Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýleg birting breskaþjóðskjalasafnsins á fá-einum skjölum varð-andi starfsemi gagn-njósnara Breta á Íslandi, Ib Árnasonar Riis, í síðari heimsstyrjöldinni varð breska dag- blaðinu Sunday Times tilefni æsilegr- ar umfjöllunar þar sem vegið var ómaklega að þessum aldna Íslend- ingi, sem búsettur er í Bandaríkjun- um og sagt hefur sögu sína í bók Ás- geirs Guðmundssonar „Gagnnjósnari Breta á Íslandi“ sem út kom árið 1991. Umrædd skjöl voru gerð opinber í úrvali af skjölum bresku öryggis- þjónustunnar, MI5, sem gerð voru opinber í maímánuði sl. Skjöl varð- andi öryggis- og leyniþjónustustarf- semi eru jafnan háð strangri leynd einkum um aðferðir og einstaklinga sem hlut eiga að máli. Bresk stjórn- völd hafa létt leynd af ýmsum þáttum starfsemi leyniþjónustunnar á und- anförnum árum og birtir þjóðskjala- safnið slík skjöl öðru hverju. Skjölin um gagnnjósnarann COB- WEB, eins og Bretar nefndu Ib Riis, eru einungis 30 blaðsíður í heild og taka einungis til fyrri hluta ársins 1942. Er meginefni þeirra skýrslur um komu hans til landsins á útmán- uðum það ár, og frásögn fulltrúa bresku öryggisþjónustunnar, R.T. Reed, af gagnnjósnastarfsemi sem hann var viðriðinn þar til fulltrúi leyniþjónustunnar „Secret Intelli- gence Service“ eða MI6, sem annast slíka starfsemi á erlendri grundu, tók við umsjón hans í júlímánuði. Blaðamenn Sunday Times kusu af einhverjum ástæðum að slá upp vangaveltum í skýrslu Reeds sem teknar úr samhengi gátu bent til þess að breska leyniþjónustan hafi ekki treyst gagnnjósnara sínum og hann hefði átt þátt í að tilraun til að lokka þýsk herskip í Noregi í gildru Breta mistókst og átt aðild að óförum skipa- lestarinnar PQ-17 á leið frá Íslandi til Rússlands í júlímánuði 1942. Örlög skipalestarinnar hafa ávallt verið hitamál meðal breskra og banda- rískra sjómanna sem grunaði að skipalestinni hefði verið fórnað í þessu skyni en seinni tíma rannsókn- ir hafa löngu afsannað þá kenningu. Hvort sem vanþekkingu blaða- mannanna á efninu, flausturslegum vinnubrögðum eða hreinni æsifrétta- mennsku er um að kenna hafa við- brögð Ibs Riis sjálfs, sem þeir veittu tækifæri til andmæla í grein sinni, nú leitt til birtingar á yfirlýsingu bresku öryggisþjónustunnar og leyniþjón- ustunnar um hið gagnstæða og er það vel. Atvinnulausi stýrimaðurinn Ib Riis var ungur atvinnulaus stýrimaður í Kaupmannahöfn er hon- um bauðst að fara á vegum þýsku leyniþjónustunnar sem njósnari til Íslands. Þar hugði hann að tækifæri mundi bjóðast að komast í siglingar og gekkst undir þjálfun í njósnaskóla í Hamborg. Strax og hann kom til landsins með þýskum kafbáti, og með senditæki í fórum sínum, gekk hann öryggisþjónustu breska hersins á hönd og sagði sögu sína. Var hann fluttur til Bretlands og hafður í haldi á meðan gengið var úr skugga um heilindi hans. Er fullvíst þótti að hann hefði ekkert illt í hyggju var hann fluttur aftur til Íslands og gert að starfa sem gagnnjósnari. Skyldi hann senda Þjóðverjum skeyti eins og ekkert hefði í skorist sem samin voru af bresku leyniþjónustunni. Ekki stoðaði að fela öðrum notkun senditækisins þar eð tengiliðir hans þekktu handbragðið á morslyklinum sem hver loftskeytamaður er auð- þekktur af líkt og fingrafari. Bandamenn hófu um þetta leyti að vefa víðtækan blekkingarvef sem ætlað var m.a. að beina sjónum Þjóð- verja frá fyrirhuguðum innrásarstöð- um á ströndum Miðjarðarhafs og Ermarsunds árin 1943 og 1944. Byggðist blekkingin á því að telja Þjóðverjum trú um að liðssafnaður bandamanna væri mun meiri en raun var, t.d. á Íslandi og væri m. a. stefnt gegn Noregi. Stuðst var við gagn- njósnara, fjarskipti sem vitað var að Þjóðverjar hlustuðu á og önnur blekkingabrögð. Þá hjálpaði það til að Bretar höfðu um langt skeið getað lesið skeytasendingar Þjóðverja sem notuðust við dulmálsvélina „Enigma“ og gátu þannig sannreynt árangur sinn. Bandamenn náðu markmiði sínu fullkomlega og þótt Þjóðverjar sæju ekki ástæðu til að auka við her- styrk sinn í Noregi umfram það sem þeir höfðu þegar áætlað að nægja myndi til varnar er enginn vafi að blekkingin varð til þess að miklu her- liði, sem annars hefði mátt beita ann- ars staðar, var haldið í Noregi. Ib Riis kom aftur til Íslands úr Bretlandsförinni skömmu eftir að upp hafði komist að skipsmenn á flutningaskipinu Arctic hefðu sam- þykkt að senda Þjóðverjum veður- upplýsingar á leið skipsins frá Spáni gegn því að ekki yrði ráðist á skipið. Bretar höfðu ráðið í sendingarnar og hneppt áhöfnina í varðhald. Var áætl- að að nota Ib og Jens Pálsson, loft- skeytamann á Arctic, til þess að lokka þýsk orrustuskip sem Hitler hafði skipað til varnar í Noregi, og voru mikil ógn við Rússlandsskipa- lestir bandamanna, í gildru breska flotans. Frá henni var þó horfið að líkindum sökum þess að Jens þver- neitaði að sinna starfinu og hlaut vist í bresku fangelsi til stríðsloka fyrir vikið. Var áætluninni nú breytt nokkuð og Ib ásamt öðrum gagnnjósnara í Bretlandi fengið verkefni við að draga athygli Þjóðverja frá skipalest- inni PQ-17 með tilraun til að láta Þjóðverja halda að stefnt væri að inn- rás í Noreg frá Orkneyjum og Ís- landi. Ef vel tækist til mætti ef til vill jafnframt lokka þýsku orrustuskipin með Tirpitz í fararbroddi úr skjóli sínu í Noregi í veg fyrir meintan inn- rásarflota og í gin bryndreka banda- manna. Í skeytum þeim sem þýska leyni- þjónustan í Kaupmannahöfn fékk að því er hún taldi frá njósnara sínum „Eddu“ á Íslandi og Ásgeir Guð- mundsson sagnfræðingur hefur aflað í þýska ríkisskjalasafninu í Freiburg er greint frá skipakomum og herliði í Hvalfirði. Hinn 26. júní, daginn fyrir siglingu PQ-17, er greint frá því að breskur sjóliði af tundurspilli sem nýkominn var til hafnar hefði sagt góðum vini njósnarans frá því að lest skipa með herlið um borð hefði safn- ast saman á herskipalæginu í Scapa- Flow á Orkneyjum og teldi hann að þeim skyldi stefnt til innrásar í sunn- anverðan Noreg. Segir njósnarinn jafnframt að þar eð þetta virðist ár- íðandi skuli hann reyna að afla frek- ari upplýsinga. Skeytinu var ætlað að verða Þjóð- verjum tilefni til að kanna skipalægið úr lofti þar sem allmörgum skipum hafði verið safnað saman og siglt var í átt til Noregs í blekkingarskyni. Óhagstætt veður kom hins vegar í veg fyrir að Þjóðverjar yrðu hennar varir og brygðust við á þann hátt sem Bretum hugnaðist. Af skjölum öryggisþjónustunnar er ljóst að ekki stóð til að láta uppi um siglingu PQ-17 úr Hvalfirði fyrr en að ljóst væri að Þjóðverjar hefðu fundið hana á siglingu að tveimur til þremur dögum liðnum. Til að vekja ekki tor- tryggni ef ekkert heyrðist frá honum um skipalestina sem lagði úr höfn laugardagskvöldið 27. júní var látið líta svo út að hann hefði reynt að til- kynna um ferðir skipalestarinnar mánudagskvöldið 29. en ekki tekist sökum slæmra skilyrða. Skeytið var loks sent að kvöldi miðvikudagsins 1. júlí er ljóst var að þýskar flugvélar hefðu þegar fundið skipalestina. Hún fannst reyndar fyrst með miðun fjar- skiptasendinga þann sama morgun 60 sm austur af Jan Mayen. Þá virð- ast Þjóðverjar hafa miðað út og lesið neyðarskeyti tveggja skipa sem helt- ust úr lestinni undan Norðurlandi mánudaginn 29. júlí. Gagnnjósnarinn tryggður í sessi Í skýrslu sinni mat Reed það svo að tekist hefði að styrkja traust Þjóð- verja á njósnara sínum á Íslandi og þannig tryggja hann í sessi sem gagnnjósnara Breta. Höfundar greinarinnar í Sunday Times staðhæfa að Þjóðverjar hafi fengið pata af áætlunum Breta um að nota skipalestina PQ-17 til að lokka orrustuskip þeirra með Tirpitz í gildru og þeim verið snúið aftur til hafnar af þeim sökum. Vísa þeir þar í áætlun sem yfirmaður Heimaflotans lagði upphaflega fyrir yfirstjórn flot- ans en fékk ekki samþykkta. Sú áætl- un er vel þekkt og hefur verið lýst annars staðar, en hennar er að engu getið í umræddum skjölum. Þá full- yrða þeir ranglega að skjölin um Cobweb greini frá því að hinn breski stjórnandi hans hafi grunað hann um að hafa komið upp um áætlunina með því að senda Þjóðverjum meiri upp- lýsingar en til var ætlast. Er vísað til þess að yfirmenn Reeds í London hefðu spurt hann hvernig Þjóðverjar hefðu getað komist á snoðir um þrjú mikilvæg atriði varðandi skipalestina þegar Ib átti einungis að leka einu til- teknu atriði (þ.e. brottförinni eftir að skipalestin hefði þegar fundist). Grein sinni ljúka þeir með því að ítreka að skjölin sýni hvernig MI5 hafi haldið að Ib gæti hafa varað Þjóðverja við blekkingunni og full- yrða að þar sé sagt að hann sé „senni- lega ekki eins mikill andnasisti og við“. Eins og annað sem að ofan greinir er þetta tekið úr samhengi í lýsingu Reeds á samtali sem hann átti við Ib Riis. Í skýrslunni segist hann hafa sagt við Ib að þótt hann væri e.t.v. ekki alveg eins mikill andnasisti og þeir Bretar væri starf hans þeim afar mikilvægt og hann óskaði að áfram- hald yrði á samstarfi þeirra þótt hann vissi ekki hversu langt Ib væri tilbú- inn að ganga svo bandamenn mættu hafa sigur í styrjöldinni. Þessu hafi Ib svarað að bragði þannig að vart hefði hann gefið sig fram og veitt Bretum allar þær upplýsingar sem hann hefði gefið ef hann óskaði ekki málstað þeirra sigurs. Reed lýsir því einnig í skýrslunni að ákveðið hefði verið að Ib skyldi ekki senda skeyti þeirra eftirlitslaus þótt það þyrfti ekki að vera kunnáttu- maður í morsi. Þar eð hinn nýkomni fulltrúi MI6, William H. Blyth, kunni ekki mors lagði Reed mikla áherslu á að sannfæra Ib um að hann kæmist ekki upp með að senda Þjóðverjum annað en það sem honum væri uppá- lagt og væri m.a. hlustað á skeyta- sendingarnar í Bretlandi. Lýsir hann því að skömmu eftir að tengiliður Ibs í Hamborg, Berger að nafni, hafi eitt sinn sent honum kveðju sína án dulmáls og Ib svarað í sömu mynt eins og til var ætlast hafi Reed notað tækifærið og sagst hafa fengið fyrirspurn frá Bretlandi um þessar einkennilegu ókóðuðu send- ingar. Sjálfur fullyrti Reed í skýrsl- unni að útilokað væri að Ib gæti dul- kóðað skeyti frá eigin brjósti á skömmum tíma. Til þess væri kóðinn allt of flókinn og yrði hann að senda án dulmáls ef hann ætlaði að svíkjast undan merkjum og slíkar sendingar vissi hann að yrðu uppgötvaðar þeg- ar í stað. Sjálfur hefur Ib lýst því að í mörgum tilvikum hafi hann ekki komið að dulkóðun skeyta sinna. Annar þýskur njósnari á Íslandi? Reed hafði í raun borist fyrirspurn um það hvernig þrír tilgreindir þætt- ir varðandi skipalestina PQ-17 hefðu getað borist Þjóðverjum (sem Bretar hafa án efa uppgötvað við lestur þýskra dulmálssendinga) þegar gagnnjósnarinn hefði einungis nefnt einn þessara þátta í sínu skeyti. Væru hinir tveir þættirnir þess eðlis að aðeins einhver á Íslandi hefði get- að komið þeim á framfæri, t.d. að tvö skip hefðu helst úr lestinni austur af Vestfjörðum mánudaginn 29. júní. Hitt atriðið var að skipalestin væri að safnast saman í Hvalfirði. Komst Reed að þeirri niðurstöðu að allt benti til þess að annar þýskur njósnari sem þeir hefðu átt von á væri kominn til landsins og hefði sent upplýsingar um skipalestina sem hann hefði séð á ferð sinni með Gegn gagnnjósnari Enga ásökun um svik íslenska gagnnjósnarans, Ibs Árna- sonar Riis, er að finna í nýbirtum gögnum bresku leyni- þjónustunnar og ályktanir sem birtust í Sunday Times því ekki á rökum reistar. Skipalestinni PQ-17 var ekki fórnað til að lokka Tirpitz í gildru. Kemur það fram í frásögn Frið- þórs Eydals sem skýrir tengsl gagnnjósnarans við óhappa- för þekktustu skipalestar síðari heimsstyrjaldarinnar frá Ís- landi sumarið 1942 og hvernig hin nýbirtu gögn urðu efni ólánsgreinar Sunday Times. Breska flutningaskipið Navarino verður fyrir sprengjuárás. Atvinnulausi stýrimað- urinn Ib Árnason Riis sem var gagnnjósnarinn BEETLE í Reykjavík árið 1943. Skýring á dulmálskóða Ibs Riis úr skjölum bresku leyniþjónustunnar. Kóðinn byggðist á flókinni notk- un enskrar útgáfu bókar eftir bróður Leos Tolstoy og urðu sendandi og móttakandi skeytanna að hafa sömu útgáfu bókarinnar undir höndum. Skipalestin PQ-17 séð úr þýskri könnunarflugvél, en skipalestin var á leið frá Íslandi til Rússlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.