Morgunblaðið - 11.11.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 11.11.2003, Síða 22
DAGLEGT LÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ÁRTÍSKAN tekur reglulegum breyt- ingum ekki síður en fatatískan og í höf- uðstöðvum Toni&Guy í London er fylgst vandlega með öllum tískubreyt- ingum og þær yfir- færðar í hártískuna. Árangurinn er svo ár- lega birtur í mikilli bók sem kynnir línu fyrirtækisins fyrir næsta árið. „Toni&Guy kynntu nýjustu línu sína í október sl. og því er gaman fyrir okkur að koma með sýningu í kjölfarið,“ segja þær Sigrún Davíðsdóttir og Hildur Árnadóttir, eigendur hársnyrti- stofu Toni&Guy á Íslandi. „Það tíðkast hjá Toni&Guy úti að setja upp sýningu til að kynna línuna, en okkur langaði að hafa þetta meira en bara hársýningu og því reyndum við að horfa á heildar- umgjörðina og fengum af því til- efni fjöldann allan af listamönnum í lið með okkur og eigum örugg- lega eftir að gera meira af því,“ segir Hildur um sýningu sem sett var upp í sýningarsal bílaumboðs- ins Heklu sl. laugardagskvöld. Voru fatahönnuðirnir Kári Sveins- son og Svava Magdalena þannig fengin til að hanna fatnað fyrir- sætanna og ævintýraleg förðun var í höndum Guðbjargar Huld- ísar förðunarmeistara og nemenda úr förðunarskóla Make Up For- ever. Að auki mátti finna hljóm- sveitirnar Funk Harmony Park og Stonehunter, dansara frá List- dansskóla Íslands og fleiri skemmtiatriði. „Okkur langar að gera þetta að árlegum viðburði og á næsta ári getum við sagt að svo hafi orðið, en þá ætlum við að bjóða upp á svona sýningu í þriðja skipti.“ Stuttir toppar og síðir Að sögn Hildar eru alltaf viss tengsl milli fata- og húsgagnatísku og hártískunnar. „Núna er til dæmis viss naumhyggja í gangi og í hártískunni kemur hún fram í hreinum línum, hreinum toppum og stílhreinum greiðslum,“ segir Hildur, en línan passar jafnt síðu sem stuttu hári. Toppar eru þá vinsælir núna og ná jafnvel aftur fyrir eyru. „Stuttir toppar, síðir toppar, breiðir toppar og toppar sem liggja í skálínu. Allt er þetta vinsælt núna og allir eiga topp- arnir það sameiginlegt að vera hreinir og þungir,“ segir Sigrún. Hártískan sækir þá mikið í smiðju sjöunda og níunda áratugarins þetta árið, en þessir áratugir hafa líka sett mikið svip sinn á fatatísk- una. „Þegar leitað er til fortíðar líkt og gert hefur verið undanfarin ár er það alltaf gert í bland við við nútímann. Og að þessu sinni eru flestar sterku línurnar í anda sjö- unda áratugarins. Styttur og tjás- ur í hártískunni nú eru svo í anda níunda áratugarins og í ár hafa þessar tvær línur verið bræddar saman á skemmtilegan hátt,“ seg- ir Hildur og bætir við að hreinu línuna sé einnig að finna í greiðslum í anda ára síðari heims- styrjaldarinnar. „Við sýndum eina slíka greiðslu og það var gaman að hafa hana með því þar kemur fram þetta of- urkvenlega og fágaða.“ Breidd í herraklippingum Í herraklippingum má áfram sjá töluverða sídd, en breiddin er engu að síður mikil. „Í herraklipp- ingum þarf vídd eins og hjá döm- unum því það eru ekki allir sem nenna að hafa sítt hár og því er stutt ekki síð- ur í tísku. Það er í raun mikil breidd í gangi og ég held að það sé heila málið hvort sem um er að ræða dömur eða herra, greiðslur eða klippingar. Aðal- atriðið er að það fari andlitsfallinu og persónunni,“ útskýrir Hildur og segir ekki síður mikilvægt að spá í persónleika og klæðaburð viðskiptavinar, en andlitsfall og hárgerð. „Áður voru kannski bara ein til tvær línur í gangi á hverju ári en í dag er tískan miklu fjölbreyttari.“ Toni&Guy fagna 40 ára afmæli sínu um þessar mundir en reknar eru um 300 hársnyrtistofur undir nafninu víða um heim. Þó að línan sé lögð í höfuðstöðvunum voru greiðslunar sem sýndar voru á laugardag hins vegar túlkaðar og þróaðar frekar af starfsfólki Toni- &Guy hér á landi. „Það er ekki gaman að kóp- era bara beint upp úr bók og þetta er okkar túlkun á meginlínunni,“ segir Sigrún. Brúðargreiðslan sem sýnd var í lok hársýningarinnar á laugardag undirstrikar þessi orð, en hún var á óhefðbundnum nótum. „Það er gaman að sjá öðruvísi brúði og okkur þætti gaman ef íslenskar konur sýndu sig meira tilbúnar að víkja frá hefðum og sýna meiri ævintýragirni í útliti. Þó að greiðslan og klæðnaðurinn sem við sýndum sé í djarfari kantinum og falli ef til vill ekki að smekk allra er engu að síður hægt að sýna frumleika á margan annan hátt.“  HÁR| Fjölbreytt hártíska þar sem andi naumhyggjunnar er ráðandi hentar jafnt síðum sem stuttum línum Alveg hreinar línur toppa Óhefðbundin brúður: Villt og mikið hár fyrir þá sem vilja vera öðruvísi. Hárprúður drengur: Mikið og liðað hárið myndar ramma um andlitið. Afró-greiðslan: Gengur alltaf, að sögn þeirra Sigrúnar og Hildar. Mikil breidd: Stutt hár og sítt verður í tísku fyrir strákana þetta árið og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hver sem lengdin er. Hreinar línur og tjásur: Sjöundi og níundi áratugurinn bræddir saman. Andstæður: Ofurkvenleiki í greiðslu frá stríðsárunum og liðaðir miklir lokkar í anda afró-tískunnar voru meðal þess sem bar fyrir sjónir. Fortíðar- tilvísanir með nútímalegum áherslum. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Sérfræðingarnir: Sigrún Davíðsdóttir og Hildur Árnadóttir, eigendur Toni&Guy. Einfaldar línur í anda sjöunda áratugarins í bland við styttur og tjásur þess níunda eru ráðandi í hártískunni í vetur samkvæmt boð- skap höfuðstöðva Toni&Guy í London. Hreinar línur: Toppar setja sterkan svip í hárlínur vetrarins.annaei@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.