Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það hefur lengi verið viðtekin sögu-skýring að ekkert sé til sem heiti ís-lenskur tónlistararfur, að hann hafieiginlega týnst þegar þeir LudvigHarboe og Jón Þorkelsson báru píetismann hingað til lands í upphafi fimmta áratugs átjándu aldar. Það er í það minnsta ein af tilgátum sem settar hafa verið fram til að skýra hvers vegna ekki er til meira af íslenskri tónlist niðurskrifað en raun bar vitni. Á síðustu árum hefur aftur á móti komið í ljós að víst er þessi tónlistararfur til og niðurskrifaður; hann varðveittist bara öðruvísi en menn hafði grun- að á árum áður, því rannsóknir hafa leitt í ljós að gríðarlegt magn er til af niðurskrifuðum nótum með ýmiss konar tónlist, erlendum sálmalögum og íslenskum líka, skrifað innan um texta í handritum. Skýringin á því hvers vegna þessi menning- ararfur hefur verið mönnum hulinn er ekki ljós en í kynningu í Þjóðmenningarhúsi sl. miðviku- dag setti Kári Bjarnason fram þá tilgátu að annars vegar hafi skrár handritasafnanna ekki bent til þess að þar væri neinar nótur að finna og hins vegar hafi menn talið að séra Bjarni Þorsteinsson hafi rannsakað handritin þegar hann tók saman hina miklu bók sína, Íslensk þjóðlög. Kári og Helga Ingólfsdóttir komust á snoðir um að séra Bjarni rannsakaði aðeins brot af þeim handritum sem höfðu að geyma nótur og í framhaldi af því hófst hið mikla verk Collegium Musicum, en verkefnið fékk heitið Trú og tónlist. Í dag eru rannsóknirnar á veg- um Stofnunar í helgisiðafræðum í Skálholti. Búið að fletta um 95% af handritum Í upphafi rannsóknanna var sett það mark- mið að leita uppi allan íslenskan tónlistararf frá fyrri árum til um 1850. Hefur miðað svo að búið er að fletta um 95% af handritum þeim sem til eru í söfnum fram til 1850 og draga saman allar nótur og annað tónlistartengt efni. Ekki er enn vitað hve stór hluti er áður óþekktur, en í ljós hefur komið að margt af þeim nótum og lag- boðum sem fundist hefur í handritum er frá- brugðið þeim nótum sem eru í prentuðum bók- um frá þeim tíma, til að mynda í Sálmabókinni og Grallaranum. Búið er að skrifa upp fjögur þúsund sálma og kvæði frá tímabilinu 1100 til 1850 sem unnt er að syngja eftir þeim lögum sem komið hafa í leitirnar, en alls hafa um átta þúsund sálmar verið skráðir á tölvutækt form, um þriðjungur ekki aðgengilegur fyrr. Þó svo miklu verki sé lokið er enn mikil vinna eftir en talsverð vinna hefur farið í að koma gögnunum fyrir í gagnagrunni til að auð- velda aðgengi og rannsóknir á þeim. Einnig er mikið starf eftir, sem þegar er hafið, við að flokka lögin eftir aldri, kirkjuárinu, efni text- ans og þar fram eftir götunum, en einnig eru menn að rannsaka tengsl þeirra á milli, ólíkar uppskriftir, og reyna að rekja upprunann. Þýðan eg fögnuð finn Í haust hafa komið út á vegum Smekkleysu diskar með tónlist sem er ýmist samin uppúr laglínum eða sálmum sem menn hafa fundið í handritum eða að menn hafa útsett áður óþekkt íslensk sálmalög og tekið upp. Diskarn- ir heita Passíusálmar og aðrir sálmar og Þýðan eg fögnuð finn. Á síðarnefnda disknum flytur sönghópurinn Gríma samt Mörtu Halldórsdóttur sópran- söngkonu, Eþos strengjakvartettinum og fleiri hljóðfæraleikurum útfærslu sex íslenskra tón- skálda á lögum og sálmum úr ís- lenskum handritum. Samtökin Collegium Musicum í Skálholti, sem höfðu forgöngu um að kanna hvaða lög væri að finna í handritum Landsbókasafnsins og annarra handritasafna hér á landi og erlendis, völdu tón- skáldin og gáfu þeim sjálfdæmi um útfærslu þeirra, en tón- skáldin eru Hildigunnur Rún- arsdóttir, Mist Þorkelsdóttir, Þórður Magnússon, Jón Guð- mundsson, Elín Gunnlaugsdóttir og Steingrímur Rohloff. Byrjað á stólversi Eins og fram kemur er Hildi- gunnur Rúnarsdóttir meðal þeirra tónskálda sem fengin voru til að semja eftir stefjum eða lögum sem fundist hafa í handritum. Nokkuð er um liðið síðan hún komst fyrst í tæri við gamlar nótur að því hún segir en það var fyrir samskipti hennar og Helgu Ingólfsdóttur í Skál- holti, en Hildigunnur var þar meðal annars staðartónskáld og verður aftur á næsta ári. „Eitt árið bað Helga mig um að semja stólvers fyrir þær helgar sem sumartónleikarnir eru og þá fékk ég talsvert af gömlum nót- um til að velja úr laglínur sem væri gott að vinna eitthvað með.“ Hún segir að nóturnar séu bæði misjafnar að gæðum og misjafnlega erfitt að lesa úr þeim enda svo margt í túlkun og flutningi sem ekki er hægt að skrifa, til að mynda hraði og áherslur. „Þetta er oft svolítið grúsk að lesa út úr nótunum, að finna lykla og fleira, og við höf- um til dæmis ekki hugmynd um hraðann í flutningnum. Lögin eru mjög misjöfn að gæðum, en margt af þeim er mjög gott og kom mér verulega á óvart enda hélt ég eins og sjálfsagt flestir að það væri ekki til neinn íslenskur tónlistararfur, manni var kennt það. Mér finnst líka merkilegt að þetta voru ekki bara fræði- menn að skrifa niður tónlist heldur var fólk úti um allt land að skrifa niður nótur, þó oft hafi það verið sömu lögin, lög sem höfðu geymst í munnlegri geymd.“ Hildigunnur segist eflaust eftir að vinna meira með þessi verk, segist gjarnan vilja gera það. „Ég hef verið gefin fyrir það að leyfa lag- línunni að njóta sín og reyndi því að hafa verkin mín á disknum, og önnur sem ég hef verið að vinna uppúr handritum, einföld og aðgengileg. Mér hefur fundist þetta skemmtileg vinna og langar gjarnan til að gera meira.“ Passíusálmar og aðrir sálmar Fyrri diskurinn sem nefndur var, Passíusálmar og aðrir sálmar, tengist einnig rannsóknum á ís- lenskri tónlist í skriflegri og munnlegri geymd. Á þeim diski flytja þau Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sigurðsson gömul sálmalög úr skriflegri og munn- legri geymd byggt á rannsóknum Smára Ólasonar meðal annars á gömlum handritum. Á disknum eru tólf passíusálmar og ellefu aðr- ir sálmar úr skriflegri og munn- legri geymd, sem Smári hefur skráð af upptökum úr Árna- stofnun og úr gömlum handritum og útsett. Að sögn Smára eru passíusálmalögin öll komin úr munnlegum arfi sem á rætur að rekja til þeirra sálmalaga sem komu með siðbreytingunni á 16. öld. „Þau komu hingað með Grall- aranum og Hólabók, urðu að sér- íslenskum þjóðlögum en hurfu svo í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20.“ Smári Ólason segist hafa sinn áhuga frá Róbert Abraham Ottós- syni, sínum gamla kennara. Hann segir að þegar hann hóf sínar rannsóknir hafi verið mjög erfitt að komast í handrit til að rannsaka þau. „Menn vissu um stöku hand- rit sem í voru nótur, en almennt var vitneskja um slíkt mjög tak- mörkuð því ekkert var getið um hvort það væru nótur í handritum þegar þau voru skráð í söfnunum á sínum tíma.“ Smári segir að það hafi komið sér gríðarlega á óvart hve mikið var til af tónlist í handritum þegar farið var að grúska í þessu á sínum tíma á skipulegan hátt á vegum Collegium Musicum í Skálholti. „Þetta er margfalt meira en mig hefði nokkur tímann grunað. Oft er vitanlega verið að skrifa upp aftur það sama, en í mörgum til- fellum er um að ræða nótnasöfn sem hvergi eru til annars staðar,“ segir Smári. „Við verðum þó að hafa hugfast að við erum ekki að finna einhvern nýjan Bach í þessu, en þarna er órannsakaður ótrúlega stór menningarþáttur.“ Þó það sé enginn Bach fundinn í þessum gömlu nótum segir Smári að þar sé að finna höfunda, tónskáld, sem menn hafi ekki eða lítið þekkt til áður þó það sé oft erfitt að rekja það svo löngu síðar. „Í ljóðabók Ólafs á Söndum eru til dæmis lög sem maður hefur ekki hug- mynd um hvaðan eru komin en gætu eins verið eftir hann, þó það þurfi eðlilega miklu meiri rannsóknir til að skera úr um það.“ Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í hand- ritarannsóknunum er Árni Heimir Ingólfsson sem ritaði meðal annars doktorsritgerð um rannsóknir sínar. Árni Heimir segir að þegar hann var að hefja framhaldsnám við Harvard- háskóla og að svipast um eftir einhverju spenn- andi sem gæti orðið efniviður í doktorsritgerð hafi þau Kári Bjarnason og Helga Ingólfsdóttir komið að máli við hann og sagt honum frá áformum Collegium Musicum. „Mér fannst þetta áhugavert og ákvað í framhaldinu að líta á þau handrit sem höfðu að geyma tvíradda lög, eða tvísöngva. Það varð svo vísirinn að doktors- ritgerð minni,“ segir Árni Heimir en þess má geta að á næsta ári er væntanlegur frá Smekk- leysu diskur með tvísöngvum úr íslenskum handritum sem byggist á rannsóknum Árna Heimis. Árni Heimir segir að menn hafi almennt gert sér grein fyrir að til væri tónlist í íslenskum handritum, en henni hafi lítið verið sinnt. „Ró- bert A. Ottósson var sá fyrsti sem stundaði vís- indalegar rannsóknir á íslenskum nótnahandrit- um. Hann einbeitti sér hins vegar fyrst og fremst að tímabilinu fyrir siðaskipti, en það er ekki síður mikið um nótur í handritum frá 17. og 18. öld.“ Árni Heimir segir að margt sé enn ógert, og bætir við að þegar grunnrannsókn- irnar séu að baki taki áhugaverðasta vinnan við. „Nú vitum við hvað til er af tónlist í þessum gömlu handritum, en það er bara fyrsta skrefið. Nú eigum við eftir að komast að því hvaðan þessi lög koma, hvernig þau bárust hingað, það á eftir að rannsaka innbyrðis tengsl handritanna og svo mætti lengi telja.“ Tónlistin sem komið hefur í leitirnar er nokk- uð misjöfn að sögn Árna Heimis, en oft er hún mjög falleg að því hann segir. „Þetta eru mikið til sálmalög úr hinum evrópska trúarlega arfi, og þau eru heillandi í einfaldleik sínum. Svo eru lög inni á milli sem stinga svolítið í stúf og spurning hvort þar séu Íslendingar að reyna að semja lög í svipuðum stíl og þeir voru að fá er- lendis frá.“ Árni Heimir segir að þrátt fyrir það sé mjög erfitt að segja til um það hvort og þá hve mikið af þessum lögum sé samið hér á landi, þó það sé örugglega eitthvað. „Eina leið- in til að komast að slíku er að bera íslenska lag- ið við erlendar heimildir. Ef maður finnur það ekki þar er jafn líklegt að það sé vegna þess að maður hafi ekki leitað nógu vel. Það er því erf- itt að vera alveg viss í sinni sök.“ Lærðir menn læsir á nótur Við rannsóknir á handritunum hefur komið á óvart hversu víða um land menn hafa verið að skrifa nótur í handrit. Árni Heimir segir að tónlistarmenning hafi að líkindum verið út- breiddari um landið en menn hafi almennt gert sér grein fyrir. „Það er ekki fyrr en undir lok átjándu aldar sem almennt nótnalæsi hrapar niður í ekki neitt. Fram að þeim tíma voru lærðir menn upp til hópa læsir á nótur. Þeir hafa síðan væntanlega haldið uppi kirkjusöng og tónlistarlífi í sínum héruðum,“ segir Árni Heimir. Eins og getið er skrifaði Árni Heimir dokt- orsritgerð um íslenskan tvísöng og aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að hann eigi eftir að vinna frekar að rannsóknum á þessum endur- fundna tónlistararfi jánkar hann því og ítrekar að gríðarlega mikið starf sé enn eftir óunnið. „Þetta er ákaflega spennandi og ég vona að ég fái frekari tækifæri til að leggja hönd á plóg- inn.“ Fundinn tónlistararfur Um þessar mundir er að koma í ljós afrakstur rannsókna fræði- manna á íslenskum tónlistararfi sem talinn var týndur. Árni Matthíasson segir frá rannsóknum á nótum í íslenskum hand- ritum og ræðir við nokkra sem að þeim rannsóknum koma. Hildigunnur Rúnarsdóttir Atli Heimir Ingólfsson Smári Ólason arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.