Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 27 Draumagjöfin hennar            undirfataverslun Síðumúla 3, sími 553 7355. Opnunartími: Opið í dag kl. 11-21, Þorláksmessa kl. 11-23, Aðfangadagur kl. 10-13.  Glæsilegur undirfatnaður Gjafakort Selenu Satínnáttkjólar Satínsloppar • Satínnáttföt Silkináttföt Silkináttkjólar   Laugavegi, sími 511 4533. Smáralind, sími 554 3960. Kringlunni, sími 533 4533. Spurning: Mig langar til að vita hvort fólk sem fengið hefur berkla- bakteríuna og yfirunnið hana, þurfi að vera í sérstöku eftirliti vegna smit- hættu. Mig langar einnig að vita hvort tekið sé sýni við eftirlit á astmasjúklingum vegna þessa. Einn- ig vil ég vita hvort astmasjúklingum sem taka steralyf sé meiri hætta búin en öðrum. Ég heyrði lækni tala um þetta efni í hljóðvarpi og skildi hann þannig að eftirlit væri nauðsynlegt. Ég vil fá það staðfest því hingað til hefur eftirlit ekki verið talið nauðsyn- legt. Svar: Orðið berklar er komið af er- lenda orðinu tuberkulosis og merkir sýkingu af völdum berklabakter- íunnar. Algengast er að berklabakt- eríusýking sé í lungum en hún getur einnig orðið annars staðar eins og t.d. í eitlum eða beinum. Berklar voru farsótt á 19. öld og fram eftir 20. öld- inni, sem náði hámarki um 1930, en eru nú landlægir um allan heim. Núna eru berklar mikið og vaxandi heilsufarsvandamál í löndum fyrrum Sovétríkjanna og sums staðar í Asíu. Sem merki um hve risavaxið vanda- mál berklar hafa verið í heiminum er sú staðreynd að allt að 40% núlifandi jarðarbúa hafa smitast einhvern tíma á ævinni. Mannskæðustu smitsjúk- dómar í heiminum í dag eru berklar, alnæmi og malaría og talið er að meira en 300 milljónir manna þjáist af þessum sjúkdómum og um 5 millj- ónir deyi árlega af völdum þeirra. Hér á landi finnast um 10 ný berkla- tilfelli á ári og er það með því lægsta sem þekkist. Baráttan við berkla í heiminum byggist ekki nema að litlu leyti á læknismeðferð, miklu meira máli skiptir að fólk hafi gott húsnæði, nægan mat og aðgang að góðu vatni. Þessi barátta snýst því aðallega um stjórnmál, efnahag og fræðslu. Hægt er að bólusetja við berklum en það bóluefni sem notað hefur verið er ekki sérlega virkt og hefur mjög lítið verið notað hér á landi. Verið er að þróa ný bóluefni við berklum sem vonir standa til að verði mun betri en það gamla. Eftirlit með þeim sem smitast hafa af berklum fer eftir því hvort talið er líklegt að tekist hafi að uppræta berklabakteríuna með öllu úr líkama sjúklings. Á Íslandi var tekin upp ný lyfjameðferð við berkl- um um 1970. Ekki er talið öruggt að tekist hafi að uppræta berklabakt- eríuna hjá þeim sem fengu lyfja- meðferð fyrir þann tíma eða fengu enga lyfjameðferð og eru þeir í eft- irliti einu sinni á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er með þeim sem fengu nýju lyfjameðferðina eftir 1970 vegna þess að reikna má með að þeir beri ekki neinar lifandi berklabakteríur í sér. Sterar (barksterar) bæla ónæmis- kerfið og auka þess vegna hættu á hvers kyns sýkingum. Við astma eru barksterar gefnir á tvenns konar lyfjaformum, til innúðunar eða til inntöku (t.d. töflur). Innúðasterar hafa ákaflega lítil áhrif í líkamanum nema í berkjum og hafa því lítil áhrif á ónæmiskerfið. Barksterar til inn- töku hafa áhrif um allan líkamann, bæla ónæmiskerfið og geta þannig valdið því að berklar sem liggja í dái blossi upp á ný. Það er því ástæða til sérstaks eftirlits með sjúklingum sem fengu berkla fyrir 1970 og þurfa að taka barkstera til inntöku við astma eða öðrum sjúkdómum.  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. Allt að 40% núlifandi jarðarbúa hafa ein- hvern tíma á ævinni smitast af berklum.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Er eftirlit með þeim sem fengið hafa berklabakteríuna? Ingibjörg er ein af stofnendum Heilsu-hringsins og hefur um árabil skrifaðgreinar og viðtöl í tímarit samtakanna um hollefni og heilsurækt. „Mér datt í hug að skrifa bók um það hvernig mér finnst ég hafa komist betur af en margir aðrir MS- sjúklingar eftir að ég kynntist óhefðbundnum lækningaaðferðum fyrir 25 árum, eða kjör- lækningum eins og ég kýs að kalla þær,“ segir hún. „Ég held að mér sé óhætt að segja að ég hafi reynt meira en margur annar til að reyna að láta mér líða sem best og segi frá því flestu, m.a. býflugnastungum og ósonmeðferð. En ég geri mér líka grein fyrir að það er mjög ein- staklingsbundið hvað hentar hverjum.“ Í bókinni greinir Ingibjörg hispurslaust frá samskiptum sínum við lækna í gegnum árin og er ekkert að skafa af skoðunum sínum. „Ég tíni upp öll samskipti við lækna og segi frá þeim ráðum sem þeir gáfu mér,“ segir hún. „Mörg þeirra dugðu mér ekki. Til dæmis má geta þess að ég veiktist 22 ára gömul en enginn gat sagt mér hvað væri að mér. Ýmsar aðferðir voru reyndar á mér, sumar hverjar harðneskjulegar, og oft voru taugalyf það eina sem bauðst. Það liðu 13 ár frá því ég veiktist fyrst þar til ég var greind með MS- sjúkdóminn. Sama árið fór ég á fyrsta nám- skeiðið í kjörlækningum. Þá varð fótanudd fyrir valinu og á þessu námskeiði kynntist ég mörgu góðu fólki sem varð til þess að ég fór að kynna mér fleiri slíkar aðferðir. Frá því að ég varð heilsulaus, kornung manneskja, var ég alltaf að leita að einhverju sem gæti hjálpað mér. Á þessum fjörutíu ár- um hef ég lært að lyfin sem mér hefur verið bent á að taka hafa ekki gert mér gott. Ég forðast að taka lyf og leita því frekar að ein- hverju sem ekki veldur mér aukaverkunum. Ég er sannfærð um að ég væri ekki eins vel stödd og ég er núna ef ég væri skemmd vegna aukaverkana lyfja. Dans á rósum – með þyrnum Með því að skrifa bókina er ég að reyna að segja frá því sem ég hef upplifað og reyni að hafa hana fræðandi í leiðinni. Hún er þó alls ekki þurr fræðsla. Þetta er sagan mín og ég reyni að segja satt og frómt frá. En ég vona líka að einhverjir geti grætt á því að lesa hana og hún verði hvatning til annarra að gefast aldrei upp og hætta aldrei að leita að leiðum að betri líðan.“ En í bókinni eru ekki bara sagðar sögur af samskiptum Ingibjargar við lækna því hún er ekki spör á kímnina og fléttar inn í bókina skemmtilegum sögum af samferðafólki sínu og vinnufélögum. „Já,“ segir hún. „Það þýðir ekki annað en að hafa grínið með.“ Bókartitillinn, Dans á rósum, á eflaust eftir að koma mörgum á óvart, en þegar hann er skoðaður í samhengi við myndina á bók- arkápunni, er hann ef til vill skiljanlegri, því sú sem þar dansar á rósinni stígur einmitt á einn af þyrnunum svo úr blæðir. „Þótt ég viti að ekki séu margir MS- sjúklingar inni á þessari sömu línu og ég hvet ég alla til að reyna að fræðast eins og þeir geta og kynna sér hlutina til að vita hvert þeir geta leitað. Það er mikilvægt að finna hvað hægt er að gera til að láta sér líða betur og velja sér aðferðir sem henta manni. Þetta á ekkert endilega bara við um MS-sjúklinga, heldur alla sem þurfa á heilsubót að halda,“ sagði Ingibjörg. Bókin er seld í bókaverslunum í Reykjavík og á ýmsum stöðum úti á landi. Einnig er hægt að panta hana hjá MS-félaginu og hjá Ingibjörgu á netfanginu inba@mi.is eða í síma 695 9910.  HEILSA| Dans á rósum – reynslusaga MS-sjúklings Verðum að leita að því sem bætir líðan okkar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Sigfúsdóttir: Mikilvægt að finna hvað hægt er að gera til að láta sér líða betur. asdish@mbl.is Áhuginn á að miðla upplýsingum varð til þess að Ingibjörg Sigfúsdóttir ákvað að skrifa um líf sitt og sjúkrasögu sem spannar um fjörutíu ár. Hún segist stöðugt leita leiða til bæta líðan sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.