Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 50
SKOÐUN 50 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á HÁTÍÐARSTUNDUM og þegar mikið liggur við eru oft við- höfð stór orð og miklar framtíð- arfyrirætlanir kynntar. Má í því sambandi minna á að í kosningabar- áttunni sl. vor kepptust allir flokkar og frambjóðendur við að dásama þýðingu íslensks landbúnaðar fyrir þjóðarbúið og gefa fögur fyrirheit til eflingar hans. Efnd- irnar vilja því miður oft gleymast er frá líð- ur og grár hversdags- leikinn tekur við og ekki er hægt að segja að mikil málefnaleg reisn hafi verið í um- ræðum um landbún- aðarmál að kosningum loknum. Undanfarna mánuði hafa mál landbúnaðar- ins þó verið mikið í fjölmiðlum og í um- ræðum á Alþingi. Einkum hafa vandamál sauð- fjárræktarinnar verið til umræðu. Segja má að umræður þessar hafi einkum einkennst af tvennu: Í fyrsta lagi fjölmiðlaumræðu sem einkum gengur út á það að hætta allri opinberri aðstoð við landbúnaðinn og aflétta öllum inn- flutningshömlum og tollum af land- búnaðarafurðum. Í öllum okkar nágrannalöndum eru umtalsverðir opinberir styrkir í ýmsu formi við landbúnað og stór- felldar niðurgreiðslur og/eða út- flutningsbætur á útfluttar búvörur. Þannig eru langstærstu út- gjaldaliðir EBS styrkir í ýmsu formi við landbúnað aðildarríkj- anna, og útflutningsbætur á land- búnaðarvörur. Einnig eru duldar viðskiptahindranir á landbúnaðar- afurðum víða í gangi. Á sama tíma er annað aðal- umræðuefni fjölmiðla innflutningur á (ódýru) vinnuafli við virkj- unarframkvæmdir (Kárahnjúka), á kaupskipaflotanum og hjá flug- félaginu Atlanta. Öllum þykir sjálf- sagt að Íslendingar manni þessi störf eins og hægt er og þess alfarið krafist að ef útlendingar eru ráðnir þá hlíti þeir íslenskri vinnulögjöf í einu og öllu hvað varðar aðbúnað, kaup og kjör. Hver er munurinn á því tvennu, að flytja inn ódýrt vinnuafl eða nið- urgreiddar landbúnaðarafurðir oft framleiddar með ódýru vinnuafli í Suður-Evrópu eða jafnvel þróun- arlöndunum? Hví skyldu bændur ekki hafa sama rétt til að verja kjör sín og aðrar stéttir þjóðfélagsins? Eru bændur kannski annars flokks Íslendingar? Í öðru lagi eru það umræður á Al- þingi, í ríkisstjórn og hjá Bænda- samtökunum. Þessar umræður ein- kennast einkum af karpi, víli og voli en minna er um tillögur eða aðgerð- ir til raunhæfra úrbóta. Nýlega var í utandagskrár- umræðum á Alþingi mikið karpað um landbúnaðarmál, einkum vanda- mál sauðfjárræktarinnar. Brigsl og stóryrði gengu á víxl milli stjórn- arandstöðu og stjórnarliða en lítið fór fyrir málefnalegum tillögum til úrbóta. Reyndar benti landbún- aðarráðherra á það einu sinni enn að „íslenska lambakjötið væri besta kjöt í heimi“, en það dugir víst skammt þótt satt sé ef það ekki selst. Hjá Bændasamtökunum og bændaforystunni er svipað upp á teningnum. Það er vílað og volað og kallað á ríkisvaldið til hjálpar, en minna um tilburði til að kryfja málið til mergjar eða finna lausn á vand- anum. En hver er vandinn, er eitthvað hægt að gera til úrbóta? Ekki ætla ég mér þá dul að geta leyst úr því, en mig langar til að benda á nokkur atriði sem vert væri að skoða og geta ef til vill orðið vís- ir að aðeins faglegri umræðu um þessi málefni en verið hefur. Vandinn er vissulega mikill. Af- koma og búsetumöguleikar heilla héraða eru í húfi. Aðalvandamálið er að framleitt er meira lambakjöt en tekist hefur að selja með góðu móti. Þetta hlýtur að vera öllum augljóst sem um það vilja hugsa og annaðhvort þarf því að finna viðbót- armarkað eða draga úr framleiðsl- unni, nema hvort tveggja sé. Þetta er þó ekki eins einfalt og það sýnist. Búin mega vart minnka ef bóndinn á að hafa lífvænlega afkomu, og flestir bændur geta ekki með góðu móti hætt búskap, þótt þeir vilji og séu jafnvel komnir á eftirlauna- aldur, af eftirfarandi ástæðum: Í fyrsta lagi er lífeyrissjóður bænda handónýtur. Lánað var úr honum m.a. til gjaldþrota flugfélags úti í heimi yfir hundrað milljónir króna, sem aldrei fengust greiddar til baka, og þeir sem að því stóðu aldrei látnir bera á því ábyrgð, að- eins ráðnir í betri stöður. Lífeyr- isgreiðslur til bænda í dag eru yf- irleitt í kringum 15.000 krónur á mánuði og ná ekki nema upp í rúm 30.000 hjá þeim sem lengst og mest hafa borgað í lífeyrissjóð. Það lifa ekki margir á slíkum eftirlaunum. Í öðru lagi þurfa bændur að borga fullan skatt af söluhagnaði jarða sinna (íbúðarhús þó undan- skilið). Aðrir jarðeigendur sem ekki reka búskap á jörðum sínum þurfa við sölu aðeins að borga 10% skatt, eða fjármagnstekjuskatt af sölu- verðmæti jarðar. Sama er að segja um hlunnindatekjur, t.d veiði- tekjur. Hjá bændum eru þær að fullu skattskyldar en hjá öðrum jarðeigendum aðeins með sem svar- ar fjármagnstekjuskattprósentu eða 10%. Flestir bændur sem stunda bú- skap hafa í gegnum árin lagt allt sem þeir hafa getað til uppbygg- ingar og ræktunar á jörðum sínum. Það er því í raun þeirra sparifé og óeðlilegt að það sé við sölu jarða skattlagt umfram það sem gildir hjá öðrum jarðeigendum eða spari- fjáreigendum. Til viðbótar fram- ansögðu hafa flestir bændur þurft að taka lán til framkvæmda á jörð- um sínum, sem þá eru veðsettar lánastofnunum (enda hafa lána- stofnanir næstum aldrei tapað á lánum til bænda í hefðbundnum landbúnaði). Það er því oft lítið sem ekkert eftir af söluverði þegar upp er staðið og þá engan veginn nægi- legt til að koma sér fyrir á nýjum stað og skapa sér lífvænlega af- komu. Einnig er vert að benda á að margir sauðfjárbændur hafa að undanförnu farið illa út úr við- skiptum við sláturleyfishafa og kjötvinnslufyrirtæki. Má þar m.a. nefna fyrirtækin Goða og Ferskar afurðir, sem fóru nýverið á hausinn og skulduðu bændum stórfé fyrir innlegg, jafnvel allt innlegg fyrra árs samanber grein í Morg- unblaðinu hinn 15. október sl. Búnaðarbankinn og aðrir kröfu- hafar virðast hafa við gjald- þrotaskipti forgangskröfu í af- urðabirgðir á undan bændum, þótt þeir hafi aldrei fengið innleggið greitt og eigi það raunverulega enn, og standa þeir því uppi með tvær hendur tómar. Hvaða réttlæti er í slíku? Bændur borga tryggingargjald í Ábyrgðasjóð launa. Sá sjóður tryggir launþegum greiðslu launa þeirra í gjaldþrotamálum fyr- irtækja. Innlegg bænda hjá af- urðastöðvum eru í raun launin þeirra og því ætti að tryggja þeim svipaðan rétt og öðrum þegnum þjóðfélagsins undir slíkum kring- umstæðum. Eru þeir ef til vill ekki fullgildir þjóðfélagsþegnar? Ég benti á það í upphafi þessarar greinar að aðalvandi sauð- fjárbænda er sá að meira er fram- leitt en það sem hægt er að selja með góðu móti. Því þarf annaðhvort að útvega markað eða draga úr framleiðslu með því að minnka búin eða fækka bændum. Til að fækka bændum er eðlileg- ast að byrja á því að gera þeim bændum sem vilja hætta búskap það kleift á sómasamlegan hátt. M.a. þarf þá að efla Lífeyrissjóð bænda. Að selja Hótel Sögu Á fjölmennum bændafundi sem boðaður var af Bændasamtökum Íslands og haldinn var á Hvanneyri í fyrravetur lagði undirritaður til að selja bæri Hótel Sögu og leggja andvirðið í Lífeyrissjóð bænda. Þetta fékk miður góðar undirtektir hjá fulltrúum Bændasamtakanna sem sátu fundinn. Ekki gat eg var- ist brosi þegar eg heyrði að einn þeirra lagði hið sama til á aðalfundi Landssambands kúabænda sl vor. Batnandi mönnum er best að lifa; Það eru engin rök fyrir því að bændur eða Bændasamtök Íslands eigi hótel í Reykjavík í dag. Upp- haflegt markmið þeirrar byggingar var að byggja yfir Bændasamtökin, en síðan hljóp eins konar krabba- meinsvöxtur í framkvæmdina sem endaði með átta hæða hóteli. Bygg- ingin var m.a. fjármögnuð með skattlagningu á bændur um árabil samkvæmt lögum um sérstakan Bændahallarsjóð (sem vafasamt er að hafi staðist stjórnarskrá) og framlögum úr Búnaðarmálasjóði, sem einnig er fjármagnaður með skatti („búnaðargjaldi“) á bændur. Það er því ekki óeðlilegt að bændur njóti þess í auknum lífeyr- Mörg er búmannsraunin Eftir Ingimar Sveinsson ’Hver er munurinn áþví tvennu, að flytja inn ódýrt vinnuafl eða nið- urgreiddar landbún- aðarafurðir oft fram- leiddar með ódýru vinnuafli í Suður-Evr- ópu eða jafnvel þróun- arlöndunum?‘ Ingimar Sveinsson ÁLFTAMÝRI - GLÆSILEG HÚSEIGN ÓSKAST Glæsileg húseign miðsvæðis í Reykjavík. Um er að ræða tvo eignarhluta í húsunum nr. 1-3 og nr. 5 við Álftamýri, samtals 1,603 fm. Eignin er mjög vel staðett og með góðri aðkomu. Laus strax. Sala eða leiga kemur til greina. Nánari uppl. veitir Óskar hjá Eigna- miðlun. 3804 HJALLABREKKA GLÆSILEGT ATVINNUHÚSNÆÐI Glæsilegt 820 fm atvinnuhúsnæði á götu- hæð með mikilli lofthæð (5 m), góðum gluggafrontum og tvennum innkeyrsludyr- um. Mikill fjöldi bílastæða er á lóð. Eignin hentar vel fyrir ýmiss konar starfsemi s.s. sérverslanir, lager og heildsölur. Til greina kemur að selja eða leigja eignina í hlutum. Laus strax. 3465 SÍÐUMÚLI - HEIL HÚSEIGN Erum með í einkasölu þessa húseign við Síðumúlann. Um er að ræða framhús á tveimur hæðum u.þ.b. 360 fm og bakhús á einni hæð með tvennum stórum innkeyrslu- dyrum og góðri lofthæð (ca 6 m). Húsið er í allgóðu ástandi og stendur á góðri 1.260 fm sérlóð. Getur hentað vel undir ýmiss konar atvinnustarfsemi. V. 42 m. 3029 ÞVERHOLT GLÆSILEGT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Erum með í sölu eða leigu mjög gott skrif- stofuhúsnæði í þessu nýlega og vandaða skrifstofuhúsi rétt við miðbæinn. Um er að ræða einingu á bilinu 200 fm og er plássið laust nú þegar. Stæði í bílageymslu geta fylgt. Plássið er innréttað með gólfefnum, lýsingu og nokkrum herbergjum sem má breyta. 2806 HRINGBRAUT - JL-HÚSIÐ HEIL HÆÐ M. LEIGUSAMNING Góð og fullbúin u.þ.b. 1.173 fm skrifstofu- hæð á 3. hæð í þessu stóra steinhúsi með miklu sjávarútsýni (JL-húsið). Um er að ræða alla 3. hæð hússins sem skiptist í fjöl- mörg skrifstofu og vinnurými. Einn traustur leigutaki er með eignina á leigu fram í des- ember árið 2005 og er mánaðarleiga nú ca 915 þús. á mánuði. V. 88 m. 3181 KAPLAHRAUN - VÖNDUÐ EIGN Um er að ræða nýlegt steinst. verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum, skráð alls 531 fm. Eignin skiptist í góða götuhæð með verslunargluggum og tveimur innkeyrsludyrum á bakhlið. Vandað- ur frágangur. Á efri hæð er gert ráð fyrir skrifstofu- og þjónusturými. Vandað parket er á gólfum og er hæðin nánast nýinnr. með hurðum, gólfefnum o.fl. en ekkert notuð. Gæti nýst undir ýmiss konar starfsemi. 2609 SKEIFAN Erum með í einkasölu og einkaleigu mjög gott húsnæði við Skeifuna 6 í Reykjavík. Um er að ræða húsnæði í kjallara hússins sem þó er með góðri aðkomu, glugga, göngu- dyrafronti, innkeyrsludyrum og rampi. Hæð- in er samtals u.þ.b. 1.288 fm og skiptist í þrjú meginrými. Í framhluta sem er u.þ.b. 508 fm er innréttað vandað skrifstofupláss með fundarherbergi og vinnusal og auk þess fylgir plássinu iðnaðar- og lagerpláss. Önnur rými á hæðinni eru u.þ.b. 440 fm og 338 fm og eru að mestu vinnusalir og með innkeyrsludyr- um niður ramp. Góð starfsmannaaðstaða og kaffistofur. Mjög gott ástand á húsi að utan. Góð eign á eftirsóttum stað. Sala og leiga kemur jafnt til greina. 2913 BAKKABRAUT ÓVENJU STÓRT HÚSNÆÐI TIL SÖLU Erum með í sölu óvenjulega stórt u.þ.b. 2.200 fm atvinnuhúsnæði með mjög mikilli lofthæð (áður vélsm. Gils). Þrennar inn- keyrsludyr og á 2. hæð eru skrifstofur og starfsmannaaðstaða. Húsið er laust nú þegar og gæti hentað undir ýmiss konar atvinnu- starfsemi, iðnað, lager o.fl. þar sem þörf er á miklu plássi og óvenjulega mikilli lofthæð. Í húsinu er stór og mikill vörukrani (hlaupaköttur) sem fylgir. Samtengt þessu húsi er annað stórt lager- og atvinnuhúsnæði til leigu eða sölu og er þar um að ræða u.þ.b. 700 fm hús með þrennum innkeyrsludyrum og mikilli lofthæð. Húsin eru laus nú þegar. Staðsetning eignanna er rétt við höfnina. V. 160 m. 2389 SKRIFSTOFUHÆÐ VIÐ MIÐBORGINA ÓSKAST (KAUP - LEIGA) Traust fyrirtæki óskar eftir 200-250 fm skrifstofuhæð í miðborginni eða ná- grenni. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. 1,1 RAÐHÚS, PARHÚS EÐA EINBÝLISHÚS Í VESTUR- BORGINNI ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir eign eins og lýst er í fyrir- sögn. Æskileg stærð 250-350 fm. Eignin má kosta á bilinu 25-40 millj. Nánari uppl. veit- ir Sverrir Kristinsson. 1,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.