Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 1
Andrúm kalda stríðsins Kappsamir krakkar Ungt frjálsíþróttafólk í ÍR tekur æf- ingar föstum tökum Íþróttir 42 SERGEI Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, hvatti í gær til meiri yfirráða ríkisins yfir olíuauðlindinni og sakaði helstu olíufélögin í landinu um að hafa látið leit að nýj- um lindum sitja á hakan- um. „Ríkið má ekki missa yfirráð sín yfir undirstöðugreinum efnahagslífsins,“ sagði Ívanov er blaðið Kom- mersant ræddi við hann um saksóknina gegn ol- íufélaginu Yukos og helsta eiganda þess, Míkhaíl Khodorkovskí, en hann er nú í fang- elsi, sakaður um skattsvik og annað mis- ferli. Margir telja, að saksóknin sé að und- irlagi svokallaðra „sílovíkí“ í Kreml, fyrr- verandi starfsmanna sovésku leyni- þjónustunnar, en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Ívanov eru í þeim hópi. Ívanov lagði áherslu á, að olían og aðrar auðlindir í jörðu væru „eign ríkisins, ekki einkafyrirtækja“ og neitaði, að rannsóknin á Yukos væri af pólitískum rótum runnin. Ný skoðanakönnun í Rússlandi sýnir, að vinsældir Pútíns meðal kjósenda hafa rokið upp og er það fyrst og fremst rakið til aðfar- arinnar að auðjöfrunum í landinu. Nú eru 82% sammála stefnu hans en kosningar verða í Rússlandi í mars næstkomandi. Rússneska ríkið styrki tök á olíunni Moskvu. AFP.  KGB-menn/29 Sergei Ívanov FULLTRÚAR embættis skattrannsóknar- stjóra ríkisins, 15–20 talsins, gerðu í gærmorg- un húsleit hjá Baugi Group og fjárfestingar- félaginu Gaumi, sem er í eigu fjölskyldu Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Lögreglurann- sókn hefur farið fram undanfarið ár á meintum lögbrotum forsvarsmanna Baugs Group og seg- ir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður fyrirtæk- isins, að sér hafi verið tjáð að húsleitin væri sprottin úr þeirri rannsókn. Í fréttum Ríkis- sjónvarpsins í gærkvöldi var sagt að talið væri að rannsóknin beindist öðrum fremur að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group. Aðgerðinni frestað fram yfir helgi Hreinn Loftsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að 10–12 manns hefðu komið á starfs- stöðvar Baugs í gær og fengið bókhaldsgögn fyrir árin 1998–2002. Að sögn Hreins tók að- gerðin um tvær klukkustundir. „Við lítum svo á að þetta tengist því sem þegar hefur verið í rannsókn og vonum bara að þessu fari að ljúka.“ Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknar- stjóri ríkisins, staðfestir þá frásögn Hreins Loftssonar að upphaflega hafi staðið til að sækja gögnin til fyrirtækjanna sl. föstudag, en því hafi verið frestað vegna frétta um að til stæði að undirrita samninga vegna kaupa Baugs á Oasis Stores-verslanakeðjunni. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá Baugi Group 28. ágúst í fyrra vegna ásakana Jóns Geralds Sullenberger um auðg- unarbrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þáver- andi stjórnarformanns, og Tryggva Jónssonar forstjóra. Um hálfum mánuði síðar gerðu starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar húsleit í höfuðstöðvum verslanakeðjunnar SMS í Fær- eyjum, sem Baugur Group var þá helmingshlut- hafi í. Ekki var gerð húsleit í öðrum fyrirtækj- um tengdum Baugi vegna þessarar rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér vegna málsins í september í fyrra var sagt að fjárfestingarfélagið Gaumur hefði lánað Jóni Gerald 38 milljónir króna vegna kaupa á skemmtibátnum Thee Viking. Gaumur er í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, barna hans, Jóns Ásgeirs og Kristínar, og móður þeirra, Ásu Karenar Ásgeirsdóttur. Húsleit á skrifstofum Baugs og Gaums Morgunblaðið/Kristinn ARNOLD Schwarzenegger sver embættiseið sem ríkisstjóri Kali- forníu á tröppum stjórnarbyggingar í Sacramento í gær. Eiginkona hans, Maria Shriver, heldur á Biblíunni en Ronald George, forseti hæstaréttar Kaliforníu, tekur við eiðstafnum. Embættistökuathöfnin var einföld og henni lauk á 45 mínútum. Sagðist austurríski innflytjandinn Schwarzenegger finna til auðmýkt- ar að taka við embættisskyldum sem 38. ríkisstjórinn í sögu Kali- forníu, fjölmennasta ríkis Banda- ríkjanna. Í ávarpi til yfir 7.500 boðs- gesta og um 600 blaðamanna víðs vegar að úr heiminum sagðist hann staðráðinn í að koma efnahags- málum „gullna ríkisins“ í lag, en gríðarleg skuldasöfnun íþyngir nú mjög rekstri þess. AP Tekur „auðmjúkur“ við ANITRA Steen, forstjóri sænsku áfengiseinkasölunnar Systembolaget, hélt í gær blaðamannafund eftir stjórnarfund í ríkisfyrirtækinu til að verjast ásökunum um að hún væri sjálf flækt í mútuhneyksli sem nú skekur fyrirtækið. Fullyrti Steen, sem er sambýliskona Görans Perssons, forsætisráðherra Sví- þjóðar, að hún bæri enga ábyrgð í mútumálunum sem fjöldi útibús- stjóra Systembolaget er talinn eiga aðild að. Gagnrýnin á Steen og stjórn Systembolaget hefur farið vax- andi eftir að í ljós kom um helgina að mörgum útibússtjórum voru boðnir starfslokasamningar gegn því að þeir segðu störfum sínum lausum og slyppu þannig við ákærur. Eftir því sem vefútgáfa Aftenposten greinir frá kvað útibússtjórunum hafa verið boðið að fá átta mánaðarlaun greidd segðu þeir upp þegar í stað. Að minnsta kosti sjö þeirra kváðu hafa afþakkað boðið á þeim for- sendum að þeir teldu sig ekkert til saka hafa unnið. Í gær ásökuðu úti- bússtjórarnir sjö nafngreinda menn á aðalskrifstofu Systembolaget um að vera flækta í hið meinta spillingarmál. Olof Johansson, stjórnarformaður fyrirtækisins, tjáði blaðamönnum í gær að engir stjórnendur í fyrirtækinu hefðu reynt að hylma yfir stað- reyndir málsins eða sýnt tregðu til að afhenda gögn vegna rannsóknar þess. Vísaði hann öllum þaraðlútandi sögusögnum á bug. Hneykslið upphófst er það upplýstist að margir útibússtjórar höfðu fengið mútugreiðslur frá ríkisrekna áfengisframleiðandanum Vin & Sprit fyrir að hampa drykkjarföngum frá honum í hillum verzlana. Steen verst ásökunum Sótt að forstjóra Systembolaget í Svíþjóð vegna mútuhneykslis Anitra Steen Göran Persson Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, segir að- spurður í samtali við Morg- unblaðið að hann kunni „ekki eina einustu skýringu á því“ hvers vegna húsleit var gerð hjá fyrirtækjunum. „Þeir sóttu bara möppur hingað og þangað. Ég fékk engar skýringar, þeir hefðu alveg eins getað sent mér bréf og ég hefði getað sent þeim þetta. Ég veit alveg hvað ég er með á hreinu,“ sagði Jón Ásgeir. Aðspurður eftir hverju skattrannsókn- arstjóri hefði sóst hjá Gaumi, svaraði Jón Ás- geir: „Þeir vildu bara fá að sjá bókhald 1998 til 2002. Eftir því sem endurskoðendur mínir segja mér þá eiga þessi mál að vera alveg á hreinu og ég hef valið þar til bestu menn í því fagi.“ Kann ekki eina einustu skýringu Ein í sviðs- ljósinu Margrét Eir sendir frá sér sína aðra sólóplötu Fólk 48 STOFNAÐ 1913 313. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is  Hefur ekki áhrif/4 15–20 fulltrúar skattrannsóknarstjóra tóku bókhaldsgögn Ný skáldsaga Sigurjóns Magnússonar um Kristmann Guðmundsson Bækur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.