Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 41
STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert félagslynd/ur og býrð yfir metnaði sem gerir þig að sjálfkjörnum leiðtoga. Búðu þig undir eitt af bestu og árangursríkustu árum ævi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Stjörnuspeki og dulræn mál- efni vekja áhuga þinn í dag. Þig langar til að kafa undir yf- irborð hlutanna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Varastu að gera óraunhæfar kröfur til annarra. Það er hætt við að þú búist við of miklu af fólki í dag. Mundu að fólk í áhrifastöðum er mann- legt eins og við hin. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú getur átt áhugaverðar samræður við maka þinn og vini í dag. Þú hefur gott innsæi á sama tíma og þú heldur tengslum við raun- veruleikann. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu undan löngun þinni til að hjálpa samstarfsmanni þín- um í dag. Það gerir þig ekki að undirlægju að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er frábær dagur til hvers konar sköpunar. Þú hef- ur frjótt ímyndunarafl og sköpunargáfa þín blómstrar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu heima og slappaðu af í dag ef þú mögulega getur. Einhver á heimilinu gæti leit- að til þín með vandamál sín. Reyndu að sýna skilning þótt þú sért ekki sammála viðkom- andi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert eitthvað utan við þig í dag þannig að þú ættir að fara vel yfir allt sem þú gerir í vinnunni. Þig langar ekki til að vinna og ættir því e.t.v. að taka þér frí. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu vel með peningana þína í dag. Það er hætt við að þú eyðir of miklu í óþarfa munað. Reyndu að forðast sjálfs- blekkingar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert óvenju opin/n fyrir um- hverfi þínu. Vertu óhrædd/ur við að sýna öðrum feimni þína og viðkvæmni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú lætur þig dreyma um að eignast einhvern munað í framtíðinni. Þú hefur hugann við dauma þína og framtíð- arvonir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ef þú þarft að biðja valdamik- inn einstakling um aðstoð þá er þetta rétti dagurinn til þess. Árangurinn er ekki gull- tryggður en fólk mun a.m.k. hlusta á þig með skilningi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Treystu tilfinningu þinni fyrir því hvaða stefnu þú eigir að taka í lífinu. Þú ert í góðum tengslum við sjálfa/n þig og al- heiminn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 41 DAGBÓK SLYS Gulmórauð, kringluleit köngurló í kveldrónni vagar um gráan mó, og íbyggin hlustar við annaðhvert skref, hún á kannski börn og fallegan vef úti við lækjarins sílgræna sef. Ferlegur nálgast nú fótur minn, – hún vill flýta sér meira, auminginn, en hleypur þá undir hinn skæða skó, – skuggarnir hníga yfir land og sjó. Góða nótt, kóngsdóttir Köngurló! Jóhannes úr Kötlum. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA ENN á ný sannaðist það á laugardaginn að raun- veruleikinn er lygilegri en nokkur skáldskapur. Framvindan í síðustu lotu úrslitaleiks Ítala og Bandaríkjamanna um Bermudaskálina var svo furðuleg að enginn rithöf- undur hefði komist upp með að skrifa annað eins handrit, eða a.m.k ekki fengið það gefið út á þeim forsendum að það væri of „ótrúverðugt“. Saga þessa ævintýralega spils verður rakin í sérstökum þætti í blaðinu síðar í vik- unni en mörg undrin höfðu gerst áður en að því kom. Úrslitaleikurinn er 128 spil, sem skiptist í átta 16 spila lotur. Síðasti keppnisdagurinn var á laugardaginn og þá voru spilaðar tvær lotur. Stað- an var þá 242-205 Banda- ríkjamönnum í vil. Banda- ríkjamenn virtust ætla að klára leikinn í fyrri hluta næstsíðustu loturnnar, þar sem þeir skoruðu lát- laust og náðu á tímabili 62ja IMPa forystu. En þá spýttu þeir ítölsku í lóf- ana svo um munaði og þegar síðasta lotan hófst var munurinn aðeins 28 IMPar. Dálkahöfundur var í hópi þeirra 5 þúsund manna sem fylgdust með beinni útsendingu síðustu lotunnar á vefnum Bridgebase.com. Fyrsta spilið var tíð- indalítið, en í því næsta 0 hættu. Norður ♠ K94 ♥ K94 ♦ G98 ♣G943 Vestur Austur ♠ D ♠ ÁG10876 ♥ Á3 ♥ 1087 ♦ K1075 ♦ ÁD6 ♣Á108765 ♣K Suður ♠ 532 ♥ DG652 ♦ 432 ♣D2 Vestur Norður Austur Suður Hamman Lauria Soloway Versace -- -- 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Dobl 6 lauf Allir pass Hamman og Soloway spila sterkt lauf, þar sem tveir-yfir-einum er krafa í geim nema þegar svar- hönd endurmeldar litinn sinn. Þess vegna segir Hamman tvö grönd við tveimur spöðum, til að hlera eftir laufstuðningi. Soloway á 14 punkta og mikið af höggspilum og tekur því undir laufið á kónginn blankan. Og þá setti Hamman stefnuna á slemmu. Lauria spilaði út hjarta. Hamman drap og svínaði spaðadrottningu, fór inn í borð á laufkóng og henti hjarta í spaðaás. En lauf- ið kom ekki 3-3 og slemm- an fór einn niður. Bocchi og Duboin spiluðu fjóra spaða á hinu borðinu og stóðu fimm, svo Ítalir unnu 11 IMPa. Staðan var nú 271-255 og 14 spil- um ólokið. Leikurinn var greinilega galopinn. Á næstu dögum munum við skoða helstu spilin úr síðustu lotunni, sem mörg hver voru mjög áhuga- verð. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 Rf6 4. Rgf3 Rc6 5. e5 Rd7 6. d4 f6 7. exf6 Dxf6 8. c3 Bd6 9. Bd3 e5 10. dxe5 Rcxe5 11. Rxe5 Rxe5 12. Be2 0-0 13. Rf3 c6 14. Be3 Dg6 15. Rxe5 Bxe5 16. Bf3 Bc7 17. Dd2 Bf5 18. h4 De6 19. 0-0 Bh3 20. De2 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir nokkru í Mennta- skólanum í Hamra- hlíð. Ingvar Þór Jó- hannesson (2.255) hafði svart gegn Halldóri B. Halldórssyni (2.159). 20. – Hxf3! 21. gxf3 hvítur hefði tapað drottn- ingunni eftir 21. Dxf3 Bg4. 21. – Dd6 og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 22. f4 Dg6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Skugginn – Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Braga J. Ingibergssyni þau Aldís Arnardóttir og Ólafur Þór Jóhannesson. Skugginn – Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní sl. í Viðeyj- arkirkju af sr. Pálma Matt- híassyni þau Karólína Svansdóttir og Helgi Páls- son. Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Jólatilboð Flíspeysur, & flísteppi Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Brottför 20. febrúar: Verð kr. 135.500 á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Brottför 23. apríl: Verð kr. 144.500 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is Bjartir nóvemberdagar Dragtir, peysur, jakkar, pils 25% afsláttur gisting í Kaupmannahöfn frá DKK 90,- www.gisting.dk sími: 0045 32552044 Svipmyndir – Fríður Eggertsdóttir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí sl. í Grafarvogs- kirkju af sr. Sigríði Önnu Pálsdóttur þau Sigríður Halldórs- dóttir og Sævar Helgason. Heimili þeirra er að Hrísrima 7, Reykjavík. Með þeim á myndinni eru börn þeirra Sylvía Rut og Halldór Gauti. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.