Morgunblaðið - 18.12.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.12.2003, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 17 Jólaskeið Ernu kr. 6.500 Alltaf til Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega íslenska silfrið Landsins mesta úrval Síðan 1924 Glæsileg gjöf! Þýsk stáláhöld frá Borgartúni 28, símar 520 7901 og 520 7900 TVEIR menn voru dæmdir til dauða í Kína í gær en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt mikið kynlífssvall þar sem hundruð japanskra ferða- manna og kínverskar vændis- konur komu við sögu. Tólf aðrir voru dæmdir í allt að 15 ára fangelsi og kínversk stjórnvöld hafa beðið Alþjóðalögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á þremur Japönum. Kynlífssvallið, sem fram fór á hóteli í Zhuhai í Suður-Kína, stóð í þrjá daga og endurvakti andúð á Japönum meðal Kín- verja, ekki síst vegna þess, að það átti sér stað á sama tíma og Kínverjar minntust innrásar Japana í Kína 18. september 1931. Ekki er víst, að það sé einskær tilviljun, að dómarnir eru kveðnir upp á þeim tíma, sem Japanir halda upp á af- mæli Akihitos keisara. Madonna styður Clark SÖNGKONAN og barnabóka- höfundurinn Madonna hefur lýst yfir stuðningi við Wesley Clark, fyrr- verandi hershöfð- ingja og einn fram- bjóðenda í forkosn- ingabaráttu demókrata. „Ég treysti hon- um í utanríkismálum, hann á gott með að umgangast fólk og ég tel hann vera góðan og sam- viskusaman mann. Svo hefur hann líka áhuga á andlegum málefnum og allt þetta skiptir mig máli,“ sagði Madonna, sem hitti Clark að máli fyrir skömmu. Þess má geta, að kvikmyndaframleiðandinn Michael Moore, sem gerði „Bowling for Columbine“, er einnig stuðningsmaður Clarks. Enginn ánægður GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í fyrrakvöld, að ríkisstjórn sín kynni að fallast á staðfesta sambúð samkynhneigðs fólks en hún hefur verið andvíg henni hingað til. Talsmenn samkyn- hneigðra voru þó ekkert yfir sig ánægðir með yfirlýsinguna og sögðu, að væri Bush með þessu að reyna að krækja sér í nokk- ur atkvæði, þá myndi það hafa öfug áhrif. Þá hafa líka margir íhaldsmenn lýst furðu sinni á ummælum Bush og segja þau valda sér miklum áhyggjum. STUTT Þungir dómar fyr- ir kynsvall Madonna HORFUR eru á, að fjöldinn allur af fyrirtækjum og einstaklingum geti lent í vandræðum vegna þeirr- ar ákvörðunar Microsofts að hætta að selja ýmsa gamla framleiðslu. Á það meðal annars við um stýrikerf- in Windows 98, Windows NT 4 og póstforritið Outlook 2000. Þessi ákvörðun var tekin vegna samninga við keppinautinn Sun Microsystems, en samkvæmt hon- um voru sumir hlutir Windows- stýrikerfanna ólöglegir. Studdust þeir við Java-túlk, sem Sun Micro- systems hefur einkaleyfi á. Sagði meðal annars frá þessu á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Í könnun, sem bandaríska fyr- irtækið AssetMetrix gerði, kom í ljós, að um 80% fyrirtækja í Bandaríkjunum nota enn að hluta Windows 98 og 95 eða 39% allra vélanna. Ákvörðunin þýðir, að Microsoft mun hætta að framleiða reglulegar öryggisviðbætur fyrir Windows 98 og getur það valdið þeim vandræð- um, sem nota það kerfi mikið. Windows 95 er hins vegar opinber- lega úrelt og rann formlega út 31. desember 2002. Snertir Ísland lítið Fyrrnefnd könnun á ekki við ástandið hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Iðntæknistofnun. Hér eru nýju kerfin almennt komin til sögunnar og notkun á Windows 98 mjög lítil. Windows 98-stýrikerfinu kastað fyrir róða AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.