Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 45 JÓN Skaftason, knattspyrnumaður úr KR, er genginn til liðs við ÍBV og hefur skrifað undir þriggja ára samning. Jón er tvítugur miðju- maður sem lék níu leiki með Ís- landsmeisturum KR á síðasta tíma- bili, en hann var síðan lánaður til Víkings og lék sex síðustu leiki þeirra í 1. deildinni. Jón átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli KR 2002 þegar hann jafnaði metin á loka- mínútunum gegn Fylki í næstsíð- ustu umferð. Þetta er eina mark Jóns í 24 leikjum með KR í efstu deild. Hann hefur leikið með yngri landsliðum og var í leikmannahópi 21 árs liðsins í tveimur síðustu leikj- um þess í undankeppni EM í ár. Jón Skafta- son til ÍBV ÞAÐ fer ekki allt eins og ætlað er á keppnisferðalögum erlendis. Í gærmorgun stóð til að knatt- spyrnulandsliðið æfði í San Franc- isco og það var að sjálfsögðu gert, en ekki á þeim velli sem í upphafi var ætlað. Ástæðan var að til skot- bardaga kom snemma um morg- uninn við æfingasvæðið þar sem æfingin átti að vera. Því var snar- lega skipt um völl og farið á annan ágætan völl, en gallinn við hann var sá að þetta var gervigrasvöll- ur. Höfðu nokkrir á orði að líklega hefðu Bandaríkjamenn skipt um völl til að hvíla grasvöllinn því tals- vert rigndi nóttina áður og völl- urinn því rennandi blautur og gervigrasið því hentugra en alvörugrasvöllur. Ásgeir Sigurvins- son og Logi Ólafsson, þjálfarar liðsins, reyndu þó að gera gott úr þessu, höfðu æfinguna styttri en til stóð og báðu menn um að fara var- lega en taka engu að síður vel á. Það var gert og höfðu menn gam- an af æfingunni líkt og venja er á landsliðsæfingum, andinn sérlega léttur og skemmtilegur þrátt fyrir að menn taki æfingarnar alvarlega. Síðari æfingin í gærkvöldi var á Pac Bell Park, vellinum þar sem leikurinn fer fram aðfaranótt fimmtudags. Völlurinn er inni í miðborg San Francisco og stutt að fara frá hótelinu sem liðið dvelur á. Það er langt ferðalag að baki,menn eru stífir, stirðir og aðrir þverir þannig að það þarf aðeins að hrista þetta saman,“ sagði Logi. Spurður um leik- inn sagði hann að markmiðin væru alltaf þau sömu þó svo áherslurnar væru aðrar en til stóð upphaflega þegar ákveðið var að taka boði Mexíkana. „Upphaflega var ætlunin að byggja ofan á það sem við höfum unnið með að undanförnu og reyna að átta okkur á því hvernig sá hópur virkaði á móti liði eins og Mexíkó sem leikur talsvert aðra tegund af knattspyrnu en þær þjóðir sem við leikum meira við. Það sem verður uppi á teningnum núna, eftir allar breytingarnar, er að við munum að sjálfsögðu leika sama leikkerfið enda höfum við Ásgeir ákveðið að þetta sé það sem við ætlum að byggja á, með einhverjum útúrdúr- um þó miðað við þann mannskap sem við höfum hverju sinni og mót- herjana. Við munum sem fyrr reyna að halda markinu hreinu og það kann að vera að við verðum aðeins meira varnarsinnaðir á vængjunum en fyrr. Sterkur varnarleikur og við reynum að nýta okkur fljóta og tekníska leikmenn frammi. Ég sagði við hópinn áðan að það væri langt frá því eitthvert formsatriði að koma hingað og þiggja eitthvert boð. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur, að kenna nýjum mönnum leikkerfin því þessir leikmenn hafa allir verið til umfjöllunar hjá okkur þegar liðið hefur verið valið. Þó svo við höfum ekki átt þess kost að fylgjast mikið með þeim þá vitum við nokk hvað þeir geta og nú er tækifærið til að sjá hvernig þeir falla inn í okkar skipulag og okkar vinnulag.“ – Veistu eitthvað um lið Mexíkó? „Nei!“ var svarið og nett glott fylgdi í kjölfarið. „Við reyndum að fá spólu af þeim en það gekk ekki upp þannig að það litla sem við vitum er það sem við höfum af veraldarvefn- um. Þeir eru með nýjan þjálfara sem tók við um áramótin og hafa tapað nokkrum leikjum upp á síðkastið þannig að það er einhver þrýstingur á þeim. Campos, markvörðurinn lit- skrúðugi, verður heiðraður sérstak- lega og maður hefur heyrt að um 15–25 þúsund manns komi á leikinn. Þannig að þetta er spennandi verk- efni og mikil alvara á bak við þetta hjá okkur,“ sagði Logi. Langt ferðalag til blóma- borgarinnar í Kaliforníu Það var ekki auðvelt ferðalagið sem íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu fóru í til blómaborgar- innar San Francisco á sunnudaginn var. Þeir leikmenn sem fóru frá Ís- landi flugu með Flugleiðum til Lundúna kl. 8.30, lagt var af stað frá höfuðstöðvum KSÍ klukkan sex ár- degis sem þýðir að strákarnir vökn- uðu í síðasta lagi klukkan fimm. Á Heathrow-flugvelli var beðið í tvær klukkustundir áður en gengið var um borð í flug British Airways til San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna. Það var ellefu klukkustunda flug og því voru pilt- arnir á flugi í rúmar þrettán klukku- stundir auk þeirrar biðar sem verð- ur alltaf á ferðalögum sem þessum. Þrátt fyrir þetta voru leikmenn merkilega hressir við komuna til San Francisco þó svo enginn hafi verið með blóm í hárinu eins og segir í gömlum dægurlagatexta. Það sem strákunum frá Íslandi sveið ef til vill hvað mest var, að þeg- ar búið var að fljúga í rúmar tvær klukkustundir frá London áleiðis til Bandaríkjanna og klukkan var langt gengin í fimm að íslenskum tíma, var um fimm klukkustunda flug í raun óþarft. Fyrst flogið til Lund- úna og síðan aftur yfir Ísland á leið- inni til San Francisco. En svona var nú lagt upp með ferðina þar sem í upphafi áttu allir atvinnumenn okk- ar að vera með en þeir heltust úr lestinni hver af öðrum eins og kunn- ugt er. Hvað um það, svona var skipulag- ið og við það var staðið. Þegar liðið kom upp á hótel í miðborg San Francisco var klukkan sex að stað- artíma síðdegis á sunnudegi, eða tvö aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma. Piltarnir höfðu því verið á ferðalagi í tuttugu klukkustundir. Morgunblaðið/Skúli Nýliðarnir fimm í landsliðshópnum sem mætir Mexíkó í San Francisco aðfaranótt fimmtudags. Frá vinstri, Ómar Jóhannsson, Ólafur Ingi Skúlason, Björgólfur Takefusa, Kristján Örn Sigurðsson og Guðmundur Viðar Mete. „Mikil alvara á bak við leikinn“ LOGI Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna í knattspyrnu, sagði við Morgunblaðið eftir fyrri æfingu landsliðsins í San Francisco í gær að hún hefði verið á rólegu nótunum enda ekki á því undirlagi sem búist hafði verið við. Hann var ánægður með að allir komust heilir frá æfingunni. Eftir að ungir leikmenn höfðu leikið á móti þeim eldri, þar sem eldri strákarnir höfðu betur, 4:0, sagði Logi þetta góða aðferð til að hrista leikmannahópinn saman. Ísland mætir Mexíkó í vináttulandsleik í San Francisco aðra nótt og hefst leik- urinn klukkan fjögur á fimmtudagsmorgni að íslenskum tíma. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá San Francisco  LEIKMENN landsliðsins í knatt- spyrnu komu saman í Lundúnum á sunnudag, allir nema Björgólfur Takefusa, sem er við nám í Banda- ríkjunum. Hann kom nokkrum klukkustundum á undan öðrum leik- mönnum til San Francisco enda styttra fyrir hann að komast á leik- stað. Hann varð þó að ferðast í sjö klukkustundir til að komast til San Francisco enda Bandaríkin stór og langt að fljúga frá austurströndinni yfir á vesturströndina.  MEXÍKANSKA liðið kemur ekki til San Francisco fyrr en í kvöld, daginn fyrir leik. Ástæðan er að þjálfarinn, Ricardo La Volpe, segir að ef hann komi of snemma með lið- ið á leikstað þá missi hann leikmenn í verslanir og það vill hann ekki. Hann vill frekar stoppa stutt á leik- stað og hafa menn einbeitta.  DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri mun taka þátt í heimsbik- armótum í Lake Louise í Kanada í byrjun desember. Hún keppir á tveimur brunmótum og einu risa- svigsmóti. Dagný er fyrsta íslenska skíðakonan sem tekur þátt í bruni á heimsbikarmóti. Hún er nú í 87. sæti á heimslista kvenna í risasvigi og í 96. sæti í bruni.  SUÐUR-AFRÍKUBÚARNIR Tre- vor Immelman og Rory Sabbatini sigruðu á heimsbikarmótinu í tví- menningi í golfi sem fram fór í Suð- ur-Karólínu í Bandaríkjunum. Þeir luku leik á 13 höggum undir pari en þeir spiluðu síðasta hringinn á einu höggi yfir pari. Englendingar skut- ust upp í annað sæti en fyrir loka- hringinn voru þeir í sjötta sæti.  ENGLENDINGARNIR Paul Ca- sey og Justin Rose spiluðu loka- hringinn á fimm höggum undir pari og enduðu þeir fjórum höggum á eftir þeim Immelman og Sabbatini.  FRAKKARNIR Thomas Levet og Raphaël Jacquelin enduðu í þriðja sæti einu höggi á eftir Englending- unum.  FRAKKAR gjörsigruðu Pólverja í þriðja leik sínum í undankeppni Evrópumóts kvenna, en leikurinn fór fram í Frakklandi á laugardag. Frakkar unnu 7:1 sigur eftir að hafa verið yfir, 3:0, í leikhléi. Marinette Pichon skoraði þrennu fyrir franska liðið, öll mörkin í síðari hálfleik, og þær Woock, Tonazzi, Diacre og Lattaf skoruðu eitt mark hver. Gi- bek minnkaði muninn fyrir Pólverja með síðasta marki leiksins.  BIRGITTA Þura Birgisdóttir úr Keilufélagi Akraness setti Íslands- met á Íslandsmeistaramóti ung- lingaliða í keilu um helgina. Birg- itta, sem keppir í flokki 13–14 ára, náði 225 stigum í einum leiknum og bætti gamla metið, sem var 216 stig, um 9 stig. Birgitta á nú öll metin í þessum aldursflokki í 1, 2, 3, 4, 5 og 6 leikjum. FÓLK Skotbar- dagi við æfinga- völlinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.