Morgunblaðið - 18.12.2003, Page 23

Morgunblaðið - 18.12.2003, Page 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 23 Glæsileg gjöf! Súkkulaði-, krydd- og piparkvarnir frá WILLIAM BOUNDS Borgartúni 28, símar 520 7901 og 520 7900 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Glæsilegt einbýli á einum besta stað í Reykjavík Glæsilegt einbýli á einum allra besta stað í Reykjavík. Húsið er 255 fm með innbyggðum bílskúr og skiptist í forstofu, hol með mikilli lofthæð, samliggjandi stofur auk arinstofu, eldhús, búr, þvottaherbergi með bakútgangi á lóð, gesta w.c., fimm svefnherbergi, fata- og baðherbergi innaf hjónaherbergi og baðherbergi á svefngangi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. 24 fm skjólgóðar suðursvalir. Falleg ræktuð lóð. Handhöggnir grágrýtissteinar í innkeyrslu og stígum. Verð 49–51 millj. EINSTÖK EIGN. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2 hækkun á húsaleigu í leigu- íbúðum Akureyrarbæjar. Breytingin tekur gildi 1. febrúar næstkomandi og verður á þann veg að leiguverð ákvarðast sem hundraðshluti af fasteignamati íbúar. Þannig munu tveggja herbergja íbúðir verða leigðar á 28 til 35 þús- und krónur og fimm herbergja íbúðir á 45 til 61 þúsund á mánuði svo dæmi sé tekið. Valgerður H. Bjarnadóttir bæj- arfulltrúi Vinstri grænna greiddi atkvæði á móti hækkuninni. „Í einstaka tilviki er um að ræða allt upp undir 50% hækkun og er það óforsvaranlegt með jafn litlum fyrirvara. Þótt laga þurfi reglur Akureyrarbæjar að reglugerð, er nauðsynlegt og sjálfsagt að gera það með mildari hætti. Húsaleiga hækkar ALLS bárust 28 umsóknir um starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Akureyr- arbæjar en um er að ræða eina af æðstu stöðum innan bæjarkerfisins. Stjórnsýslusvið tók til starfa 1. júní sl. og leysir af hólmi fjármálasvið og þjónustusvið sem þá voru lögð niður. Fram til þessa hefur bæjarstjóri gegnt starfi sviðsstjóra stjórnsýslu- sviðs. Á meðal umsækjenda um starf- ið eru fyrrverandi sviðsstjórar þjón- ustusviðs og fjármálasviðs, Sigríður Stefánsdóttir og Dan Jens Brynjars- son. Flestar umsóknirnar koma þó úr Reykjavík, eða helmingur. Umsækj- endur um stöðuna eru: Anna Lilja Sigurðardóttir, Hörgárbyggð, Arn- björn Kúld, Akranesi, Arnar Freyr Reynisson og Áslaug Eir Hólmgeirs- dóttir, Reykjavík, Dan Jens Brynj- arsson og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, Akureyri, Geir Arngrímsson, Kópa- vogi, Gísli Baldvinsson, Akureyri, Guðmundur Kr. Hallgrímsson, Reykjavík, Guðrún Pálína Jóhanns- dóttir, Dalvík, Halla Sigrún Sigurð- ardóttir, Sauðárkróki, Hilmar Þórð- arson, Hjálmar Kjartansson og Ingi Björn Sigurðsson, Reykjavík, Ingólf- ur Örn Helgason, Akureyri, Jóhann Einarsson, Jóhannes Hermannsson, Kjartan Emil Sigurðsson, Kristín Björg Pétursdóttir, Ólafur Kjartans- son og Ólafur Þór Vilhjálmsson, Reykjavík, Sigríður Stefánsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson, Akureyri, Sólrún Kristjánsdóttir, Reykjavík, Stefán Stefánsson, Danmörku, Steinn Kárason, Reykjavík, Sverrir Har- aldsson, Vestmannaeyjum, og Þórður Heimir Sveinsson, Akureyri. Sviðsstjóri er yfirmaður stjórn- sýslusviðs og vinnur m.a. með fram- kvæmdastjórn Akureyrarbæjar að því að aðlaga starfsemi bæjarins að sí- breytilegum aðstæðum og virkja frumkvæði og sjálfstæði millistjórn- enda. Stjórnsýsla Akureyrarbæjar skiptist í stjórnsýslusvið, tækni- og umhverfissvið og félagssvið. Megin- hlutverkt stjórnsýslusviðs er að veita öðrum deildum og stofnunum og kjörnum fulltrúum stoðþjónustu. Á stjórnsýslusviði er fjármálaþjónusta, hagþjónusta, markaðs- og kynningar- mál, starfsmannaþjónusta og skrif- stofa sviðsins, auk þess sem á sviðinu starfar jafnréttisráðgjafi bæjarins. Helmingur umsókna úr Reykjavík Aflaverðmæti | Skipverjar á Vil- helm Þorsteinssyni EA, fjölveiðiskipi Samherja, gerðu sér glaðan dag í vik- unni og fengu sér tertu, því eftir lönd- un á sunnudag náðist takmarkið um að ná einum milljarði í aflaverðmæti á árinu. Þetta kemur fram á heimsíðu skipverja. Vilhelm Þorsteinsson EA hefur stundað veiðar á síld, loðnu, kolmunna og úthafskarfa á árinu en uppistaðan er þó síld og er aflinn unn- inn um borð til manneldis. Síldin veiddist alveg upp við yfirborðið og sömuleiðis neðar þar sem síldarnótin nær ekki niður á torfurnar. Veiðar í síldarnótina hafa ekki gengið sem skyldi en góður árangur hefur náðst í flottroll uppi við yfirborð og neðan þess dýpis sem næturnar ná ekki til síldarinnar. Síldin er mjög dreifð þeg- ar hún er uppi við yfirborð og mjög stygg. Þá er mikilvægt að hafa mikla yfirferð og ná að smala síldinni sam- an í trollið, segir á síðunni.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.