mál- ið,“ segir Runa, sem er kennari að mennt. „Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að fara með ömmu og öðr- um úr fjölskyldunni til Íslands 1995 og þegar mér bauðst að taka þátt í Snorraverkefninu og dvelja sex vikur á Íslandi þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég kynntist upprunanum og hitti skyldfólk og þegar ég heyrði af Snorra plús-verkefninu var ég ekki lengi að skrá mig. Þetta hefur verið sem eitt ævintýri og ég á mér þá ósk heitasta að koma sem fyrst aftur til Íslands til að styrkja enn frekar tengslin. Ég hef kynnst það miklu á Íslandi að ég er tilbúin að vera hér í lengri tíma og starfa sem kennari. Ég yrði að byrja á því að kenna ensku þar sem ég er ekki nógu góð í íslensku en það yrði vissulega ánægjulegt ef ég fengi kennarastöðu hér. Þá fengi ég jafnframt kærkomið tækifæri til að læra íslenskuna í réttu umhverfi.“ Runa Bjarnason frá Golden í Bresku-Kólumbíu í Kanada var í fyrsta hópnum sem tók þátt í Snorra-plús verkefninu hérlendis fyrir skömmu og hún var líka frumkvöðull í Snorraverkefninu. Steinþór Guðbjartsson settist niður með stúlkunni. Frumkvöðull í Snorra- verkefni í annað sinn Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Runa Bjarnason með skírteinið sem hún fékk fyrir þátttökuna. steg@mbl.is UM næstu helgi verður haldin þriðja samstarfsráðstefna Manitobaháskóla og Háskóla Ís- lands og taka níu manns frá HÍ þátt í ráðstefnunni. Fyrir um fjórum árum undirrit- uðu Manitobaháskóli og Háskóli Íslands nýjan samstarfsamning, þar sem meðal annars var kveðið á um sameiginlegar ráðstefnur á 18 mánaða fresti, til skiptis í Winnipeg og Reykjavík. Fyrsta ráðstefnan fór fram í Winnipeg haustið 2000, önnur í Reykjavík í mars 2002 og ráðstefnan Cutting Edges: New Directions in Research fer fram við Manitoba- háskóla 24. og 25. október næst- komandi. Ráðstefnunni er ekki aðeins ætlað að efla tengslin milli háskólanna heldur einnig við íslenska samfélagið í Manitoba, en það er m.a. hlut- verk íslensku- deildar Manitobaháskóla, þar sem dr. Birna Bjarnadóttir, yfirmaður deildarinnar, og Kendra Wilson hófu kennslu í haust undir stjórn Davids Arnasons, sem er jafn- framt deildarforseti enskudeildar háskólans. Íslenskudeildin sér um ráðstefnuna fyrir hönd Manitoba- háskóla, en valnefnd skipuð af Manitobaháskóla valdi úr inn- sendum tillögum. Guðrún Guð- steinsdóttir flytur aðalræðu ráð- stefnunnar, en síðan flytja fulltrúar HÍ fyrirlestra sem fulltrúar Manitobaháskóla svara. Íslensku fyrirlesararnir verða Þórarinn Sveinsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Þor- steinn I. Sigfússon, Ebba Þóra Hvannberg, Sigrún Aðalbjarn- ardóttir, Gísli Pálsson, Agnar Helgason og Helga Kress. Páll Skúlason, háskólarektor, flytur síðan fyrirlestur við Man- itobaháskóla í boði skólans mánu- daginn 3. nóvember næstkom- andi. Þriðja samstarfsráðstefnan Páll Skúlason H ey, ekki halda með henni!!!! Við eigum öll að segja eitt- hvað ljótt um þessa geðvondu druslu hérna á þræðinum svo hún skrifi enn hlægilegri grein í næsta laug- ardagssnepil. Það er skylda okk- ar,“ sagði einn boðberi frjálsra og nafnlausra skoðanaskipta undir dulnefni á umræðuvef á Netinu eftir að hafa lesið (eða ekki lesið) skrif undirritaðrar um netvædd umræðuborð fyrir tveimur vikum. Frelsið er sannarlega ynd- islegt. Mikið hefur það verið dásamlegt fyrir nafnleysingjann að geta komið skoðun sinni á framfæri á þennan hátt. Að geta komið mik- ilvægu við- horfi sínu til skila á auð- veldan hátt á Netinu án þess að vera dreginn til ábyrgðar er auðvitað bráðnauðsynlegt í lýðræðislegu samfélagi, eins og upphafsorðin bera með sér. Hefði nafnleysing- inn ekki komið þessari skoðun fyrir á umræðuvef þá er alls ekki víst að heimurinn hefði haft nokk- ur tök á að þekkja viðhorf hans til skapgerðar undirritaðrar. Það er vitanlega nauðsynlegt þegnunum að vera frjálsir frá oki valdhaf- anna og nýta frelsið til að geta kallað hvern sem er geðvonda druslu, eða hverju því nafni sem viðeigandi þykir. Það þýðir ekki að liggja á skoðunum sínum og auðvitað varðar engan um hverjar þær eru. Að geta tjáð skoðanir sínar án ábyrgðar er fullkomlega frábært. Ekkert vesen. Bara nokkur slög á lyklaborðið og þá geta orðin orðið ódauðleg. Munnlegar kjaftasögur og uppnefningar eru gamaldags og hallærislegar. Nútímatækni gerir það kleift að skella níðinu beint á Netið svo það fari nú ekki á milli mála hversu lágt er lagst. Fyrst við eigum að teljast búa við tjáningarfrelsi þá getur það ekki verið annað en sjálfsagt að hver og einn fái að tjá sig á hvern þann hátt sem hann kýs, óháð því hvernig öðrum líkar. Sem betur fer, fyrir þá sem vilja búa við lýðræði og gangast undir það sem því fylgir, er þetta ekki alveg svona einfalt. Eins leið- inlegt og það nú er að eyða plássi í þurran lagatexta á síðum dag- blaða þá freistast ég til þess: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verð- ur hann þær fyrir dómi. Þessi orð festa tjáningarfrelsið í lög í plagg- inu sem við nefnum stjórnarskrá. En þetta er nú bara lagatexti, engin ástæða svosem fyrir nafn- leysingja að taka svoleiðis alvar- lega frekar en popplagatexta. Það virðist vera þetta með ábyrgðina sem vefst fyrir þeim sem heimta að tjá sig nafnlaust á Netinu og dreifa þar rógburði í nafni frjálsra skoðanaskipta. Hvað umræðuvefi á Netinu, eða netvædd umræðuborð, varðar þá er það alveg ljóst í hvers höndum ábyrgðin er. Eigandi lénsins er ábyrgur fyrir hverju orði sem birt er á hans umræðuvef, enda er það hans að ákveða hvaða viðhorf birtast á skjá þeirra sem skoða umræðuna. Hins vegar eru þessir „ritstjórar“ jafnan ófúsir til að rit- stýra, jafnvel þótt öllum megi ljóst vera að einhver nafnleysing- inn sem skrifar á vefinn fari með rangt mál. Líklega hefur ekki enn reynt á það fyrir hérlendum dóm- stólum hvort hægt er að draga lénseiganda til ábyrgðar fyrir meiðandi ummæli nafnleysingja. Í skjóli þess er hægt að dreifa allri mögulegri vitleysu um netvædd umræðuborð, meiðandi eða ekki. Enda varðar nafnleysingja lítið um þessa ábyrgð, hún er bara fyr- ir aumingja sem þora ekki að birta skoðanir sínar umbúðalaust undir dulnefni á Netinu. Það nafnlausa frelsi er sannarlega yndislegt. „Nafnleyndin er algert lyk- ilatriði í því að allir geti tjáð sig frjálslega um hvaða málefni sem er,“ sagði annar snillingurinn í kjölfar skrifa undirritaðrar. Það er erfitt að sjá hvernig það getur staðist að feluleikurinn sé lyk- ilatriði frjálsra skoðanaskipta, ekki síst þegar innlegg nafnleys- ingjans sem ég vitnaði til í upp- hafi er haft til hliðsjónar. Það eina sem nafnleysið virðist hafa gert fyrir hann er að opna fyrir skít- kast. Reyndar minnir þessi nafnleys- isumræða mig stundum á einfald- ari tíma. Það er ekki laust við að hugurinn leiti aftur til þeirra tíma þegar sandkassinn var nafli al- heimsins. Foreldrarnir fylgdust með því sem þar fór fram enda ekki beinlínis ætlast til þess að við sem lékum okkur í sandkassanum köstuðum sandi hvert í annað, lemdum hvort annað með skóflu eða beittum uppnefnum. Ein- hverra hluta vegna var samt alltaf langskemmtilegast þegar foreldr- arnir litu undan. Það var lyk- ilatriði í því að hægt væri að kasta eins og einni sandskóflu í áttina að Lalla leiðindapúka og ulla svo á hann. Ef það komst upp þá var svo sem lítið við því að gera. For- eldrarnir tóku á sig ábyrgðina, reyndu að benda á að svona ætti ekki að gera og hjálpuðu Lalla að þerra tárin. Lífið utan sandkassans er sann- arlega flóknara en það var innan veggja hans. Þetta óhindraða frelsi sem skapaðist í sandkass- anum þegar foreldrið sem stóð vaktina þá stundina leit undan var engu líkt. Sandklessan beint í mark og Lalli leiðindapúki stóð á öskri. Yndisleg tilfinning, sér- staklega þegar enginn af valdhöf- unum, foreldrunum, gat séð ná- kvæmlega hver gerði þetta. Það tekur tíma að læra inn á frelsið sem ríkir utan sandkass- ans, en einhvern veginn kemur það með árunum. Manni lærist að frelsið er miklu meira utan sand- kassans, en ábyrgðin einnig. For- eldrarnir eru hættir að fylgjast eins grannt með því hvort ullað er á Lalla og maður þarf eiginlega bara að taka þá ákvörðun sjálfur að hætta að uppnefna hann leið- indapúka, hvort sem einhver heyrir til eða ekki. Upp úr sand- kassanum Það er ekki laust við að hugurinn leiti aftur til þeirra tíma þegar sandkassinn var nafli alheimsins. Þar var ekki ætlast til þess að sandi væri kastað eða uppnefnum beitt. Samt var alltaf langskemmtilegast þegar foreldrarnir litu undan. VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is SNORRAVERKEFNIÐ var kynnt á ráðstefnu ræðismanna Íslands í Washington í Bandaríkjunum á dög- unum og til stendur að kynna það frekar vestra á næstunni. „Ég kynnti verkefnið í heild sinni, það er Snorraverkefnið á Íslandi, Snorra West og Snorra-plús, fram- kvæmd þess og framtíð,“ segir Al- mar Grímsson, stjórnarformaður Snorrasjóðsins, en fundinn sóttu m.a. ræðismenn Íslands í Bandaríkj- unum, Brasilíu, Chile, Panama og Venesúela. Almar segir að tilgang- urinn með aukinni kynningu sé að vekja enn frekar athygli á verkefn- inu með það í huga að fá þátttak- endur víðar að og fjölga þeim. Jafn- framt að ræða við fyrirtæki og stofnanir um samvinnu. Í því sam- bandi nefnir hann að hann og Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri fari væntanlega til New York og vesturstrandar Bandaríkjanna og Kanada á næstunni vegna kynning- arstarfa. „Við höfum hug á að fara til New York, Seattle og Bresku- Kólumbíu í Kanada,“ segir Almar. Verkefnið kynnt vestra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.