Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINSDÆMI Á ÍSLANDI Fyrirtækið Art.is tekur um ára- mót við rekstri Listasafnsins á Ak- ureyri til næstu þriggja ára. Eigandi Art.is er Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri, og situr hann því áfram við stjórnvöl þess. Þetta er í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki tekur að sér rekstur opinbers listasafns hér- lendis og segir bæjarstjórinn á Ak- ureyri um mjög spennandi tilraun að ræða. Líbýumönnum hrósað LEIÐTOGAR Bandaríkjanna og Bretlands hrósa Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga fyrir að samþykkja að eyða öllum gereyðingarvopnum landsins og búnaði til að framleiða slík vopn. Bandarískir og breskir sérfræðingar, sem fengið hafa að skoða tilraunastöðvar Líbýumanna, segja að þeir séu þegar komnir langt áleiðis með að framleiða kjarn- orkuvopn og eigi birgðir efnavopna. Aðhaldsaðgerðir hjá HÍ Skrásetningargjald verður ekki endurkræft og gripið verður til ým- issa aðhaldsagerða við skráningu nemenda við Háskóla Íslands á næsta ári. M.a. verða engar und- antekningar heimilaðar frá skrán- ingu. Einstökum deildum verður fal- ið að ákveða hvort stúdentar verða teknir inn í skólann um áramót. Þessar ákvarðanir eru hluti af sparnaðaraðgerðum sem gripið er til til að samræma fjárveitingar til HÍ á fjárlögum rekstrarútgjöldum skól- ans. Eimskipafélagshúsið til sölu Eimskipafélag Íslands hefur ákveðið að selja eða leigja hús sitt í Pósthússtræti í Reykjavík, en fyr- irhugað er að flytja alla meg- instarfsemi félagsins í Sundahöfn. Ásett verð hússins er 475 milljónir króna. Húsið er 3.850 fermetrar að stærð, fimm hæða, auk kjallara og rishæðar. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Kirkjustarf 66 Sigmund 8 Myndasögur 72 Hugsað upphátt 26 Bréf 72/73 Listir 40/47 Dagbók 74/75 Af listum 40 Krossgáta 76 Forystugrein 44 Auðlesið 77 Reykjavíkurbréf Leikhús 54 Skoðun 48/53 Fólk 78/85 Hugvekja 53 Bíó 82/85 Minningar 54/58 Sjónvarp 86 Þjónusta 64 Veður 87 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÁRÞÖRF Leikfélags Reykjavík- ur (LR) er óleyst í nýrri fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar að því er fram kom í máli forseta borg- arstjórnar við afgreiðslu fjárhags- áætlunar borgarinnar aðfaranótt föstudags. Hann útilokar ekki sam- starf við Sjálfstæðisflokk til að auka fjárveitingar til LR. „Þeir [LR] hafa verið bæði á þessu ári og því síðasta með 25 milljóna króna aukafjárveitingu, hvort árið um sig, fyrir utan samn- inginn sem gefur þeim á næsta ári 212 milljónir. Ég tel það einsýnt að það þurfi að koma til á næsta ári líka,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið. Þórólfur Árnason borgarstjóri ræddi um sparnað hjá Leikfélaginu, þegar hann mælti fyrir fjárhags- áætlun næsta árs á fimmtudags- kvöld, og sagði mikinn árangur hafa náðst og hrósaði hann stjórnendum LR fyrir það. Hann sagði ennfrem- ur að hann ætti nú í viðræðum um fjárhag Leikfélagsins við forsvars- menn þess. „Menn geta verið duglegir að skera niður, en fyrir rest kemur það niður á starfseminni, og það tel ég að hafi gerst í þessu tilviki,“ seg- ir Árni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, sagði í umræðum um fjár- hagsáætlunina að ljóst væri að meirihluti væri fyrir því í borg- arstjórninni að veita leikfélaginu aukinn fjárhagsstuðning. Sjálfstæð- ismenn myndu styðja að svo yrði gert enda hefðu forráðamenn Borg- arleikhússins sýnt fram á það með ágætum rökum að þeir þyrftu á að halda sambærilegum stuðningi á næsta ári eins og verið hefði á þessu. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið að R-listinn væri greinilega klofinn í þessu máli og sá klofningur hefði komið fram í um- ræðunum. „Þetta á reyndar við í mörgum öðrum málum án þess að það hafi enn komið upp á yfirborð- ið,“ sagði Vilhjálmur. „Varðandi þessa afstöðu til Leik- félagsins tel ég að þau [LR] eigi ágætan stuðning í borgarstjórn og ekki bara sjálfstæðismanna og okk- ar Vinstri-grænna,“ segir Árni. Hann segir að ef það sé vilji fyrir því í borgarstjórn að auka fjárveit- ingar til LR, hvort sem það er R- listinn eða einhvern veginn öðruvísi samsettur meirihluti, sé það vel. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur rædd í borgarstjórn Fjárþörf Leikfélags Reykjavíkur óleyst TÓMAS Ingi Olrich tekur við starfi sendi- herra í París um mán- aðamótin september– október á næsta ári. Hann lætur af embætti menntamálaráðherra um áramótin. Jafn- framt lætur hann þá af þingmennsku. Arn- björg Sveinsdóttir, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, tekur sæti hans á Alþingi. Tómas kveðst munu nota tímann frá ára- mótun til að búa sig undir nýjan starfsvettvang. Hann segir að því fylgi að sjálf- sögðu söknuður að láta af fyrrgreind- um störfum. „Ég hef haft mikla ánægju bæði af starfi mínu sem þingmaður í rúmlega 12 ár og af starfi mínu í ráðuneyt- inu.“ Kveðst hann munu sakna hvors tveggja. „Mér finnst hins veg- ar spennandi að fara til sendiráðsins í París.“ Hann segist hafa gömul og sterk tengsl við Frakkland en hann stundaði m.a. nám í frönsku og frönskum bókmenntum, ensku og atvinnulandafræði við Montpellier-háskólann í Frakklandi. „Það er alltaf gott og hollt að skipta um starfsvettvang. Ég hef gert það oft áður og alltaf haft ánægju og gagn af því.“ Tómas Ingi Olrich Tómas Ingi Olrich Tekur við sendiherra- embættinu næsta haust SÍÐASTI sendingardagur fyrir jólapakka og jólakort innan- lands er í dag eigi jólapósturinn að ná örugglega til viðtakanda fyrir jól, samkvæmt upplýsing- um frá Íslandspósti, sem held- ur engu að síður áfram að taka á móti jólapósti. Tekið er á móti jólasending- um á öllum pósthúsum og öðr- um afgreiðslustöðum Póstsins. Í dag verða öll pósthús opin og landpóstar verða með auka- ferð. Pósturinn er með af- greiðslu í öllum Nóatúnsversl- unum á höfuðborgarsvæðinu og í Nettó í Mjódd. Sérstök jóla- pósthús eru einnig í Kringl- unni, Smáralind, Mjóddinni, Firði í Hafnarfirði og Glerár- torgi á Akureyri í desember. Allar nánari upplýsingar um afgreiðslutíma og fleira er að finna á heimasíðu Póstsins á postur.is. Síðasti öruggi skila- dagur jóla- sendinga LÖGREGLAN á Akranesi og hundaeftirlitsmaður tóku hund af doberman-kyni í sína vörslu í gær vegna ótta sem hann vakti hjá bæjarbúum. Hann var laus fyrir utan versl- un í bænum og ógnaði fólki svo kalla varð á hjálp. Hund- urinn er stór og hafði í frammi ógnandi tilburði án þess þó að bíta neinn. Lögreglunni og hundaeftirlitsmanni tókst að lokum að lokka hundinn inn í bíl með pylsubita og hófst síð- an leit að eiganda hans. Freistuðu dober- man-hunds með pylsu MARGIR eru á ferðinni þessa dag- ana við innkaup þegar aðeins þrír dagar eru til jóla. Fjöldi fólks er á verslunargötum og í versl- unarmiðstöðvum enda eru dagarnir fyrir jólin mestu verslunardagar ársins. Jólastressið nær þó ekki, frekar en aðrar daglegar athafnir mannfólksins, að hagga gínunum sem fylgjast með mannlífinu með óbifanlegri ró úr örygginu í versl- unarglugganum við Laugaveg. Morgunblaðið/Kristinn Óbifanleg ró í jólastressinuUNGA konan sem varð fyrir bifreiðá Kringlumýrarbraut síðdegis á föstudag liggur enn alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn læknis er hin slas- aða tengd við öndunarvél og er líðan hennar óbreytt frá innlögn. Enn á gjör- gæsludeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.