Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 11 ’Dömur mínar og herrar, við náðum honum.‘Paul Bremer, yfirmaður bandaríska hernámsliðsins í Írak, er hann tilkynnti á fréttamannafundi í Bagdad á sunnudag að bandarískir hermenn hefðu handsamað Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. ’Veröldin er betri staður án þín, herraSaddam Hussein. Og mér finnst athygl- isvert að þegar staða þín tók að versna þá grófstu þér holu og þú skreiðst ofan í hana.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti á fréttamanna- fundi í Washingon, aðspurður hvort hann hefði ein- hver skilaboð til Saddams. ’Forsætisráðherra má einfaldlega ekkikomast upp með orðbragð og framkomu af þessu tagi.‘Jón Ólafsson , kaupsýslumaður, sem höfðað hefur meiðyrðamál á hendur Davíð Oddssyni forsætisráð- herra, meðal annars vegna ummæla hans á þá leið að sala Jóns á hlut sínum í Norðurljósum vekti grun- semdir um að hann væri að reyna að skjóta undan fjár- munum. ’Ég [...] viðhafði orð sem voru efnislega áþá lund að ég teldi að tilteknar gjörðir hefðu ákveðinn brag í mínum huga og ef að óheimilt er að halda slíku fram með þeim miklu rökum sem að baki því bjuggu, þá er lítið eftir af tjáningarfrels- inu í landinu.‘Davíð Oddsson um stefnu Jóns Ólafssonar. ’Íslamska blæjan – eða hvað sem við köll-um hana – kollhúfa gyðinga og kross sem er óhóflega stór eiga ekki að vera í rík- isskólunum. Ríkisskólarnir verða áfram veraldlegir. Til þess þarf að setja lög.‘Jacques Chirac , forseti Frakklands, lýsti stuðningi við umdeilda tillögu um að banna íslamskar höf- uðslæður og fleiri trúarleg tákn í ríkisskólum. ’Ráðgjafafyrirtæki og fjármálastofnanirkeppast um að falbjóða aðstoð við gjörn- inga sem þeim sem öðrum má vera ljóst að ekki eru til annars gjörðir en að kom- ast hjá eðlilegum skattgreiðslum.‘Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri sagði í for- ystugrein í blaði embættisins, Tíund, að tilvikum þar sem skattalög eru sniðgengin hafi fjölgað og að þau væru orðin úthugsaðri en áður. ’Ég hyggst ekki bíða eilíflega eftir því aðPalestínumenn grípi til sambærilegra ráðstafana [og Ísraelar] til lausnar vand- anum.‘Ariel Sharon , forsætisráðherra Ísraels, hótaði á fimmtudag að grípa til einhliða aðgerða gegn Palest- ínumönnum, stæðu þeir ekki við sinn hluta Vegvís- isins, áætlunar um frið í Mið-Austurlöndum. ’Ef öll olíufélögin eru tekin til skoðunarog öll sektuð, þannig að samkeppnisstaða þeirra innbyrðis hefur ekkert breyst, hver borgar þá sektina – olíufélögin? Það held ég ekki, það verða ég og þú. Það skiptir engu máli hve mikið þeir verða sektaðir, verðið hækkar bara sem nemur sektinni.‘Davíð Oddsson lét þá skoðun í ljós í nýju tölublaði Vís- bendingar að hann væri ekki viss um að Samkeppnis- stofnun virkaði sem skyldi. Ummæli vikunnar Reuters „[Turninn mun] með áhrifamiklum hætti end- urheimta þann hluta af landslagi New York- borgar sem tapaðist ellefta september,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, um Frelsisturninn svonefnda, sem til stendur að reisa á grunni World Trade Center. Líkan af Frelsisturninum var afhjúpað á föstudag. Frelsisturn A fskorið höfuð ungrar stúlku fannst í strigapoka í hafn- arborginni Puerto Cortes í Hondúras í október. Í pok- anum fannst einnig miði sem stílaður var á Ricardo Mad- uro, forseta Hondúras, en á miðanum var að finna skilaboð frá Mara 18, þarlendu glæpagengi, þar sem því er lýst yfir að morðið hafi verið framið „í minningu“ glæpaforingja sem lögreglan felldi nýverið. Fundur strigapokans áðurnefnda er til marks um að vaxandi vandi steðji að í Hond- úras. Aðstæður eru svipaðar í nágrannalönd- unum El Salvador og Gvatemala. Hér geisuðu áður blóðug borgarastríð en nú berast helst fréttir úr þessum heimshluta af baráttu yfir- valda gegn glæpagengjum sem sannarlega hafa látið finna fyrir sér. „Þessir glæpamenn eru bara drápsmask- ínur,“ segir Oscar Arturo Alvarez, öryggis- málaráðherra í Hondúras. „Lýðræðinu í landi okkar stendur ógn af þeim. Þegar fólk sér ná- granna sína myrta og dætrum þeirra nauðgað hættir það að trúa því að lýðræðið geti virkað sem skyldi.“ Borgarastyrjaldir geisuðu í ríkjum Mið- Ameríku á níunda áratug síðustu aldar. Eftir að beinum stríðsátökum lauk í löndum Mið- Ameríku hafa glæpagengi hins vegar séð um það hlutverk að halda almenningi í heljar- greipum. Sökum langvarandi stríða er auðvelt að komast yfir vopn, fátækt er síðan mikil og atvinnuleysið og því vill það oft verða þannig að ungmenni eiga fárra annarra kosta völ, en gerast liðsmenn í glæpagengjunum. Oft eru þau meira að segja neydd til þátttöku. 25.000 liðsmenn Á sínum tíma flúðu margir borgarastríðin og héldu til Bandaríkjanna. Flestir settust að í Los Angeles, þar spruttu upp glæpagengi flóttamanna frá Mið-Ameríku; Mara 18 og Mara Salvatrucha þeirra helst. Um þessar mundir framfylgja bandarísk stjórnvöld hins vegar ötullega lögum sem kveða á um að senda skuli þá flóttamenn úr landi sem komist hafa í kast við lögin. Þúsund- ir liðsmanna glæpagengjanna hafa því verið sendar aftur til upprunalandanna, sem aftur hefur valdið því að lögregla þar ræður ekki neitt við neitt og öll fangelsi eru yfirfull. Ekki þarf að taka fram að stefna banda- rískra stjórnvalda veldur lítilli hrifningu hjá ráðamönnum í Mið-Ameríku. Embættismenn segja að um 25 þúsund manns tilheyri nú glæpagengjum í Hondúras, El Salvador og Gvatemala. Gengin hafa einnig látið til sín taka í Nicaragua og Panama. Liðs- menn þeirra merkja sig gjarnan í bak og fyrir með tilheyrandi hörundsflúri en eiga þó oft eins ólíka fortíð og hugsast getur; einn liðs- manna Mara 18 í Hondúras er fyrrverandi fót- boltastjarna frá menntaskóla í Houston. Í Hondúras hafa liðsmenn gengjanna murk- að lífið úr a.m.k. fjórtán manns á undanförnum vikum. Níu manna fjölskylda var drepin í ágúst og í október voru móðir og amma ungs drengs drepnar eftir að drengurinn neitaði boði um inngöngu. Dæmin eru fjölmörg og ekki einskorðuð við Hondúras. Fjórar konur voru hálshöggnar fyrr á þessu ári í El Salva- dor, þ. á m. Zuleyma del Carmen Guevara, 22 ára gamall námsmaður, en höfuð hennar fannst afskorið í ferðatösku sem skilin hafði verið eftir á rútubílastöð. „Draumarnir sem við höfðum um framtíð barna okkar hafa verið eyðilagðir,“ segir Vict- or Manuel Guevara, faðir Zuleyma. Yfirvöld í Hondúras og El Salvador hafa ný- verið samþykkt lög sem heimila að hart sé tek- ið á glæpagengjunum. Svipuð löggjöf bíður af- greiðslu í Gvatemala. Felur hún m.a. í sér að aðild að glæpagengi geti haft í för með sér margra ára fangelsisvist. Í El Salvador er nú heimilt að dæma tólf ára og eldri sem full- orðna, þyki sannað að þeir hafi átt aðild að glæpagengi. Leiðtogi gengis á sjálfkrafa yfir höfði sér tólf ára fangelsisdóm. Þessi löggjöf hefur á hinn bóginn sætt gagn- rýni frá mannréttindasamtökum. „Hún leysir ekki þann vanda sem við er að etja,“ segir Luis Armando Gonzalez, kennari við Mið-Ameríku- háskólann í San Salvador. „Það eina sem menn gera með þessu er að fleygja þeim í fangelsi sem bera hörundsflúr eða ganga með rangt höfuðfat.“ „Við erum ekki skepnur“ Í samtali við blaðamann The Washington Post segir 28 ára gamall liðsmaður Mara 18 frá því er hann lenti nýverið í skotbardaga við lög- regluna. Hann á erfitt með hreyfingar, er greinilega sárþjáður. Með honum eru þrír yngri drengir, sá yngsti er sextán ára. Þeir bera lambhúshettur til að fela andlit sitt og síðerma skyrtur til að hylja hörundsflúrin. Yf- irvöld huga nú að herferð gegn samtökum þeirra og því hafa þeir samþykkt viðtal til að fá tækifæri til að útskýra sína hlið málanna. „Við viljum að réttindi okkar verði virt og að hætt verði að koma fram við okkur sem skepn- ur. Við erum ekki skepnur,“ segir leiðtogi hópsins. Hann segir lögregluna hundelta liðs- menn gengisins, stundum með aðstoð sjálf- skipaðra löggæslumanna, og skjóta þá á færi. „Þetta eru hálfgerðar mannaveiðar,“ segir hann. „Það er búið að dæma okkur til dauða án þess að nokkur viti af því.“ Pilturinn fullyrðir að liðsmenn Mara 18 drepi aðeins óvini sína, liðsmenn Mara Salvat- rucha. Hann kennir eiturlyfjagengjum um öll morðin, sem framin hafa verið á árinu. Lög- reglan kenni hins vegar strætisgengjunum um; markmið hennar sé að finna blóraböggul. „Viljum engar viðræður“ Veruleikinn virðist þó flóknari en þetta. Fulltrúar Mara 18 og Mara Salvatrucha byrj- uðu að funda leynilega með erindrekum stjórnvalda þegar umrædd löggjöf var sam- þykkt í ágúst. Í september héldu þeir sögu- legan fréttamannafund þar sem þeir fóru fram á fund með forseta landsins og viðurkenndu að „mistök“ hefðu verið gerð. Maduro forseti sagðist þá reiðubúinn til að eiga fund með leið- togum gengjanna en að hann myndi ekki veita sakaruppgjöf vegna ofbeldisglæpa. Fimm dögum seinna fannst strigapokinn í Puerto Cortes er geymdi hið afskorna stúlku- höfuð. Í síðasta mánuði gengu fimm menn svo berserksgang á skemmtistað, skutu af sjálf- virkum byssum og myrtu tvær konur. Á eftir krotuðu þeir „Maduro, við viljum engar við- ræður“ á vegginn. Lík einnar stúlku til við- bótar fannst í plastpoka og hafði líkið verið skorið í átta búta. Með fylgdi miði til Maduros. Alvarez öryggismálaráðherra fullyrðir þrátt fyrir þessi hrottalegu morð að hert löggjöf sé farin að skila árangri. Glæpagengin hafi neyðst til að brydda upp á viðræðum við stjórnvöld og að ofbeldisglæpum hafi fækkað verulega frá því í ágúst. Búið sé að handtaka 220 menn sem gegndu leiðtogahlutverkum í gengjunum. Margir af verstu glæpamönnun- um hafi séð þann kost vænstan að flýja land. Ricardo Menesses, lögreglustjóri í El Salva- dor, segir svipað uppi á teningnum þar. Glæp- um hafi fækkað verulega frá því í sumar og að búið sé að handtaka 4.330 liðsmenn glæpa- gengjanna. Séra Romulo Emiliani, kaþólskur biskup í San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras, segir umrædda löggjöf hins vegar aðeins til þess fallna að „taka á sótthitanum, ekki því sem veldur smitinu“. Hann segir að stjórnvöld ættu frekar að koma á laggirnar endurhæfing- armiðstöðvum fyrir skemmda unglinga sem nú fari beint í fangelsi. Auðvitað beri að fangelsa þá sem myrt hafa aðra manneskju en að að- stoða eigi þá, sem gerst hafa sekir um minni- háttar glæpi, við að aðlagast samfélaginu að nýju með því t.a.m. að koma þeim fyrir í starfs- þjálfun. „Við verðum að bjarga þeim, ekki út- rýma þeim,“ segir Emiliani. Séra Emiliani segir að gengin hafi sprottið upp sökum þeirra vandamála sem steðja að í samfélögum ríkjanna í Mið-Ameríku. „Geng- in,“ segir hann, „eru ekki orsök þjóðarharm- leiksins, þau eru afleiðing hans.“ Brostnir draumar Reuters Lögregla í San Salvador handtekur félaga í glæpagengi. Stjórnvöld í El Salvador samþykktu fyrir skömmu ný lög í baráttunni gegn glæpagengjum. Glæpagengi halda íbúum landanna í Mið-Ameríku í heljargreipum ’ Þegar fólk sér nágrannasína myrta og dætrum þeirra nauðgað hættir það að trúa því að lýðræðið geti virkað sem skyldi. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.