Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 15 SKÝRT var frá því í gær að fjöl- miðlajöfurinn Conrad Black myndi á næstu dögum hætta sem aðal- framkvæmdastjóri Hollinger-sam- steypunnar sem meðal annars gef- ur út dagblöðin The Daily Telegraph í Bretlandi og Chicago Sun-Times í Bandaríkjunum. Hann verður áfram stjórnarformaður út- gáfufélags Telegraph. Bandarískir hluthafar í Hollinger-samsteypunni hafa að sögn AP-fréttastofunnar brugðist ókvæða við upplýsingum um vafasamt atferli Blacks og fleiri ráðamanna samsteypunnar. Black mun nú verða stjórnarfor- maður án ákvarðanavalds. „Nú er rétti tíminn til að kanna hvaða ráð séu best til að auka sem allra mest verðmæti hlutabréfanna í Holl- inger International,“ sagði Black í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. Við starfi hans tekur til bráða- birgða Gordon A. Paris en hann er nú undirforstjóri Hollinger. Einn af helstu samstarfsmönn- um Blacks, F. David Radler, sem hefur verið stjórnarformaður Holl- inger, mun hætta störfum en hann hefur einnig verið ritstjóri Chicago Sun-Times. Í stað Radlers kemur Daniel W. Colson sem verið hefur framkvæmdastjóri Telegraph-út- gáfufélagsins. Ráðgjafafyrirtækið Lazard LLC hefur verið fengið til að kanna hvaða stefnu Hollinger geti mótað. Er sagt að til greina komi að selja allt fyrirtækið eða ákveðna hluta þess. Sumir fréttaskýrendur velta því fyrir sér hvort Telegraph-fé- lagið muni nú feta í fótspor eins keppinautanna, The Independent, og hefja útgáfu á götublaði sem yrði saga til næsta bæjar enda hefur Daily Telegraph lengi verið eitt virðulegasta blað Bretlands. Ýmsir nefndir Verði Hollinger selt eru nokkrir líklegir kaupendur nefndir, einkum útgáfufélag The Washington Post og breska fyrirtækið Daily Mail & General Trust. Einnig er að sögn The Sunday Times talið að litríkur bandarískur auðkýfingur og fjárfestir, Nelson Peltz, muni ef til vill leggja fram fé í Hollinger. Ásakanir um vafasamt athæfi Blacks hafa síðustu mánuði orðið æ umfangsmeiri um leið og sögu- sagnir um erfiða skuldastöðu Holl- ingers hafa verið staðfestar. Auk áðurnefndra fjölmiðla rekur Hollinger fjölda annarra blaða og tímarita í Bretlandi, Bandaríkjun- um, Kanada og Ísrael, þ. á m. syst- urblað The Daily Telegraph, The Sunday Telegraph, einnig The Spectator, The National Post, Ott- awa Citizen og Jerusalem Post. En hvað gerði Black af sér? Ef marka má skrif breskra blaða er algengt að fjölmiðlafyrirtæki sem kaupa blöð af sam- steypu greiði seljand- anum myndarlega fjárhæð til að tryggja að hann hefji ekki samkeppni á sama markaði og blaðið sem hann var að selja. Komið hefur í ljós að Black og aðrir æðstu ráðamenn stungu í eigin vasa 73,7 milljónum doll- ara, um 5,5 milljörð- um króna, af greiðslum sem kaup- andi nokkurra blaða samsteypunnar greiddi til að firra sig samkeppni. Ekki var skýrt frá þessari til- högun í bókhaldi sem hluthöfum var kynnt á ársfundum. Umrædd- ur kaupandi var kanadíska fyrir- tækið CanWest Global Comm- unications Corp. í Íslendinga- borginni Winnipeg í Kanada. Munu þeir Black og Radler hafa fengið 7,2 milljónir dollara hvor árin 2000 og 2001. Bresk blöð segja að yfir- leitt séu slíkar greiðslur látnar renna til fyrirtækisins og njóta þá allir hluthafar þess óbeint þar sem fjárhagsstaða fyrirtækisins styrk- ist. Hollinger skýrði fyrir helgina bandaríska fjármálaeftirlitinu frá því að fyrirtækið gæti ekki skilað ársfjórðungslegri skýrlu sinni um afkomuna og væri ástæðan athuga- semdir sem hluthafar, aðrir en Black, hefðu gert við bókhald Holl- inger. Sjálfur fékk Black nýlega sérfræðinga til að fara yfir bók- haldið og hreinsa andrúmsloftið en niðurstöðurnar munu hafa staðfest grunsemdir um að eitthvað væri að. Sakaður um að „mjólka“ Hollinger í eigin þágu Black er Kanadamaður en flutt- ist til Bretlands fyrir nær tveim áratugum og er nú lávarður af Crossharbour með sæti í efri deild þingsins. Hann er þekktur fyrir að vera eindreginn hægrimaður og stuðningsmaður Ísraels. Eiginkona hans, Barbara Amiel , er þekktur dálkahöfundur á The Daily Tele- graph sem hefur lengi verið helsta fjölmiðavígi breskra íhaldsmanna og tortryggið í garð Evrópusam- bandsins. Þrátt fyrir nokkra kreppu á breskum dagblaðamark- aði gengur reksturinn vel, upplagið er tæp milljón á dag. Er það um 50% stærra upplag en helsta keppinautarins á sviði svonefndra gæðablaða, The Times, sem er í eigu annars og mun þekktari fjöl- miðlakóngs, Ruperts Murdochs. Gagnrýnendur Blacks segja að hann hafi á undanförnum árum beinlínis mjólkað Hollinger í eigin þágu en hann vísar þeim ásökunum harðlega á bug. Hann er þekktur fyrir íburðarmikinn lífsstíl, á rán- dýr hús í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Eiginkonan á geysistórt safn af handunnum skóm. Yfirmaður Hollinger-fjölmiðla- samsteypunnar segir af sér Conrad Black og samherjar sakaðir um að hafa hrifsað fé úr fyrirtækinu Conrad Black FJÓRTÁN ára gömul dönsk stúlka myrti eldri bróður sinn um helgina og er talið að með árásinni hafi hún viljað líkja eftir atriði í hryllingsmynd. Stúlkan setti á sig hrekkja- vökugrímu og stakk sofandi bróður sinn til bana á sunnu- dag. Hann var 18 ára. Stúlkan flúði á bíl föður síns en var handtekin eftir nokkurn eltingaleik. Vinir stúlkunnar segja að hún hafi haft mikinn áhuga á hryllingskvikmyndum, þar á meðal myndinni Hallo- ween, þar sem sýnd er árás af þessu tagi. Þessi harmleikur gerðist í Hundested, um 50 km frá Kaupmannahöfn. Að sögn danskra fjölmiðla heyrði faðir systkinanna hróp úr herbergi sonar síns. Hann kom þar að stúlkunni þar sem hún sat á bróður sínum og lagði til hans með eldhúshnífi. Faðirinn reyndi að taka hnífinn af stúlk- unni en hún veitti honum þá áverka á höfði og flúði. Flemming Poulsen, lög- reglustjóri, segir að stúlkan hafi viðurkennt að hafa farið inn í herbergi bróður síns og stungið hann. Stúlkan var lögð inn á geðdeild. Hún mun hafa átt við félagslega erfiðleika að etja og fékk sérkennslu í skól- anum. Myrti eldri bróð- ur sinn Kaupmannahöfn. AFP. Danmörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.