Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt fram um aldamótin 1900 voru há-karlaveiðar stundaðar á vetrum,frá Búðum, Stapa og Hellnum.Róðrar þessir voru kallaðir há-karlalegur, því venjulegast var leg- ið úti um nætur yfir hákarlinum. Var tekin ein stjóralega hverju sinni. Ef hákarlinn var vel við var aðeins hirt úr honum lifrin en skrokkarnir seilaðir á streng. Það var kallað að „binda á tamp“. Og mátti ekki losa þessa seil við bátinn, þá tók hann (hákarlinn) frá. Loks er heim var haldið var ruðunum sökkt í djúpið aftur og var þetta kallað niðurskurður. Lagðist hákarlinn þá að ætinu og var venjulega lagt á þá slóð aftur, næst þegar gaf á sjó. Mun svo hafa verið í frá- sögn þeirri sem hér fer á eftir, þar sem róið var að morgni dags að þessu sinni. Það var í birtingu einn heiðan, frostsvalan morgun á útlíðandi góu árið 1886, að þrír bátar, einn frá Stapa og tveir frá Hellnum, héldu í há- karlalegu. Veður var kyrrt, dauður sjór og froststilla. Snjór var allmikill á jörðu, sam- anbarinn í skafla eftir harðviðri vetrarins. Sjáv- arströndin var öll klungruð yfir flæðarmál og móður (ísbunkar), nokkrar á víkum og vogum. Allbreið spöng af íshroða lá innst á Stapavík og vestur Hellnavík, milli Galtar og lands. Einkum framburður úr ánum Grafarósi, Sleggjubeinu, Grísafossá o.fl. Slíkt var algengt í stillum á þessu kuldaskeiði. Hafði jafnvel stöku sinnum tekið fyrir róðra á þeim harðindaárum af þess- um sökum. Nú sést ekki slíkur ís lengur. Nú skriðu bátarnir auðveldlega í gegnum spöngina, sem varð því mjórri er vestar dró í sundið. Allir kepptust við róðurinn til að komast sem fyrst til veiða, suðvestur af Hellnanesi. Bátarnir lögðust í svokallað Hóladjúp; Staparar austast, Ólafur og Helgi vestast, var drjúgur kippur á milli bátanna. Ekki fara sögur af afla- brögðum í þessum róðri en hann mun hafa verið lítill og misjafn, einsog síðar segir frá. Sá grái var aldrei fljótur til og síst á þessum tíma dags. Rökkur og náttmyrkur eiga betur við hann einsog alkunna er. Leið svo fram um hádegið. Bátarnir og áhafnir þeirra voru sem hér seg- ir. Frá Stapa: Hreggviður, áttæringur með 9 mönnum á. Formaður Árni Björnsson, bóndi í Stapabæ. Hásetar Vigfús Sigurðsson, Pét- ursbúð; Sigurður yngri, sonur hans, og annar sonur, Sigurður eldri, bóndi í Bergþórsbúð. Jón Sigurðsson, bóndi í Eiríksbúð, bróðir Sigurðar; Magnús Sigurðsson, vinnumaður, s.st.; Bjarni Guðmundsson bóndi í Brandsbúð; Þorvarður Þórðarson (faðir móður minnar), bóndi í Bjarn- arbúð. Allir frá Stapa, og auk þeirra Breiðvík- ingurinn Pétur Jónsson, bóndi á Faxastöðum. Frá Hellnum: Snarfari, áttæringur, formaður Ólafur Ólafsson, bóndi á Skjaldartröð, með 9 manna áhöfn. Hásetar: Kristmundur Ólafsson, kallaður Nasi, bóndi á Neðri-Keldu; Jósef Jóns- son, bóndi Garðsbúð; Guðni Guðmundsson, bóndi Melabúð (tengdasonur Ólafs, og flutti síð- ar til Manitoba í Kanada, með Guðrúnu konu sinni og fjölskyldu). Páll Kristjánsson, bóndi á Vætuökrum (bróðursonur Kristínar, konu Ólafs formanns); Brynjólfur Daníelsson, bóndi og hreppstjóri, Gröf í Breiðuvík og mágur Ólafs. Brandur Jóhannesson, í Brekkubæ, síðar bóndi í Bárðarbúð, tengdasonur Ólafs. Kristján Sig- urðsson, bóndi í Þrengslabúð; Skúli Sigurðsson (eða Jón bróðir hans), bóndi Stóra-Kambi. Þeir Kambsbræður og Magnús bóndi Jónsson í Syðri-Tungu voru svo að segja fastráðnir hjá Ólafi á vorvertíðum. Er hugsanlegt að geti skeikað til um 2–3 af þeim sem nefndir eru að hafi verið í róðrinum. Annar bátur frá Hellnum var Farsæll, sex- æringur, formaður Helgi Árnason bóndi í Gís- labæ. Hásetar: Jón í Gíslabæ, elsti sonur Helga; Pétur Pétursson Jónssonar, bónda á Malarrifi; Árni Gíslason, lausamaður s.st.; Frímann Jóns- son sem bjó ásamt móður sinni að Öxnakeldu efri (Efri-Keldu); Andrés Andrésson, frá Blá- feldi í Staðarsveit og síðar ábúandi í Miðhúsum, Breiðuvík. Þá húsmaður í Gíslabæ, síðar tengdasonur Helga og bóndi á Efri-Keldu, sem hann gaf nafnið Lindarbrekka. Svo mun hafa verið einn maður að auki frá Bárðarbúð. Alls munu í áhöfnum bátanna þriggja hafa verið 24– 25 menn. „Svartir hrafnar“ Fyrstu veðrabrigðin sem sjómenn tóku eftir þennan dag var að kolsvartan skýjaflóka dró yf- ir Skarðsheiði og litlu síðar Grímsstaðamúla og Ljósufjöll. Nokkrir, þ. á m. Vigfús, höfðu áður séð „svarta hrafna“, þ.e. skýjaflóka, þarna í austrinu, sem stækkuðu ört, tættust svo í sund- ur og hurfu og aðrir komu og fóru með sama hætti. Þótti sjómönnum fyrirbæri þessi jafnan vita á vont. Allt í einu tóku skýhnoðrar þessir að stækka óðfluga og breiðast út, vestur yfir fjall- garðinn sem hríðarmökkur. En hvítalogn hélst, þrátt fyrir að sortinn í austri ykist og hyldi hin fjarlægari fjöll, hvert af öðru. Meinlaust él, sögðu sumir. En þessi hraði var ískyggilegur, vindur hlaut að fylgja fast eftir, sögðu aðrir. Nú tóku menn eftir, þó logn héldist, að komin var vaxandi bárukvika úr aust-suðaustri, þver- gangur kallaður. Ótvírætt merki um storm útaf Borgarfirði og Mýrum. Jú, þarna var komin hetta á Jökulinn með tætingsfari á norðaustan. Það var horft til fjalla, horft til hafs, skimað allt um kring. Hvað líður hinum bátunum? „Hann verður illa undir honum hann Helgi, að vera svona vestarlega ef hann er að rjúka upp með norðan,“ hafði Ólafur sagt. Það hnuss- aði í sumum hásetunum. Þeir héldu að væsti hvorki um Helga né aðra í sama veðri. Ólafur skeytti því engu en sagði: „Gefið honum auga ef veður spillist, því ég er farinn að tapa sjón, einsog þið vitið.“ Svo kom skipunin: „Jæja, drengir mínir, við skulum hafa uppi sóknirnar. Þeir sem ekki eru niðri, geta farið að draga upp stjórann.“ Þessu var hlýtt án tafar, sumir brostu þó í kampinn; Hann var víst farinn að verða sjódeigur, gamli maðurinn. Heiftarsnögg veðurbrigði Vart voru þeir Ólafsmenn komnir undir árar þegar tók að hvessa af norðaustri. Fylgdi brátt hríðarkóf, með sívaxandi veðurhæð, tók bráð- lega af alla landsýn þó rofaði til á milli éljanna. Einkum er leið á daginn, en veðurhæðin fór vaxandi fram yfir nónbil. Öllum heimildum ber saman um að sjómenn hafi brugðist skjótt við er veðurútlitið tók að spillast, jafnframt því sem enginn þessara manna mundi til svo heiftar- snöggra veðurbrigða hér um slóðir, sem þennan dag. Staparar voru best undir veðrinu, en töldu þó rétt að reyna að berja á árum til að grynna á sér undir segl og treysta að ná þannig Malarrifi. Nokkrar sagnir gengu um ráðagerðir þeirra og tilþrif. Skal drepið á þær lítillega. Þeir bræður, Vigfús og Jón, þóttu atkvæðamenn. Vigfús var sagður og bráðlyndur mjög, aðgætinn og veð- urglöggur og af sumum þar fyrir talinn sjódeig- ur. Árni formaður var áhuga- og dugn- aðarmaður, en bæði hann og Pétur á Faxastöðum þóttu hírnir á sjó. Árni auk þess deigur þegar vont var í sjóinn, enda orðinn all- roskinn maður. Því var fleygt að Vigfús hafi átt að segja strax um morguninn að þetta logn ent- ist ekki lengi. Sig hefði dreynt kvenmann sem vildi vera góð við hann. Þá væri ekki von á verra með veðrið. Um leið og útlit fór að spillast tók Vigfús að ókyrrast. Hann hlustaði, beinlínis þefaði út í rúmið. „Hann ætlar að renna upp með veður,“ sagði Vigfús loks. „Það verður samloði“ (hægð eða vindamót, máltæki Árna), gegndi Árni þegar. Vigfús svar- aði með því að þeir bræður ruku framí og tóku að draga stjórann handstinnan. Þá segir Pétur: „Hérna er ættarblóðið (hákarlinn). Hann er að koma við.“ Þá kallar Árni; „Hvað er þetta drengir, heyrið þið ekki? Hann er að koma við hjá honum Pétri.“ Hníf- ilyrði voru svör bræðranna, sem hömuðust eins- og óðir menn við að draga inn stjórann. Þá segir Árni: „Ég er svoleiðis aldeilis hissa hvernig þið látið. Það er rétt einsog lygni eitthvað við. Við verðum víst að hafa uppi, stjórinn er kominn á loft.“ Þeir gerðu svo allir, Pétur líka. Þeir bjuggust nú til heimferðar í skyndi. Veðrið hans Vigfúsar var skollið á um leið, eins- og hendi væri veifað. Þeir börðu árum góða stund, uns þeim virtist ganglaust orðið með öllu. Staparar hyggja nú að ferðum Ólafs, þar sem hann smámalar fram úr þeim í áttina til lands. Þótt báðir bátarnir væru vel mannaðir, var það sögn kunnugra að Snarfari Ólafs væri mun ár- léttari og gangbetri bátur í mótvindi en Hregg- viður Árna. Árni sat undir stýri og sem hann sér að sundur dregur með þeim Ólafi, hvetur hann menn sína að duga sem best. Nú þurfi að hafa hraðan á að ná landvari því sér lítist ekki á útlitið. Vigfús hló við kalt og spurði á móti hvort honum fyndist liggja á núna. Þeir Vigfús gáfu nú upp róðurinn. Vos og ágjöf jókst mjög, svo standa varð í stampaustri. Var sagt að Árna hafi nánast fallist hendur um sinn, þegar riðhnútur reið á bátinn flatan svo að hálffyllti. Árni missir kjarkinn Þessu á Pétur að hafa lýst svo síðar, þegar þeir hafi verið að seglbúa; „Gekk þá rið sem huldi Jökulhaus, þá kallar Árni, „Passaðu á þér hendurnar, Pétur!“ „Haltu á þér kjaftinum“, sagði ég.“ „Guð hjálpi okkur,“ sagði hann. Og þar með missti hann móðinn. Þá brá ég mér aft- urí, kippti uppaf stýrissveifinni og snoppungaði hann. Við það fékk hann kjarkinn aftur.“ Þeir Vigfús og Jón, ásamt Pétri, voru hörku- duglegir sjómenn á hverju sem gekk. Tókst þeim að koma upp mastrinu í veðurhamnum og haga seglum eftir því sem báturinn þoldi og best tók. Minnkaði nú ágjöf til muna og náðu Staparar heilu og höldnu á seglum undir Drangvog, örstutt austur af Malarrifslending- unni. Reru þeir inní voginn, tóku þar land og brýndu bátinn uppúr flæðarmáli. Hásjávað var og brimlaust inni í vognum. Var sagt að Árni hefði stýrt sjálfur og farist það vel að vanda. En orðbragð Vigfúsar, þegar þeir voru að seglbúa, hefði verið með óþvegnara móti þann daginn. Árni skeytti því engu, enda talinn mesti geð- prýðismaður. Skráð 1959. Bókarkafli Alþýðuskáldið, bóndinn og fræðimaðurinn Valdimar Kristófersson frá Skjaldartröð undir Jökli kom víða við í skrifum sínum. Hann skildi eftir sig jafnt minningabrot sem ljóð og skáldskap. Hér er gripið niður í frásögn af hákarlaveiðum í ofsaveðri. Norðanáhlaupið 1886 Sólstafir og svikaglennur – Bundið mál og óbundið, mannlíf og sagnir undir Jökli eftir Valdimar Kristófersson frá Skjaldartröð er gefin út af Kristófer Valdimarssyni. Sæbjörn Valdimarsson rit- stýrði. Bókin er 349 bls. að lengd og myndum prýdd. Valdimar bóndi við slátt á Glansaflötinni síðla á sjötta áratugnum. Ljósmynd/Sæbjörn Valdimarsson Hafnarframkvæmdir á Hellnum á öndverðum 7. áratug síðustu aldar. Fjórir ættliðir í stofunni í Skjaldartröð: Karólína Rut Valdimarsdóttir með Þórdísi Mjöll, dóttur sína. Valdimar á hægri hönd og Kristrún móðir hans til vinstri við mæðgurnar. Kristófer Valdimarsson og Valdimar Hallbjörnsson leggja að Hellnabryggju á Sædísinni um 1960. Ljósmynd/Valgerður Valdimarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.