Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 77
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 77 SADDAM Hussein, fyrrum forseti Íraks, er á valdi Bandaríkjamanna. Hann var handtekinn á laugardag í síðustu viku. Sagt er að hann sé í fangelsi nærri Bagdad, höfuðborg Íraks. Bandaríkjamenn vilja ekki skýra frá því hvar Saddam er geymdur. Sagt hefur verið að hann hafi jafnvel verið fluttur úr landi. Fjórir Írakar fengu að hitta Saddam um síðustu helgi. Hann var þá í fangelsi skammt frá flugvellinum í Bagdad. Bandarískir hermenn handtóku Saddam á laugardag í fyrir viku. Hann var þá í felum á bóndabæ. Bóndabærinn er skammt frá Tikrit en þar fæddist Saddam árið 1937. Saddam var í felum í holu þegar hann fannst. Holan hafði verið grafin við bóndabæinn. Hann gafst upp án þess að byssuskoti væri hleypt af. Saddam hafði verið átta mánuði á flótta. Saddam verður dreginn fyrir rétt. Ekki er vitað hvenær réttarhöldin hefjast. Ekki hefur heldur verið ákveðið hverjir dæma hann. Líklegast er þó að það geri Írakar. Saddam Hussein lét taka af lífi hundruð þúsunda manna í Írak. Hann kom á ógnarstjórn í Írak og réðst á nágrannaríki sín. Hugsanlegt er að hann verði dæmdur til dauða. Búist er við því að margir mánuðir líði áður en réttarhöldin hefjast. Þau geta líka staðið yfir í mörg ár. Saddam í haldi í Bagdad? Reuters Saddam Hussein í læknis- skoðun eftir að hann var handtekinn. Eitt smyglmál á dag TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári náð 57 mönnum sem hafa verið að smygla fíkniefnum til landsins. Af þeim hefur hún tekið næstum 20 kíló af fíkniefnum. Tollgæslan hefur aldrei náð jafn mörgum smyglurum á einu ári. Mjög mörg smyglmál hafa verið í desember, næstum eitt á dag að meðaltali. Tollgæslan notar leitarhunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að finna fíkniefni. Smyglarar reyna með ýmsum ráðum að leika á hundana. Tollgæslan segir að það sé leyndarmál hvaða brögðum sé reynt að beita til að leika á hundana og tollgæsluna. „Við reynum að standa okkur og sjá við smyglurunum,“ segir Kári Gunnlaugsson sem vinnur hjá Tollgæslunni. MARLON Shirly frá Bandaríkjunum er með gervifót. Hann vann í vikunni í 60 metra hlaupi innanhúss í keppni við ófatlaða íslenska spretthlaupara. Hann segir þetta besta tímann sem hann hefur hlaupið á innanhúss. Marlon er heimsmeistari í 100 metra hlaupi fatlaðra. Hann er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem hleypur 100 metrana á innan við 11 sekúntum. Marlon var á Íslandi til að prófa nýjan gervifót sem hann hefur hannað í samvinnu við fyrirtækið Össur hf. Marlon varð munaðarlaus þriggja ára gamall. Þá fór móðir hans frá honum. Á munaðarleysingjahælinu varð hann fyrir því óhappi að sláttuvél ók yfir hægri fót hans svo að hann missti fótinn fyrir neðan hné. Morgunblaðið/Jim Smart Marlon Shirley sigraði ófatlaða íslenska spretthlaupara í 60 metra hlaupi innanhúss. Vill keppa við ófatlaða hlaupara FRANSKI landsliðsmaðurinn Zinédine Zidane var útnefndur knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóða-knattspyrnu-- sambandinu, FIFA. Kjörið var kynnt í veislu í Basel í Sviss. Landi hans Thierry Henry varð annar og Brasilíumaðurinn Ronaldo þriðji. 142 landsliðsþjálfarar sem greiddu atkvæði í kjörinu. Zidane, leikur með Real Madrid á Spáni, fékk 264 atkvæði – og var þetta í þriðja skipti sem hann er útnefndur besti knattspyrnumaður heims – áður var hann útnefndur 1998 og 2000. Zidane fékk samtals 35 atkvæði í efsta sætið, 27 atkvæði í annað sæti og 8 atkvæði í þriðja sæti. Alls eru fjórir leikmenn úr liði Real Madrid í hópi tíu efstu á þessum lista. „Það skiptir ekki máli hvað oft maður fær þessa viðurkenningu. Það verður alltaf heiður að taka á móti útnefningunni og þá sérstaklega þar sem það eru landsliðsþjálfarar sem sjá um valið. Það er mikill heiður fyrir mig að fá þessa útnefningu og ég er stoltur,“ sagði Zidane, sem er einn af lykilmönnum franska landsliðsins og Real Madrid. Zidane hóf knattspyrnuferil sinn hjá Cannes og hélt þaðan til Bordeaux. Hann gekk til liðs við Juventus á Ítalíu 1996 og varð Ítalíumeistari með liðinu tvisvar – tvö fyrstu ár sín í Tórínó. Hann varð heimsmeistari með Frökkum 1998 í Frakklandi og Evrópumeistari í Hollandi 2000. Zidane gekk til liðs við Real Madrid og tryggði liðinu Evrópumeistaratitlinn 2002 með glæsilegu marki í leik gegn Bayer Leverkusen í Glasgow. Landslið Brasilíu var útnefnt lið ársins og stuðningsmenn skoska liðsins Celtic fengu viðurkenningu fyrir háttvísi. Þeir urðu liði sínu og Skotlandi til mikils sóma í Sevilla á Spáni, þar sem Celtic mátti þola tap fyrir FC Porto frá Portúgal í úrslitaleik UEFA-bikarkeppninnar. Þýska stúlkan og heimsmeistarinn Birgit Prinz var kjörin besti leikmaður kvenna með 268 atkvæði, en næstar í kjörinu voru Mia Hamm, Bandaríkjunum, 133 atkvæði, og Hanna Ljungberg, Svíþjóð, með 84 atkvæði. Zidane besti knattspyrnu- maður heims Reuters Zinédine Zidane frá Frakk- landi var valinn sá besti í þriðja skiptið á ferlinum. SÖNGVARINN Michael Jackson hefur verið formlega ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni. Er ákæran í níu liðum og verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi. Á fréttamannafundi, sem Tom Sneddon saksóknari efndi til, voru ákæruatriðin ekki útskýrð að öðru leyti en því, að sjö þeirra væru um kynferðislegt ofbeldi og tvö um það, að Jackson hefði gefið barni áfengi með það í huga að misnota það. Jackson hefur kallað ákærurnar „lygi“ og hyggst berjast fyrir því með aðstoð færustu lögmanna að sanna sakleysi sitt. Foreldrar hans segja, að tilgangur saksóknaranna sé sá einn að niðurlægja son þeirra. Búist er við, að málið gegn Jackson eigi eftir að valda gífurlegu fjölmiðlafári í Bandaríkjunum og jafnvel víð- ar. Reuters Lögreglan í Santa Barbara handtók Michael Jackson fyrst 20. nóvember. Jackson ákærður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.