Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ ú veist að áberandi myndarlegasti lög- reglumaðurinn er númer 0222, segir gamall félagi að norð- an. Innst á ganginum, handan við skýrslugerðarherbergið, er kaffi- stofa lögreglunnar. Þar sötrar blaðamaður kaffi með lög- reglumönnum á miðnætti á föstu- degi. Einn gerðist lögreglumaður til að losna af sjónum. Annar held- ur því fram að hann myndi missa geðheilsuna í venjulegu skrifstofu- starfi. Á næstu hæð fyrir ofan eru fangaklefarnir. Það sitja tveir inni. Aðrir klefar opnir. Dæmigerður klefi með steinbekk, dýnu og litlum rimlaglugga á járnhurðinni. Vatnsbrynning í klefunum – „eins og í beitarhúsunum“. Enginn lúx- us. – Nei, nei, það er miklu betra á ganginum fyrir utan, segir lög- reglumaðurinn. Enda koma marg- ir bara einu sinni. Stundum er þó bankað upp á, einkum ef kalt er úti. Margir hafa haldið hér til í marga áratugi, segir lög- reglumaður og brosir hlýlega. „Höfðingjarnir“ fá kaffi og jafnvel samlokur, þannig að ég held að menn geti ekki kvartað yfir þjón- ustunni þegar þeir eru komnir inn fyrir. Yljar blaðamanni um hjartaræt- ur að heyra þetta. Svona er and- inn. Síðar um nóttina verður blaða- maður vitni að því þegar lögreglumaður heilsar síbrota- manni, klappar kumpánlega á öxl- ina á honum, ljóst að myndast hef- ur kunningsskapur og viss væntumþykja – á undarlegan hátt. Um leið og blaðamaður er sestur í stöðvarbílinn heyrist í talstöðinni að maður hafi ógnað tveimur með stórum hnífi. Skyndilega er byrjað fyrirsát á Kringlumýrarbraut og síðan hefst eftirför tveggja lög- reglubíla, þar á meðal stöðvarbíls- ins; talið er að sá grunaði geti verið undir stýri á fólksbílnum – vopn- aður. Beðið er eftir sérsveit- arbílnum áður en gripið er til að- gerða. Skyndilega birtist sérsveitarbíll- inn eins og risaeðla í bakspeglinum og hlutirnir gerast hratt, hann sveigir fyrir fólksbílinn. Í einu vet- fangi er hurðinni svipt upp á fólks- bílnum og ökumaðurinn og þrír farþegar liggja á grúfu á grasbletti við veginn. Sá grunaði reynist ekki í bílnum. Þetta eru ungir menn. Einn handtekinn fyrir að vera með hass í fórum sínum. Öðrum sleppt. Næsta stopp miðbærinn. – Ertu til í að halda þessum mönnum frá okkur, segir skelfdur dyravörður og bendir á fámennan hóp. Þeir eltu nokkra stráka, ógn- uðu þeim og lömdu þá. Ég hleypti strákunum inn til að hlífa þeim. Ástandið versnar eftir því sem lengra líður á nóttina. Slagsmál æ meira áberandi. Enda flest „eðli- legt“ fólk farið heim. Í ofanálag fækkar lögreglumönnum eftir því sem líður fram á morguninn vegna vaktafyrirkomulags. – Ég myndi forðast miðbæinn eftir fimm á nóttunni, segir sessu- nautur blaðamanns í stöðv- arbílnum. Þá hefur lögreglan oft ekki undan. Jafnvel okkur stendur ekki á sama; við förum ekki út í hvað sem er. Tveir lögreglumenn úr bílnum banka upp á í kjallara þar sem kvartað hefur verið undan hávaða. Húsráðanda finnst manndómur felast í því að byrja strax að rífast. Handarbrotnum manni haldið frá lögreglunni, því hann vill endilega rífast líka. Lögreglan lætur ekki hafa sig út í vandræði og hverfur aftur að lögreglubílnum. Húsráð- andi kallar á eftir: – Nú ef þið viljið endilega að ég lækki, þá lækka ég! Þið þurfið bara að biðja mig um það! Blaðamanni blöskrar fram- koman við lögregluna – vinnandi menn, þessa nótt í Reykjavík. Þetta eru menn að sinna skyldum sínum. Í okkar þágu. En alltof oft finnur almenningur þörf hjá sér til þess að „láta þá heyra það“. – Við erum svolítið svekktir yfir neikvæðri umræðu upp á síðkastið, segir yfirmaður stöðvarbílsins og skírskotar til nýfallins dóms yfir tveimur lögreglumönnum. Eftir dóminn höfum við fundið að sam- skipti við fólk eru mun erfiðari. Því minna sem býr undir, þeim mun meiri er æsingurinn. Það er meiriháttar mál að lækka tónlist- ina. Skömmu síðar leggur lög- reglan hald á spýtu og skóflu hjá hópi ungmenna, sem ætlar að slást – og þá eru allir pollrólegir. Einn alblóðugur í framan. Brosir kank- víslega til blaðamanns. Veltir því fyrir sér hvernig blaðamaður, sem situr í aftursæti lögreglubílsins, hafi unnið til þess að vera handtek- inn. Annar lallar sér að lögreglu- manni og spyr: – Má ég fá spýtuna mína aftur? Ástandið verður öllu kómískara þegar allir lögreglumennirnir hlaupa inn á skyndibitastað til að stöðva slagsmál, en blaðamaður situr einn eftir. Nokkrir bíræfnir strákar úr múgnum stíga fram, berja á rúðuna á lögreglubílnum og hrópa á blaðamann: – Hvað ertu að gera maður!? – Ertu gjörsamlega heilalaus!? Hlauptu! Undir lok vaktarinnar rennir lögreglubíllinn í bílskýlið við bráðavaktina með dreng, sem hef- ur áhyggjur af léttvægum bólgum í andliti. Hann hefur sætt bar- smíðum. Og er nokkuð ölvaður. Ökklinn lítur þó mun verr út. – Það gildir einu um ökklann; það má fela hann í sokknum, segir strákurinn borubrattur þegar hon- um er ýtt í hjólastól inn í eina læknastofuna. Læknirinn staldrar við og skýtur glottandi að lög- reglumönnunum: – Ekki þegar ég verð búinn að ljúka mér af. Morgunblaðið/Kristinn Má ég fá spýtuna mína aftur? Morgunblaðið/Kristinn SKISSA Pétur Blöndal fór á vakt með lögreglunni. KÆRA sem send var sýslumann- inum í Keflavík í vor finnst ekki í gögnum embættisins þrátt fyrir að starfsmaður þess hafi á sínum tíma kvittað fyrir móttöku hennar. Sýslufulltrúi við embættið útilokar ekki að mistök hafi átt sér stað en segir að kæranda hafi verið bent á að senda kæruna aftur en það hafi hann ekki gert. Mál þetta á sér talsvert langan aðdraganda, en það tengist skiptum á dánarbúi. Kærandi var ósáttur við afgreiðslu sýslumannsembættisins í Keflavík á málinu og krafðist þess m.a. að sýslumaður viki sæti vegna fyrri afskipta af málinu. Dómsmála- ráðuneytið tók ekki undir það sjón- armið. Málið var einnig borið undir ríkissaksóknara sem ekki taldi efni til saksóknar. 29. apríl var lögð fram ný kæra í málinu þar sem byggt var á nýjum gögnum og óskað eftir að sýslumað- urinn í Keflavík tæki efnislega af- stöðu til þeirra. Kæran var afhent með ábyrgðarpósti 2. maí og kvitt- aði starfsmaður embættisins fyrir móttöku hennar. 15. júlí sendi kærandi sýslumann- inum í Keflavík bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvað liði afgreiðslu embættisins á kærunni. Sex dögum síðar barst kæranda bréf frá sýslufulltrúanum í Keflavík þar sem kemur fram að engin gögn finnist um að kæran hafi borist embættinu. Jafnframt er óskað eftir að erindið verði sent að nýju. Kær- andi hafði í kjölfarið samband við dómsmálaráðuneytið sem taldi ekki ástæðu til íhlutunar í málið, en benti þó á að lögreglustjóra í Kefla- vík beri að taka afstöðu til þess hvort höfða beri refsimál á grund- velli kærunnar frá 29. apríl og þá ákvörðun beri að tilkynna sakborn- ingi og brotaþola. Hefur ekki sent gögnin aftur Jón Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík, sagðist aðspurður ekki geta tjáð sig um málið, en vísaði á Ásgeir Eiríksson sýslufulltrúa sem svaraði bréfi kæranda þegar hann spurði hvað liði afgreiðslu kærunn- ar. Ásgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessi kæra hafi ekki verið skráð í bækur sýslumanns- embættisins þótt það kunni að vera að kæran hafi verið móttekin. „Við áttum okkur ekki alveg á hvað verið er að tala um. Það má vera að þetta hafi eitthvað mislagst eða verið fært undir eitthvað annað, en það væri einfalt mál fyrir kæranda að tala við okkur aftur og senda okkur afrit af þessu bréfi. Það hefur hann ekki gert.“ Ásgeir sagði að ef kærandi sendi erindið aftur yrði það að sjálfsögðu tekið til efnislegrar umfjöllunar og afgreitt eins og öll önnur erindi sem kærandi hafi beint að embættinu vegna þessa máls. Kæra týndist hjá sýslumanni HEIMSFERÐIR hafa tryggt sér rúmlega 92% hlut í ferðaskrifstof- unni Terra Nova-Sól. Kosin var ný stjórn í fyrirtækinu í vikunni og eiga sæti í stjórninni Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eig- andi Heimsferða, sem er stjórn- arformaður, Anton Antonsson, sem verður framkvæmdastjóri innanlandsdeildar Terra Nova- Sólar og meðstjórnandi í fyr- irtækinu, og Tómas J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða. Talið að ná megi 50 milljóna kr. sparnaði á árinu 2004 Andri Már kveðst vera bjart- sýnn á rekstur ferðaskrifstof- unnar. „Það er búið að setja upp sambærileg innri kerfi og ferli í Terra Nova og við höfum unnið með hjá Heimsferðum. Það gerir að verkum að við getum framleitt ferðir fyrir markaðinn með færra starfsfólki og minni tilkostnaði en verið hefur til þessa. Það er þeg- ar búið að leggja fram drög sem tryggja um 50 milljóna króna sparnað hjá fyrirtækinu á næsta ári. Miðað við þær forsendur sem fyrir liggja og nýjar áherslur í sölu, sem verða kynntar í febr- úar, þá lítur árið vel út. Sala hjá innanlandsdeild eru þegar hafin og það liggja fyrir stærri samningar en var fyrir ár- ið 2003. „Það virðist vera mikil aukning til Íslands,“ segir hann. ,,Innanlandsdeildin hjá Terra Nova er ein öflugasta innanlands- deildin í móttöku erlendra ferða- manna á landinu. Þetta er því mjög spennandi verkefni og það hentar mjög vel í samnýtingu t.d. leiguflug, bæði sjálfstætt innan Terra Nova og með Heims- ferðum,“ segir Andri Már. Heimsferðir hafa tryggt sér 92% hlut í Terra Nova-Sól Útlit fyrir mikla fjölgun ferðamanna FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands- sambands eldri borgara hefur sam- þykkt ályktun þar sem vinnubrögðum Alþingis varðandi lífeyrisréttindi er mótmælt. Þeir benda á að grunnlíf- eyrir aldraðra hækki um 619 kr. á mánuði á sama tíma og verið sé að taka ákvörðun um hækkun lífeyris þingmanna. Á fundi framkvæmdastjórnar á fimmtudag var fjallað um boðaðar hækkanir á lífeyrisgreiðslum al- mannatrygginga sem eiga að koma til framkvæmda 1. janúar. Fram kom að ákvörðun Alþingi um að hækka grunnlífeyri um þrjú prósentustig, það er úr 20.630 krónum í 21.249 kr. á mánuði eða um 619 kr. á mánuði, sýndist hvorki vera í samræmi við al- menna launaþróun í landinu né þær breytingar á lífeyriskjörum annarra sem Alþingi hefði nýlega samþykkt. Þessu var harðlega mótmælt og eft- irfarandi ályktun samþykkt sam- hljóða: „Fundur framkvæmdastjórnar Landssambands eldri borgara, hald- inn 18. desember 2003, mótmælir og lýsir vanþóknun sinni á þeim vinnu- brögðum Alþingis, að samþykkja stóraukin lífeyrisréttindi til þing- manna, ráðherra og fleiri af æðstu ráðamönnum ríkisins, á sama tíma og stór hluti ellilífeyrisþega verður að láta sér nægja lífeyri, sem er um og undir lágmarks framfærsluþörfum“. Grunnlífeyrir hækk- ar um 619 krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.