Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ ekkt er sagan af maur sem klifraði alla leið upp á hausinn á fíl og sagði síðan: Nú ræð ég ferðinni. Getur verið að endalausar vangaveltur manna um aðgerðir gegn hinu og þessu í kringum okkur minni á ummæli maursins? Þótt við höfum áhrif á umhverfið er ýmislegt í náttúrunni sem við höfum lítil eða engin áhrif á. En við erum orðin svo vön afrekum vísindamanna að ekkert virðist eiginlega lengur ómögulegt. Um leið veldur þetta því að okkur finnst að allt sem gerist hljóti að eiga rætur að rekja til okkar. Við ráðum ferðinni. Vísindamenn eru ekkert síður mannlegir en við, sumir þeirra voru ekki síður en sauðsvartur al- múginn hræddir við drauga með- an trú á aft- urgöngur var almenn. Nú eru draug- arnir búnir að skipta um ham. Við vit- um öll að brestir í þaki, skellir í gluggatjöldum og þess háttar eru ekki annað en eðlileg hljóð og ástæðulaust að kenna framliðnu fólki um. En í staðinn leitum við uppi önnur hindurvitni. Margir læknar gefa okkur nú í skyn að við eigum aldrei að sætta okkur við að líða illa og ef einhver haldi að hann sé heilbrigður sé það sjálfsblekking. Hann eigi bara eftir að fara í rannsókn. Sumir læknar eru þó farnir að malda í móinn og vilja ekki eitra líf al- mennings með stanslausu sjúk- dómatali. Fleira skipti máli en heilsan, segja þeir. Enn aðrir benda á að heilbrigð- isstéttirnar eigi beinna hagsmuna að gæta. Meðvitað og ómeðvitað hneigist þær til að ýta undir trú á alltumlykjandi og stanslaus veik- indi í táradalnum okkar. Og loks má ekki gleyma því að martröð lyfjafyrirtækja er að við hættum að gleypa öll dýru lyfin og leitum annarra ráða eða hreinlega huns- um tímabundin óþægindi. Hags- munirnir eru margslungnir. Fræðimenn á öðrum sviðum hafa tekið gróðurhúsaáhrifin upp á sína arma og fengið öfluga þrýstihópa á sitt band til að hræða okkur. Bent er á að við séum syndug, eina lausnin sé að menn hætti að vera svona frekir á olíu og kol. Hægt sé að spara orku, þá mengum við minna og hollara sé að beita líkamsaflinu meira, t.d. hjóla í vinnuna. Sem er auðvitað rétt. En margir efasemdarmenn hafa bent á að ýmsar algengar fullyrðingar um gróðurhúsaáhrif- in eru byggðar á misskilningi, fá- fræði eða ofstæki. Á sunnudag birtist hér í blaðinu grein eftir Ian Plimer, sem er prófessor í hag- rænni jarðfræði við Melbourne- háskóla. Hann rifjar þar upp nokkur af helstu rökum efasemd- armanna. Þeir benda m.a. á að ný- legar rannsóknir á ískjörnum á Grænlandsjökli sýna að miklar sveiflur hafa orðið á hitastigi í loft- hjúpnum frá því að hann mynd- aðist fyrir milljónum ára. Oft hafa þær verið snöggar. Við vitum fátt um orsakirnar fyrir hlýnun þá. Aðeins eitt getum við fullyrt um hlýnun fyrir mörg þúsund árum: menn komu þar ekkert við sögu, þeir voru svo fáir og áhrif þeirra á lofthjúpinn eng- in. Hvað eigum við hin að gera? Við höfum ekki neina sérmenntun á þessum sviðum og verðum að nota eigið hyggjuvit til að gera upp á milli þessara tveggja flokka. Eins og oft áður neyðumst við til að nota aðferð sem þykir ekki sér- lega vísindaleg en verður samt að duga. Við ákveðum yfirleitt að trúa fremur þeim sem okkur finnst af einhverjum ástæðum trú- verðugir. Kannski höfum við góða reynslu af þeim í öðrum málum eða þekkjum þá úr síðustu jóla- boðum. En við reynum líka að vinsa burt vísindamenn sem eru sennilega að beita hræðsluáróðri um endalok heimsins. Það gera þeir sumir í von um að stjórnvöld leggi fram stórfé til rann- sóknaverkefna sem áróðursmenn- irnir hafa sjálfir atvinnu sína af. Þeir eru að berjast við aðrar fræðigreinar um peninga og sjást ekki fyrir. Þeir eru mannlegir. En jafnframt getum við hin baslað við að lesa okkur sjálf til, leitað frumheimilda, eins og það heitir á virðulegu máli. Til er gríðarstór nefnd sem sett var á laggirnar fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Þegar rýnt er í skýrslur hennar, sem eru gefnar út á nokkurra ára fresti og birtar á Netinu, sést að sam- kvæmt síðustu spá þeirra má gera ráð fyrir að meðalhitastig á jörð- inni hækki um 1,5–6 stig á öldinni sem er hafin. En hvarvetna í skýrslunum er sagt að rannsaka verði þessi mál miklu betur áður en hægt sé að slá einhverju föstu. Svo mikil er óvissan og fyrir þrem áratugum boðuðu reyndar sömu vísindamenn heimsendi – vegna kulda! Viðurkennt er að ekki sé vitað hvað olli því að hitastigið stóð í stað milli 1945 og 1975 þótt olíu- og kolanotkun ykist meira en dæmi eru um í sögunni. Menn hafa mælt hita á ýmsum stöðum á jörðunni frá því á 19. öld en aðferðirnar voru ekki alltaf traustar og auk þess skiptir máli hvort mælt er við jörðu eða hærra í lofthjúpnum, á landi eða sjó og svo frv. Vísindamenn eru þess vegna ekki einu sinni öruggir um að hitastigið hafi hækkað eftir að kola- og olíunotkun hófst fyrir al- vöru á 18. öld en margt bendir þó til þess. Gervihnattamælingar sýna að hitinn hafi á tuttugustu öldinni hækkað eitthvað á norð- urhveli jarðar en lækkað örlítið á suðurhvelinu. Nefndar hafa verið fjölmargar ástæður fyrir því að meðalhitastig í lofthjúpnum sveiflast til. Athafn- ir manna er aðeins ein af hugs- anlegum orsökum og líklegt að önnur áhrif séu langtum af- drifaríkari. Ef hitastigið hækkar mikið á næstu áratugum er alveg eins líklegt að við getum ekkert við því gert og því skynsamlegra að laga okkur að breyttum að- stæðum. Það urðu forfeður okkar að gera þegar ísaldir skullu yfir eða hiti hækkaði mikið á nokkrum áratugum. Menn breyttu lifn- aðarháttum sínum og margir fluttu búferlum. Þrátt fyrir alla okkar tækni getum við engin áhrif haft á stefnuna sem fíllinn tekur, hann heyrir ekki í okkur. Fíll sem ekki heyrir Aðeins eitt getum við fullyrt um hlýnun fyrir mörg þúsund árum: menn komu þar ekkert við sögu, þeir voru svo fáir og áhrif þeirra á lofthjúpinn engin. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ✝ Guðrún GíslínaGuðnadóttir fæddist á Hellissandi 30. janúar 1930. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 10. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta Sigrún Vigfús- dóttir og Guðni Gíslason, þau voru bæði Snæfellingar. Systkini Guðrúnar eru Bergur, Guðný Ragna, Sævar og Guðbjartur, Sævar lifir systkini sín. Guðrún giftist 11. febrúar 1950 eiga tvö börn, 2) Jón Hjörtur, f. 3. maí 1952, kvæntur Bryndísi Gunn- arsdóttur, þau eiga tvö börn, 3) Óskar, f. 12. júní 1956, kvæntur Önnu Axelsdóttur, þau eiga fjögur börn, 4) Hjalti, f. 12. júní 1956, kvæntur Kolbrúnu Ingimarsdótt- ur, þau eiga dóttur og hann á þrjá syni frá fyrra hjónabandi. Afkom- endur Guðrúnar eru 22. Guðrún var bókbindari og vann hjá Þorvaldi Sigurðssyni 1944- 1945, í Arnarfelli frá 1945-1990, G.Ben 1990-1994 og í G.Ben-Eddu frá 1994-1997. Guðrún var formað- ur kvennadeildar Bókbindara- félags Íslands 1974-1981 og átti sæti í trúnaðarmannaráði og út- hlutunarnefnd atvinnuleysisbóta í BFÍ. Guðrún sat í fyrstu stjórn Fé- lags bókagerðarmanna, 1981-1985 og í trúnaðarráði FBM til 2000. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Gunnlaugi Jónssyni vegaeftirlitsmanni, f. 14.6. 1927, d. 2.11. 1991 og bjuggu þau lengst af á Sogavegi 26 í Reykjavík, eða þar til Guðrún fluttist í Kópavog 1997. For- eldrar Gunnlaugs voru hjónin Jón Hjart- arson, f. á Borðeyri 1889, d. 1943, og Amalía Jósefsdóttir, f. á Hrísum í Helgafells- sveit 1885, d. 1967. Börn Guðrúnar og Gunnlaugs eru: 1) Sig- rún Guðna, f. 10. október 1948, gift Karli Jóhanni Herbertssyni, þau Í dag hefur sorgin kvatt dyra hjá okkur í Fífuhvammi 33. Ynd- isleg móðir, tengdamóðir og amma er látin og það allt of fljótt. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og börn- in okkar. Sá listi er orðin langur og allt of langt að telja það allt upp hér. Aðalsmerki hennar var að hugsa fyrst um aðra, síðan um sjálfa sig. Börnin í fjölskyldunni vissu að uppi hjá ömmu var alltaf til appelsín, saltstangir og lakkrís. Þessar kræsingar og öll hjarta- hlýjan var góð blanda og gerði hana að bestu ömmu í heimi. Yngsta barnið okkar, Aron miss- ir sinn besta vin og félaga. Amma var alltaf tilbúin að hlusta, veita aðstoð og gefa góð ráð. Skal því engan undra, að það var okkur ómetanlegt að hafa ömmu uppi á lofti. Sambúð okkar til fjölda ára gekk alltaf vel og var það ekki síst henni að þakka. Fífuhvammurinn verður aldrei eins án hennar, en við vitum að allar fallegu og góðu minningarnar um hana munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku mamma, hafðu þökk fyrir GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR Skjótt skipast veður í lofti. Ágústmánuður sl. rétt nýliðinn og það var einmitt þá sem við upplifðum allt það besta og skemmtileg- asta sem bjó í þér, Gurrý. Staðurinn er Vallargerðið í Kópavoginum með systkinum og fjölskyldum þeirra. Tilefnið var heimsókn Rögnu systur okkar og Frans mágs frá Kanada eftir níu ára aðskilnað. Hjalteyri við Eyjafjörð, við þrjár systurnar og makar og nokkrir ættingjar, þar sem gleðin ríkti eina helgi og við átt- um yndislega samveru sem aldrei GUÐRÍÐUR ÁSA MATTHÍASDÓTTIR ✝ Guðríður ÁsaMatthíasdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1946. Hún andaðist á heim- ili sínu 6. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 14. nóvember. gleymist. Kveðju- kvöldið hjá þér og Sig- urvini í Dofraborginni fyrir Rögnu og Frans. Allar þessar stundir í ágúst sl. voru talandi dæmi um hvernig þú varst í raun, væntum- þykja, gleði og hlátur. Við þökkum eilíflega að hafa fengið að njóta samverustundanna með þér og framan- greint er aðeins lítið brot af þeim. Hvort sem það var útilega í Skorradalnum, Þjórs- árdalnum, Snæfellsnesi, Laugar- vatni eða heimsóknir ykkar Sigur- vins til okkar á þjóðhátíð í Eyjum var þetta allt trygging fyrir yndis- legum og ógleymanlegum samveru- stundum. Hvellur hlátur þinn ómót- stæðilegur og enginn komst hjá því að hrífast með. Opinberlega varstu kannski ekki þekkt sem listamaður en listamaður varstu svo sannarlega. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt lék í höndum þér. Því bera vitni öll þau frábæru málverk sem eftir þig liggja og að koma á heimilið var ekki síðra en heimsókn á frægustu lista- söfn heimsins. Einstakur garðurinn við húsið er síðan skrautfjöður þín. Daginn fyrir utanlandsför þína í sept. sl. berast síðan hin válegu tíð- indi af veikindum þínum. Þótt sú ferð hafi farið forgörðum var engan bilbug á þér að finna og þú hlakkaðir til að hressast og skipuleggja nýja ferð. Allan þinn veikindatíma misst- ir þú aldrei trúna á bata og þú hafðir líka einstakan stuðning Sigurvins sem aldrei vék frá þér og annaðist þig af ást og umhyggju ásamt Unni móður okkar. Af ótal ferðalögum um ævina ert þú nú farin allt of snemma í síðasta ferðalagið. Það sama og við öll förum í og þegar að því kemur og við hittumst aftur vitum við að gleðin mun taka völdin á ný. Við kveðjum þig með söknuði en minningin um einstaka manneskju lifir í hjörtum okkar. Elsku Sigurvin, börn, barnabörn og mamma, megi góður Guð gefa ykkur styrk og vernda ykkur um alla framtíð. Regína, Þorgeir og börn. ✝ Sigríður FjólaÁsgrímsdóttir fæddist á Akranesi 11. janúar 1930. Hún lést í Sjúkra- húsi Akranes 11. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ás- grímur Sigurðsson, f. 10. mars 1896, d. 23. nóvember 1982, og Úrsúla Guð- mundsdóttir, f. 9. janúar 1894, d. 7. október 1986. Systkini Sigríðar eru Gróa Sigurrós Sigurbjörns- dóttir, látin, Guðmundur Þór Sig- hann dóttur, Guðrúnu Ósk, Sig- urborg átti í fyrra hjónabandi tvö börn, Þórunni Pálínu og Andra; Guðmunda Hrönn, f. 28. ágúst 1956, gift Stefáni Eiríks- syni, þau eiga tvö börn, Nönnu Maren og Óskar; og Irma Sjöfn, f. 12. nóvember 1961, gift Hrólfi Ölvissyni, þau eiga tvær dætur, Kristbjörgu Fjólu og Elku Ósk. Áður átti Sigríður Ásgrím Ragn- ar Kárason, f. 18. nóvember 1950, hann er kvæntur Jóhönnu G. Þorbjörnsdóttur, þau eiga þrjú börn, Ursúlu Rögnu, Arnþór og Valþór. Sigríður bjó alla ævi á Akra- nesi. Eftir að börnin uxu úr grasi vann hún, auk húsmóðurstarf- anna, við fiskverkun, lengst af hjá Haferninum en síðan hjá Haraldi Böðvarssyni . Útför Sigríðar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. urbjörnsson, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Ragnheiður Arnfríð- ur Ásgrímsdóttir og Ásta Ingibjörg Ás- grímsdóttir, látin. Sigríður giftist Óskari Hervarssyni frá Súðavík, d. 10. febrúar 1998. Börn þeirra eru: Þórður Ægir, f. 4. júní 1954, kvæntur Sigurborgu Oddsdóttir, þau eiga tvær dætur, Önnu Sigríði og Hönnu Valgerði en Þórður á dótturina Ernu Margréti frá fyrra hjónabandi og áður átti Sigríður Fjóla, ömmusystir mín, hét Sigríður alveg eins og amma þó að þær væru systur. Þetta fannst mér rosalega skrítið. Ekki að það ylli neinum misskilningi því Sigríð- ur Fjóla var aldrei kölluð annað en Didda, Didda frænka. Hún varð ekki gömul hún Didda og þó hún væri ömmusystir mín fannst mér hún síung. Diddu hafði ég auðvitað þekkt frá því ég man eftir mér og ég er svo glöð að hafa fengið að kynnast henni. Þau komu við á hverju sumri, hún og Óskar, þegar þau fóru að heimsækja Guðmundu dóttur sína á Akureyri. Það voru góðir dagar og húsið fylltist af gleði um leið og þau renndu í hlað- ið. Við krakkarnir þustum út á hlað til að passa hundana því að Diddu var svo illa við að þeir væru að flaðra upp um sig. Þær voru og eru ekkert fyrir hunda, amma og hennar systur. Bílhurð svipt upp og Didda snarast út og breiðir út faðminn á móti okkur. Svo kom Óskar í sínum rólegheitum rétt á eftir henni. Didda og Óskar voru eins og hvítt og svart en samt frekar eins og jin og jang, þau pössuðu svo vel saman. Didda dá- lítið ör, talaði mikið og hló hátt og dillandi. Óskar kíminn en yfirveg- aður og traustur eins og klettur í hafi. Og ekki brást að Didda dró alls kyns sjaldséð og vel þegið gúmmelaði upp úr pússi sínu og jafnvel dót eða hámóðins flíkur til SIGRÍÐUR FJÓLA ÁSGRÍMSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.