Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 28
Tíðindalítið en árangurs S íðastliðinn mánudag var fundum Alþingis frestað fram í janúar og er þar með lokið fremur tíðindalitlu haustþingi. Hér var um að ræða fyrstu mánuði þingstarfa að lokn- um kosningum og má halda því fram að þar hafi farið fram ákveðið styrkleikapróf bæði fyrir stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu. Kann það próf að fela í sér ákveðna vísbendingu um kjör- tímabilið framundan, þótt veðrabrigði geti vissulega átt sér stað með skömmum fyrirvara eins og allir áhugamenn um þjóðmál gera sér grein fyrir. Farsælt starf en engin stórtíðindi Í ljósi þess að kosningabaráttan síðastliðið vor var óvenju langvinn og harðskeytt bjuggust margir við því að sviptingasamara yrði í sölum Alþingis við upp- haf kjörtímabilsins en raun varð á. Þar með er auðvit- að ekki sagt að þingstörfin hafi gengið átakalaust fyr- ir sig því vissulega sló oft í brýnu milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekki var þó um að ræða stórátök eða nein meiriháttar vatnaskil eins og hugsanlega hefði mátt gera ráð fyrir. Upphlaup stjórnarandstöð- unnar vegna einstakra mála skilja lítið eftir sig og það sem stendur upp úr er að ríkisstjórnin tók til við að framfylgja áherslumálum sínum úr kosningabaráttu og stefnuyfirlýsingu markvissum og öruggum skref- um. Þingstörfin einkenndust af því, að almennur skilningur er á því að framundan eru miklir mögu- leikar í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar og miklu skiptir að ríkisstjórn og Alþingi búi vel í haginn þann- ig að fyrirsjáanlegur hagvöxtur og aukin umsvif í at- vinnulífinu leiði ekki til ofþenslu heldur skili raun- verulega bættri afkomu til heimilanna í landinu. Ábyrg stefna í ríkisfjármálum Stærsta verkefni hvers haustþings er að ganga frá fjárlögum komandi árs. Að þessu sinni gekk fjár- lagavinnan vel og lauk fyrr en venja hefur verið. Á undanförnum árum hafa verið stigin skref í þá átt að flýta þessu ferli, en fyrir fáeinum árum var það nánast viðtekin venja að afgreiðsla fjárlaga dróst allt fram undir jól og jafnvel kom fyrir að kalla þurfti þing sam- an milli jóla og nýárs til að ljúka vinnunni. Annað sem einkenndi fjárlagavinnuna var að gangur á fjárlögum jókst frá því frumvarpið var lagt fram í haust og þar til fjárlögin voru samþyk endanlegri mynd að lokinni þriðju umræðu. Þett óvenjulegt, enda hefur oftast nær gengið á fjárla afganginn í meðförum þingsins eða halli myndas og algengt var á árum áður. Að þessu sinni stóðs stjórnarmeirihlutinn þá freistingu að auka útgjö til samræmis við fyrirsjáanlega tekjuaukningu o það skýr skilaboð um þá auknu aðhaldssemi í rík isfjármálum, sem boðuð hefur verið á næstu áru Niðurstaðan í ríkisfjármálum er því vel viðuna þótt sá sem þetta ritar hefði vissulega kosið að le yrði gengið að þessu sinni í að draga úr umsvifum isins með það að markmiði að lækka bæði tekju- gjaldahlið fjárlaganna. Þær aðstæður skapast h vegar ekki í einu vetfangi. Langtímastefna rík- isstjórnarinnar gerir ráð fyrir því að samneysla inu, þ.e. samanlögð útgjöld ríkis og sveitarfélaga minnki sem hlutfall af landsframleiðslu frá ári ti næstu fjórum árum og er ljóst að það markmið k verulegs aðhalds í ríkisrekstrinum, jafnvel þótt sé ráð fyrir verulegri aukningu landsframleiðslu Mikils er um vert að þessi stefna nái fram að gan enda er ljóst að með því móti er ríkisvaldið bæði leggja sitt af mörkum til að halda aftur af ofþens jafnframt að tryggja svigrúm til boðaðra skattal Eftir Birgi Ármannsson ’ Iðulega er lítið samræmi msjónarmiða þeirra samfylking armanna sem boða ábyrgð og festu í ríkisrekstrinum og þei þingmanna flokksins, sem ga rýna allar aðhaldsaðgerðir og búnir eru að styðja hverja ein ustu tillögu sem fram kemur þinginu um aukin útgjöld til hinna ýmsu málaflokka. ‘ 28 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F rakkar og Þjóðverjar hafa litið á sig sem „harða kjarnann“ í Evrópusam- bandinu, umkringdan sam- miðja hringjum samstarfs- ríkja sem létu sér ekki jafnumhugað um Evrópusamrunann. Aðeins hinum þjóð- unum fjórum sem tóku þátt í stofnun Evrópubandalagsins – Ítölum, Belgum, Hollendingum og Lúxemborgurum – var hleypt inn í innsta hring hinna sönnu bakhjarla Evrópuhugsjónarinnar. Enginn vafi leikur á því að sættir Frakka og Þjóðverja – sem elduðu lengi grátt silfur saman – hafa verið aflvél Evr- ópusamrunans í hálfa öld. Nú um stundir virðist hins vegar þýsk-franska parið vera orðið að veikasta hlekknum í Evrópusam- bandinu. Vélin hefur breyst í hemla. Óeining Vesturlanda í Íraksmálinu innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna – og andstaða stjórna Jacques Chiracs og Gerhards Schröders við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak – sýndi að samband Frakka og Þjóðverja getur haft slæmar aukaverkanir. Mörg- um öðrum aðildarlöndum Evrópusam- bandsins gramdist það að Frakkar og Þjóðverjar virtust líta á sig sem tals- menn sambandsins í málinu. „Harði kjarni“ Evrópusambandsins er ekki markmið í sjálfu sér. Tilgangur hans er að vinna bug á þjóðareigingirni og gefa gott fordæmi. Fransk-þýska parið dregur Evrópuríkin saman starfi það í anda fjölþjóðlegs samstarfs. Þetta er hins vegar einmitt það sem Frakkar og Þjóðverjar forðast núna á mörgum sviðum Evrópusamrunans. Í október í fyrra náðu Chirac og Schröder samkomulagi, sem snerist um sameiginlega landbúnaðarstefnu Evr- ópusambandsins, til að tryggja að Frakkland yrði áfram það ríki sem fengi mest úr landbúnaðarsjóðum sambands- ins eftir að aðildarríkjunum fjölgar um tíu á næsta ári. Um helmingurinn af ráð- stöfunarfé sambandsins rennur til land- búnaðarins – sem er til lítils sóma fyrir ríkjasamband sem stefnir að því að gegna mikilvægu hlutverki á al- þjóðavettvangi. Nú hafa Frakkar og Þjóðverjar lagt til atlögu við sáttmálann sem setti stoðir undir sameiginlegu myntina, evruna. Ríkin tvö hafa enn einu sinni myndað „bandalag hinna óviljugu“ – í þetta sinn gegn viðurlögum stöðugleikasáttmálans sem kveður á um að fjárlagahalli aðild- arríkja myntbandalagsins megi ekki vera meiri en 3% af vergri landsfram- leiðslu. Evrópski seðlabankinn hefur gefið til kynna að verði stöðugleikasáttmálinn virtur að vettugi geti það leitt til vaxta- hækkana á evru-svæðinu. Með öðrum orðum myndu þau ríki sem fylgja ákvæðum sáttmálans þurfa að bera kostnaðinn af aðhaldsleysinu í ríkisfjár- málum Frakklands og Þýskalands. Framferði þýskra stjórnvalda er einkar ergilegt vegna þess að Þjóðverjar voru öflugustu stuðningsmenn stöð- ugleikasáttmálans. Undir stjórn Hel- muts Kohls féllust þeir á að leggja þýska markið niður í þágu Evrópusamrunans, en einnig til að sefa ótta Frakka við að Þjóðverjar fengju forræði í peninga- málum yfir grannríkjum sínum. Frakk- ar þurftu að sætta sig við stöð- ugleikasáttmálann til að sannfæra þýskan almenning, sem var tregur til að leggja ástkæran gjaldmiðil sinn niður, um að evran yrði ja markið. Menn ættu að líta hlut að þeim beri að f jafnvel þótt það þýði til óvinsælla sparnað Það er skiljanlegt að ópuþjóðir eins og Ho geti ekki sætt sig við Frakkar og Þjóðverj vera rétthærri en mi viðtekin venja í Evró Evrópusamruninn g Þjóðverjar taka e að grafa undan orðs sem efnahagslegs d reipis stöðugleika í Evrópusambandsin grafið undan megin alþjóðavettvangi – þ gegna hlutverki „he svo skírskotað sé til Bismarcks. Eftir síðari heims anríkisstefna Þýska til Bandaríkjanna, F lands, smærri ESB ur-Evrópu og Rúss ríkiserindrekstri fó velja á milli stjórnva ington, Moskvu og V bandsins og Atlants stóru grannríkjann Ef þeir komust ekk Eftir Michael Mertes Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac F á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrr í mánuðinum. © Project Syndicate. „Harði kjarninn“ o að veikasta hlekk E LÍBÝA OG VESTURLÖND Tony Blair, forsætisráðherraBreta, skýrði frá því áföstudagskvöld, að sam- komulag hefði tekizt við Líbýu um að ríkið hætti algerlega við öll áform um framleiðslu gereyðing- arvopna. Jafnframt kom fram, að Líbýumenn hefðu skýrt Bretum frá því að þeir hefðu reynt að þróa gereyðingarvopn og langdrægar eldflaugar. Í Morgunblaðinu í gær kom fram, að brezkir og bandarískir sérfræðingar hefðu fengið leyfi til að skoða sumar af stöðvum Lýbíu- manna og það hefði komið þeim á óvart hve stutt hefði verið í að þeir hefðu getað framleitt kjarna- vopn. Nú hafa Líbýumenn ákveðið að leggja niður þær verksmiðjur sem áður voru notaðar í þessu skyni og þeir hafa samþykkt að takmarka drægi eldflauga sinna við 300 km. Áður höfðu Líbýumenn jafnan neitað því að þeir ynnu að slíkri framleiðslu og sagt að um væri að ræða áburðarframleiðslu. Þetta samkomulag er merkilegt af mörgum ástæðum. Gaddafi hef- ur ríkt lengi í Líbýu. Í stjórnartíð hans hafa Líbýumenn verið afar herskáir og fremur lagt sitt af mörkum til þess að auka viðsjár í Miðausturlöndum en draga úr þeim. Líbýa hefur einnig verið skjól og athvarf fyrir hryðju- verkamenn, sem jafnvel hafa hlot- ið þar þjálfun og Líbýumenn sjálf- ir hafa staðið fyrir hryðjuverkum á Vesturlöndum. Athygli vekur, að fulltrúar Líb- ýu nálguðust Breta í marzmánuði sl. eða um svipað leyti og Bretar og Bandaríkjamenn hófu innrás í Írak. Miklar líkur eru á því, að þarna séu bein tengsl á milli. Þeg- ar stjórnendum Líbýu varð ljóst, að Bandaríkjamönnum og Bretum var full alvara að beita hervaldi til þess að rífa upp með rótum valda- stöðvar alþjóðlegra hryðjuverka- manna hafa þeir ekki viljað taka þá áhættu, að spjótunum yrði beint að þeim sjálfum. Þess vegna eru miklar líkur á því, að sam- komulagið við Líbýu nú, sem mun leiða til eðlilegra samskipta milli þeirra og Vesturlanda sé vísbend- ing um að hörð afstaða til hryðju- verkamanna og þeirra ríkja sem veita þeim skjól sé byrjuð að bera verulegan árangur. Augljóst er af viðbrögðum um- heimsins að ákvörðun Gaddafis þykir skipta miklu máli. Það eru ekki bara Blair og Bush sem fagna henni heldur hafa ríkisstjórnir bæði Japans og Kína tekið í sama streng. Með samkomulaginu við Líbýu- stjórn hefur ríki, sem hingað til hefur stutt við bakið á alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi, snúið við blaðinu. Nú geta hryðjuverka- menn ekki lengur leitað þangað. Þeir eiga erfitt um vik að athafna sig í Írak og stöðugt þrengir að þeim í Afganistan. Þrátt fyrir allt er einhver árangur að nást, þótt Bandaríkjamenn búist nú við hinu versta næstu daga og vikur. DANSKA UTANRÍKISÞJÓNUSTAN Danska ríkisstjórnin hefurákveðið að draga verulega úr útgjöldum til utanríkisþjónustu Dana. Á næstu tveimur árum verða lagðar niður 130 stöður. Út- gjöld verða skorin niður um sem svarar 1.700 milljónum íslenzkra króna. Jafnframt verður ferðakostnað- ur lækkaður svo og útgjöld vegna húsnæðismála í útlöndum. Hingað til hafa sendimenn Dana í öðrum löndum fengið húsnæði, sem danska ríkið hefur séð þeim fyrir en nú fá þeir ákveðna fjárhæð vegna húsnæðis og verða sjálfir að leita sér að íbúðum eða húsum. Nú þegar hefur einn danskur sendi- herra verið beðinn um að flytja í ódýrara húsnæði. Þá verður gert meira af því að ráða fólk í viðkom- andi löndum til starfa í sendiráð- um Dana í stað þess að senda það frá Danmörku, sem er dýrara. Þetta er önnur umferð núver- andi ríkisstjórnar í Danmörku í sparnaðaraðgerðum í utanríkis- þjónustunni. Í hinni fyrri voru lögð niður 10 sendiráð og stöðum fækkað um 120. Þetta eru athyglisverðar fréttir. Íslenzka utanríkisþjónustan hefur frá upphafi tekið mjög mið af hinni dönsku. Aðstaða íslenzkra sendimanna erlendis hefur tekið mið af því, sem gerist með smærri þjóðum, þótt öllum sé ljóst, að smáþjóð á borð við okkur Íslend- inga hlýtur að sýna meira hóf en önnur og stærri ríki. Í ljósi þess, að við höfum jafnan sniðið starfsemi utanríkisþjón- ustu okkar að því, sem gert hefur verið hjá Dönum er spurning, hvort við getum ekki líka lært eitthvað af þeim að þessu sinni. Augljóst er að að því er varðar húsnæðismál danskra sendimanna eru Danir að hverfa til áþekks kerfis og ríkti hér fyrir aldar- fjórðungi. Eru einhver sérstök rök fyrir því, að hið sama geti ekki átt við um sendimenn íslenzka rík- isins? Sendiráðum hefur verið fjölgað töluvert á nokkrum undanförnum árum. Sterk rök eru fyrir opnun alla vega sumra þeirra sendiráða. En er kannski hægt að færa rök fyrir því að loka öðrum í staðinn? Það sýnist ástæða til að ríkis- stjórn og fjárveitingavaldið, Al- þingi, skoði hinar dönsku aðgerðir ofan í kjölinn með það í huga að kanna rækilega sparnaðarmögu- leika í okkar utanríkisþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.