Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 55 Öllum þeim fjölmörgu, sem heiðruðu minn- ingu elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORLÁKS RUNÓLFSSONAR, Langagerði 50, Reykjavík, sem lést laugardaginn 29. nóvember sl., þökk- um við af alhug návist ykkar og samúð. Kærleikur ykkar og hlýja var okkur mikils virði. Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Magnea Ólöf Finnbogadóttir, Runólfur Þorláksson, Anna Grímsdóttir, Sigríður Þorláksdóttir, Guðjón M. Jónsson, Finnbogi Þorláksson, Ingibjörg Sigursteinsdóttir, Agnar Þorláksson, Kristín Rut Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU SIGRÚNAR HANNESDÓTTUR, Skálagerði 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks gigtardeildar B7, Borgarspítalanum. Margrét Erna Blomsterberg, Grétar Benediktsson, Ingunn Jóna Óskarsdóttir, Jón Sigurðsson, Anna Lísa Óskarsdóttir, Kristján Snorrason, Júlíus Valdimar Óskarsson, Inga Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Góður drengur og vinur er fallinn frá og það langt um aldur fram. Okkur setur hljóð og við hugsum um það hversu sárt og erfitt lífið getur stundum verið og við finnum svo vel fyrir sársaukanum sem fylgir söknuðin- um. Einu sinni enn erum við minnt á hverfulleika lífsins á þennan napra hátt. Minningarnar hjálpa okkur til að takast á við sorgina og sem betur fer eigum við nóg af þeim um þenn- an góða dreng. Það var nú þannig með hann Þorvald að þú þurftir ekki að hafa þekkt hann nema í nokkur ár til þess að finnast sem þú hefðir alltaf þekkt hann. Hann tók þér þannig og lét þig finna að hon- um stóð ekki á sama um þig. Hann var svo opinn og hreinn og beinn að ekki var annað hægt en að líða vel í návist hans. Glaðværð Þorvaldar og jákvæðni smituðu svo útfrá sér að jafnvel þeir niðurdregnustu voru farnir að brosa og mæra lífið eftir smástund í nærveru hans. Hann þurfti ekki að segja nema: „Nei, blessuð! Mikið er gaman að sjá ykkur.“ Þorvaldur var mjög ræðinn og á hlaupum með TKS voru málin gjarnan krufin. Það var nú reyndar svo að þegar hann fékk orðið var erfitt að taka það af honum. Það vakti aðdáun hversu ötull og ákveð- inn baráttumaður Þorvaldur var í öllum þeim málum sem hann beitti sér fyrir. Hann var afar virkur í foreldrasamtökum skólanna á Nes- inu og barðist áfram af ríkri rétt- lætiskennd. Við kveðjum Þorvald með mikl- um söknuði. Við vottum Emmu og sonunum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau og blessa í sorg sinni. Jóhann og Katla. Þú tekur þéttingsfast og ákveðið í hönd mína og segir „Sæll Haf- steinn, Þorvaldur heiti ég Árna- son“. Lundin léttist og sálin brosir á móti brosi þínu. Slíkt heyrir nú minningunni til en þær eru fleiri og góðar minning- arnar, sem koma til með að fylla rýmið þitt. Jákvæðni þín og hressleiki og oft galsi smitaði allt og alla í kringum þig. Þar á bak við varst þú. Það þurfti oft að slá á puttana til að komast að og að þér. Þú leyfðir mér að koma innfyrir, inn í anddyrið, þar sem ríkti gleði og von, barátta og mikill mann- kostur. Það voru forréttindi að fá að kíkja innfyrir og bætti sjálfið. Takk fyrir kæri félagi og takk fyrir kveðjuna. Hún er gagnkvæm. Emmu þinni og drengjunum þín- um bið ég allra heilla við að takast á við söknuðinn en minningarnar um þig styrkja. Far heil hetjan góða. Hafsteinn. Það er sárt að kveðja góðan fé- laga í blóma lífsins. Skólafélagann Þorvald, ótæmandi uppsprettu léttleika og glaðværðar. Fjölskyldumanninn Þorvald, um- hyggjusaman og þolinmóðan. Verkfræðinginn Þorvald, kapp- saman og ósérhlífinn að störfum frá Afríku til Austur-Grænlands. Félagsmálamanninn Þorvald með skoðanir á flestu og úthald til að fylgja þeim eftir. ÞORVALDUR KOLBEINS ÁRNASON ✝ Þorvaldur Kol-beins Árnason fæddist á Fjölnisvegi 13 í Reykjavík 4. júlí 1958. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarnar- neskirkju 17. desem- ber. Ferðafélagann Þor- vald, óþreytandi allan sólarhringinn. Eftir standa bjartar minningar og þakk- læti fyrir aldarfjórð- ungs skemmtilega og gefandi samfylgd. Biðjum Emmu, strákunum og öðrum ástvinum styrks á erf- iðum tímum. Hvíl í friði, kæri vin. Skólafélagar úr HÍ og fjölskyldur. Við félagar Þorvaldar K. Árna- sonar í fótboltanum, eða Dodda einsog hann var kallaður, kveðjum með söknuði góðan og traustan vin. Harmur er mikill yfir allt of bráðu brottkalli kraftmikils félaga eftir erfitt sjúkdómsstríð. Við minnumst Dodda sérstakleg fyrir glaðværð og vakandi áhuga á þjóðmálum. Eng- inn okkar er lengur góður í fót- bolta, ekki einu sinni efnilegur. Í leik rífumst við mikið og erum flest- ir geðvondir. Við erum hálffimm- tugir karlar sem löngu ættu að vera hættir öllu íþróttavafstri. Í einu er- um við þó góðir, að setjast niður saman eftir leik, skiptast á skoð- unum, gantast og vera vinir. Og einmitt í þessu var Doddi fremstur okkar. Hann naut þess að ræða þjóðmál og vei þeim er illa var les- inn í hverju því máli er efst var á baugi. Okkur fótboltafélögunum er ofarlega í huga þakklæti fyrir góð kynni og félagsskap Dodda. Við sjáum nú á bak traustum vini og samherja og verður skarð hans ekki fyllt. Ekki verður framað flautað til leiks án þess að hugur okkar hvarfli til Þorvaldar Árnasonar. Fyrir hönd knattspyrnufélaga Dodda sendum við Emmu, sonun- um Ágústi og Emil og Árna föður hans okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að styrkja þau í sorg ykk- ar. Halldór Hreinsson, Runólfur Ólafsson og Stefán Bjarnason. Þegar við lásum um andlát Þor- valdar Kolbeins Árnasonar, eða Dodda eins og hann var alltaf kall- aður í okkar hóp, áttum við erfitt með að trúa því að svo ungur mað- ur félli frá í blóma lífsins. Það er ótrúlega stutt síðan að við vorum hópur af ungum og hressum skátum í Skátafélaginu Landnem- um hér í Reykjavík. Nær daglega hittumst við í skátaheimilinu sem var á þeim tíma í Austurbæjarskól- anum. Skátaheimilið, félagarnir og skátastarfið var okkar líf. Við fór- um í ótal útilegur, skátamót, skála- ferðir og tókum virkan þátt í öllu því er skátar taka sér fyrir hendur. Yfir veturinn var Heiðin fastur lið- ur í lífi okkar unglinganna í Land- nemum. Um helgar var farið í Þrymheima og dvalið í skálanum í góðu yfirlæti. Doddi var einn af okkur, alltaf hress og í góðu skapi. Þegar við horfum til baka sjáum við hann fyr- ir okkur með rauðu og svörtu Landnemahúfuna, í gönguskónum og hvítu ullarsokkunum. Alltaf var Doddi til í hvað eina sem stungið var uppá, ósérhlífinn og góður fé- lagi. Um tíma var hann foringi í dróttskátasveitinni og það reyndist honum létt að leiða kraftmikinn unglingahóp í starfi og vafalaust naut hann þá oft góðs af sinni léttu lund. Í skátahreyfingunni myndast órjúfanleg bönd sem halda út allt lífið. Þrátt fyrir að samverustund- um fækki með árunum erum við og verðum alltaf félagar. Það var alltaf ljúft að hitta Dodda og spjalla um gang mála í Landnemum, hann hafði svo sannarlega áhuga á að fylgjast með starfinu í sínu gamla skátafélagi. Doddi tók þátt í starfi eldri Landnema, bar út almanök ásamt yngri og eldri Landnemum og var aldrei það langt undan að ekki væri hægt að leita til hans og kalla hann til ef svo bar undir. Því má með sanni segja að kjörorð skáta „Eitt sinn skáti – ávallt skáti“ eigi sérstaklega vel við um Dodda. Þessum stuttu minningarorðum viljum við síðan ljúka með Skáta- bæninni. Guð minn, láttu gæsku þína glæða kærleik minn og trú. Lát mig alla ævi mína í öllu breyta’ er vildir þú. Gef ég verði sannur skáti, sólskinsbarnið þitt á jörð, svo að lokum þú mig látir ljóma skært í þinni hjörð. (H.T.) Við sendum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Gamlir félagar úr Skátafélaginu Landnemum. Nú í haust var liðinn aldarfjórð- ungur frá því að við Þorvaldur hitt- umst fyrst. Það var þegar við hóf- um nám í byggingaverkfræði við Háskóla Íslands haustið 1978. Síðan þá hafa leiðir okkar legið saman og vinátta vaxið með ári hverju. Síð- astliðin 20 ár höfum við, nokkrir fé- lagar úr Háskólanum, hist á hverju sumri og um jól ásamt mökum og börnum. Það er sárt að sjá á eftir Þorvaldi, nú þegar við erum að fagna 20 ára starfsafmæli okkar sem verkfræðingar. Okkur Ingi- björgu fannst sárt að þau hjón, Þorvaldur og Emma, komust ekki með hópnum til Veróna nú í haust til að fagna þessum tímamótum eft- ir að Þorvaldur hafði haft veg og vanda að skipulagningu þeirrar ferðar. Það er sárt að missa vin eins og Þorvald, vin sem tengist ánægju- legu og skemmtilegu stundunum í lífinu. Alltaf þegar við hittumst vor- um við í fríi og að skemmta okkur og alltaf var Þorvaldur þar manna brattastur. Í þessum sumarferðum nutum við með fjölskyldum okkar lífsins og íslenskrar náttúru. Við höfum siglt saman um Breiðafjörð- inn og skálað þar í hvítvíni, við höf- um veitt lundapysjur í Vestmanna- eyjum, við höfum kveikt á kerti og horft á það lifa heila nótt utandyra undir hlíðum Mælifells í Skagafirði, í júlí síðastliðnum gengum við á Esjuna. Næstum hvert sumar í tuttugu ár höfum við félagarnir horft saman á sólina rísa í austri og upplifað kyrrðina sem fellur yfir rétt fyrir sólarupprás og síðan þá stemmningu sem verður þegar fyrstu sólargeislarnir lýsa upp svið- ið og tónleikana sem þá fylgja í kjölfarið og kveða við úr holti, runna og móa. Þessara stunda minnist ég nú þegar ég kveð Þorvald og þessar stundir mun ég geyma með mér og varðveita og þakka fyrir að hafa fengið að upplifa. Allt voru þetta stundir gleði og ánægju. Þó söknuður okkar Ingibjargar sé mikill þá vitum við að miklu meiri er missir fjölskyldunnar á Skólabraut 2. Við biðjum góðan guð styrkja og styðja Emmu og strák- ana hennar tvo, þá Ágúst og Emil, í þeirra djúpu sorg. Friðrik Hansen Guðmundsson. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Formáli minning- argreina Elsku Magnea. Horfin svona fljótt. Við sem áttum svo margt eftir að tala um, en enginn ræður sínum nætur- stað. Ég kynntist Magneu ekki fyrr en hún flutti í sveitina fyrir um 18 ár- um ef ég man rétt. Um störf hennar ætla ég ekki að fjölyrða, þar læt ég verkin tala. Magnea var sérstaklega hreinlynd, sagði skoðanir sínar um- búðalaust um menn og málefni, en MAGNEA EINARSDÓTTIR ✝ Magnea Einars-dóttir, yfirleitt kennd við Klöpp í Sandgerði, fæddist í Fagurhlíð í Sandgerði 4. nóvember 1932. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 26. nóvember og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Garðs- kirkju í Kelduhverfi 6. desember. þeir sem þekktu hana best vissu hvaða mann hún hafði að geyma. Hún var ekki ein á báti þar sem hún hafði Braga, sinn mann, sér við hlið. Mig langar að setja smá minninga- brot á blað, um það sem við tókum þátt í saman. Við fórum þrenn hjón úr sveitinni út að borða og í leikhús og höfðum einkabílstjóra. Það var ógleymanleg ferð. Í annað sinn fóru kvenfélagskonur í sex daga skemmti- ferð til Parísar, 1993 ef ég man rétt. Fleira væri hægt að segja en hér læt ég staðar numið. Allt skemmtilegt vil ég þakka, vinkona, hvíl í friði. Eftirlifandi manni þínum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég samúð. Ásdís Einarsdóttir. Gísli Helgason vinur minn og nágranni til margra ára hefur kvatt okkur alltof fljótt, eftir erfið veikindi. Nokkrum dögum áður en hann fór sína síðustu ferð frá Bolungarvík talaði ég við hann í síma. Var hann þá glaður og gerði að gamni sínu eins og hann gerði oft áður. Ég fann þó að hann vissi að hverju stefndi. Gísli var að- eins tíu ára þegar fósturforeldrar mínir ásamt börnum sínum Guð- mundi, Birnu og mér fluttu í næsta hús við hann. Gísli var einstakur nágranni og eftir að fósturmóðir mín var orðin ein í sínu húsi, kom Gísli alltaf til hennar og fylgdist vel með hvort allt væri í lagi hjá henni, og fyrir það allt er honum þakkað. Eins veit ég að hann var góður nágranni og hjálplegur GÍSLI HELGASON ✝ Gísli Helgasonfæddist í Bolung- arvík 23. júlí 1938. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsi Ísa- fjarðar 6. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólskirkju 13. des- ember . ættingjum mínum, sem seinna bjuggu í húsinu. Þegar við komumst á fullorðinsár átti ég margar góðar stundir með Gísla og frænda mínum Pétri Guðna, sem var mikill vinur hans og fór ég oft með þeim hinar ýmsu ferðir. Gísli var lánsamur í einkalífi sínu. Hann eignaðist góða konu og börn. Þau voru mjög samtaka í öllu og bar heimili þeirra vott um það. Elsku Sirrý, Anna, Svandís, Hálf- dán og aðrir aðstandendur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um Gísla mun alltaf lifa og mér kemur hann í hug þegar ég heyri góðs manns getið. Úr stað og skorðum allt stundlegt ber. En yndisorðum þó andar hér sem forðum. Allt stundlegt ber úr stað og skorðum. (Þorst. Vald.) Kristín Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.