Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVISSLENDINGAR kalla kerfið „töfraformúluna“ sína, þ.e. fjögurra flokka samsteypu-þjóðstjórnina sem skipt hefur bróðurlega með sér framkvæmdavaldinu í landinu í yfir fjóra áratugi. En nú ruggar þessi annars klett- stöðuga þjóðarskúta svissneskra stjórnmála. Það er fyrst og fremst hægripopúlistaflokkurinn SVP (Svissneski þjóðarflokkurinn) sem ruggar bátnum, en í þingkosning- unum sem fram fara í Sviss á morg- un, sunnudag, stefnir hann á að festa sig í sessi sem stærsti flokkur lands- ins, með um fjórðung atkvæða að baki sér. Auk þessa framgangs SVP hefur óeining í röðum gömlu kerfisflokk- anna og áhugaskortur kjósenda grafið undan stöðugleika og lögmæti þjóðstjórnarkerfisins. Það er einmitt þessi áhugaskortur kjósenda sem Christoph Blocher, leiðtogi SVP, og samherjar hans gera einkum út á. Í síðustu kosn- ingum til sambandsþingsins í Bern, árið 1999, fór kjörsókn niður í 43,3%. SVP notar keflaða og reitta hænu sem sitt aðaltákn í kosningabarátt- unni að þessu sinni, tákn fyrir svissneska borgara sem hið staðn- aða stjórnkerfi ráðskist með að vild. Nýjustu skoðanakannanir benda til að SVP fái um 25% atkvæða, um tveimur prósentustigum meira en jafnaðarmenn (SP). Næstir koma frjálslyndir demókratar í FDP með um 20% og Kristilegi þjóðarflokkur- inn CVP með um 15%. Græningjum er spáð um 6% fylgi. Gangi þessi spá eftir mun Blocher hafa öll tromp á hendi til að krefjast þess að flokkur sinn fái tvö sæti í stað eins í þjóðstjórninni, þar sem hinir þrír „stóru“ flokkarnir hafa annars allt frá árinu 1959 haft tvo fulltrúa hver. Tregða er við því að gera slíkar breytingar á kerfinu, sem haldið hefur svissneskum stjórnmálum stöðugum og óspenn- andi í alla þessa áratugi. Ráðherr- arnir í stjórninni, sem eru sjö, skiptast á um að gegna embætti for- seta sambandslýðveldisins. „Við erum ekki öll svona vitlaus“ Að kjósendur séu ósáttir við óbreytt ástand kom skýrt fram t.d. í umfjöllun æsifréttablaðsins Blick, sem lýsti stefnu allra fjögurra stjórnarflokkanna sem innihalds- lausri, og það á öllum sviðum – í efnahagsmálum, utanríkismálum, heilbrigðis- og félagsmálum og inn- flytjendamálum. „Heimskulegar kosningar,“ kvartaði blaðið. „Við er- um ekki öll svona vitlaus.“ SVP hefur átt vaxandi fylgi að fagna allan síðasta áratug. Flokkur- inn hefur aðallega gert út á þann ótta sem margir Svisslendingar bera í brjósti gagnvart því að vera „dregnir inn í“ nánari þátttöku í Evrópusamvinnu og því að tapa rót- grónu sjálfstæði og hlutleysi Alpa- lýðveldisins, sem þeir meta mjög mikils. Flokkurinn hlaut stóraukið fylgi í þingkosningunum 1999, á sama tíma og sambærilegir hægri- popúlistaflokkar náðu eftirtektar- verðum árangri á Ítalíu, í Austur- ríki, Belgíu, Danmörku og Frakk- landi, sem allir gera út á andstöðu við nánari Evrópusamruna og inn- flytjendur. Spurningin er hins vegar: Hvers vegna nær slíkur flokkur að festa sig svo vel í sessi einmitt í Sviss? Inn- flytjendastraumur til landsins hefur haldizt í skefjum, skattar eru til- tölulega lágir og efnahagslífið al- mennt í betra ásigkomulagi en í næstu grannríkjum. Jafnvel þótt ekki sé búizt við nema um 1,5% hag- vexti á þessu ári er atvinnuleysi að- eins 3,6% og verðbólga 0,5%. Lestir og strætisvagnar ganga stundvís- lega, loftið er hreint, Alpaútsýnið og skíðabrekkurnar stórkostlegar. Genf og Zürich eru iðulega á toppi alþjóðlegra samanburðarlista yfir lífsgæði. Síminnkandi kjörsókn Ein hugsanleg skýring er hin sí- minnkandi kjörsókn. Segja má að hún hafi minnkað um helming frá því á fyrri hluta 20. aldar. „Höfum við það of gott?“ spyr Annemarie Huber-Hotz, þingmaður FDP, sem gegnir háu embætti í landstjórninni. „Eru stjórnmál orðin of fjarlæg fólk- inu? Eða treystir fólk okkur einfald- lega ekki, þegar allt kemur til alls?“ veltir hún fyrir sér. Aðeins er búizt við því að um fjórðungur ungra kjósenda fari á kjörstað. Það eykur enn á hlutfalls- legt vægi eldri kjósenda, sem eru margir hallir undir málstað SVP og hugmyndafræði hans um meinta gullöld þegar færri glæpir voru framdir og færri innflytjendur voru í Sviss og að Alparnir háu megnuðu að halda óæskilegum erlendum áhrifum fjarri. Í bæklingi sem dreift hefur verið á hvert heimili hinna 4,6 milljóna kjós- enda í landinu skorar Huber-Hotz á landa sína að hrista af sér slenið og fara á kjörstað. Stunið undan lýðræðisréttindunum Sumir segja að þeim sé það ein- faldlega um megn að nýta sér öll þau lýðræðislegu réttindi sem þeim eru gefin sem svissneskum borgurum. Samkvæmt stjórnarskránni hefur þjóðin – frekar en þingið – lokaorðið um ákvarðanir og 50.000 undir- skriftir nægja til að knýja fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Að jafnaði fara þrjár til fjórar slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur fram árlega í landinu. Í maí voru níu mál borin undir þjóðina, en þau sneru m.a. að nútímavæðingu hersins. „Þetta er allt of mikið,“ segir Fabien Grillon, 36 ára gamall kokk- ur sem segist aldrei kjósa. „Ég er ekkert inni í málefnunum og hendi áróðursbæklingunum vanalega jafn- óðum og ég lít þá augum,“ segir hann. „Það breytist ekkert hvort eð er.“ En SVP-leiðtoginn Christoph Blocher er staðráðinn í að reyna að nýta sér stemmninguna til að kom- ast í sterkari stöðu til að skekja hið staðnaða stjórnkerfi. „Ofdekraðir glæpamenn; ósvífnir hælisleitendur; hrottaleg Albanamafía,“ er skrifað stríðsfréttaletri á kosningaáróðurs- veggspjöld SVP. „Blocher og flokkur hans elur á hræðslu meðal fólks og gerir síðan út á ótta þess,“ segir Emilia Col- ombi, leikskólakennari og tveggja barna móðir í Genf. Colombi, sem er af ítölsku foreldri en fædd í Sviss, minnist með hryllingi prófanna sem hún og fjölskylda hennar voru látin ganga í gegn um til að fá sviss- neskan ríkisborgararétt; eftirlits- maður frá stjórnvöldum gekk úr skugga um hvort híbýli þeirra sam- ræmdust svissneskum hreinlætis- stöðlum og spurði hvort þau kynnu að meta svissneskt osta-fondue.                                          ! "  #$$$  ! " #! $  %&'&(( )*+ ,' -.%)%/ 0'%)0% (% )%/  $  &'()  * +  * *(  *  ,  #)  $   -  +() %%. )         /  0,1  2 /  3456 78  1  -2 98: 3 4:863    9893 0  863 (   :863 45      ;1 ,   675 &  " 8 6"  45 34853 683 44843 383 7893 6 36 3 6 4 9 7 9   : 4 ;<  !  63 3 3 463 93 ,=    ! %% AP Christoph Blocher með kosningaáróðursplakat Svissneska þjóðarflokksins í baksýn, þar sem kefld og reytt hæna er sýnd sem táknmynd svissnesku þjóðarinnar. Blocher er talinn sigurstranglegur í kosningunum á morgun. Sótt er að áratugagömlu þjóðstjórnarkerfi í Sviss Genf. Associated Press. ’ Höfum við það ofgott? Eru stjórnmál orðin of fjarlæg fólkinu? ‘ AÐALERINDI Sokolíks, sem hefur aðsetur í Ósló, hingað til lands að þessu sinni var annars að glöggva sig á því hvað liði fullgildingu Íslands á aðild Slóvakíu að Atlantshafsbanda- laginu, NATO. Í samtali við Morgunblaðið segist hann hafa verið fullvissaður um það hjá talsmönnum Alþingis og ríkis- stjórnar að ekkert væri því til fyr- irstöðu að staðfesta NATO-aðild landsins. Ísland kvað vera eitt síð- asta núverandi 19 aðildarríkja bandalagsins sem enn á eftir að stað- festa formlega inngöngu Slóvakíu og sex annarra ríkja í Mið- og Austur- Evrópu, sem ákveðin var í fyrra og á að taka gildi 1. maí 2004. Sokolík segir það hafa komið jafn- flatt upp á Slóvaka og Íslendinga, er ráðamenn furstadæmisins Liechten- stein neituðu í vikunni að skrifa undir samninga um aðlögun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) að stækkun Evrópusambandsins (ESB) til austurs. Sem ástæðu gáfu Liechtensteinar upp að Tékkland og Slóvakía hefðu ekki viðurkennt sjálf- stæði furstadæmisins með fullnægj- andi hætti, sem tengist eignakröfum liechtensteinsku furstafjölskyldunn- ar vegna eignaupptöku í Tékkóslóv- akíu í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. „Við áttum ekki von á neinum slík- um vandkvæðum við undirritun samninganna,“ segir Sokolík. Hann segir þetta vera mál sem eingöngu verði leyst tvíhliða milli Liechten- stein annars vegar og Slóvakíu og Tékklands hins vegar. Segist hann binda vonir við að forsvarsmenn Evr- ópusambandsins fái Liechtensteina ofan af því að láta þetta mál tefja enn frekar undirritun EES-stækkunar- samninganna, en nú þegar hefur hún tafizt um hálft ár frá því sem upp- haflega var að stefnt. Allar frekari tafir auka hættuna á því að ekki verði unnt að láta þá fylgjast að með sjálf- um ESB-stækkunarsamningunum í gegn um staðfestingarferli þeirra í öllum núverandi og verðandi aðild- arríkjunum. Sokolík segist einnig binda vonir við að eftir að Slóvakía og Ísland verða orðin efnahagslegir banda- menn inni á Evrópska efnahags- svæðinu glæðist viðskipti og önnur tengsl landanna frá því sem nú er. Deiluna ber að leysa tvíhliða Andrej Sokolík, sendiherra Slóvakíu, segir að ágreining Liechtenstein við Tékkland og Slóvakíu beri að leysa tvíhliða en ekki láta hann halda stækkun EES í gíslingu. Morgunblaðið/Golli Andrej Sokolík sendiherra. NÝTT og mjög fullkomið tölvu- líkan spáir miklu verðfalli á bandarískum hlutabréfamark- aði á næsta ári. Segir frá þessu í tímaritinu New Scientist, sem kemur út í dag. Höfundar líkansins eru þeir Didier Sornette og Wei-Xing Zhou við Kaliforníuháskóla í Los Angeles en það byggist á jöfnum, sem líkja eftir „hjarð- hegðun“ fjárfesta, það er að segja því, sem fær fjárfesta til að kaupa eða selja á markaði. Út frá þessum forsendum hefði tölvulíkanið spáð rétt fyr- ir um öll fimm skiptin, sem mik- il lækkun hefur orðið á verð- bréfavísitölu Standard and Pooŕs 500 og spáir nú verðfalli „næsta vor“ að því er segir í tímaritsgreininni. Tölva spáir verðfalli París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.