Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 25 SÖNGSKÓLINN í Reykjavík fékk óvænta heimsókn á föstudaginn var þegar ein fremsta óperusöngkona heims, Dame Kiri Te Kanawa, leit þar við og tók þátt í masterklass- námskeiði hjá hinum kunna stjórn- anda Robin Stapleton. Inntur eftir tildrögum heimsóknarinnar segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskól- ans, þau Kanawa og Stapleton marg- oft hafa unnið saman í gegnum tíð- ina. „Upphaflega stóð náttúrlega til að Kiri kæmi fram með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og þá átti Robin að stjórna þeim tónleikum, en hann hefur ferðast með henni út um allan heim til að stjórna tónleikum hennar. Þegar við fréttum af því bað ég Rob- in um að halda námskeið fyrir óp- erusöngvara á vegum Söngskólans dagana 13.–19. nóvember, en hann hefur komið reglulega til landsins og stjórnað við Íslensku óperuna sl. 20 ár. Þegar svo var horfið frá því að Kiri syngi með hljómsveit þá var ég ekkert að breyta plönunum varðandi Robin. Mér skilst að þau hafi síðan hist á fimmtudaginn var og þegar Kiri frétti af námskeiðinu hans hér bað hún um að fá að líta við og hitta söngnemana. Í framhaldinu boðaði ég aukatíma á föstudeginum og þar birtist hún svo öllum að óvörum.“ Kanawa hafði, að sögn Garðars, nefnilega tekið af honum loforð um að segja engum fyrirfram af heim- sókn hennar, m.a. til að gera sem minnst úr málinu. „Kiri er fremur hlédræg og vildi ekki fá fullt af blaða- mönnum og ljósmyndurum á svæðið. Hún vildi bara fá að koma og hitta þennan hóp sem sækir námskeiðið. Hún mætti síðan á föstudaginn og byrjaði á sinn eðlilega og elskulega máta að segja söngvurunum til og miðla þeim af reynslu sinni.“ Mikilvæg reynsla fyrir unga söngvara Spurður um gildi þess að fá eina fremstu söngkonu veraldar til að heimsækja skólann segir Garðar ná- vígið gríðarlega mikilvægt. „Það er auðvitað ótrúlega sterk upplifun og mikilvæg reynsla fyrir nemana að vera í návígi við söngvara sem hefur náð svo langt að það verður ekki komist lengra. Kiri er svo mikill lista- maður og laus við allan hroka. Hún var afar elskuleg, kurteis og gefandi; og hvatti þau alveg óendanlega.“ Aðspurður segir Garðar Cortes að Kanawa hafi látið vel af Söngskól- anum. „Eftir tímann lýsti hún hrifn- ingu sinni á skólanum, húsnæðinu, aðstöðunni og fyrirkomulaginu hér, en ekki síst þessum góðu söngvurum. Svo kom það mér virkilega á óvart að heyra hana, í upphafi tónleika sinna í Háskólabíói, segja frá heimsókninni hingað og lýsa því hve ánægjulegt hafi verið að hitta stjórnendur skól- ans og tjá sig um hve hrifin hún hefði verið af því að heyra í söngvurunum hér og lýsa því hversu ánægð hún var með þá. Þetta kom mjög á óvart og snart mig djúpt. Nú er það von okkar að við getum fengið hana til að halda masterklass-námskeið hjá okkur þegar hún kemur aftur.“ Ætlaði aldrei að geta náð af mér brosinu Aðeins örfáir söngvarar fengu tækifæri til að syngja fyrir Kanawa á námskeiðinu á föstudag. Meðal þeirra heppnu var Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, sem verið hefur í einkatíma hjá Robin Stapleton og ákvað að mæta í þennan auka mast- erklass-tíma sem boðað var til með stuttum fyrirvara. „Það var nú vel liðið á tímann þegar Kiri gekk inn í stofuna, en þegar hún kom inn var hreinlega eins og tíminn stæði í stað. Það var náttúrlega stórkostlegt að fá leiðsögn hjá henni og í örfáum orðum tókst henni að miðla svo ótrúlega miklu,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir sem var mjög ánægð með hvað Kan- awa gekk beint til verks. „Hún hefur náttúrlega af mjög miklu að miðla og kann að gera það á svo réttan og auð- skiljanlega hátt. Hún er afar gefandi og iðaði hreinlega í skinninu því henni fannst greinilega mjög gaman að geta gefið eitthvað af sér,“ segir Sigrún. „Ég söng eina aríu og var svo stressaður að ég klikkaði aðeins, enda að syngja fyrir frægustu söng- konu í heimi,“ segir Garðar Thór Cortes tenór og brosir við tilhugs- unina. „En Kiri var mjög elskuleg, sagði röddina mína fallega og sagði að þetta kæmi fyrir alla. Hún kom síðan með góðar ábendingar fyrir mig, t.d. varðandi öndunina og gaf okkur öllum smá sýnikennslu,“ segir Garðar Thór. „Þetta var þvílík upp- lifun og eftir á ætlaði ég aldrei að geta náð af mér brosinu,“ segir Dóra Steinunn Ármannsdóttir mezzósópr- an. „Ég ætlaði reyndar ekki að þekkja hana strax þegar hún kom inn í stofuna, en brá þvílíkt þegar ég uppgötvaði að þetta var raunveru- lega hún. Eftir á var ég nánast eins og í leiðslu og tengingin við jörðu kom ekki aftur fyrr en daginn eftir. Ég fékk auðvitað góðar ábendingar, sérstaklega varðandi framburðinn á ítölskunni. Hún sagði að ég hefði góða rödd og ég var auðvitað mjög stolt af að heyra það. Þetta var tví- mælalaust ein af bestu stundum lífs míns,“ segir Dóra Steinunn. „Ég söng háa kóleratúr-aríu fyrir Kiri og hún var mjög ánægð með háu tónana mína. Hún ráðlagði mér að fara vel með röddina til að halda hæðinni góðri og syngja ekki hluti sem eru of þungir á lægra raddsvið- inu. Það er náttúrlega mjög fínt að fá ábendingar frá söngvara á borð við hana, því ég efast ekki um að hún viti fullkomlega hvað hún er að segja. Og auðvitað var það mikil uppörvun að heyra hana segja eitthvað jákvætt um mann,“ segir Lára Bryndís Egg- ertsdóttir sópran. Óperusöngkonan Dame Kiri Te Kanawa kom í óvænta heimsókn í Söngskólann í Reykjavík „Eins og tíminn stæði í stað“ Garðar Cortes og Kiri Te Kanawa fyrir utan Söngskólann. silja@mbl.is Garðar Cortes, Kiri Te Kanawa og Robin Stapleton í æfingasalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.