Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 37 Þ AÐ hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að Svíar tóku þá ákvörðun í þjóð- aratkvæðagreiðslu á dögunum að halda sig við sænska krónu í stað þess að innleiða hinn sameiginlega evrópska gjaldmiðil – evru. Eins og gengur deila menn um hvort ákvörðun Svía hafi verið rétt eða röng. Hvort Svíar hafi með þessu tekið gæfuspor til fram- tíðar eða einungis frestað því sem koma skal – evrunni. Jafnframt deila menn um hvort ákvörðun Svía muni marka tímamót í Evr- ópusamvinnunni og frekari Evr- ópunálgun Íslendinga. Hér verður ekki farið út í þá sálma. Það er hins vegar ljóst að yfirgnæfandi meirihluti lýðræðislega kjörinna fulltrúa sænsk almenningis á sænska þinginu og hagsmuna- samtök í Svíþjóð voru sannfærð um að evran væri framtíðargjald- miðill Svía. Sænskir kjósendur voru hins vegar á öðru máli og sögðu nei takk – að minnsta kosti í bili. Blandað lýðræðisform Þetta kann að hljóma flókið – enda er þetta á vissan hátt nokkuð flókið. Hér er nefnilega verið að blanda saman tvennskonar lýðræð- isformum, þ.e. beinu lýðræði og fulltrúalýðræði. Beint lýðræði fel- ur í sér að almenningur tekur ákvarðanir með því að kjósa um einstök mál í beinum kosningum og meirihlutinn einfaldlega ræður. Á hinn bóginn felur fulltrúa- lýðræði það í sér að almenningur kýs sína fulltrúa á löggjaf- arsamkunduna – þingið – með reglulegu millibili en kemur að öðru leyti ekki með beinum hætti að stefnumótun og ákvörðunum er varða þjóðarhag. Fulltrúalýðræði er það stjórnarform sem Vest- urlönd hafa þróað með sér og al- menn sátt ríkir um. Hið lýðræð- islega val – kosningakerfið – er síðan útfært með misjöfnum hætti. Algengast er að kosið sé hlutfalls- kosningu eða í einmennings- kjördæmum. Það er hins vegar víða ríkjandi viðhorf að stórar ákvarðanir, t.d. aðild að al- þjóðastofnunum, skulu ekki teknar einhliða af kjörnum fulltrúum lög- gjafarsamkundunnar heldur þurfi frekari staðfestingar við með þjóð- aratkvæðagreiðslu. Slíkar ákvarð- anir skulu m.ö.o teknar af þjóðinni í beinni kosningu. Það er síðan ákaflega misjafnt á milli landa hvernig ákvæði um þjóðaratvæða- greiðslur eru útfærð. Nei þýðir já – seinna! Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Svíþjóð hefur mörgum orð- ið tíðrætt um sigur lýðræðisins. Það er aldeilis rétt í ljósi beins lýðræðis. Meirihluti kjósenda í Svíþjóð ákvað að höndla áfram með sænska krónu þvert á skoð- anir hinna kjörnu fulltrúa. En hve- nær kjósa Svíar aftur um evruna? Mjög margir eru nefnilega á þeirri skoðun að Svíar muni innan fárra ára kjósa aftur um upptöku evru í stað krónu. Það sérkennilega við þetta allt saman er að stór hluti kjósenda, sem greiddi atkvæði gegn evru í september, er fullviss um að evran verði þrátt fyrir allt í vösum þeirra þegar fram líða stundir. Nú þekkjum við nokkur dæmi um að þjóðir hafi hafnað ákveðnum þáttum Evrópusamvinn- unnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kjölfarið hefur verið kosið aftur eftir að komið hafði verið til móts við þær með ákveðnum lagfær- ingum og sérlausnum. Þetta á t.d. við um Dani og Maastricht- sáttmálann og Írland og Nice- sáttmálann. Jafnframt hafa Norð- menn kosið tvisvar beinni kosn- ingu um aðild að sambandinu og fellt í bæði skiptin. Fullvíst má telja að ekki sé fullreynt í Noregi og að Norðmenn eigi eftir að kjósa aftur um aðild. Þá komum við að kjarna málsins. Af hverju er alltaf kosið aftur ef þjóðir segja nei? Ef þjóðir gjalda jáyrði við einhverjum þáttum Evr- ópusamvinnunnar er hins vegar aldrei kosið aftur! Evrópuandstæðingar vísa oft og iðulega í þessa stað- reynd og telja að þarna sé ólýðræðislegum vinnu- brögðum Evrópusam- bandsins best lýst. Hér er um rangtúlkun að ræða. Fyrir það fyrsta hefur ESB ekkert með það að gera hvort, hvenær og undir hvaða formerkjum þjóð- aratkvæðagreiðslur eru haldnar um málefni er varða einstaka þætti samstarfsins. Það er alfarið á hendi aðildarríkjanna. Ástæðan fyrir því að ríki hafa tilhneigingu til að kjósa aftur um mál sem áður hafa verið felld í þjóðaratkvæða- greiðslu liggur fyrst og fremst í því stjórnarformi sem við búum við – fulltrúalýðræði. Það vill svo til að yfirgnæfandi meirihluti hófsamra stjórn- málaflokka í Evrópu – til hægri og vinstri – eru fylgjandi Evrópusam- starfi. Flokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að taka fullan þátt í samstarfinu sem á sér stað undir merkjum ESB og kjósendur eru fullkomlega meðvitaðir um þessa stefnu flokkanna og veita þeim brautargengi í kosningum. Flokk- arnir framfylgja stefnu sinni inni á þjóðþingunum og í ríkisstjórn. Hér er því ekki um neitt laumuspil eða samsæri að ræða. Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt er algjör mistúlkun fólgin í því að meta niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslunnar í Svíþjóð á þann veg að almenningur í Svíþjóð sé yfir höfuð óánægður með aðild landsins að ESB og vilji út úr sambandinu. Sama á við um Breta og Dani sem hafa – líkt og Svíar – ákveðnar efasemdir um vissa þætti samstarfsins. Það er ákaflega lítill minnihluti í þessum ríkjum sem talar af einhverri alvöru um úr- sögn úr sambandinu. Ef hins veg- ar flokkur – eða flokkar – með slíkar hugmyndir og stefnu næðu brautargengi í almennum kosn- ingum og kæmust til valda er al- veg ljóst að ákveðið ferli færi í gang. Ferli sem miðaði að því að viðkomandi ríki segði skilið við ESB. Ekkert ríki er þvingað til þátttöku og ef eindreginn vilji stjórnvalda í aðildarríki kæmi fram um að segja sig úr ESB er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að viðkomandi þjóð fengi að kjósa um það – aftur og aftur – ef því er að skipta. Þannig virkar nú þessi blanda fulltrúalýðræðis og beins lýðræðis. Kjósa aftur – spurning um lýðræði? Höfundur er aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eftir Úlfar Hauksson ’ Ástæðan fyrir því að ríkihafa tilhneigingu til að kjósa aftur um mál sem áð- ur hafa verið felld í þjóð- aratkvæðagreiðslu liggur fyrst og fremst í því stjórn- arformi sem við búum við – fulltrúalýðræði. ‘ svarandi menntun. Þá hefur komið til álita að stofna til meistaranáms við skólann sem m.a. gæti gefið mögu- leika til sérhæfingar á sviði kennslu. Útfærsla á slíkum hugmyndum er hins vegar skammt á veg komin og sem stendur þykir nærtækara að efla innviði námsins sem skólinn hefur verið að byggja upp. Næsta vor útskrifast fyrstu nemendur úr tónlist- ardeild, fríður hópur tólf ungmenna sem hlotið hefur bestu hugsanlegu tækifæri til að þroska hæfileika sína og listrænar gáfur. Annar hópur, um tuttugu nem- endur, útskrifast þarnæsta vor og síðan heldur keðjan áfram. Þetta fólk horfir til framtíðar með bjartsýni og tilhlökkun og ætlar sér stóra hluti í íslensku tónlistar- lífi, hvort sem er sem hljóðfæraleikarar, söngvarar, tón- skáld, fræðimenn, kennarar eða eitthvað annað. Margir fara í framhaldsnám, aðrir beint í störf og þriðji hóp- urinn vill kannski bara sjá til. Hvert sem haldið er þá bíða tækifærin þessa fólks, og það er það sjálft sem leggur grunninn að því lífi sem það ætlar sér, – ekki við hin. Listaháskólinn hefur átt góða samvinnu við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Fyrrverandi skólastjóri, Halldór Haraldsson, beitti sér sérstaklega í því efni og hefur samstarfið verið til mikils gagns fyrir nemendur beggja skóla. Það er von mín að framhald verði þar á. Umræð- an um framtíð tónlistarmenntunar á lengi eftir að halda áfram og mörg sjónarmið eiga eflaust eftir að koma fram. Þá ríður á að skoðanaskipti verði málefnaleg, og umfram allt rétt farið með staðreyndir. Listaháskólinn tekur fullan þátt og mun ekki standa á honum að út- skýra sjónarmið sín. stuttum tíma tileinkað sér þekkingu og kunnáttu sem þarf til sérhæfingar. Í löndunum í kringum okkur er frekar verið að auka menntunarkröfur til tónlistar- kennara en minnka þær og telst það nú til undantekn- inga að tónlistarmenn fái viðurkenningu sem fullgildir kennarar eftir aðeins þriggja ára háskólanám. Listahá- skólinn telur að ekki megi gera minni kröfur hér á landi en í nágrannaríkjunum og stendur því fast á móti öllum hugmyndum um að slá af kröfum um listþekkingu og færni. Kennarinn verður að standa föstum fótum í list- inni. Nú er unnið að stefnumótun til næstu ára fyrir Listaháskólann. Menntun kennara er þar mikilvægur þáttur. Skólinn býður nú þegar upp á sérstakt viðbót- arnám í kennslufræðum fyrir leiklistarfólk, myndlist- armenn og hönnuði sem lokið hafa námi sem svarar til fyrstu háskólagráðu, Bachelorsprófi, í sinni listgrein. Þeir sem ljúka viðbótarnáminu geta sótt um leyfisbréf til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Til umræðu hefur verið að útvíkka námið til tónlistarfólks með sam- frá lur átt Ein deild ár- eildin, ustu árin hennar riggja ). Nám- um sem ðigrein- að uðsyn- rar a honum ur hans iðlarnir n sinni a sér- ns og ykjavík, erði þar sem ólans nn býður astigi. og efla nustu deild er hvort n getur á enntun Höfundur er tónskáld og rektor Listaháskóla Íslands. ’ Það er alvarlegt að maður ístarfi skólastjóra Tónlistarskól- ans í Reykjavík skuli breiða út þá vitleysu að tónlistardeild Listaháskólans hafi verið stofn- uð á grunni Tónlistarskólans í Reykjavík með yfirfærslu náms úr þeim skóla. ‘ eru ungar mæður. Kertagerðin er þeirra lifi- brauð en samhliða vinnu við hana fá stúlkurnar tilsögn í lestri og skrift á staðnum og geta lært að sauma. Einnig er reynt að styðja stúlkurnar til þess að hverfa aftur að formlegri skólagöngu, ef aðstæður eru fyrir hendi. Í Entebbe er unnið að uppbyggingu fiski- rannsóknarstofu, en fiskútflutningur er orðinn önnur stærsta útflutningsgrein Úganda og brýnt að auka gæði framleiðslunnar og þar með arðsemina. Þá koma Íslendingar að rekstri Gomba Fisheries í Jinja, en það er eitt af 12 fiskvinnslufyrirtækjum í Úganda og er nýlokið við að setja þar upp nýja verksmiðju, sem að stærstum hluta er búin tækjum frá framleið- endum á Íslandi. Fjárfesting fyrirtækisins í nýju verksmiðjunni mun vera um milli 150 og 200 milljónir króna. Orkumálaráðuneyti Úganda hefur formlega sótt um stuðning frá ÞSSÍ í verkefni sem teng- ist nýtingu jarðvarma í vesturhluta landsins og hefur það verið samþykkt. Ráðgert er að hefj- ast handa á næsta ári. Verði reynslan af því verkefni jákvæð, er allt eins líklegt að um frek- ari samvinnu verði að ræða milli Íslands og Úg- anda á þessu sviði, en á fundum með fulltrúum stjórnvalda síðustu daga hefur greinilega komið í ljós hversu mjög þau meta þróunaraðstoð ís- lensku þjóðarinnar og hversu mikilvæg hún er áframhaldandi uppbyggingu í landinu. amvinnustofnunar. Höfundur er formaður stjórnar Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þ AÐ ber að halda því á lofti sem vel er gert. Fjölmiðlar hafa af ein- hverjum ástæðum gef- ið því lítinn gaum í fjárlagafrumvarpi ársins 2004, sem nú er til meðferðar á Alþingi, að áfram verður haldið í uppbygg- ingu í málaflokki fatlaðra. Stór skref verða stigin í átt að því að eyða biðlistum fatlaðra eftir bú- setuúrræðum og efla aðra þjón- ustu við fatlaða. Ég tel því ástæðu til þess að skrifa þessa grein og koma á framfæri stórfrétt sem fréttastofur landsmanna hafa lít- inn sem engan gaum gefið. Stórfréttin sem aldrei var sögð Þessi stórfrétt er sú staðreynd að samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu verða útgjöld til málefna fatl- aðra hækkuð milli ára um 353,2 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru 188,3 milljónir vegna launa- og verðlagsbóta. Raunaukning til málaflokksins er því 165 milljónir eða 3,1%. Þessa fjármuni á að nýta til þess að hrinda í framkvæmd áætlun um styttingu biðlista eftir þjónustu við fatlaða. 118 milljónir króna munu renna til nýrra verkefna á því sviði. Þannig er gert ráð fyrir að um mitt næsta ár verði tekin í notkun tvö ný sambýli í Reykjavík og tvö ný sambýli á Reykjanesi. Ennfremur að rekstur nýs sambýlis hefjist á Suðurlandi. Ný dagvistun fyrir fatlaða mun hefja starfsemi á Reykjanesi. Starfsemi skammtímavistunar í Reykjavík og dagvistunar á Suður- landi verða efldar á árinu 2004. Framlög til sveitarfélaga og einka- aðila, sem annast þjónustu við fatl- aða einstaklinga, mun aukast um tæpar 34 m.kr. á árinu. Framkvæmdasjóður losnar við rekstrarverkefni Undanfarinn áratug hefur Framkvæmdasjóði fatlaðra verið gert að standa undir rekstr- arkostnaði vegna félagslegrar end- urhæfingar fatlaðra og starfa stjórnarnefndar. Sú ráðstöfun hef- ur bitnað á getu sjóðsins til þess að ráðast í ný verkefni. Með fjárlaga- frumvarpinu er loks tekið á þessu máli og horfið frá því að láta Fram- kvæmdasjóð fatlaðra bera þennan rekstrarkostnað. Af þeim sökum, og vegna 23 milljóna króna auk- inna framlaga, mun eykst ráðstöf- unarfé Framkvæmdasjóðsins aukast um 40 milljónir króna milli ára. Velferðarfjárlög Nú er það í sjálfu sér umhugsunarefni hvers vegna þessi skref, sem stjórnvöld eru að stíga til þess að bæta aðbúnað fatl- aðra hljóta ekki at- hygli fjölmiðla eins og vert væri. Frétta- menn eru jafnan fljótir til þess að grafa upp og benda á óleyst vanda- mál. Þeim tekst oft og tíðum ekki jafn vel upp við að geta þess þegar vandamál eru leidd til lykta á far- sælan hátt. Sú staðreynd ætti bæði að vera fréttamönnunum og okkur sem erum háð fréttum þeirra um upplýsingar af vettvangi stjórn- málanna verðugt íhugunarefni. Staðreyndin er nefnilega sú að á næsta ári mun ríkisstjórnin halda áfram að efla velferðarkerfi lands- manna. Raunaukning framlaga til velferðarmála er ekki aðeins stað- reynd hvað varðar málefni fatlaðra heldur ekki síður á ýmsum sviðum í heilbrigðiskerfinu. Fréttin sem aldrei var sögð Eftir Birki Jón Jónsson Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. ’ Raunaukning framlaga tilvelferðarmála er ekki aðeins staðreynd hvað varðar mál- efni fatlaðra heldur ekki síð- ur á ýmsum sviðum í heil- brigðiskerfinu. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.