Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                        !"" #  "  Sauðárkrókur | Um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá því að fyrsta húsið, á Bárustíg 1, á Sauðárkróki var tengt við hitaveitu. Í tilefni þess- ara tímamóta bauð hitaveitan til at- hafnar við veitustöðina í Sauð- ármýrum, þar sem afhjúpaður var minnisvarði, brjóstmynd af fyrsta hitaveitustjóranum, Jóni Nikódem- ussyni, og var það dóttursonur hans, Helgi Gunnarsson, sem afhjúpaði verkið. Það var listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir í Reykjavík sem gerði brjóstmyndina, en Pétur Bjarnason í Garðabæ steypti hana í brons og þykir verkið í alla staði hið ágæt- asta. Að baki brjóstmyndarinnar af Jóni hefur verið endurgerður og settur upp jarðbor sem Jón smíðaði og notaði við boranir á fyrstu hol- unum sem virkjaðar voru í mýr- unum. Athöfnin hófst á því að Páll Páls- son veitustjóri flutti ávarp, en síðan tók til máls Árni Ragnarsson arki- tekt og sagði frá fyrirhuguðum framkvæmdum á veitusvæðinu í Sauðármýrum, sem ætlað er að geti orðið glæsilegt útivistarsvæði. Hef- ur verið komið upp allmiklum trjá- gróðri og með göngustígum og bættu aðgengi gæti svæðið, sem liggur að einu fjölskrúðugasta varpsvæði votlendisfugla, orðið mjög áhugavert bæði fyrir heima- menn og gesti. Að lokinni athöfn við dælustöðina var boðið til samkomu á Kaffi Króki, þar sem Jón Ormar Ormsson rithöf- undur flutti samantekt um sögu veitunnar, en lesari með Jóni var Sigríður Jónsdóttir, og var sagan rakin allt til ársins 1943 er fyrstu at- huganir og tilraunir voru gerðar. Sigrún Alda Sighvats formaður stjórnar Skagafjarðarveitna, sem stýrði samkomunni, kallaði til frú Önnu Pálu Guðmundsdóttur og færði henni blómvönd frá veitunni, en hús frú Önnu Pálu og eiginmanns hennar, Ragnars Pálssonar útibús- stjóra Búnaðarbankans, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum, var ein- mitt fyrsta húsið sem tengt var veit- unni. Þá var opnuð heimasíða Skagafjarðarveitna og var það Brynleifur Tobíasson starfsmaður veitnanna sem opnaði hana, en Pét- ur Ingi Björnsson leiðbeindi gestum varðandi upplýsingar þær sem á síð- unni finnast, en það var fyrirtækið „Hinir sömu“ sem önnuðust upp- setningu síðunnar. Þá var afhjúpuð mynd, sem gerð er af nemum á verknámsbrautum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en hluti mynd- arinnar, af veitusvæðinu, er málaður af nemum í myndlistardeild, en einnig eru sýnd jarðlög svæðisins og hver borhola og dýpt hennar sýnd með lýsingu sem gefur mjög glögga mynd af nýtingu jarðvarmans bæði á eignarlandi Sauðárkróks og einnig í Sjávarborgarlandi. Þennan hluta myndarinnar gerðu nemar í raf- iðnadeild, en nemendur í málm- og tréiðnadeildum önnuðust inn- römmun og uppsetningu verksins. Ingólfur Sveinsson, bróðursonur Jóns Nikódemussonar, sagði frá samstarfi sínu við Jón, bæði meðan hann var að smíða jarðborinn, eftir mynd í blaði, og einnig eftir að bor- inn var tekinn í notkun. Sigurður Ágústsson fyrrverandi rafveitustjóri á Sauðárkróki flutti kveðjur frá Samorku og hvatti til að hlúð væri að hitaveitunni, þessu fjöreggi sveitarfélagsins, og því ekki fórnað í þágu skammtímahagsmuna. Í tilefni dagsins var Minjasafnið opið, en þar hafa verkstæði nokk- urra iðnaðarmanna verið sett upp og er eitt þeirra verkstæði Jóns Nikk. Dagskránni lauk með því að Álfta- gerðisbræður sungu fyrir gesti, en síðan voru léttar veitingar í boði Skagafjarðarveitna. Hitaveita Sauðárkróks fimmtíu ára Morgunblaðið/Björn Björnsson Kveðja frá Samorku: Sigurður Ágústsson flytur kveðju til viðstaddra frá Samorku. Stjórn Skagafjarðarveitna hlýðir á. Frá vinstri talið Sigrún Alda Sighvatsdóttir, formaður, Gísli Árnason og Einar Gíslason. Blómarósir: Stjórnarformaður Skagafjarðarveitna, Sigrún Alda, færir blóm frú Önnu Pálu Guðmundsdóttur, eiganda fyrsta hússins sem var tengt. Reyðarfjörður | Á Reyðarfirði var á dögunum haldinn fundur um örygg- ismál sjómanna. Er það liður í funda- herferð um landið í tengslum við langtímaáætlun um öryggismál sjó- farenda. Að henni stendur verkefn- isstjórn skipuð aðilum frá sam- gönguráðuneyti, Siglingastofnun Íslands, Slysavarnafélaginu Lands- björgu, Landhelgisgæslunni, Lands- sambandi smábátaeigenda, Sjó- mannasambandi Íslands, Farmanna og fiskimannasambandi Íslands, Vélstjórafélagi Íslands og LÍÚ. Frummælendur á fundinum voru Helgi Jóhannesson frá Siglingastofnun, Halldór Al- marsson frá Slysavarnaskóla sjó- manna, Sigurður Steinar Ketilsson frá Landhelgisgæslunni, Óskar Eg- ilsson frá Símanum og Örn Pálsson frá Landsambandi smábátaeigenda. Fundarstjóri var Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldar- vinnslunnar. Hann flutti erindi frá Tómasi Kárasyni, stýrimanni, en hans hugleiðingar voru um öryggis- mál sjómanna um borð í skipi. All- nokkrar fyrirspurnir um ýmsa ör- yggisþætti bárust til frummælenda og urðu snarpar umræður. Fundur- inn þótti takast vel en þó hefðu sjó- menn mátt vera fleiri. Konur í slysa- varnarfélaginu Ársól buðu upp á kaffiveitingar á fundinum. Morgunblaðið/Albert Kemp Öryggismál: Sjómenn huga að ör- yggismálum í sinni atvinnugrein. Rætt um öryggismál sjómanna Hella | Fjölsótt bókamessa var hald- in á Laugalandi í Holtum fyrir nokkru. Kynnt voru tvö bók- menntaverk, Landmannabók og Þykkskinna, sem komu út sama daginn og voru bækurnar seldar á sérstöku kynningarverði við þetta tækifæri. Í tengslum við þetta var sýndur fjöldi mynda frá fyrri hluta og miðri síðustu öld að mestu tek- inn af Helga Hannessyni. Við þetta tækifæri söng Gísli Stefánsson nokkur einsöngslög við undirleik Guðjóns H. Óskarssonar. Landmannabók Í Landmannabók er rakin saga jarða í Landmannahreppi, Land- sveit í Rangárvallasýslu og fólksins sem þær hefur setið frá því sögur hófust og til þessa dags. Saga eign- arhalds á jörðunum er sögð og gömul og ný landamerki skráð. Getið er allra bænda og hús- mæðra sem heimildir hafa fundist um, ættir þeirra og æviferill rakinn og sagt frá börnum þeirra. Lýs- ingar eru á mörgu fólki og myndir eru birtar af hundruðum manna. Meðal annars efnis í bókinni er fróðleg ritgerð eftir sr. Ófeig Vig- fússon á Fellsmúla: Ágrip af sögu Landsveitar. Einnig gamlar og nýj- ar myndir af bæjum, myndir af nokkrum atburðum í mannlífinu, fáein kvæði eftir skáld úr sveitinni og skýringar á ýmsum bæjanöfn- um. Grunnurinn að Landmannabók var lagður af Valgeiri Sigurðssyni fræðimanni á Þingskálum. Hann hafði áður samið Rangvellingabók, en það rit þótti bera af öðrum svip- aðrar gerðar um nákvæmni og áreiðanleika. Þegar Valgeir féll skyndilega frá árið 1994 réðst æskufélagi hans, Ragnar Böðv- arsson, til starfans og undir hans ritstjórn kom Landeyingabók út ár- ið 1999, en Valgeir hafði einnig lagt grunninn að því riti. Ragnar hefur stýrt verkinu og haft veg og vanda af lokafrágangi en honum til að- stoðar hafa verið Þorgils Jónasson sagnfræðingur og bróðir Valgeirs, Ingólfur Sigurðsson á Þingskálum sem nú er látinn. Í bókinni er þess gætt svo sem kostur er að fylgja reglunni sem Ari fróði orðaði svo: „En hvatki es missagt es í fræðum þessum, þá es skylt at hafa þat heldr, es sannara reynisk.“ Landmannabók er nauðsynlegt heimildarit öllum áhugamönnum um sögu byggða, persónusögu og ættfræði. Útgefandi er Rangárþing ytra. Þykkskinna Þykkskinna er úrval sagnaþátta og ljósmynda Helga Hannessonar frá Sumarliðabæ (1896–1989). Hér er sagt frá kunnum héraðs- draugum Rangæinga eins og Kots- móra og Gunnu Ívars, kynntir til sögunnar hólbúar og vatnabúar auk þess sem fjöldi Rangæinga fyrri tíðar er leiddur fram á sjón- arsviðið. Allar þessar persónur, menn og vættir, verða lesandanum ljóslifandi undir meitluðu orðfæri og frábærum frásagnarstíl Helga. Í bókinni eru um 170 ljósmyndir sem Helgi tók um og fyrir miðja 20. öld og varpa þær einstöku ljósi á horf- inn aldarhátt. Formála rita Þórður Tómasson safnvörður í Skógum og Bjarni Harðarson blaðamaður. Út- gefandi er Sunnlenska bókaútgáf- an. Rangæsk bókamessa á Laugalandi Morgunblaðið/Óli Már Bækurnar kynntar: Aðstandendur útgáfu og kynningaraðilar Landmannabókar og Þykkskinnu. F.v. talið Ragnar Böðvarsson, Heiður Helgudóttir, Jón Þórðarson, Eymundur Gunnarsson og Bjarni Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.