Morgunblaðið - 11.11.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 11.11.2003, Síða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bókhlöðustíg. Síðar meir, sem skiptinemi í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, sat ég oft við kringlótta matarborðið við litlu gluggana með útsýni yfir Lækjar- götu. Margir lesendur minnast vafa- laust líka með gleði og þakklæti margra ánægjulegra stunda og fróð- legra umræðna þar. Eftir góðan ís- lenskan málsverð lagaði Vilborg „gott kaffi“ handa okkur og á eftir fylgdu svo umræður. Þessar heillandi og há- fleygu umræður um skáldskap og stjórnmál sem kenndu stjórnmála- fræðinemanum margt um eðli valds- ins og mikilvægi mannréttinda, sem aldrei verður lært í stjórnmálafræði. Hér fyrir innan vetrarmyrkvaðar rúðurnar, á meðan að stormurinn hvein um nakin tré Þingholtanna, og gamla húsið brakaði undan vindinum og fótataki, birtist sannur íslenskur, norrænn og evrópskur gáfumaður. Enginn munur var á lágri stofunni langt í norðri og hæstu dómssölum eða hugsjónum í Evrópu. Í þessu húsi og við þetta borð, lærði ég hvernig hugmyndir og hugsjónir eiga sér eng- in takmörk. Hvernig lýðræðið og mannréttindin geta aðeins lifað án takmarkana. Og við sem jusum af þessum þekk- ingarbrunni, munum ávallt muna skyndilegt bros og klakandi hlátur... Rasmus Gjedssø Bertelsen. Kveðja frá SÁL Árið er 1972 og það hefur risið upp hópur unglinga sem sögðust geta framkvæmt sjálf það sem þunglama- legt menntakerfið hafði ekki komið í framkvæmd: að setja á stofn leiklist- arakademíu sem stæði undir nafni. Þau vildu ekki bíða. Lífið fer svo hratt framhjá þegar maður er ungur. Engu er líkara en að maður sitji uppi með farseðil í hraðlest. Allt verður að ger- ast núna og ekki tími til að láta lífið bara líða hjá. Við vildum sitja á fyrsta farrými til framtíðar, til lífsins. Lífsmarkið var sýnt. Leiklistaraka- demían var stofnuð í trássi við öll lög og reglugerðir. Í flokkinn bættust ungir kennarar sem höfðu daðrað við róttækar hugmyndir, varla eldri en nemendurnir sjálfir. Og „eldri“ mað- ur. Já og þessi líka maður! Árið er 1972 og vart hægt að hugsa sér meiri andstæður en uppivöðslusama ung- linga með byltingarkenndar hug- myndir um skólakerfi og listmenntun og hinsvegar skeggjaðan „eldri“ mann sem brosti kíminn þegar hug- myndaöldurnar risu hvað hæst og skullu á steingeldu kerfinu. Eins og ekkert væri meira gaman í heiminum en að láta berast með þessum öldum. Hvað gat þessi maður átt sameigin- legt með ólátabelgjum sem varla voru laus undan því undarlega og síbreyt- anlega ástandi, líkamlega og andlega, sem er kölluð gelgja og öllum þrosk- uðum einstaklingum finnst hvað erf- iðast að umbera? Hvaðan kom honum þolinmæðin? – Og af hverju skildi hann þetta betur en aðrir? Og af hverju skipaði hann sér í sveit með þessum hörðu, en þó óhörðnuðu ung- lingum? Úr hvaða efni var svona mað- ur? Leiklistarskóli SÁL stofnaður af nemendum skólans í trássi við kerfið sem hafði verið of svifaseint til að fylla upp í það tómarúm sem hafði skapast við að þeir leiklistarskólar sem fyrir höfðu verið voru lagðir niður. Anark- istísk aðgerð; bylting hinna óþolandi; móðgun við alla leiklistarlega rétt- hugsun. Framin af óhörðnuðum ung- lingum með vaxtarverki sem áttu bara að ná til líkamans en höfðu tekið uppá því að setjast að í höfðum þeirra og komið af stað slíkum gjörningi að rétthugsandi fólk gat ekki á heilu sér tekið. Fólk á breytingaskeiði er erfitt, ef ekki hreinlega hættulegt, það gæti nefnilega tekið uppá einhverju sem enginn sæi fyrir og það gæti hrein- lega eitthvað hlotist af því! Þarna fannst Þorgeiri Þorgeirsyni gaman að vera. Enda sagði hann að einræði væri sæluríki stöðnunar og þeim sem aðhylltust það stæði stuggur af lýð- ræði, því þar gæti allt gerst. Og þarna sat hann í miðjum hópn- um, einn af okkur, en þó svo ólíkur, en samt einn af okkur. Hann var sá eini, af þó mjög svo framsæknum kenn- urum, sem sagði aldrei: Þið og Ég. Hann sagði alltaf: Við. Það var af þeirri einföldu ástæðu að hann var einn af hópnum. Þannig maður var Þorgeir Þorgeirson. Það þarf vart að lýsa fyrir neinum hvaða hvalreki hann var á fjörur okk- ar. Maður sem hafði litið svo á að til þess að hægt væri að gera leiknar myndir af einhverju viti, þyrfti að skoða það samfélag sem myndirnar ættu að endurspegla. Með kvik- myndatökuvélina á lofti hafði hann gert það, rannsakað það mannlíf sem við ætluðum að leika og endurskapa í rými leikhússins. Hann hafði þegar gert það með heimildarmyndum eins og Maður og verksmiðja, og Róður. Ég man ekki eftir því að hafa setið eina einustu kennslustund hjá Þor- geiri, þó kenndi hann okkur næstum uppá hvern dag í hartnær þrjú ár. Þetta var samræða. Hann efldi með okkur samræðulist um listina, um lífið og hvernig ætti að búa til listaverk úr lífinu. En fyrst og fremst opnaði hann augu okkar; að horfa gagnrýnum aug- um á umhverfið, afhjúpa það og greina og umskapa í list. Hvort sem það yrði til heimabrúks eða heims- brúks. Í þessu samfélagi fann Þorgeir sig enda aðhylltist hann þá skoðun að hver maður ætti að vera frjáls að vinna að hugðarefnum sínum og hefði því rétt á að stunda nám í hverju því sem hugur hans stóð til. Listaskóli átti að hafa margar vistarverur, en enga dyraverði. Hann útvíkkaði bókstaflega þessa kenningu sína, því jafnan stóð heimili hans og Vilborgar okkur opið. Þar gengum við á fund samhentra hjóna og þar sem Vilborg var fengu samræð- urnar enn fleiri og magnaðri víddir. Mörgum stóð stuggur af svo hömlulausu lýðræði eins og SÁLskól- inn aðhylltist, þar sem nemendurnir skipulögðu námið eftir þörfum sínum. Þegar varðhundar valdsins tóku að glefsa í skólann, þá voru góð ráð dýr – öllum nema Þorgeiri, sem á ögur- stundu hélt ró sinni, því hann hafði þann fágæta eiginleika að geta, á slík- um stundum, greint flókna atburðar- rás í einni sjónhendingu af einstakri skarpskyggni. Yfirvegað og rólega miðlaði hann af næmi sínu. Skil- greindi og lagði okkur til á hógværan hátt, efni í þau vopn sem við urðum síðan sjálf að smíða til að verja tilvist okkar og hugsjónir. Það urðu vopn sem bitu. Enda maðurinn lagt stund á heimspeki, sálfræði, listasögu og kvikmyndaleikstjórn. Að lokum fór það svo að ráðamenn um leiklistarnám í landinu sáu sér ekki annað fært en að kokgleypa kenningar okkar um leiklistarnám og námsmannahópinn sem hafði mynd- ast á þeim þremur árum sem skólinn starfaði – allt nema Þorgeir. Hann var að sjálfsögðu of stór biti í svo þröngan háls og auk þess illmelt- anlegur. Hann, sem Leiklistarskóli Íslands hefði þó þurft mest á að halda. En kannski hefði Þorgeir aldrei un- að þar, það var ekki í eðli hans að róa á svo lygnum sjó. Það reyndist líka bíða hans stærri og mikilvægari verk- efni við að koma lýðræðislegri stjórn- skipun á í landinu. Leikrit Þorgeirs eru því miður ekki mörg en engan leikritahöfund hef ég staðið að meira næmi fyrir hinni dramatísku list. Skarpleg greining hans á eðli mannsins og skilningur á því sem fær eina mannveru til að þrauka lífið af, þar sem hver hefur sína afsökun, – var einstök. Hann leiddi okkur þannig um veröld sína, sem var stærri en sú veröld sem blasti við okkur dags daglega. Þessa veröld lagði hann á borð fyrir okkur eins og ekkert væri sjálfsagðara en að krak- kagrislingar eins og við rifum hana í okkur. Við erum enn að smjatta á henni og verðum sjálfsagt að því með- an eitthvert okkar tórir á þessari jörð. Því vissulega hefur fátt af þessu verið auðmelt – þó ekki tormelt, en alltaf gómsætt. Og eftirbragðið höfugt og seiðandi – og varir ... Viðar Eggertsson. ÞORGEIR ÞORGEIRSON  Fleiri minningargreinar um Þor- geir Þorgeirson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURODDUR MAGNÚSSON rafverktaki, Miðleiti 5, áður Brekkugerði 10, sem andaðist á Landspítalanum við Hring- braut miðvikudaginn 29. október, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Magnús G. Siguroddsson, Guðrún R. Þorvaldsdóttir, Einar Long Siguroddsson, Sólveig Helga Jónasdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Guðný M. Magnúsdóttir, Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Halldór Jónasson, Bogi Þór Siguroddsson, Linda Björk Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. Bróðir okkar og faðir minn, ÞÓRÐUR SIGFÚSSON, Hraunbæ 107e, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Inga Jóna Sigfúsdóttir, Dísa Sigfúsdóttir, Gylfi Þórðarson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÍÐUR ÁSA MATTHÍASDÓTTIR, Dofraborgum 26, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag krabbameinsveikra barna. Sigurvin Kristjónsson, Bjarni Bender, Jenný Gísladóttir, Jóhanna K. B. Bender, Hjörtur Hjartarson, Rut Sigurvinsdóttir, Jóhann A. Oddgeirsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, VIÐAR MAGNÚSSON, Skarðsbraut 15, Akranesi, sem lést miðvikudaginn 5. nóvember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 12. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkra- hús Akraness. Marsibil Sigurðardóttir, Ásdís Viðarsdóttir, Helga Viðarsdóttir, Magnús Viðarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EMILÍU SJAFNAR KRISTINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar L4 á Landspítala Landakoti fyrir góða og hlýja um- önnun. Björn Hallgrímsson, Áslaug Björnsdóttir, Gunnar Sch. Thorsteinsson, Kristinn Björnsson, Sólveig Pétursdóttir, Emilía Björg Björnsdóttir, Sjöfn Björnsdóttir, Sigurður Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ELÍASSON, Víðilundi 20, lést á hjúkrunarheimilinu Seli laugardaginn 8. nóvember. Helga Ingimundardóttir, Ásmundur Guðjónsson, Erna Melsted, Þorsteinn Guðjónsson, Sigríður H. Ármannsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Jón B. Arason, Haukur Guðjónsson, Guðrún Hilmarsdóttir, barnabörn og langafabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÍMON GUÐJÓNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík föstu- daginn 7. nóvember. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Ólafur Haukur Símonarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Birgir Svan Símonarson, Stefanía Erlingsdóttir, Guðjón Símonarson, Jóna Karen Jensdóttir, Freyr Gunnar Ólafsson, Elín S. M. Ólafsdóttir, Unnur Sesselía Ólafsdóttir, Steinar Svan Birgisson, Símon Örn Birgisson, Berglind Guðjónsdóttir, Árný Guðjónsdóttir, Guðjón Ágúst Guðjónsson. Elskuleg móðir mín, BJARNÝ MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, lést á öldrunardeild Landspítala, Landakoti, föstudaginn 7. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldu hinnar látnu, María Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.