Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ #31 ALfiINGI ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Í SETNINGARRÆÐU sinni á landsfundi vinstri græna ræddi Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, stöðuna í ís- lenskri pólitík. Ekki var við öðru að búast enda stutt frá kosningum. Landsfundur Sam- fylkingarinnar var einnig mjög fyr- irferðarmikill í ræðunni og þá sér- staklega stefnumótun jafn- aðarmanna í heilbrigðismálum sem hefur hlotið verðskuldaða at- hygli enda er fyllilega tímabært að um heilbrigðismálin skapist málefnaleg umræða í íslensku samfélagi. Í ræðu sinni reyndi Steingrímur að koma sökinni á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á ein- hverja aðra en sjálfan sig og stefnu flokksins. Skýringar formannsins á gengi flokksins voru ekki flóknar. VG voru svo óheppnir að vera á móti virkjunarframkvæmdum fyrir austan og það vann gegn þeim, sérstaklega á Austurlandi. Ég hafði nú skilið það svo að sú and- staða væri helsta fjöður í hatti flokksins en formaðurinn telur að það hafi frekar verið til baga. Öll stóru orðin um svik og undanslátt annarra flokka verða nú að skoð- ast í nokkuð öðru ljósi. Delluskýringar Að öðru leyti virtist Samfylk- ingin vera sökudólgurinn. VG finnst við ekki hafa stutt þá nægj- anlega vel í kosningabaráttunni og það er því okkur að kenna að þeim gekk ekki vel. Steingrímur telur að tímamót hafi orðið þegar Ingi- björg Sólrún gekkst ekki inn á óskýrt tilboð hans um að halda úti „sameiginlegri og heilli víglínu“ gegn stjórninni. Eftir það hafi stjórnarandstaðan misst flugið. Steingrímur virðist halda því fram að eftir þennan sjónvarpsþátt hafi væntanlegir kjósendur VG ákveðið að kjósa Framsóknarflokkinn. Ættu menn ekki að líta sér nær í stað þess að leita svo langsóttra skýringa. Samfylkingin bætti við sig 4,2 % og Frjálslyndir 3,2% og samanlagt bættu þessir flokkar við sig 5 þingmönnum. VG sem tapaði 0,3% missti þingmann, stjórnarandstaðan í heild bætti við sig 4 mönnum sem sýnir að kjós- endur í landinu vildu nýja rík- isstjórn og nýtt stjórnarmynstur. Þeir treystu bara öðrum betur til þess en VG. Rýr ræða Hún hefði orðið býsna rýr í roð- inu ræðan hans Steingríms ef landsfundi Samfylkingarinnar hefði ekki verið nýlokið. Þá hefði hann ekki getað rangtúlkað og brenglað niðurstöður hans. Þá hefði hann ekki getað snúið um- ræðunni í heilbrigðismálunum á haus og látið það líta út eins og við hefðum samþykkt að fara „am- erísku leiðina“ í heildbrigð- ismálum. Í umræðu hans um Sam- fylkinguna virtist sannleikurinn ekki vera aðalatriðið heldur að beina kastljósinu frá slöku gengi VG og stefnu þeirra. Við jafnaðarmenn erum óhræddir við að ræða opinskátt um vanda íslensks heilbrigð- iskerfis. Hvernig við eflum það og styrkjum þannig að öllum Íslend- ingum sé tryggður aðgangur að bestu mögulegu læknishjálp án til- lits til efnahags eða annarra að- stæðna. Um þá grunnhugmynd jafnaðarmanna var Samfylkingin og Össur Skarphéðinsson, formað- ur hennar, að ræða á landsfundi sínum og munu halda þvi áfram. Það er þörf umræða og nauðsyn- leg. Upphrópanir, rangtúlkanir og sleggjudómar eru til lítils gagns. Stefna VG er þeirra Akkilesarhæll Skýringarinnar á gengi vinstri grænna er hvergi annars staðar að leita en í stefnu flokksins, frambjóðendum hans og fram- göngu þeirra í kosningabarátt- unni. Það er hin beiski sannleikur, það er þeirra Akkilesarhæll og kannski er það þess vegna sem Steingrímur leitar svo víða annars staðar að sökudólgum, það er svo sárt að finna þá í eigin ranni. Steingrímur leitar að sökudólgum Eftir Flosa Eiríksson Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Í LUNGNATEYMI Reykjalund- ar starfa tveir iðjuþjálfar. Hlut- verk iðjuþjálfa er að auðvelda fólki að taka virkan þátt í iðju sem er því mikilvæg og stuðla að auknu sjálfstæði og lífsfyllingu. Með iðju vísum við til verka og athafna sem fólk tekur sér fyrir hendur í dag- legu lífi í þeim tilgangi að annast sig og sína, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í endurhæfingu lungnasjúklinga metum við hæfni og færni skjól- stæðinga við að sinna daglegum athöfnum sínum. Skjólstæðing- urinn segir okkur sjálfur frá hefð- bundnum degi í lífi sínu og mark- miðið er að komast að því hvort einhverjar hindranir séu til staðar. Það geta t.d. verið erfiðleikar við að ganga upp stiga, fara í sturtu eða sinna vinnu og heimilis- störfum. Einnig getur verið erfitt að sinna félagslífi sem fyrr vegna mæði, spennu og kvíða. Ferð í leikhús sem áður var tilhlökkunar- efni getur valdið kvíða og spennu vegna hugsanlegra mæðikasta eða hósta. Íhlutun iðjuþjálfa felst m.a. í því að kenna aðferðir til að minnka mæði og þreytu í öllum þáttum daglegs lífs, með því að kenna vinnuhagræðingu, hraðatemprun, öndunartækni, líkamsbeitingu og slökun. Með því að forgangsraða verkefnum og hægja á sér má oft auka úthald við vinnu. Með réttri öndunartækni og líkamsbeitingu dregur úr vöðvaspennu, auðveld- ara er að nota þindina við öndun og það dregur úr mæði. Mikil áhersla er lögð á þindaröndun, bæði við vinnu og í slökun, þar sem þindin er stór vöðvi og mik- ilvægur í inn- og útöndun. Það dregur úr álagi á aðra, minni vöðva í hálsi og milli rifbeina sem hjálpa til við inn- og útöndun. Kennsla í slökun er í boði fyrir alla sem koma á Reykjalund. Slök- un í stólum er sérstaklega fyrir lungnasjúklinga sem ekki hentar að liggja á dýnu og slaka á. Farið er í undirstöðuatriði slökunar með reglulegu millibili eða þegar nýir bætast í hópinn. Svo er slakað á við ljúfa tónlist í 15-20 mínútur og iðjuþjálfinn leiðir hópinn í gegnum stigvaxandi slökun, djúpslökun eða „ leidda ímyndun“. Slökunin dreg- ur úr bæði andlegri og líkamlegri spennu og endurnýjar orkubirgð- irnar. Nauðsynlegt getur verið að sækja um hjálpartæki til að fólk geti hjálpað sér sjálft við daglegar athafnir. Sem dæmi má nefna bað- bretti ofan á baðkar, handföng við sturtu og bað, sturtustól eða mjúk- an skáhalla til að hækka höfðagafl- inn og auðvelda þar með öndun í hvíld. Markmið iðjuþjálfunar er að all- ir eigi þess kost að sjá um sig sjálfir og stunda störf og tóm- stundaiðju að því marki sem við- komandi kýs og er fær um. Jafn- vægi í leik og starfi stuðlar að jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfar og lungnaendurhæfing Eftir Júlíönu Hansdóttur og Björgu Þórðardóttur Júlíana er iðjuþjálfi og sviðstjóri iðjuþjálf- unar á lungnadeild Reykjalundar. Björg er iðjuþjálfi á lungnadeild Reykjalundar. Björg Þórðardóttir Júlíana Hansdóttir FERÐAÞJÓNUSTA á Íslandi fór ört vaxandi eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar eins og víðast hvar erlendis. Hún kallaði á markvissa starfsmenntun fyrir starfsfólk í ferða- þjónustu og var menntun fyrir leið- sögumenn hér á landi bundin í lög árið 1962. Þeir sem luku prófi áttu skv. lögunum að fá lögbundin rétt- indi sem hefur reyndar ekki enn gengið eftir. Fyrst var námið í um- sjón Ferðaskrifstofu ríkisins en var árið 1976 fært til Ferða- málaráðs Íslands, eins og önnur landkynningarverkefni í þágu ferðaþjónustu. Starfsnámið hefur þróast í takt við aukið ferða- framboð, frá nokkurra vikna nám- skeiði til heils vetrar náms í Leið- söguskóla Íslands. Umsækjendum hefur verið bent á að námið sjálft jafngildi fullri vinnu og því óráð- legt að stunda með því annað fullt nám eða 100% vinnu. Árið 1999 samþykkti Lánasjóður íslenskra námsmanna nám í Leið- söguskóla Íslands lánshæft og árið 2000 var skólinn fluttur frá sam- gönguráðuneyti, þar sem hann hafði verið vistaður frá byrjun, til menntamálaráðuneytis til sam- ræmingar við annað nám. Þessi til- færsla var samþykkt af Alþingi með þeim fyrirvara að inntaki og fyrirkomulagi kennslunnar yrði ekki breytt heldur yrði hún aðeins sett undir sama stjórnvald og ann- að nám (sbr. nefndarálit allsherj- arnefndar og umsögn mennta- málanefndar þingsins). Í ágúst sl. voru hins vegar kynnt drög að nýrri námskrá fyrir Leiðsöguskóla Íslands þar sem ljóst er að þessi fyrirvari Alþingis frá árinu 2000 er að litlu hafður, nefnilega sá vilji að breyta ekki eðli náms, inntökuskil- yrðum eða námsmati. Með nýjum drögum – og nýrri námskrá ef vilji námskrárdeildar menntamálaráðuneytisins nær fram að ganga – eru inntökuskil- yrði rýmkuð. Leiðsöguskóli Íslands verður t.d. að „braut“ í framhalds- skóla og umsækjendum nægir tveggja ára nám í slíkum skóla. Ekki verður fyrir vikið lengur gerð sú krafa að umsækjendur hafi lok- ið stúdentsprófi eða notið sam- bærilegrar menntunar. Hversu lík- legt er að langskólagengið fólk í ýmsum hagnýtum fræðum fyrir leiðsögumenn sæki sér viðbót- arnám inn á leiðsögubraut á fram- haldsskólastigi? Hversu fýsilegur er sá kostur fyrir fólk sem hefur reynt ýmislegt í lífinu sem komið getur að gagni í leiðsögninni? Hingað til hafa nemendur í Leið- söguskóla Íslands komið víða að en okkur sýnist sem verið sé að breyta markhópnum með þessari nýju hugmynd að námskrá. Hingað til hafa verið veittar undanþágur frá kröfum um stúd- entspróf ef umsækjandi sýnir á inntökuprófi að hann hafi öðlast þann þroska og yfirsýn sem fæst með aldri og búi yfir góðri færni í tjáningu á erlendu tungumáli. Þessir umsækjendur eru þá oftast fólk sem hefur búið árum saman erlendis við nám eða önnur störf og hefur meira vald á erlendum tungumálum en íslenskur nýstúd- ent. Félag leiðsögumanna skilur vel þörf menntamálaráðuneytisins fyr- ir samræmingu og hefur átt ágætt samstarf við námskrárdeildina en hnífurinn stendur þar í kúnni að leiðsögumenn geta ekki fellt sig við að Leiðsöguskóli Íslands verði færður niður á framhaldsskólastig. Ef hann er svo mikill bastarður að hann heyri ekki undir nám- skrárdeild menntamálaráðuneyt- isins þurfum við að taka höndum saman um að feðra hann og mæðra svo að allir geti vel við unað. Okk- ur er sagt að aðeins séu til þrjú skólastig; grunnskóli, framhalds- skóli og háskóli, en ekkert sem mætti flokka sem sérskóla, eins og þó mætti flokka bæði leiðsöguskól- ann og læknaritaranám svo e-ð sé nefnt. Hversu flókið er að leiðrétta slíka tæknivillu ef kalla mætti skort á sérskólastigi slíkt? Áhyggjuefni okkar leiðsögu- manna er að mjög mikið af ungu ómótuðu fólki raði sér í skólann og myndi uppistöðu stéttarinnar, leiði stóra hópa um landið og hafi hvorki þroska né þekkingu til að bregðast við erfiðum aðstæðum. Það skýtur skökku við að þegar ferðamannastraumurinn vex og viðleitnin til að selja Ísland sem ferðamannaland eykst skuli kröf- urnar til nema í Leiðsöguskóla Ís- lands minnkaðar. Hvernig fólk vilja ferðarekendur ráða til að stjórna og leiðbeina í ferðum sín- um? Hvað vilja ferðaskrifstofurnar? Eftir Berglindi Steinsdóttur Höfundur er formaður Félags leiðsögumanna. SL. sumar lauk þriðja áfanga rannsóknar á sýklalyfjaávísunum lækna og ónæmisþróun helstu sýk- ingarvalda barna á Íslandi. Sýkingar og vandamál þeim tengd eru stærsta heilbrigðisvandamál barna. Sýkla- lyfjaónæmi er orðið ein af stærstu heil- brigðisógnum heimsins í dag. Læknar hafa verið hvattir til að meðhöndla ekki vægar sýkingar sem lagast af sjálfu sér svo sem vægar eyrnabólgur vegna hættu á frekara sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda. Því þótti rétt að fylgja eftir rannsóknum sem sömu aðilar stóðu að 1993 og 1998 í svipuðum tilgangi á 1–6 ára börn- um á sömu stöðum, þ.e. Hafn- arfirði, Vestmannaeyjum, Egils- stöðum og Bolungarvík. Að rannsókninni standa heimilislækn- isfræði HÍ, sýklafræðideild LSH og Landlæknir. Fyrstu nið- urstöður voru kynntar nú í haust á norræna heimilislæknaþinginu í Finnlandi. Skoðuð voru um 1.000 börn, teknar sýklaræktanir úr nefkoki og sýklalyfjaávísanir barna og ástæður skoðaðar sl. tólf mánuði í sjúkraskýrslum og með spurn- ingalistum til foreldra. Þátttaka í rannsókninni var mjög góð á öllum stöðunum eða yfir 80%. Helsta niðurstaðan er að mikill munur er á sýklalyfjaávísunum til barna eft- ir landsvæðum en þar sem best lætur (Egilsstöðum) hefur sýkla- lyfjanotkun minnkað um 2⁄3 á sl. tíu árum og er þrisvar sinnum minni í dag en á þeim stað þar sem hún er mest. Eins og sýnt hefur verið fram á tvívegis áður (1993 og 1998) tengist sýklalyfjanotkuninni aukin hætta á að börn beri í nef- koki svokallaða penicillínónæma pneumókokka en pneumókokkar eru algengasti valdur bakteríusýk- inga í efri loftvegi manna og valda m.a. flestum lungnabólgum og eyrnabólgum. Erfiðlega getur gengið að meðhöndla sýkingar sem þessar ónæmu bakteríur valda með venjulegum sýklalyfjum í venjulegum skömmtum þegar mikið liggur við. Bestur er árangurinn á Egils- stöðum þar sem læknarnir hafa lagt sig fram um að upplýsa og ráðleggja foreldrum um eðlilegan gang öndunarfærasýkinga svo sem vægrar eyrnabólgu frekar en að grípa alltaf til sýklalyfjávísana. Þar hefur að sama skapi náðst bestur árangur í að fækka penicill- ínónæmum stofnum, en stofn sem var þar í um 18% af sýnum 1998 fannst þar ekki í vor. Foreldrar eru að sama skapi meðvitaðri um afleiðingar ofnotkunar á sýklalyfj- um hvað viðkemur hættunni á auknu sýklalyfjaónæmi og eru til- búnari að bíða með sýklalyfjagjöf fyrir börn sín. Athyglisvert er að um fimm- faldur munur kom fram á tíðni tóbaksreykinga á heimilum barna eftir landsvæðum (5–25%). Minnst var reykt þar sem minnst er notað af sýklalyfjum (Egilsstöðum) og þótt ekki sé sýnt fram á beint or- sakasamband þarna á milli vekja niðurstöðurnar spurningar um menningarlega ólík samfélög á Ís- landi þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og forvarna, í það minnsta hvað varðar lyfjaneyslu og tóbaksneyslu almennings. Niðurstöðurnar vekja spurn- ingar um hvernig standa megi bet- ur að eflingu heilsugæslunnar og forvarna almennt í framtíðinni. Líta ætti til staða eins og Egils- staða við skipulagningu á gæða- málefnum og forvörnum innan heilsugæslunnar. Áhersla ætti að vera á gæðaþjónustu þar sem heil- brigðisstarfsfólk gefur sér nægan tíma með sjúklingum til almennra upplýsinga og fræðslu um sjúk- dóma. Þar sem mikil vöntun er á almennri heimilislæknaþjónustu, eins og til að mynda á höfuðborg- arsvæðinu, er þetta sérstakt áhyggjuefni. Vara ætti við upp- byggingu heilbrigðiskerfis sem byggist að miklu leyti á bráða- vöktum og skyndilausnum. Óþarfa lyfjaávísanir auka á heilbrigð- iskostnað og leiða til óöryggis sjúklinga um eigið heilsufar. Óhóf- leg lyfjaneysla getur einnig leitt til alvarlegra afleiddra heilbrigð- isvandamála eins og t.d. sýkla- lyfjaónæmis þegar sýklalyf eiga í hlut og þau notuð óskynsamlega. Rannsóknir okkar sýna að þessari þróun má snúa við ef viljinn er fyrir hendi og eðlilega staðið að uppbyggingu heilsugæslunar í landinu í samstilltum hópi starfs- manna sem láta sér annt um fag- leg gæðamál eins og virðist eiga sér stað á Egilsstöðum. Rannsókn á lyfja- ávísanavenjum lækna Eftir Vilhjálm Ara Arason Höfundur er heilsugæslulæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.