Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Byggingaframkvæmdir | Sjö til- boð bárust í byggingu tveggja fjög- urra íbúða húsa við Gránufélagsgötu og voru sex þeirra undir kostnaðar- áætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 73,8 milljónir króna. Lægsta tilboðið átti Tosco ehf. og var það 93% af kostnaðaráætlun. Farið var yfir til- boðin á síðasta fundi stjórnar Fast- eigna Akureyrarbæjar en afgreiðslu frestað. Fyrirlestur |Gunnar Smári Egils- son ritstjóri flytur fyrirlestur á Fé- lagsvísindatorgi í dag, miðvikudag- inn 26. nóvember, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14 og nefn- ist hann Hrörnun blaðamennsk- unnar? Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi mun Gunnar Smári velta því fyrir sér hvort sígild sjónarmið blaða- mennskunnar eigi undir högg að sækja. „Að undanförnu hefur mikið verið deilt um hugsanlega hættu af valda- miklum eigendum fjölmiðla og meintum áhrifum þeirra á frétta- flutning. Gunnar Smári fjallar m.a. um áhrif eigenda, hagsmunahópa, sérfræðinga og stjórnmálamanna á sjónarhorn blaða og fjölmiðla. Hann mun einnig ræða um vald fjölmiðla og valdaleysi og óttann við mann- eskjuna í fréttum og nafnleysi,“ seg- ir í frétt um fyrirlesturinn. Skylduleikjamót | Svonefnt skylduleikjamót Skákfélags Ak- ureyrar verður á fimmtudagskvöld. Teflt verður kóngsbragð. Mótið fer fram í Íþróttahöllinni og hefst kl. 20. Halldór Brynjar Halldórsson bar sigur úr býtum á Atskákmóti Ak- ureyrar, hlaut 7 1⁄2 vinning af 9 mögulegum. ELSTU börnin á leikskólanum Síðuseli brugðu sér bæjarleið í gær- morgun ásamt leikskólakennurum og skoðuðu jólakertagerð hjá starfsfólki Iðjulundar á Gler- áreyrum. Börnin voru hin ánægð- ustu með heimsóknina enda flest þeirra vafalítið farin að hugsa til jóla. Hópurinn fór gangandi báðar leiðir en á leiðinni heim varð einn drengur úr hópnum fyrir slysi. Drengurinn rann á svelli með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á ennið og var farið með hann í leigu- bíl á slysadeild FSA, þar sem gert var að sárum hans. Að öðru leyti gekk ferðin vel en börnin voru þó farin að þreytast undir lokin og ein- hver þeirra farin að tala um strætó eða leigubíla en þau luku þó ferða- laginu á tveimur jafnfljótum. Morgunblaðið/Kristján Á heimleið: Börnin á Síðuseli ásamt leikskólakennurunum Hildi Óladóttur og Ernu Rós Ingvarsdóttur. Börnin skoðuðu jólakertagerð LJÓST er að einhverjar tafir verða á því að framkvæmdir geti hafist við nýja viðbyggingu við Hlíð, dvalar- heimili aldraðra á Akureyri að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Ak- ureyrarbæjar. Samningar um viðbyggingu við Hlíð náðust loks síðasta vor eftir stranga baráttu heimamanna. Til að flýta þessari samningsgerð við rík- isvaldið buðust bæjaryfirvöld á Ak- ureyri til þess að greiða 30% af kostnaði við viðbygginguna í stað 15% eins og venjan er. Samkvæmt samningnum við ríkið á viðbyggingin að rúma 60 ný hjúkrunarrými auk stoðþjónustu. Skipuð var þriggja manna nefnd til þess að sjá um undirbúning verks- ins. Undirbúningur var unninn eftir nýlegum verklagsreglum um opin- berar framkvæmdir og var skýrslu skilað eins fljótt og auðið var eða í júní síðastliðnum. Skýrslan átti síðan að fara fyrir samstarfsnefnd um op- inberar framkvæmdir en fundur hennar um málið dróst úr hömlu þrátt fyrir mikinn eftirrekstur Ak- ureyringa segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Eftir fjögurra mánaða bið kom loks beiðni um ítarlegri upplýs- ingar sem fyrir lágu allan tímann og voru þær snarlega sendar suður yfir heiðar. Fyrirséð er að einhverjar tafir verða á framkvæmdum vegna þess seinagangs sem orðinn er. Vonir standa þó til að nú styttist óðum í út- boð á hönnun. Tafir á ný- byggingu við Hlíð AKUREYRI       átta ára og var áhersla lögð á að eng- inn toppur var ákveðinn á aldri að- spurðra. Alls svöruðu 62,2% úrtaks- ins. Aukin ánægja með leikskólana Eins og áður segir voru borgarbú- ar ánægðastir með ÍTR, en einkunn ÍTR hækkaði úr 3,9 í 4,2 á skalanum 1–5. Mikil og almenn ánægja er með starf ÍTR og nýttu um 80% borgar- búa sér sundlaugar borgarinnar á síðasta ári auk þess sem rúmur þriðjungur borgarbúa heimsótti yl- ströndina í Nauthólsvík á síðasta ári. Leikskólar Reykjavíkur fylgdu fast á eftir ÍTR í vinsældum en þar hefur ánægja snaraukist og ánægja með samskipti við starfsfólk batnað til muna. Segir Þórólfur Árnason borgarstjóri, að þar skili sér mark- viss starfsemi í ímyndarvinnu auk mikillar áherslu á að laða að hæfara starfsfólk. Netið í mikilli sókn Mestrar óánægju gætti með þjón- ustu Skipulags- og byggingasviðs, en þar var ánægjan einungis þrír af fimm. Borgarstjóri taldi að þetta mætti að vissu leyti rekja til þess að samskipti við Skipulags- og bygg- ingasvið eru gjarnan vegna erinda sem oft er neitað og ekki hægt að leysa með jákvæðum niðurstöðum fyrir íbúa. Mest var óánægjan með Skipulags- og byggingasvið í Graf- arvogi og sagði borgarstjóri mál svo- nefnds Landssímareits án efa spila þar inn í. Þegar spurt var hvernig best hentaði að nálgast upplýsingar um starfsemi borgarinnar kom í ljós að gríðarleg aukning var í áherslu á notkun Internetsins. Um 44,4% að- spurðra sögðust vilja fá upplýsingar á Netinu, en fyrir tveimur árum var þessi tala 24,6%. Reykjavíkurborg mun nýta þessar niðurstöður í sinni upplýsingamiðlun og verður því mest áhersla lögð á Netið í miðlun upplýsinga en jafnframt verða skoð- aðar aðrar leiðir sem borgarbúar leggja áherslu á, til dæmis hverf- ablöð. Athygli vakti að rúmlega níu af hverjum tíu íbúum undir 55 ára aldri hafa aðgang að Netinu. Nálgast óðfluga markmiðið Vilji til að auka sjálfstæði hverf- anna jókst einnig nokkuð, þó tæp 60% borgarbúa vilji enn halda sjálf- stæði hverfa óbreyttu vill nú rúmur þriðjungur auka sjálfstæði þeirra og hefur sú tala vaxið um rúm fjögur prósentustig síðan í síðustu könnun. Þórólfur Árnason sagði þessar kannanir gegna stóru hlutverki í því að bæta þjónustuna og gera Reykja- vík að betri borg. Þá sagði hann að mörg af þeim löndum sem Íslend- ingar miða sig við stundi svona kann- anir og sé algengt markmið um 80% ánægja. Taldi hann það þó frábæran árangur að hafa náð að auka ánægju borgarbúa með þjónustuna um tæp 20% á fjórum árum. Könnunin og úrdráttur úr henni eru aðgengileg á vef Reykjavíkur- borgar, www.reykjavik.is. TÆP sjötíu og þrjú prósent Reyk- víkinga eru ánægð með þjónustu Reykjavíkurborgar. Ánægðastir eru borgarbúar með þjónustu Íþrótta- og tómstundaráðs, en tæp níutíu prósent borgarbúa eru ánægð með þá ákvörðun borgaryfirvalda að setja upp þjónustumiðstöðvar í hverfum þar sem hægt er að nálgast ýmsa þjónustu borgarinnar. Þetta má lesa í nýrri skýrslu um könnun sem Gallup gerði fyrir Reykjavíkur- borg í september og október síðast- liðnum. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar til að gera úrbætur á þjónustu borgarinnar og samskipt- um við borgarbúa auk þess sem upp- lýsingar verða nýttar í stefnumótun hjá borginni. Þetta er í þriðja skiptið sem Reykjavíkurborg lætur kanna á samræmdan hátt skoðanir borgar- búa á þjónustunni. Mikilvægt er að hafa spurningarnar þær sömu og spyrja um sömu hlutina til að tryggja áreiðanleika. Fram kom að ánægja með þjónustu borgarinnar hefur aukist um tæp þrettán pró- sentustig frá síðustu sambærilegu könnun, sem gerð var árið 2001, og um tæp tuttugu prósent frá sam- bærilegri könnun sem gerð var 1999, en þá voru 53% borgarbúa ánægðir með þjónustu borgarinnar. Þeim sem telja þjónustu borgarinnar fremur eða mjög slæma fækkar einnig til muna. Úrtak könnunarinn- ar var 1.300 einstaklingar á aldrinum sextán ára og eldri. Elsti einstak- lingurinn sem svaraði var áttatíu og Aukin ánægja með þjónustu Reykjavíkur                           !  "##!  "##$! %$& $'& $ % & $#&  ($& " ( )    *   ) , ÞÁTTTAKENDUM í könnuninni var boðið að tjá sig um það sem vel gengur og það sem betur má fara og voru svörin á ýmsa lund. Helstu kostir Reykjavíkur:  Gott þjónustustig  Hrein borg, lítil mengun  Borgin er falleg  Hefur upp á margt að bjóða Helstu gallar Reykjavíkur:  Of mikil bílaumferð  Slæmt gatnakerfi  Slæmar almenningssamgöngur  Borgin of dreifð Hverju má breyta í borginni:  Bættar samgöngur  Betri almenningssamgöngur  færri einkabílar  Efling miðborgarinnar  Bætt umferðarmenning Óvenjulegar óskir borgarbúa:  Þróttur verði fastur í 1. deild  Tyggjóið af götunum  Að ríkið hætti með einokun á áfengi  Grennra fólk, hollara fæði, betri matsölustaði með hollari mat Kostir og gallar Morgunblaðið/Svavar Ánægður með niðurstöður: Þórólfur Árnason borgarstjóri kynnti nið- urstöður könnunar Gallup í þjónustumiðstöðinni Miðgarði í Grafarvogi og var að sjálfsögðu ánægður með árangur starfsfólks borgarinnar. Áhugaverðar og nytsamlegar niðurstöður í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg Leikskólarnir og ÍTR standa sig sérstaklega vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.