Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÚSLEIT HJÁ BAUGI Um tuttugu fulltrúar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins gerðu í gær húsleit hjá Baugi Group og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Lögreglurannsókn hefur farið fram undanfarið ár á meintum lögbrotum forsvarsmanna Baugs Group og seg- ir Hreinn Loftsson, stjórn- arformaður fyrirtækisins, að sér hafi verið tjáð að húsleitin væri sprottin úr þeirri rannsókn. Teknir vegna ráns Lögreglan í Reykjavík hefur handtekið tvo menn um tvítugt í tengslum við ránið í Búnaðarbank- anum á Vesturgötu í gær. Annar mannanna hefur játað. Talið er að þar sé um að ræða þann sem framdi ránið og vitorðsmann á rauðri bif- reið sem notuð var til undankom- unnar eftir ránið. Þá hefur lögreglan leitað þriðja mannsins vegna rann- sóknar sinnar. Rússneska ríkið treysti tök Sergei Ívanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, hvatti í gær til meiri yfirráða ríkisins yfir olíu- auðlindinni og sakaði helztu olíufé- lögin í landinu um að hafa látið leit að nýjum lindum sitja á hakanum. Sagði hann þetta í viðtali um sak- sóknina á hendur olíufélaginu Yukos og helzta eiganda þess, Mikhaíl Kho- dorkovskí, en hann er nú í fangelsi, sakaður um skattsvik og annað mis- ferli. Margir telja, að saksóknin sé að undirlagi svokallaðra „sílóvíkí“ í Kreml, fyrrverandi starfsmanna sovézku leyniþjónustunnar en Vlad- imír Pútín forseti og Ívanov eru í þeim hópi. Schwarzenegger í embætti Hollywood-kvikmyndastjarnan Arnold Scwharzenegger sór emb- ættiseið sem ríkisstjóri Kaliforníu í gær, fjölmennasta ríkis Bandaríkj- anna. Hét hann því að gera allt sem hann gæti til að koma efnahagslífi „gullna ríkisins“ í samt lag en skuldabyrði þess er mikil. BÆKUR Loftandar og eldtröll Rætt við Iðunni Steins- dóttur um bók hennar Kynja- verur í Kverk- fjöllum Kristmann Guðmundsson var ótví- rætt einn af litríkustu Íslendingum tuttugustu aldar. Hann hélt ungur til Noregs og gat sér á skömmum tíma miklar vinsældir sem rithöf- undur þar í landi. Bækur hans voru þýddar á fjölmörg tungumál og þeg- ar hann sneri aftur heim til Íslands seint á fjórða áratugnum naut hann meiri frægðar í álfunni en áður þekktust dæmi um meðal íslenskra rithöfunda. Stóð við sannfæringu sína Heimkoman reyndist skáldinu hins vegar erfið. Kristmann batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, einkalíf hans þótti skrautlegt með afbrigðum og hann var ekki handgenginn þeim stjórnmálaskoðunum sem flestir rit- höfundar aðhylltust í þá daga. Það var því löngum stormasamt í lífi Kristmanns; um hann spunnust ótrúlegar sögur, skáldskapur hans átti ekki upp á pallborðið hjá róttæk- um menningarvitum þessa tíma og þeir drógu ekki dul á þá skoðun sína. Ef til vill má segja að atlagan að orðstír Kristmanns hafi þó náð há- marki árið 1964, en þá átti hann í málaferlum við Thor Vilhjálmsson vegna ummæla sem Thor hafði við- haft um Kristmann í tímaritinu Birt- ingi árið áður. Sigurjón Magnússon hefur Krist- mann í aðalhlutverki í nýútkominni bók sinni, Borgir og eyðimerkur, og sviðsetur atburðarás snemma í rétt- arhöldunum gegn Thor. Sigurjón hefur áður sent frá sér skáldsög- urnar Góða nótt, Silja (1997) og Hér hlustar aldrei neinn (2000) og þótt þær sögur séu ekki byggðar á raun- verulegum atburðum segir Sigurjón nýju söguna ekki alls óskylda þeim. „Það liggja þræðir þarna á milli. Í fyrri bókunum er ég að lýsa fólki sem stendur höllum fæti í samfélag- inu og býr við einsemd og ein- angrun. Hér skoða ég þær aðstæður einfaldlega í öðru ljósi. Kristmann fór sínar eigin leiðir og stóð við sann- færingu sína. Hann fékk að líða fyrir það. Í vissum skilningi má vafalaust segja að hann hafi kallað örlög sín yfir sig, en hafði sterka sannfæringu og fylgdi henni.“ Sigurjón segir að þar sem sagan sé byggð á ævi Kristmanns hafi sér verið kappsmál að huga vel að heim- ildum og sú vinna hafi verið ærin. „Það verður þó aldrei við öllu séð,“ bætir hann við og leggur jafnframt áherslu á að þetta sé auðvitað skáld- skapur fyrst og síðast. „Þannig verða menn að lesa Borgir og eyði- merkur. Svona sé ég atburðina fyrir mér. Þetta er skáldsaga.“ Hvorki uppgjör né dómsniðurstaða Hann segir söguna fjalla öðrum þræði um efni sem sér sé hugleikið, en það er andrúm Kalda stríðsins. „Ég ólst upp á þessum viðsjárverðu og öfgafullu tímum og ég hafna al- gerlega þeirri hugmynd sem stund- um heyrist að það sé á einhvern hátt óviðeigandi að rithöfundar fjalli um deilurnar sem þá geisuðu. Ég veit að mörgum finnst það óþægilegt og tala menn þá gjarnan með nokkru yf- irlæti um kaldastríðshugsunarhátt eða uppgjörsbókmenntir. En það er auðvitað ekkert annað en hrein- ræktuð forpokun. Menn geta gert upp með sér í nútímanum – en er yf- irleitt hægt að gera upp fortíðina? Ég er hvorki á höttunum eftir ein- hvers konar uppgjöri eða endanlegri dómsniðurstöðu. Ég sæki einfald- lega viðfangsefni mitt í það andrúm sem ríkti á Íslandi á bernskuárum mínum og lýsi þeirri heimsmynd sem blasti við mér í æsku og fram á fullorðinsár. Ef menn þola ekki slík- an skáldskap þá er það einungis til marks um að þessu ömurlega stríði sé enn ekki lokið.“ Sigurjón getur þess að það hafi verið plagsiður margra að hnjóða í Kristmann og hæðast að verkum hans til þess að opinbera, ef svo má segja, hvar í flokki þeir stæðu. „Þannig myndaðist með tímanum sú firra sem fram kom í skrifum Thors í Birtingi að Kristmann hafi verið handbendi valdastéttanna í landinu. Kristmann fór gegn straumnum og sagði pólitískri rétt- hugsun meðal rithöfunda og menntamanna í vissum skilningi stríð á hendur. Hann var því rang- lega sakaður um að ganga erinda hægri aflanna í þjóðfélaginu. Hann var jafnaðarmaður alla tíð og myndi kannski styðja Samfylkinguna ef hann væri uppi nú á dögum, en lok- aði hins vegar ekki augunum fyrir því sem átti sér stað í Sovétríkjum Stalíns. Sannleikurinn um það var honum endanlega orðinn ljós árið 1935.“ Lítið lesnir höfundar Sigurjón víkur aftur að þessari rétthugsun og áréttar að enn í dag þyki oft nánast sjálfgefið að rithöf- undar standi fyrir tilteknar skoðanir í pólitískum efnum og oft gefi þeir sjálfir nokkuð tilefni til þess. „Kristmann er ekki mikið lesinn núorðið, en það sama má segja um flesta rithöfunda frá þessum tíma, jafnvel afburðamenn eins og Gunnar Gunnarsson, Thomas Mann eða Knut Hamsun. Og þeir höfundar sem veittust að Kristmanni eru reyndar ekki mikið lesnir heldur ef út í það er farið. Ég tel mig hafa kynnst honum ansi náið sem manni fyrir tilverknað þeirrar heimilda- vinnu sem ég þurfti að inna af hendi. Mér þykir vænt um þennan mann, en það er á engan hátt í mínum verkahring að gerast hans málsvari í einu eða öllu. Hann var stórbrotinn maður sem átti sjálfur ríkan þátt í að skapa örlög sín, ekkert síður en við hinir.“ Morgunblaðið/Kristinn „Menn geta gert upp með sér í nútímanum – en er yfirleitt hægt að gera upp fortíðina?“ segir Sigurjón Magnússon. Er hægt að gera upp fortíðina? havar@mbl.is SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 18.nóvember 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Viðskipti 12/13 Viðhorf 34 Úr verinu 14 Minningar 32/33 Erlent 14/16 Kirkjustarf 34 Minn staður 17 Bréf 38 Höfuðborgin 18 Skák 39 Akureyri 19/20 Dagbók 40/41 Suðurnes 20 Staksteinar 40 Austurland 21 Íþróttir 42/45 Landið 22 Leikhús 46 Daglegt líf 23 Fólk 46/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Forystugrein 30 Ljósvakar 54 Umræðan 26/27 Veður 55 * * * REGÍNA Diljá Jónsdóttir, fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú heimur, sést hér bregða á leik með papp- írsskutlu ásamt ungfrú Wales, við góðgerðarsamkomu í Shanghæ í gær. Keppnin um Ungfrú heim fer fram á eyjunni Sanya 6. desember næstkomandi en þangað til munu keppendurnir 110 ferðast um Kína. Regína Diljá Jónsdóttir lenti í þriðja sæti í keppninni Fegurð- ardrottning Íslands. Reuters Styttist í Ungfrú heim ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, sótti í gær alvarlega veikan mann í Kárahnjúkavirkjun. Læknir á virkjanasvæðinu taldi nauðsynlegt að sækja manninn með þyrlu. Óskað var eftir aðstoð Landhelg- isgæslunnar klukkan 14.52 og fór þyrlan í loftið klukkan 15.18. Lent var við Kárahnjúkavirkjun um klukkan 16.40. Þá var ákveðið að fljúga með manninn til Akureyrar og lenti þyrlan við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri klukkan 17.28. TF-LÍF sótti veikan mann við Kára- hnjúka SIGURÐI Björnssyni var vikið frá störfum sem yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í gær og Helgi Sig- urðsson ráðinn í hans stað. Sú ráðn- ing er þó tímabundin og starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum en Sigurður mun starfa áfram sem sérfræðingur í lyflækningum krabbameina. Sigurður hefur starfað sem yf- irlæknir til fjölda ára en hann hefur jafnframt starfað á sinni eigin læknastofu utan vinnutíma. Að því er fram kemur á vef Landspítalans er það afdráttarlaus stefna sjúkrahússins að yfirmenn gegni fullu starfi þar og sinni ekki öðrum störfum á meðan nema við háskóla eða setu í nefndum á veg- um opinberra aðila. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sögð sú að það sé í anda góðrar stjórnsýslu að yfirmenn stofnunar eigi ekki hags- muna að gæta utan hennar og að starfið sé ábyrgðarmikið og eril- samt og krefjist óskiptra starfs- krafta. Einar Páll Tamimi, lögfræðingur Sigurðar, segir að að Sigurður hafi fundið sig knúinn til að skrifa undir samkomulag þess efnis að eftir 31. október myndi hann ekki samtímis gegna launuðum störfum utan spít- alans og stjórnunarstöðu innan spítalans. Honum hafi m.a. verið hótað uppsögn. Sigurður hefur hætt störfum á einkastofu sinni en í bréfi sem lögfræðingur hans sendi yf- irmönnum spítalans í byrjun nóv- ember var tekið fram að Sigurður myndi leita réttar síns fyrir dóm- stólum þar sem látið væri á það reyna hvort heimilt sé að meina yf- irlæknum að stunda eigin stofu- rekstur samhliða stjórnunarstörf- um. Gekkst við öllum kröfum Vegna þessa bréfs ákvað yfir- stjórn Landspítalans að víkja Sig- urði frá störfum þar sem hann hefði ákveðið að standa ekki við eigið samkomulag við stjórnina og ynni þannig gegn samþykkt stjórnar- nefndar og framkvæmdastjórnar um forsendur fyrir ráðningu í störf yfirmanna á sjúkrahúsinu. Einar Páll bendir á að Sigurður hafi gengist við þeim kröfum sem yfirmenn spítalans settu fram en á sama tíma hafi ekki verið höfð af- skipti af öllum yfirlæknum sem eru í launuðum störfum utan spítalans. „Svo ætla þeir ekki að leyfa honum að njóta sinna borgaralegu réttinda að láta reyna á málið fyrir dóm- stólum. Það er í raun verið að kné- setja sjálfstætt starfandi stofur,“ segir Einar Páll. Á vefsíðu Læknafélags Íslands gagnrýnir Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri félagsins, ákvörðun yfirmanna Landspítalans vegna þessa máls. Þar segir hann að með einhliða frásögn séu for- svarsmenn Landspítalans að reyna að láta líta svo út sem málið sé ein- göngu bundið við einn lækni. „For- svarsmenn spítalans þurfa að svara því hvað hafi breyst í samfélaginu sem geri það að verkum að áratuga framkvæmd þykir ekki lengur hæfa og þeir þurfa að réttlæta það að stjórnarskrárbundið atvinnufrelsi sé takmarkað á þennan hátt,“ segir Gunnar. Sigurði Björnssyni vikið frá störfum sem yfirlækni Samþykkti að hætta stofurekstri en leita réttar síns og var þá vikið frá störfum af yfirstjórn Landspítalans ENGIN röskun verður á far- símaþjónustu Og Vodafone á Vesturlandi eins og útlit var fyrir að yrði eftir að Landssími Íslands tilkynnti að lokað yrði fyrir aðgang Og Vodafone að farsímasendum á svæðinu á miðnætti. Samkomulag hefur tekist um reikiaðgang Og Voda- fone að 10 farsímasendum Landssíma Íslands á Vestur- landi. Forsvarsmenn félaganna skrifuðu undir samning síðdegis í gær sem kveður á um aðgang að sendunum til 10. maí eða þess tíma þegar Og Vodafone hefur lokið uppbyggingu eigin farsímanets á Vesturlandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Og Vodafone. Landssíminn mun eftir sem áður slökkva á 40 sendum á Suður- og Vesturlandi. Sú ráð- stöfun hefur hins vegar engin áhrif á þjónustu Og Vodafone þar sem félagið lauk uppbygg- ingu eigin farsímanets á Suður- landi í sumar og hafði þegar í rekstri farsímanet á Vesturlandi sem lokið verður við að efla fyr- ir 1. maí 2004, segir í tilkynn- ingunni. Og Vodafone og Landssími Íslands semja um reikiþjónustu Engin röskun á farsímaþjónustu HEIMSÓKN forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Atlanta lauk í gær, en forsetinn dvaldi þar í boði Emory-háskólans og Carter- stofnunarinnar. Í gær flutti forset- inn fyrirlestur Alþjóðlegrar mennta- viku við Emory-háskólann þar sem hann fjallaði um framtíð lýðræðis og mannréttindi. Í heimsókn sinni til Atlanta átti forseti Íslands m.a. fund með Shirley Franklin borgarstjóra. Á sunnudagsmorgun var forsetanum boðið að taka þátt í messu í kirkju blökkumanna í einu af fátækari hverfum Atlanta og flutti forsetinn ávarp í messugjörðinni. Þá hefur for- setinn átt viðræður við stjórnendur og vísindamenn læknadeildar Emory-háskólans og forystusveit Hjúkrunarháskólans, m.a. um aukið samstarf þessara heilbrigðisstofn- ana við Íslendinga. Stefnt er að heimsóknum fulltrúa þessara stofn- ana til Íslands í því skyni. Heimsókn for- seta Íslands til Atlanta lokið HRINGT var á sunnudagskvöldið í húsráðendur í húsi í austurbæ Reykjavíkur og þeim tilkynnt að þeir ættu pakka úti á tröppum. Á tröppunum var lokaður kassi og þegar skoðað var í kassann voru þar tveir heimiliskettir. Á kass- anum stóð: „Til hamingju með dag- inn, frá jólasveininum.“ Lögreglan í Reykjavík segir í dagbók sinni eftir helgina að ann- aðhvort sé jólasveinninn mjög snemma á ferðinni í ár eða einhver hafi brugðið sér í gervi hans en kettirnir fengu að minnsta kosti að fara frjálsir ferða sinna eftir athug- un lögreglu, enda merktir. Kisur frá jóla- sveininum? ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.