Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 27 Jólablað Morgunblaðsins Laugardaginn 29. nóvember 2003 Pantanafrestur fyrir augl‡singar er fyrir kl. 12.00 flri›judaginn 18. nóvember. Nánari uppl‡singar um augl‡singar og ver› veita sölu- og fljónustufulltrúar á augl‡singadeild í síma 569 1111 e›a á augl@mbl.is Jólabla› fylgir frítt til áskrifenda. MIK ILVÆG SKILABO‹ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 22 76 3 11 /2 00 3 MARGIR grónir Kópavogsbúar kættust þegar sú frétt barst að þú værir ráðinn borgarstjóri og enn glöddumst við þegar þú valdir Eirík Hjálmarsson þér til aðstoðar. Loks rættist gamall draumur um að sjá menn úr okkar röð- um við stjórn borg- arinnar; kannski ekki fimmtu her- deild, en skilningsríka í garð okkar hér á hálsinum og þess sveitarfélags sem fóstraði ykkur. Saga Kópavogs og Reykjavíkur er að því leyti tengd að Kópavogur óx sem úthverfi Reykjavíkur, svefnbær, en ekki eins og flestir aðrir kaupstaðir, sem þjón- ustukjarni við sjávarútveg eða landbúnað. Saga þessa bæj- arfélags er um margt sérstæð, sem þið vitið báðir, en vegna þess að þetta er opið bréf vil ég aðeins tipla á staksteinum úr sögu okkar góða bæjar. Framfarafélagið Kópavogur Vorið 1945 stofnuðu íbúar í þeim hluta Seltjarnarnesshrepps, sem kallaður var „upphreppurinn“ og nú er Kópavogur, félag sem þeir nefndu Framfarafélagið Kópavogur. Það var rammpólitískt félag en hafði þó fest í lög að það léti „stjórnmál afskiftalaus“ og bannaði að ræða þau á fundum. Árið 1946 ákvað þetta „ópólitíska“ félag að bjóða fram lista til hreppsnefndarkosninga, sem fara áttu fram í júlí. Þegar hér var komið sögu var landfræðileg og hagsmunaleg gjá sem skildi að hreppshlutana tvo í Seltjarn- arneshreppi hinum forna og vand- séð hvernig mætti brúa hana. Segja má að íbúar beggja hrepps- hlutanna hafi undirstrikað þetta með því að bjóða fram sinn lista hvor í hreppsnefndarkosningunum 1946. Á Seltjarnarnesi kom fram sameinað framboð fólks úr ýmsum stjórnmálaflokkum og sama gerð- ist í Kópavogi. Fáum datt í hug að listi Framfarafélagsins fengi meira en einn fulltrúa. Niðurstaðan færði hinu „ópólitíska“ félagi hins vegar þrjá og meirihluta í hrepps- nefnd. Eitt fyrsta verk nýrrar hreppsnefndar var að kjósa odd- vita og varamann hans. Guð- mundur Gestsson var kosinn odd- viti og Finnbogi Rútur Valdimarsson varaoddviti. Hvor- ugur þeirra, né heldur þriðji fulltrúi Framfarafélagsins hafði áður unnið að sveitarstjórna- málum. Í hreppsnefndarkosningunum 1950 bauð kjarni gamla Framfara- félagsins fram lista. Þeir sem stóðu að honum vildu sem fyrr samfylkja fólki með ýmsar stjórn- málaskoðanir, en nú hét listinn ekki Framfarafélag heldur var hann kenndur við Óháða kjós- endur. Þar innandyra var fólk með ýmsar stjórnmálaskoðanir en sósí- alistar og sósíaldemókratar voru í forystu. Andstæðingar þeirra í þessum kosningum voru: Sjálf- stæðis-, Framsóknar- og Alþýðu- flokksfélag. Pólitík á Hálsinum Til þess að unnt sé að skilja þessa atburðarás og næstu ára er nauðsynlegt að átta sig á lands- málum og því pólitíska umhverfi sem fólk í Kópavogi hrærðist í. Viðhorf til landsmála og tryggð við pólitíska flokka setti í æ ríkari mæli mark sitt á framvinduna. Kalda stríðið var hafið og menn eygðu ýmist kommúnista eða út- sendara amerísku heims- valdastefnunnar í ásjónu hvers annars. Óvíða á landinu voru átökin jafn grimm og í Kópavogi, „Litlu Kór- eu“ eins og þetta „friðsæla“ sam- félag á Hálsinum var stundum nefnt. Þar gekk heiftin svo langt að á aðalfundi Framfarafélagsins vorið 1948 kom fram áskorun um að „drepa alla kommúnista á fé- lagssvæðinu“. Og á árunum 1946- 1955 fóru þar fram sex sveit- arstjórnarkosningar en ekki þrennar eins og lög gerðu ráð fyr- ir. Kópavogsmálið Í ársbyrjun 1954 urðu átök í Kópavogi til þess að beina sjónum manna að hreppnum. Þau tengd- ust í fyrstu sveitarstjórnarkosn- ingum en teygðu anga sína inn í raðir einstakra flokka, þó engra eins og Alþýðuflokksins sem klofn- aði í kjölfar þeirra. Kópavogsmálið var það kallað og byggðist á skipulagðri útstrikunarherferð á A-lista í þeim tilgangi að breyta uppröðun hans. Atlagan leiddi til þess að höfð voru endaskipti á list- anum. Guðmundur G. Hagalín, stuðningsmaður Finnboga Rúts, féll niður um fjögur sæti og Þórð- ur hreppstjóri á Sæbóli færðist upp um fjögur. Þessi átök og hin listilega útfærsla samsæris vöktu athygli langt út fyrir bæjarmörkin enda liður í hatrömmum átökum, bæði innan Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingar. Markmiðið var að breyta valdahlutföllum í Kópavogi og um leið að koma höggi á Hannibal Valdimarsson, formann Alþýðuflokksins, ritstjóra Alþýðublaðsins og bróður Finn- boga Rúts. Hið fyrra mistókst en hið síðara ekki. Listi Óháðra, sem ritstjóri Alþýðublaðsins studdi gegn vilja flokksstjórnar Alþýðu- flokksins, fékk meirihluta atkvæða og 3 fulltrúa kjörna af 5. Kópavogur, nauðungar- kaupstaður Vorið 1955 var á Alþingi borin fram tillaga um að gera Kópavogs- hrepp að kaupstað. Mál þetta var sérstætt vegna þess að tillagan var flutt að beiðni þriggja stjórn- málafélaga stjórnarandstöðunnar í hreppnum. Flokkarnir þrír höfðu nokkru áður látið safna undir- skriftum með áskorun til Alþingis um að gera Kópavog að kaupstað. Þegar kaupstaðarmálið var rætt á hreppsnefndarfundi 21. mars 1955 lagðist meirihluti hreppsnefndar gegn tillögunni, en kvaðst beygja sig fyrir vilja meirihluta íbúanna. Þeir vildu þess vegna láta fara fram „almenna leynilega atkvæða- greiðslu um málið“ og yrði jafn- framt leitað álits kjósenda um það, „hvort þeir óski eftir sameiningu hreppsins við Reykjavíkurbæ“. Minnihluti hreppsnefndar snerist gegn, benti á að 750 atkvæðabærir íbúar Kópavogs hefðu þegar skrif- að undir áskorun til Alþingis, auk þess sem almenn atkvæðagreiðsla myndi aðeins tefja málið. Meiri- hluti hreppsnefndar bar hins veg- ar brigður á áreiðanleik undir- skriftanna 750, sögðu að 224 þeirra væru nöfn fólks sem ekki væri á kjörskrá í Kópavogi. Leyni- leg atkvæðagreiðsla fór fram sunnudaginn 24. apríl gegn vilja þríflokkanna sem hvöttu bæjarbúa til að sitja heima. Þátttakan varð því dræmari en ella, en mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku féllust á rök hreppstjórnar gegn kaupstaðarmyndun og vildu sam- einingu við Reykjavík. Hrepp- stjórnin skrifaði því bæjarstjór- anum í Reykjavík bréf þar sem farið var fram á viðræður um sam- einingu sveitarfélaganna tveggja, Kópavogs og Reykavíkur, – ég minni á að þetta er hálfum manns- aldri áður en sameining sveitarfé- laga varð það lausnarorð sem sag- an vitnar um. Hins vegar hafði bæjarstjórn Reykjavíkur líkan áhuga og Seltirningar á að njóta samneytis við íbúa „Litlu Kóreu“. Enn hefur svar við bréfi hrepp- stjórnar ekki borist og mér vit- anlega hefur sú ósk sem hrepp- stjórn setti þá fram ekki verið dregin til baka af neinni bæj- arstjórn kaupstaðarins. Mér hefur stundum verið hugs- að til þessarar sögu nú á tímum þegar örlar á ósætti með bæj- arstjórn Kópavogs og borg- arstjórn Reykjavíkur. Jafnframt hefur mér flogið í hug hvort lausn á sambúðarvanda sveitarfélaganna til frambúðar felist ekki í að þú, Þórólfur, takir fram pennann sem Gunnar Thoroddsen lét liggja vor- ið 1955 og, sem gamall Kópa- vogsbúi, svarir játandi bréfi hreppsnefndar Kópavogs. Með vinsemd. Bréfið – opið bréf til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra Eftir Þorleif Friðriksson Höfundur er dr. í sagnfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.