Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR VERÐSVEIFLUR Á síðustu fjórum árum hefur al- mennt verðlag hækkað um 18,6%. Tryggingar hafa hækkað um 44,2% á þessu tímabili, leikskólagjöld um 39,3%, kostnaður við menntun um 37,7%, fasteignaverð og reiknuð húsaleiga um 35,3% og húsnæð- iskostnaður um 31,2%. Verð á græn- meti, ávöxtum og kjöti hefur hins vegar lækkað um og yfir 20%. Ísraelar eyði vopnum Egyptar og fleiri þjóðir í Mið- Austurlöndum segja að nú sé komið að Ísraelum að eyða sínum gereyð- ingarvopnum eftir að Líbýumenn hafi kosið þá stefnu. Líbýumenn eru sagðir hafa veitt Bandaríkjamönn- um og Bretum miklar upplýsingar um hryðjuverkahópa og í gær var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hækkað í Bandaríkjunum. Fjórir veitingastaðir opnir Fjórir veitingastaðir í Reykjavík verða með opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Það eru Kaffi Reykjavík og veitingastaðir þriggja hótela, það er Hótel Nordica, Skrúður Hótel Sögu og Grand hótel. Gagnrýna höfuðklútabann Íranar gagnrýna Frakka harka- lega fyrir að banna múslímakonum í Frakklandi að bera hefðbundna höf- uðklúta múslímakvenna í frönskum ríkisskólum. Segja Íranar að um of- stæki í garð íslams sé að ræða. Ger- hard Schröder Þýskalandskanslari segir ótækt að þarlendar kennslu- konur beri slíka klúta í skólunum þar sem Þýskaland sé veraldlegt ríki og ríkisstarfsmenn verði að taka til- lit til þess. Dúx með 9,81 í einkunn Einir Guðlaugsson útskrifaðist frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á laugardag með hæstu einkunn í sögu skólans, 9,81 í meðaleinkunn og fékk auk þess verðlaun fyrir góðan náms- árangur í dönsku, íslensku, íþrótt- um, náttúrufræðigreinum, stærð- fræði, þýsku og fyrir mætingu. Um 300 matardúfum slátrað Slátra þarf um 300 norsk- frönskum matardúfum til förgunar hjá Hafursfelli þar sem ekki hefur fengist inni í neinu fuglasláturhúsi fyrir slátrun á jólamarkaðinn. 2003  MÁNUDAGUR 22. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ARNÓR MEÐ TILBOÐ FRÁ MAGDEBURG / B4 KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Tindastóls leysti í gær Adrian Parks, einn þriggja bandarískra leikmanna liðsins, undan samningi sínum og hann heldur af landi brott í dag. Halldór Ingi Steinsson, for- maður körfuknattleiksdeild- arinnar, sagði við Morgunblaðið í gær að það hefði verið fullreynt að Parks myndi ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. „Þegar erlendir leikmenn skila ekki sínu er ekki annað að gera en að láta þá fara. Við erum komnir með annan í sigtið, um tveggja metra framherja, sem væntanlega kemur til okkar milli jóla og ný- árs,“ sagði Halldór Ingi. Parks lék 11 leiki með Tindastóli í úrvalsdeildinni og skoraði 13,4 stig að meðaltali. „Við horfum bjartsýnir til síðari hluta tímabilsins. Með nýjan Banda- ríkjamann og Svavar Birgisson á ný í okkar röðum erum við sannfærðir um að við munum standa okkur vel það sem eftir er vetrar,“ sagði Hall- dór Ingi Steinsson. KR sendi Woods heim KR-ingar hafa líka gert breyt- ingu því þeir ákváðu að leysa Chris Woods undan samningi, töldu hann ekki hafa náð að bæta þá veikleika sem eru í liðinu og leita nú að nýj- um manni. „Við sendum hann heim á laugardaginn og liggjum nú yfir myndböndum af leikmönnum og stefnum að því að vera komnir með nýjan mann fyrir fyrsta leik fjórða janúar,“ sagði Ingi Þór Stein- dórsson, þjálfari KR-inga, í samtali við Morgunblaðið. Sepp Blatter, forseti FIFA, Al-þjóðaknattspyrnusambandsins, hótaði Manchester United öllu illu í gær ef félagið áfrýjaði máli Rios Ferdinands til almennra dómstóla. Ferdinand var á föstudag dæmdur í 8 mánaða keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. „Ég hef heyrt um að félagið hygg- ist fara með málið fyrir almenna dómstóla, jafnvel Evrópudómstól, en slíkt er stranglega bannað sam- kvæmt okkar reglum. Þeir sem gera það mega búast við alvarlegum refs- ingum. Málefni knattspyrnunnar skal leggja fyrir okkar dómstól í Lausanne, sé það ekki gert, taka menn afleiðingunum af því. Þannig eru lög FIFA, og þeim verður beitt,“ sagði Blatter. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gaf í skyn að Ferdinand færi með málið fyrir al- menna dómstóla. „Hann á rétt á því og við myndum örugglega styðja hann,“ sagði Ferguson. Hann gaf jafnframt í skyn að ekki væri víst að Ferdinand gæfi kost á sér í enska landsliðið þegar hann hefði afplánað bannið, en að öðru leyti hefur félagið ekki sagt neitt opinberlega um málið og mun ekki gera það að svo stöddu. Sepp Blatter hótar United ■ Mál Ferdinands…/B8 ■ UEFA styður…/B8 Parks látinn fara frá Tindastóli Reuters Ítalinn Davide Simoncelli varð sigurvegari í stórsvigi karla í brekkunum í Alta Badia á Ítalíu í gær. Það er ekki annað að sjá en krafturinn og hraðinn sé mikill er hann rennir sér niður brekkuna. Úrslit á B6. mánudagur 22. desember 2003 mbl.is Fasteignablaðið // Metár Þegar hafa borizt rúmlega 11.600 umsóknir um húsbréfalán til Íbúðalánasjóðs. Þetta ár verður því metár í fasteignaviðskiptum. Í fyrra bárust tæplega 10.500 umsóknir.  2 // Endaraðhús Hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu vel um gengið endaraðhús á góðum stað við Fljótasel 11. Húsið stendur á fallegri lóð og hefur fengið gott viðhald.  4 // Vandað hús Fossvogur hefur ávallt mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteign.is er nú til sölu vandað og vel byggt endaraðhús við Hjalla- land 21. Úr húsinu er fallegt útsýni.  6 // Ólík hitakerfi Ástæðan fyrir því að gólfhita- og geislahit- unarkerfum er ruglað saman er sú að þau eru lögð með sömu tækni, spírulum í gólfi og spírulum í lofti við geislahitun.  9 Borgartúni 12 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 8006969 Fax: 569 6800 www.ils.is                                                                            !  !  !      "#          " !!# $          !    #%   #%                #! # !! ! !   !   ! &'  %  ($""")         !"#$  % #$ &'!( * * #* * ) + ) ) + )+*( $ +'!       ,- '   $ $  . / 01$ 234. 5$ 6/ $/ $5$ 7$01$ 8  9$445$  & : $ ;  ,-'. 5$-$ & : $ ;  ,-'.   < !  # =!  <#" %"  " %         7 $'5  >    $          -"  !*$% $ *$% $ # #  STÖÐUGAR hækkanir hafa verið á verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborg- arsvæðinu undanfarin misseri. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fasteigna- mati ríkisins hefur verðið hækkað um 19,1% síðastliðna 18 mánuði. Hækkanirnar hafa verið nokkuð stöðugar yfir allt þetta tímabil. Breyting á milli hverra 12 mánaða náði hámarki í ágúst á þessu ári en heldur dró úr hækkunum með haust- inu þótt enn verði þær að teljast miklar. Ársbreytingin frá nóvember 2002 til nóvember 2003 var tæp 13%. Á þessu tímabili hefur dregið úr verðbólgu og hefur breyting á milli hverra 12 mánaða á vísitölu neyslu- verðs á árinu 2003 numið rúmlega 2%. Þetta þýðir að raunverð fasteigna hefur hækkað á tímabilinu og fast- eignaeigendur því búið við það ástand að verðmæti eigna þeirra hef- ur aukist umfram verðtryggðar skuldir þeirra. Frá nóvember 2002 til sama tíma á þessu ári nemur þessi hækkun um 10%. Aðspurður segir Haukur Ingi- bergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, að væntanlega stuðli ýmis almenn atriði að þessari þróun svo sem gott efnahagsástand, aukinn kaupmáttur, gengi húsbréfa og væntingar um hagstæða þróun efna- hagsmála á næstu árum. Húsbréfaútgáfan aldrei meiri Þessi hækkun á raunverði fast- eigna helzt í hendur við mikil fast- eignaviðskipti og húsbréfaútgáfan hefur aldrei verið meiri frá árinu 1989, er húsbréfakerfinu var komið á fót. Reiknað verð útgefinna húsbréfa í lok nóvembermánaðar var um 44,5 milljarðar kr. og gerir Íbúðalána- sjóður ráð fyrir, að heildarútgáfan á árinu öllu verði um 49 milljarðar kr. Aukning í útgáfu húsbréfa hefur því verið mikil og mun meiri en áætlanir Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir. Íbúðarhúsnæði hækkaði um tæp 20%                                            Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 44 Vestfirðir 12 Myndasögur 46 Erlent 16 Bréf 46/47 Listir 18/25 Dagbók 48/49 Daglegt líf 26/27 Leikhús 50 Forystugrein 28 Fólk 50/53 Umræðan 30/34 Bíó 30/33 Minningar 34/41 Ljósvakar 54 Kirkjustarf 41 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði í gær tvo erlenda menn í 18 daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þeir hafi ætlað að stunda fjársvika- starfsemi hérlendis. Mennirnir voru handteknir á föstudag og laugardag. Annar þeirra var tekinn við komuna til landsins frá París þegar innra eft- irliti Leifsstöðvar þótti ástæða til að kanna nánar ástæður komu hans. Í ljós kom að hann var með falsað vegabréf. Var hinn maðurinn handtekinn í framhaldinu, en sá hafði farið inn í landið at- hugasemdalaust og var búinn að koma sér fyrir á gistiheimili í Reykjavík þegar til hans náðist. Grunur er um að vegabréf hans sé einnig falsað. Í fórum þeirra fundust gögn sem benda til þess að þeir hafi komið hingað til lands til að stunda fjár- svik. Annar mannanna er frá Evrópu en hinn frá Afríku. Til viðbótar sitja tveir menn í gæslu- varðhaldi fyrir sömu sakir og verður farið fram á framlengt gæsluvarðhald yfir þeim í dag, mánu- dag. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli, eiga málin það sam- eiginlegt að í báðum tilvikum höfðu mennirnir undirbúið komu sína með heimsóknum hingað og stofnað fjölda bankareikninga. Ekki er unnt að stofna reikning hérlendis nema vera með íslenska kennitölu og þarf að sækja um hana til Hagstofu Íslands. Kennitölubeiðandi þarf tvo stuðnings- aðila á umsókn sína, sem verða að hafa verið bú- settir hérlendis í tvö ár eða lengur. Jóhann segir að mönnunum hafi tekist að fá sér íslenska kenni- tölu annaðhvort með því að falsa nöfn stuðnings- aðila eða hreinlega fengið ókunnugt fólk úti á götu til að skrifa upp á fyrir sig. Vitað er að a.m.k. eitt nafn stuðningsaðila var þannig fengið. Grunaðir um að hafa ætlað að stunda fjársvik hér á landi NÆRRI 140 umsóknir hafa borist Icelandair um störf flugmanna sem auglýst voru laus til umsóknar ný- lega. Jens Bjarnason flugrekstrar- stjóri segir að farið verði yfir um- sóknirnar næstu daga til að meta hversu margar þeirra uppfylla kröfur fyrirtækisins en meginkraf- an er að menn hafi 500 flugstunda reynslu auk tilskilinna prófa at- vinnuflugmanna. Ekki er fullráðið hversu margir verða ráðnir, líklega á bilinu 10 til 20 flugmenn. Jens segir að verk- efni verði fyrirsjáanlega meiri í sumar en núverandi flugmanna- hópur getur annað og því þurfi að bæta við. Nokkur óvissa sé þó um leiguflugsverkefni og því ekki ljóst fyrr en nær dregur hver þörfin verður. Flugmenn verða ráðnir frá og með vorinu og er ekki lofað lengri ráðningu en sumarlangt. Þá auglýsti Íslandsflug eftir flugmönnum nýverið. Er óskað eft- ir mönnum sem hafa reynslu og réttindi til flugs á B737-þotum. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir þörf á fleiri flugmönnum vegna aukinna verkefna. Þar er ekki um tíma- bundnar ráðningar að ræða. Nærri 140 um- sóknir bárust um störf flugmanna Ráðningar hjá Icelandair í sumar INGIBJÖRG Sigþórsdóttir í Smára- hlíð í Hrunamannahreppi reykir hangikjöt fyrir sig og nágrannanna fyrir jólin. Þykir sauðakjötið hið mesta lostæti. Hún er uppalin að Hvammi í Lóni og þekkir til verka frá blautu barnsbeini. Ingibjörg segir reykinguna taka tvo daga, heldur þó lengur af fullorðnu. Að hennar mati fer eftir litnum á kjöt- inu hvenær fullreykt er. Kjötið er pækilsaltað fyrir reykinguna og segir Ingibjörg að það sé nákvæm- asta atriðið við verkunina að hafa góðmetið hæfilega saltað. Á myndinni eru dætur Þórdísar, Jóna og Karen Munda, að fylgjast með móður sinni. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson „Að bíta í á jólunum“ Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. UMFERÐARÓHAPP varð á Miklu- braut í gær þegar sjúkrabifreið með forgangsljósum skall á fólksbifreið. Tildrög slyssins voru þau að sjúkra- bíl var ekið á vinstri akrein og bifreið á undan fór yfir á hægri akrein til þess að hliðra til fyrir sjúkraflutn- ingabifreiðinni. En í sömu svifum var þriðju bifreiðinni ekið inn á hægri akrein Miklubrautar frá hliðargötu. Við það snarbeygði bifreiðin, sem vikið hafði fyrir sjúkrabílnum, yfir á vinstri akrein til þess að forðast árekstur en þá skall sjúkraflutninga- bifreiðin á henni. Engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar skemmdust báðar. Sjúkrabíll í árekstri MIKIL svínakjötssala hefur verið að undanförnu enda mesti sölutíminn gjarnan í desember en þrátt fyrir margvísleg tilboð í verslunum hefur verð til framleiðenda hækkað, að sögn Ingva Stefánssonar, formanns Svínaræktarfélags Íslands. Framleiðsla á svínakjöti í ágúst, september, október og nóvember var minni en á sama tíma í fyrra. Ingvi bendir á í því sambandi að framleiðslan hafi dregist saman um tæp 8% síðasta ársfjórðung miðað við sama tíma í fyrra. Verð til bænda fer úr 120 kr. í 170 kr Í lok október var meðalverð á svínakjöti til bænda um 120 kr/kg, en Ingvi segir að það hafi farið hækkandi að undanförnu og sé nú um 170 kr/kg. „Það hefur gengið þokkalega vel upp á síðkastið, dregið úr framleiðslu og verðið hækkað til framleiðenda en það er þó enn langt undir framleiðslukostnaði,“ segir hann. Ingvi segir að verðið hafi í raun farið allt of langt niður í haust og byrjun vetrar og því megi líta á stöð- una nú sem nokkurs konar leiðrétt- ingu á því. Jafnvægi sé að komast á og birgðir séu í lágmarki. „Mér sýn- ist að verðið sé svipað til neytenda en vegna mismunandi tilboða er erfitt að átta sig á stöðunni,“ segir hann. Tölur Hagstofnunnar fyrir nóv- embermánuð benda ekki til að verð á svínakjöti til neytenda sé að hækka. Þvert á móti er það talsvert lægra en í nóvember í fyrra. Verð hækkar til svína- bænda ALLT tiltækt lið björgunar- sveita frá Ólafsvík og Hellis- sandi var kallað út síðdegis í gær vegna fjölmargra öku- manna sem festust í afleitri færð á Fróðárheiði og víðar á Snæfellsnesi. Blindhríð var á Snæfellsnesi í gær og dró víða í skafla svo fólki á leið heim úr verslunarferðum varð ofviða að ráða við aðstæður. Hrinan hófst um klukkan 18 og voru björgunarsveitir í samfelldum verkefnum langt fram á kvöld. Engin slys urðu að sögn lög- reglunnar í Ólafsvík. Var þetta versta ástandið sem skapast hefur á vegum þar vestra á á þessum vetri. Margir fastir í blindhríð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.