Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RETIEF Goosen frá S-Afríku lagði sænsku kon- una Anniku Sörenstam á sýningarmóti sem fram fór í Singapúr um sl. helgi. Um var að ræða „skinnaleik“ sem er sérstakt fyrirkomulag í holukeppni. Keppendur hljóta tiltekna fjárhæð fyrir að vinna holu en geta tapað henni aftur á þeirri næstu. Ef enginn vinnur holuna getur fjár- hæðin bæst við upphæðina sem sett er á næstu holu. Það getur því komið fyrir að kylfingar tapi eða vinni stórfé á einu höggi. Þess háttar mót eru mjög vinsælt sjónvarpsefni og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Jesper Parnevik frá Svíþjóð og heimamað- urinn Lam Chih Bing tóku einnig þátt í mótinu. Goosen vann alls 10 milljónir kr. á mótinu. Sö- renstam fékk um 3 millj. í sinn hlut en hún vann eina holu á öllu mótinu. „Hún lék mjög vel og í raun var ég heppinn að standa uppi sem sigurvegari,“ sagði Goosen. „Það vita það allir að hún er góður kylfingur og ég vona að hún taki þátt í fleiri mótum á PGA- mótaröðinni,“ sagði Goosen. Sörenstam varð fyrsta konan í 58 ár til þess að taka þátt PGA-móti í maí á þessu ári. Parnevik segir að Sörenstam sé líklega í hópi kylfinga sem aðeins komi fram á sjónarsviðið einu sinni á öld. Sörenstam mun leika á samskonar móti um næstu helgi í Bandaríkjunum. „Árið í ár hefur verið stórkostlegt. Minning- arnar eru margar, tveir sigrar á stórmótum en ég hef ekki hug á því að leika við karlana á PGA- mótaröðinni á ný. Það var skemmtileg reynsla,“ segir Sörenstam. AP Annika Sörenstam slær inn á braut í Singapúr. Goosen hafði betur gegn Sörenstam BJARNI Skúlason og Þormóður Jónsson náðu bestum árangri íslensku keppendanna á opna sænska meistaramótinu í júdó sem fram fór um sl. helgi. Báðir glímdu þeir um um bronsið en töpuðu báðir og lentu þar með í 5. sæti, Bjarni í -90 kg flokki og Þormóður í +100 kg flokki. Bjarni tapaði fyrir breskum júdómanni en Þor- móður fyrir þýskum. Margrét Bjarnadóttir hafnaði í 7. sæti í -63 kg flokki en hún tapaði fyrstu viðureign sinni en hafði betur á móti finnskri stúlku þar á eft- ir. Gígja Guðbrandsdóttir og Anna Soffía Vík- ingsdóttir voru í sterkum riðlum. Þær töpuðu fyrir andstæðingum sínum í fyrstu viðureignum en fengu ekki uppreisnarglímur. Fimmta sætið hjá Bjarna og Þormóði  DANSKI handknattleiksmaðurinn Bo Stage sem lék með KA-mönnum fyrir nokkrum árum missti meðvit- und í nokkrar mínútur í leik með liði sínu Otterup á móti Silkeborg í dönsku 1. deildinni í handknattleik á sunnudaginn. Stage hné niður og lá meðvitundarlaus í um það bil 10 mín- útur áður en hann komst til meðvit- undar. Hann var fluttur á sjúkrahús í Silkeborg til frekari rannsóknar og síðan á sjúkrahúsið í Odense en þar kemur hann til með að dvelja næstu daga þar sem læknar reyna að finna hvað hafi valdið meðvitundarleysinu.  RYAN Giggs landsliðsmaður Wal- es segir ekki koma til greina að sag- an frá 1993 endurtaki sig en þá misstu Walesverjar naumlega af sæti í lokakeppni HM 1994 með því að klúðra vítaspyrnu í lokaleik riðla- keppninnar á móti Rúmeníu. Wales- verjar gerðu markalaust jafntefli við Rússa í Moskvu á laugardagskvöld í umspili Evrópumótsins og standa því vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer á Þúsaldarvellinum í Card- iff annað kvöld.  GIGGS tók þátt í leiknum á móti Rúmenum fyrir tíu árum og segist enn muna eftir vonbrigðunum. „Ég vil ekki upplifa svona aftur,“ segir Giggs sem verður væntanlega búinn að ná sér af meiðslum en hann var tæklaður all svakalega af einum varnarmanni Rússa. Mikil spenna hefur magnast í Wales fyrir leiknum enda hefur þjóðin ekki komist í úr- slit á stórmóti í knattspyrnu síðan 1958.  SKOTINN Stephen Hendry bar sigur úr býtum á opna breska meist- aramótinu í snóker. Hendry, sem er margfaldur heimsmeistari, hafði betur gegn Englendingnum Ronnie O’Sullivan í úrslitum, 8:5. Sullivan byrjaði betur og var yfir 5:3 en Hendry kom sterkur upp og vann fimm síðustu rammana.  FRAMHERJI NBA liðsins Or- lando Magic, Pat Garrity, var ekki lengi heill heilsu eftir að hann hóf að leika með liðinu á ný eftir meiðsli þann 7. nóvember s.l. Garrity er meiddur á ný og fer í aðgerð á hné á næstunni og er þetta þriðja aðgerðin sem hann fer í á stuttum tíma. Or- lando hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð, unnið einn leik af 10.  NEW Jersey Nets hafa fengið hinn reynda bakvörð Robert Pack til liðsins en er 34 ára gamall og lék 28 leiki með New Orleans Hornets á síðustu leiktíð. Nets verður sjöunda liðið sem Pack leikur með á sínum ferli en hann hefur leikið alls 526 leiki í NBA með Portland, Denver, Washington, New Jersey, Dallas, Minnesota og New Orleans. Pack hefur skorað tæp 10 stig að með- altali og gefið um 5 stoðsendingar í leik. FÓLK ÞÓ svo að Brynjar Gunnarsson sé aðeins 14 ára – nefndu marg- ir hann sem aldursforsetann í frjálsíþróttahópnum hjá ÍR. Ástæðan? Jú, hann hefur æft lengst allra – í níu ár. Brynjar byrjaði að æfa í gamla ÍR- húsinu við Túngötu, sem nú er líklega á leiðinni á Árbæjarsafn. „Ætli ég hafi ekki æft lengst af krökkunum sem eru hér, en margir hafa verið í fimm ár. Þetta er góður og samheldinn hópur, sem kemur sér vel á mót- um því þá er góður stuðningur. Ég hef ekki verið í öðrum íþróttum, það kom til greina að prófa annað en ekki þegar ég var byrjaður í frjálsíþróttum. Mér finnst gaman að prófa allar greinarnar en byrja að æfa tug- þraut næsta sumar. Þjálfarinn segir að hún henti mér,“ sagði Brynjar, sem stundar nám í Hagaskóla. Hann klæddist finnska landliðsbúningnum í knattspyrnu – merktum Litma- nen, leikmanni Ajax. Búninginn keypti hann er hann var í heim- sókn hjá afa sínum í Finnlandi. Fyrirmyndir hans eru tugþraut- arkappinn Erki Nool ... og Bern- hard Williams, ef hann fellur ekki á lyfjaprófi. Brotthvarf 14 til 16 ára unglingaúr íþróttum hefur lengi verið vandamál. Margt togar í þá – stöð- ugt áreiti á vænleg- an neytendahóp. Auk þess fara marg- ir á þessum aldri að efast um hvort þeir muni ná frama í íþróttum. Mörg íþróttafélög leggja því ekki alla áherslu á sentimetra og sekúndur, heldur taka æfingar föstum tökum með góðum þjálfurum sem kunna vel til verka og þá skiptir fé- lagsskapurinn og agi líka miklu máli, að unglingurinn sé hluti af hóp. Haustið 2000 hóf frjálsíþrótta- deild ÍR að auka æfingar og leggja meiri áherslu á félagsþáttinn undir stjórn Þráins Hafsteinssonar og fleiri þrautþjálfaðra kennara. Til að byrja með voru 14 unglingar í hópn- um en eru nú 55 á aldrinum 15 til 18 ára. Þegar Morgunblaðið leit inn á æf- ingu hjá þeim var upphitun í gangi: kósakkadans, diskósveiflur, hjólböruakstur og fleira undir stjórn Natalíu Jónsdóttur, rúss- neskrar afrekskonu, sem gengin er til liðs við þjálfarahóp ÍR. Það dugði til að hita fólkið rækilega upp með bros á vör en síðan tóku við stífar æfingar. „Við byrjuðum á 50 mín- útna æfingum en jukum upp í 90 ásamt heimaæfingum, til dæmis maga- og bakæfingum og foreldrar sögðu heimalærdóminn tekinn föst- um tökum,“ sagði Þráinn. „Við höf- um lagt áherslu á að hafa foreldra upplýsta um hvað er í gangi og af hverju unglingarnir eru stundum þreyttir. Foreldrar aðstoða einng mikið við félagssstörf, mót og utan- landsferðir og ekkert mál að kalla til 40-50 manns, þeir eru svo margir að við getum dreift vinnunni svo að hún er ekki um hverja helgi.“ Þegar byrjað er að æfa frjálsar íþróttir eru allar greinar teknir fyr- ir því oftast sést ekki hvaða grein hentar hverjum og hvar hæfileikar liggja. Það kemur síðar í ljós og einnig hvar áhuginn liggur, þá er tímabært að taka einhverja grein fyrir ef áhugi er fyrir því. Næsta mál er því að mæta á æfingu, prófa og hver veit nema einhver falli fyrir sleggju, spjóti, spretti eða öllu hinu. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Sandra Pétursdóttir, Soffía Felixdóttir og Kári Kolbeinsson, sem hyggst leggja kastgreinar fyrir sig. Kári sagði að rúmum mánuði eftir að hann byrjaði að æfa, fyrir fjórum árum, hefði þjálfarinn sagt við sig að stökk væru ekki hans sterkasta hlið. „Ég vissi það alveg sjálfur og sneri mér að köstunum,“ sagði Kári, sem fékk silfur á bikarmótinu í fyrra. „Stefnan er sett á Íslandsmeist- aratitil. Síðasta sumar setti ég markið á 30 metra og náði því, næst á 35 og svo 40 metra en lengsta kastið mitt var 38,98 metrar. Ég næ bara 40 metrum næst og stefni svo lengra.“ Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Helga Þráinsdóttir og Ásdís Eva Lárusdóttir teygðu duglega eftir æfingarnar í Egilshöllinni. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Bergrós Arna Jóhannesdóttir, Fanney Björk Tryggvadóttir og Brynjar Gunnarsson gerðu sig klár í stangarstökkið. Ekki bara sekúndur og sentimetrar Í heimsókn hjá frjálsíþróttadeild ÍR Stefán Stefánsson skrifar „Aldursforsetinn“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.