Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Þór Björgvinsson lagapró- fessor við Háskólann í Reykjavík, segir að Hæstaréttardómurinn frá því á fimmtudag, í máli öryrkja gegn Tryggingastofnun, staðfesti í raun að heimilt sé að skerða tekjutrygg- ingu öryrkja vegna tekna maka. Seg- ir hann ennfremur að af dóminum verði varla dregin önnur ályktun en sú að skerðing sú sem grundvallast á lögunum um breytingu á almanna- tryggingalögum frá árinu 2001, sem sett voru í kjölfar fyrri öryrkjadóms- ins, samræmist stjórnarskránni þeg- ar horft sé til framtíðar. „Það er því fjarri lagi að með þessum nýja dómi hafi lögin frá 2001 verið dæmd ólög íheild,“ segir Davíð Þór. Í þessu samhengi segir hann að skoða verði nánar kröfugerðina í málinu. Gerð hafi verið krafa um greiðslu örorku- lífeyris vegna áranna 1994 til 1996 annars vegar, og hins vegar vegna áranna1999 til 2000. „Varðandi fyrra tímabilið taldi Hæstiréttur að kröf- urnar væru fyrndar. Frá kröfurétt- arlegu sjónarmið er það rétt niður- staða dómsins. Varðandi síðara tímabilið er vert að benda á það að í fyrri öryrkjadómi Hæstaréttar, voru skerðingarákvæði almannatrygg- ingalaga talin andstæð stjórnar- skránni. Þegar sú niðurstaða lá fyrir, þá þurfti löggjafinn að bregðast við henni með einhverjum hætti. Það komu ýmsar leiðir til greina, þó tvær sem skipta máli í þessu samhengi. Í fyrsta lagi var hægt að líta svo á dómurinn þýddi að engin gild skerð- ingarákvæði hefðu verið í gildi fyrir árin 1999 og 2000 og þannig þyrfti að beita meginreglunni um fulla tekju- tryggingu fyrir það tímabil og greiða örykjum í hjúskap fulla tekjutrygg- ingu vegna þeirra ára. Í öðru lagi kom til greina að endurskoða skerðingarákvæðin og draga úr skerðingunni aftur í tímann að því marki sem samræmd- ist stjórnarskránni, þótt það væri gert með síðartilkomnum lögum. Þessa síðari leið valdi nefndin sem undirbjó frumvarpið og síðar löggjafinn sjálfur og byggðist hún á þeirri fullvissu löggjafans að honum væri heimilt að skerða tekjutryggingu- vegna tekna maka og sambúðaraðila, þótt það væri alveg óklárt af fyrri dómi Hæstaréttar hversu langt sú skerðing mætti ganga. Fyrir ákvörð- un nefndarinnar og löggjafans hafi legið frambærileg lögfræðileg rök, þ.e. að löggjafinn hefði heimildir til að taka ákvarðanir sem mæla fyrir um skerðingu svolengi sem hún væri innan þeirra marka sem stjórnar- skráin setur. Svo gerist það í Hæsta- rétti á fimmtudag, að dómurinn telur að fara hefði átt fyrri leiðina. Það er byggt á þeirri túlkun á fyrri dóminum, að örorkulíf- eyris þegar hafi átt rétt á fullri tekjutryggingu, þar sem ekki voru í gildi á árunum 1999 og 2000 nein skerðingar- ákvæði sem hægt var að beita. Úr þessu hafi ekki verið unnt að bæta með þeim afturvirka hætti sem fólst í lögun- um frá 2001.“ Davíð Þór segist hafa haft vissan skiln- ing á ákvörðun nefnd- arinnar sem undirbjó hin umdeildu lög frá 2001. „Nú, þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur hins vegar fyrir, er erfitt fyrir mig að segja fullum fetum að sjö hæstaréttardómarar hafi komist að rangri lögfræðilegri niðurstöðu. Ég treysti mér ekki til þess að taka svo stórt upp í mig. Ég lít þó þannig á að niðurstaðan í fyrri dóminum hafi ekki verið svo skýr og afdráttarlaus að það lægi í augum uppi hvernig ætti að bregðast við og ennfremur að rökin fyrir þeirri leið sem löggjafinn valdi hafi verið í alla staði frambærileg og forsvaranleg. Þeim hefur Hæstiréttur nú hafnað með rökum sem hann taldi betri og við það verði að una.“ Heimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á bætur öryrkja Davíð Þór vísar ennfremur til nýja dómsins þar sem segir m.a. að í fyrri dóminum komi ekkert fram sem gefi tilefni til þeirrar ályktunar að lög- gjafanum sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu ör- yrkja til skerðingar. „Þungamiðjan í gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnar- innar á sínum tíma laut að þessu at- riði, en þá var því haldið fram að í dóminum fælist að óheimilt væri að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka eða sambúðaraðila. Þessi rök voru einnig notuð í þessu nýja máli. Dómurinn staðfestir hins vegar að þetta er heimilt og það merkir vænt- anlega, sé horft til tímabilsins frá gildistöku laganna, að þessi skerð- ingarákvæði sem nú gilda, séu sam- rýmanleg stjórnarskránni.“ Þótt ekki sé beinlínis dæmt um þetta í þessum nýja dómi veiti forsendur hans mjög sterka vísbendingu í þá átt. Davíð Þór er því efins um að túlka megi nýja dóminn sem mikinn sigur fyrir þá sem berj- ast fyrir félagslegum og efnahag- lsegum mannréttindum. „Þessi dóm- ur er byggður á eignar- réttarákvæðum stjórnarskrárinnar, en eignaréttindin eru talin til hinna klassísku borgaralegu réttinda. Þau hafa aldrei verið talin til hinna fé- lagslegu réttinda, sem svo eru nefnd.“ Fjarri lagi að lögin frá 2001 séu dæmd ólög Davíð Þór Björgvinsson RAGNHILDUR Helgadóttir lektor í lögfræði við Háskólann í Reykja- vík telur ekki að öryrkjadómur Hæstaréttar frá því á fimmtudag sé tímamótadómur í samanburði við fyrri öryrkjadóminn, en hins vegar varpi hann ákveðnu ljósi á mjög áhugaverðu spurningu um afturvirkni laganna frá 2001 um breytingu á almannatryggingalög- um. Stjórnarskráin setur löggjafanum mörk „Það verður að horfa til þess að hér var verið að dæma um tímann fram til 31. janúar 2001, þ.e. fram að því þegar nýju lögin taka gildi. Hæstiréttur telur að það hafi ekki mátt setja reglur árið 2001 sem giltu árin 1999 og 2000. Spurningin um afturvirkni í þessu samhengi er mjög áhugaverð. Hin hefðbundna kenning í stjórnskipunarrétti er sú, að þegar dómstólar telja lög and- stæð stjórnaskrá, verði þeim ekki beitt. Það sem gerist í fyrri dóminum, er að skerðingarákvæðið er talið ganga svo langt að það sé andstætt stjórnarskránni og því verði því ekki beitt. Þegar löggjafinn reynir síðan eftir á að setja lög, sem gilda eiga fyrir þann tíma sem ákvæðið, sem ekki varð beitt var í gildi, rekst hann á vegg.“ „Löggjafinn og starfshópurinn sem undirbjó frumvarp til laganna segja í rök- stuðningi sínum að stjórnarskráin setji löggjafanum mörk og þótt ekki hafi mátt beita skerðingar- ákvæðinu í almannatryggingalög- um, hafi áfram mátt skerða tekju- trygginguna, svo fremi sem skerðingin sé innan stjórnskipu- legra marka. Hæsti- réttur segir hins vegar nú, að á þeim tíma sem um ræðir, 1999 til 2000, hafi ekkert skerðingarákvæði ver- ið í gildi sem hægt hafi verið að beita og ör- yrkjar á þessum tíma hafi þess vegna átt rétt á óskertri tekjuteng- ingu. Sá réttur sé var- inn af eignarréttar- ákvæði stjórnar- skrárinnar. Dómurinn orðar það þannig að þessi kröfuréttur ör- yrkja verði ekki skert- ur með íþyngjandi og afturvirkum lögum. Skerðingin braut þess vegna í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Maður getur ímyndað sér hve réttaróvissan yrði mikil ef þessu yrði á hinn veginn farið. Þá gætum við, mörgum árum seinna, verið að eiga við réttar- ástandið miklu fyrr vegna þess að tiltekin lög voru andstæð stjórn- arskránni þá.“ Ragnhildur er þeirrar skoðunar að nýi öryrkjadómurinn sé ekki víðlíka eins merkilegur og sá frá 19. desember 2000 „því þar var í fyrsta skipti verið að beita 76. grein stjórnarskrárinnar um rétt til framfærsluaðstoðar. Fram að því höfðu margir haldið að slíkri grein yrði alls ekki beitt af dómstólum. Mér fannst sá dómur mikil tíðindi með því að farið var að túlka 76. og 65. grein stjórnarskrárinnar á þann hátt að skerðingarákvæðið var ekki talið í lagi. Það sem tekist var á um í nýja öryrkjadóminum, var fyrst og fremst sá tími sem bráðabirgða- ákvæði laganna frá 2001 áttu að ná til. Hin almenna grundvallarregla er sú að íþyngjandi lög megi ekki virka aftur fyrir sig og hér var talið að krafa hefði stofnast sem nyti verndar eignarréttarákvæðis 72. greinar stjórnarskrárinnar.“ Varpar ljósi á áhugaverða spurningu um afturvirkni laga Ragnhildur Helgadóttir TRYGGINGASTOFNUN ríkisins segist munu hraða sem frekast er kostur útreikningum og endur- greiðslum í kjölfar dóms Hæsta- réttar, þess efnis að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka á tímabilinu 1. janúar 1999 til 31. janúar 2001. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að lögfræðingar stofnunar- innar muni kynna sér niðurstöður dómsins en Tryggingastofnun verði hins vegar að bíða fyr- irmæla stjórnvalda, sem einnig eiga væntanlega eftir að fara yfir dóminn og niðurstöður hans. Þar til það hefur verið gert geti Tryggingastofnun ekki innt af hendi neinar greiðslur. Jafnframt þarf stofnunin að fá svör varð- andi það hvort dómurinn hefur áhrif á útreikninga tekjutrygg- ingar ellilífeyrisþega, um greiðslu vaxta o.fl. Með hliðsjón af þessu mun Tryggingastofnun birta upplýs- ingar um endurgreiðslurnar á heimasíðu sinni um leið og þær liggja fyrir. TR mun hraða út- reikningum vegna end- urgreiðslna EIRÍKUR Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir nið- urstöðu Hæstaréttar í öryrkjadóm- inum frá því á fimmtudag koma sér á óvart, einkum það álit dómsins að bráðabirgða- ákvæði laga um breytingu á al- mannatrygg- ingalögum frá 2001 sé talið vera í andstöðu við stjórnarskrána. Allir sjö dóm- arar Hæstarétt- ar töldu þetta vera í andstöðu við stjórnarskrána. Eiríkur segist þó ekki tilbúinn til að tjá sig frekar um dóminn fyrr en á mánudaginn næstkomandi, þegar dómurinn verður ræddur í málstofu á vegum lagadeildar HÍ í samvinnu við Orator, félag laganema. Málstof- an verður haldin í stofu 101 í Lög- bergi og hefst kl. 12.15. Eiríkur Tómasson Dómur- inn kem- ur á óvart TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem á að gera tillögur um heildarendurskoðun á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlist- arskóla. Þetta kom fram við um- ræður utan dagskrár um tónlist- arnám á framhaldsskólastigi á Alþingi í gær. Málshefjandi við umræðurnar var Kolbrún Hall- dórsdóttir þingmaður VG. Kol- brún sagði þessi mál komin í kreppu hér á landi. Hún fjallaði m.a. um tónlistarkennaranámið og það ástand sem skapast hefur í tónlistarnámi á framhaldsskóla- stigi. Vék hún m.a. að ákvörðun um að bjóða upp á kennaranám á háskólastigi við Listaháskólann og sagði lítið vit í að bjóða upp á háskólanám ef enginn væri menntaskólinn í tónlist. „Það ligg- ur því beint við að mínu mati að gera Tónlistarskólann í Reykjavík að slíkum menntaskóla og sjá til þess að aðrir sambærilegir skólar eigi þess kost að reka deildir á menntaskólastigi,“ sagði hún. Lagði hún nokkrar spurningar fyrir menntamálaráðherra og vildi m.a. fá að vita hvað liði viðræðum ríkis og sveitarfélaga vegna tón- listarnáms á framhaldsskólastigi og hver væri ábyrgð ríkisvaldsins á tónlistarnámi á framhaldsskóla- stigi og á kennaranámi í tónlist. Menntamálaráðherra gerði grein fyrir gangi viðræðna ríkis og sveitarfélaga um skiptingu kostnaðar og fyrirkomulag tón- listarnáms á framhaldsskólastigi og kom m.a. fram í máli hans að stefnt væri að því að viðræðu- nefndin ljúki störfum fyrir ára- mót. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðurnar en undir lok hennar sagði málshefjandi um- ræðunnar Kolbrún Halldórsdóttir að ríkisvaldið hefði vikið sér und- an ábyrgð og þyrfti að gera upp hug sinn í þessu máli en ekki láta eins og framhaldsnám í tónlist væri ekki til. Menntamálaráð- herra vísaði gagnrýni við umræð- urnar á bug. Kom m.a. fram í máli hans að enginn ágreiningur væri í nefndinni sem fjallaði um samskipti ríkis og sveitarfélaga um málið. Endurskoða lög um stuðning við tónlistarskóla HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkurhefur dæmt mann á fertugsaldri í 6mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófn- aðarbrota, tilraun til þjófnaðar og fíkniefnabrot á tímabilinu frá mars til maí í vor. Þá féllst dómurinn á skaðabótakröfu Tryggingamiðstöðv- arinnar að upphæð 506 þúsund krón- ur, en félagið greiddi út tjónabætur vegna skemmda sem maðurinn olli í innbroti og vegna muna sem hann stal. Ákærði á að baki samfelldan saka- feril frá árinu 1987. Hann var síðast dæmdur í 14 mánaða fangelsi í maí í ár vegna þjófnaðar, fjársvika, eigna- spjalla, ölvunaraksturs og fíkniefna- lagabrots. Dómurinn nú var hegn- ingarauki við þann dóm. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. Málið sótti Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík. Í fangelsi fyrir þjófnað LÖGREGLAN á Akranesi hefur á undanförnum dögum lagt hald á rúmlega 200 e-töflur og handtekið fjóra menn í tengslum við málin. Fyrst fundust 9 e-töflur og 1 gramm af amfetamíni í fórum karl- manns um síðastliðna helgi, en við- komandi þekktur að fíkniefna- neyslu. Á fimmtudagskvöld var svo ann- ar karlmaður handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli og fund- ust hjá honum 4 grömm af amfeta- míni og 8 grömm af hassi. Sama kvöld handtók lögreglan síðan tvo menn eftir að þeir komu frá Reykjavík. Þeir hafa legið undir grun um að flytja fíkniefni til Akra- ness. Í framhaldi af handtökunni var hald lagt á alls 207 e-töflur. Málið er enn í rannsókn hjá lög- reglunni á Akranesi. Lagt hald á yfir 200 e-töflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.