Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 40

Morgunblaðið - 15.11.2003, Side 40
DAGLEGT LÍF 40 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ kringlunni & faxafeni www.tk. is O P I Ð S U N N U D A G Faxafeni 13 - 16 Kringlunni 13 - 17 Tvær búðir fullar af vandaðri vöru á góðu verði Í F U L L U F J Ö R I áður verð kr. 2990.- verð nú Jólavörur - Dúkar Handklæði - Sængurföt Rúmteppi - Tilboðsstell Kertastjakar - Speglar Mikið úrval af glösum Hnífapör - Bollar og margt, margt fleira! DÚNDURT I LBOÐ A FS LÁ TT U R m eðan birgðirendast Colostrum FRÁ RNA og DNA H á g æ ð a fra m le ið sla -fyrir útlitið Nr. 1 í Ameríku NÝ SENDING Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Buxur Um 200 nemendur og kennararfrá þrjátíu Evrópulöndumhittust í Brussel í vikunni, þ. á m. sex frá Grunnskólanum í Ólafsvík. Tilgangurinn var að sýna samstarfsverkefni og sjá önnur sem hafa verið unnin þvert á landamæri innan menntaáætlunar Evrópusam- bandsins. Menntaáætlun Evrópusambands- ins 2000–2006 er kölluð Sókrates eftir heimspekingnum fræga. Innan henn- ar er Comenius-áætlunin sem nefnd er eftir tékkneska guðfræðingnum, heimspekingnum og uppeldisfröm- uðinum Amos Comenius sem var uppi á 17. öld. Hann var sannfærður um að með menntun gæti maðurinn nýtt hæfileika sína til fulls. Comenius snýr að leik-, grunn- og framhalds- skólastiginu og markmiðið er að styrkja samstarf á milli evrópskra skóla, m.a. með samstarfsverkefnum um hvaðeina á sviði lista, vísinda, um- hverfismála, sögu o.fl. Sinfónía tungumálanna Nikolaus Van der Pas er yfirmaður stjórnardeildarinnar sem fer með menntamál undir framkvæmdastjórn ESB. Hann setti Comeniusarvikuna í Brussel og sagði við það tækifæri að algengt væri að berjast við hið óþekkta. „Að vera öðruvísi, tala annað tungumál eða að eiga aðra sögu eru oft ástæður fyrir ágreiningi.“ Van der Pas fræddi börnin um að Evrópusam- bandið hafi verið stofnað að lokinni seinni heimsstyrjöld til að binda enda á ágreining Evrópuríkja, og að landa- mæri skiptu nú æ minna máli. Hann bað börnin um að spreyta sig á öðrum tungumálum en sínu eig- in og sagði að þegar öll tungumálin kæmu saman væri það eins og sin- fónía. „Og hvert og eitt okkar spilar á hljóðfæri ólíkt því næsta. En þegar við spilum saman verður til yndisleg tónlist. Þannig byggjum við Evrópu.“ Ráðstefnan í Brussel sem nú var haldin í annað skipti var tileinkuð grunnskólastiginu en takmörkuð við 10–12 ára börn og þar voru til sýnis verkefni sem þeir skólar sem valdir voru frá hverju landi höfðu unnið að síðustu tvö ár í samstarfi við tvo eða fleiri skóla í öðrum löndum. Um tíu þúsund skólar víðs vegar í Evrópu tóku þátt í Comenius- verkefnum af einhverju tagi skólaárið 2002–2003 og á hverju ári fá um fimmtíu íslensk verkefni styrk. Alls eru veittar 56 milljónir evra eða um fimm milljarðar íslenskra króna til samstarfsverkefna skóla á ári. Að leiðast yfir landamæri Það var stíf dagskrá sem beið barnanna og kennaranna sem komu til Brussel frá öllum aðildarríkjum ESB, EES-ríkjunum og að auki frá þeim ríkjum sem eru á leið inn í ESB. Þeim var skipt í hópa sem unnu svo saman að ýmsum verkefnum alla dag- ana. Þriðjudaginn 11. nóvember var 5.000 blöðrum sleppt á Jean Rey- torginu á sama tíma og blöðrum var sleppt í fleiri Evrópulöndum sem tákn um frið, samstöðu og vináttu óháð landamærum. Á blöðrurnar höfðu nemendur og kennarar skrifað skila- boð á ýmsum tungumálum en inni- haldið var svipað þar sem beðið var um frið, skilning, gott líf og vináttu. Viviane Reding frá Lúxemborg fer með mennta- og menningarmál í Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Hún las nokkur skilaboð af blöðrum nemenda áður en þeim var sleppt og ávarpaði viðstadda. Hún sagði að menntun væri grunnurinn að „Evrópufjölskyldunni“ og menntamál væri sá málaflokkur ESB sem næði út fyrir raðir aðild- arríkjanna, enda væri það mikilvægt upp á framtíðina. „Við viljum að börn í allri Evrópu rétti hvert öðru hönd og leiðist yfir landamærin, svo það verði engin landamæri. Að börn geti skilið hvert annað, unnið saman, leikið sér saman og verið vinir.“ Á síðum Daglegs lífs verður næstu daga fjallað nánar um ferð íslenska hópsins, verkefni og vinnusmiðjur.  MENNTUN| Comenius-samstarfsverkefni tengja saman skóla í Evrópu Börnin byggja Evrópu Morgunblaðið/Steingerður Leiðst yfir landamæri: Viviane Reding sem fer með menntamálin í fram- kvæmdastjórn ESB leiðir saman tvo drengi sem hittust í fyrsta skipti í Brussel. Guðmundur Garðarsson 12 ára frá Ólafsvík er sá til hægri. Blöðrur á loft: 5.000 blöðrum var sleppt í loftið í blíðviðri í Brussel sl. þriðjudag. TENGLAR .............................................. http://www.ask.hi.is http://europa.eu.int/comm/ education/programmes/socrates/ comenius/index_en.html steingerdur@mbl.is Að vera öðruvísi, tala annað tungu- mál eða að eiga aðra sögu eru oft ástæður fyrir ágreiningi. Íslendingar í Brussel: Grunnskólanemarnir Guðmundur, Snædís, Sunna og Davíð munda sig til þess að gefa blöðrunum lausan tauminn á Jean Rey- torginu, þar sem 5.000 slíkum var sleppt á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.