Morgunblaðið - 18.12.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.12.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Takið hinni postullegu kveðju. Bók á ensku um veiðar á Íslandi Uppgjör geng- ins Íslandsvinar Um mitt árið kom útbók í Bretlandisem heitir Fishing in Iceland – In the steps of Eiríkur the Red. Bókin er eftir Mike Savage sem lést nokkrum vikum áður en hún kom út. Fjölskylda og vinir sáu um lokahnykkinn, en þar í hópi er Sigurður Helgason, fyrrverandi for- stjóri Flugleiða, og stór- vinur Mike til fjölda ára. Sigurði „rann blóðið til skyldunnar“ að svara nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. – Hver var Mike Savage? „Mike var Englendingur og að ævistarfi var hann heildsali. Hann var einkum í hrísgrjónum og einn sá stærsti. Hann verslaði ekki í nein- um smáskömmtum, heldur í tug- þúsundum tonna og var með við- skipti um allan heim. Hann var afar snjall í viðskiptum.“ – Hvað dró Mike fyrst til Ís- lands … og hvenær? „Mike Savage kom hingað til lands í fyrsta skipti árið 1958 og var þá hér á vegum Peters Scotts, hins þekkta breska fuglafræðings sem setti Þjórsárverin á kortið. Mike fór með leiðangri Scotts til gæsamerkinga. Síðan fór hann einnig víða um landið og merkti ýmsar tegundir anda. Ísland snart hann í þessari ferð og hann var ákveðinn í að koma hingað aftur. Hann gerði það síðan árið 1964 og þá til að veiða. Frá 1964 má segja að hann hafi veitt hér á landi sleitulaust næstu áratugina og til dauðadags. Hann veiddi meira eða minna í yfir 35 laxveiðiám og stundaði einnig silungsveiðar, m.a. sjóbirtingsveiðar í Skaftafells- sýslum og urriðaveiði í Laxá í Suð- ur-Þingeyjarsýslu ofan virkjun- ar.“ – Hvernig eru kynni ykkar til- komin? „Helgi sonur minn var leiðsögu- maður erlendra laxveiðimanna á sínum yngri árum og þegar hann var 17 ára var hann við Haffjarð- ará. Þá var Mike þar að veiðum með fjölskyldu sinni, m.a. 17 ára syni sínum og varð strákunum okkar vel til vina. Það þróaðist yfir í að vinartengsl færðust yfir á fjöl- skyldurnar. Við veiddum svo sam- an til fjölda ára, bæði hér á landi og víðar, t.d. í sjóbirtingsám í Chile og Argentínu og laxveiðiám í Rússlandi. Síðustu átta árin sam- fleytt vorum við saman í Suður- Ameríku.“ – En hvernig fæddist bókin? „Þannig er að Mike var ákaflega nákvæmur maður. Hann færði dagbækur úr veiðiferðum sínum alla tíð og hann skráði jafnframt nákvæmlega alla veiði, bæði eigin fiska og annarra í hópnum. Hann skráði meira að segja sérstaklega fiska sem tóku en sluppu! Fyrir 2–3 árum vorum við saman í Arg- entínu og þá sagði ég við hann að það væri svo langt síð- an skrifuð hefði verið bók um veiðiskap á Ís- landi að hann ætti að skella sér í verkið, því fáir væru betur í stakk búnir í ljósi reynslu hans og gagna sem voru til taks. Honum leist afar vel á hugmyndina og hellti sér í verkið. Því miður entist honum þó ekki ævin, því hann lést úr hvít- blæði nokkrum vikum áður en bókin var fullbúin fyrr á þessu ári.“ – Hvað er í bókinni? Það eru persónulegar lýsingar hans á landi og þjóð og öllum þeim ám sem hann veiddi í. Hver frá- sögn er full af hinni óviðjafnanlegu bresku kímnigáfu og mögnuðum veiðisögum sem gefa sterklega til kynna hvað margt hefur breyst í veiðiskap á Íslandi á þó ekki svo löngum tíma. Ég var honum nokk- uð innan handar, bætti við lýsing- um á ám sem hann þekkti minna til, þannig að í bókinni er að finna lýsingar á svo að segja öllum ís- lenskum laxveiðiám. Bókin er líka ríkulega myndskreytt og öll í lit. Hún er afar eiguleg.“ – Og hann gaf bókina út sjálfur eða hvað? „Já, hann fékk ekki útgefanda en lét það ekki stöðva sig. Hann sló 30 þúsund punda lán út á húsið sitt til að ljúka verkinu. Það þarf að borga af því og því rann mér blóðið til skyldunnar að reyna að kynna bókina hér á landi. Vinir hans um allt eru einmitt að vinna í því. Bókin hefur fengið mjög lof- samlega dóma bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ég hef sjálfur séð þá dóma. Hún hefur selst vel í Bretlandi, en salan er rétt að hefj- ast í Bandaríkjunum og lofar góðu.“ – Hvernig nálgast menn þessa bók? „Ég gat nú samið við hann frænda minn Gunnar Dungal hjá Pennanum að hafa hana til sölu í verslunum hans. Þessi bók átti aldrei að verða gróðafyrirtæki fyr- ir Mike. Að kostnaði greiddum var það ætlun hans að tekjur rynnu í Verndarsjóð villtra laxa, sjóðinn hans Orra Vigfússonar. Sú fyrir- ætlan stendur sem fyrr. Bókin fæst ennfremur hjá Íslenskum markaði í Leifsstöð.“ – Hver var eftir- lætisstaður Mikes á Ís- landi? „Það gæti hafa verið Laxá í Dölum, en þar veiddi hann í áraraðir og átti margar af sínum bestu stundum. Hann hætti þar þó um síðir, áin stighækkaði í verði og veiði dalaði, væntanlega vegna ótæpilegrar maðakveiði seint á veiðitíma ár eftir ár. Hann fann þá nýja staði, t.d. voru bæði Selá og Hofsá honum mjög kærar.“ Sigurður Helgason  Sigurður Helgason er fæddur í Reykjavík 20. júlí 1921. Nám í „Buisiness administration“ frá Colombia-háskóla 1944–46. Framkvæmdastjóri Orku hf. og Steypustöðvarinnar 1948–61, framkvæmdastjóri Loftleiða hf. í NY 1961–74, forstjóri og síðan stjórnarformaður Flugleiða 1974–1991. Hefur og setið í fjölda nefnda og ráða, m.a. í stjórn Cargolux. Eiginkona, Unnur Hafdís Einarsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn. Mike var ákaf- lega nákvæm- ur maður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.