Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 347. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fara ekki í jólaköttinn Kettirnir Fróði og Kolbeinn fá fjölda jólapakka | Daglegt líf íþróttir| Mál Ferdinands fyrir almenna dómstóla  Haukar unnu en féllu úr keppni Fasteignir | Árið 2003 metár í fasteignaviðskiptum Geislahitun og gólfhitun Börnum gefin megrunarpilla? LYFJAFYRIRTÆKIÐ Hoff- mann-La Roche vill að leyft verði að gefa börnum niður í 12 ára aldur megrunarpillu er nefnist Xenical, að sögn Aften- posten í Noregi. Fyrirtækið hyggst á næsta ári sækja um slíkt leyfi hjá evrópska lyfjaeft- irlitinu, EMEA. Jan Rosenvinge, sem er pró- fessor í barnasálarfræði við Tromsø-háskóla, hefur efasemd- ir um að rétt sé að láta börn nota megrunarlyf og segir að það ætti eingöngu að gera þeg- ar um óvenju mikinn offitu- vanda sé að ræða. Hann bendir á að almenn notkun verði ekki til þess að draga úr þrýst- ingnum á börn og unglinga um að vera tággrönn eins og fyrir- sætur. Niðurstöður rannsóknar sem Rosenvinge stóð fyrir benda til þess að fjórði hver tíu ára Norðmaður hafi annaðhvort farið í megrun eða einhvern tíma velt því fyrir sér að gera það. Annar sérfræðingur, Runi Børresen, segir að lyf leysi ekki vandann til langframa. „Þegar börn eru of feit er það ekki að- eins barnið sem þarf að breyta lífsvenjum og mataræði heldur öll fjölskyldan,“ segir hún. VETRARSÓLSTÖÐUR eru í dag en þá er sólar- gangur stystur á árinu. Sólstöður vísa til þess að sólin hættir að hækka eða lækka á lofti. Hún kemst þá lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs og eru sólstöður tvisvar á ári, vetrar- sólstöður á tímabilinu 20. til 23. desember og sum- arsólstöður á tímabilinu 20. til 22. júní, þegar sól- argangurinn er lengstur. Sólin hækkar nú á lofti með hverjum deginum næstu sex mánuðina. Morgunblaðið/Kristinn Stysti sólargangur ársins KAUPÞING Búnaðarbanki á í viðræðum við stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis um kaup á SPRON. Viðræðurnar eru á lokastigi og er búist við tilkynningu um niðurstöðu þeirra í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má búast við, að Kaup- þing Búnaðarbanki kaupi SPRON á nálægt 9 millj- arða króna. SPRON verður rekinn áfram sem sjálf- stæð eining, þar sem lögð verður áherzla hér eftir sem hingað til á einstaklingsviðskipti en markaðs- hlutdeild sparisjóðsins á því sviði bankaviðskipta er umtalsverð á höfuðborgarsvæðinu. Með þessum viðskiptum verður til stór sjóður, sem sennilega mun eiga 6 milljarða króna, í eigu sjálfseignarstofnunar, sem árlega leggur til menn- ingar- og líknarmála nokkur hundruð milljónir króna. Í hlut um 1.100 stofnfjáreigenda munu koma um 3 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er að- dragandi þessara viðskipta skammur. Stjórn SPRON mun hafa leitað eftir tilboðum frá Kaup- þingi Búnaðarbanka, Landsbanka Íslands og Ís- landsbanka fyrir nokkrum dögum, um fyrirkomu- lag viðskiptanna og verð, og var tilboðum skilað síðdegis sl. föstudag. Tilboð Kaupþings Búnaðar- banka var umtalsvert hærra en hinna bankanna. Í kjölfar þessara viðskipta má gera ráð fyrir, að kapphlaup hefjist milli bankanna um kaup á öðrum sparisjóðum á sama grundvelli. Stjórnin hefur kannað ýmsa möguleika Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á vegum stjórnarinnar hefðu verið kannaðir ýmsir mögu- leikar á því að gefa stofnfjáreigendum kost á því að selja stofnfjárbréf sín hærra verði en unnt hafi ver- ið, svo sem Fjármálaeftirlitið hafi talið heimilt að gera. „Einn af þeim kostum hefur verið einskonar samstarf eða samvinna í bankakerfinu. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði Jón. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um málið. Á síðasta ári var unnið að því að breyta SPRON í hlutafélag. Þá gerðu fimm stofnfjáreigendur tilboð í hlut annarra stofnfjáreigenda við mun hærra verði. Tilgangurinn var að Búnaðarbankinn eignaðist sparisjóðinn. Stjórn SPRON lagðist gegn þessum áformum, taldi sér ekki heimilt að samþykkja þau, og vísaði meðal annars til álits Fjármálaeftirlitsins. Í áliti þess kom einnig fram að þágildandi löggjöf fæli ekki í sér bann við að stofnfjáreigandi í spari- sjóði gæti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði fengi hann til þess lögmælt samþykki stjórnar. Í lögum um fjármálafyrirtæki sem samþykkt voru fyrir ári voru síðan ákvæði sem ætluð voru til að styrkja yf- irtökuvarnir sparisjóðanna. Til að salan geti átt sér stað þarf að breyta SPRON í hlutafélag. Í lögum er gert ráð fyrir að það þurfi að gerast að tillögu stjórnarinnar. Stofnfjár- eigendur fá sem gagngjald hlutafé í félaginu og skal það nema sama hlutfalli og stofnfé af áætluðu mark- aðsverði sparisjóðsins, samkvæmt mati óháðs aðila. Sá hluti hlutafjárins sem stofnfjáraðilar fá ekki í sinn hlut rennur til sjálfseignarstofnunarinnar. Kaupverð um 9 milljarðar króna  Til verður 6 milljarða sjóður, sem leggur fé til menningar- og líknarmála  1.100 stofnfjáreigendur fá 3 milljarða í sinn hlut Kaupþing Búnaðar- banki kaupir SPRON FORSETI Egyptalands, Hosni Mubarak, hvatti í gær Ísraela til að eyða gereyðingarvopnum sínum í kjölfar þess að Líbýumenn hafa nú tekið slíka ákvörðun eftir margra mánaða leynilegar samningaviðræð- ur við fulltrúa Bandaríkjamanna og Breta. „Þetta var jákvætt skref sem hefur afleiðingar um allan heim og verður einnig að gera það í Ísrael,“ sagði Mubarak. Sérfræðingar í varn- armálum álíta að Ísraelar ráði nú yf- ir um 200 kjarnorkusprengjum. Fulltrúar stjórnvalda í Íran og fleiri múslímalöndum tóku í sama streng og Mubarak. Að sögn breskra fjölmiðla hafa Líbýumenn látið stjórnvöldum í Washington og London í té um- fangsmiklar og „nákvæmar upplýs- ingar“ um mörg hundruð liðsmenn al-Qaeda og annarra hermdarverka- samtaka. Ráðuneyti heimavarna í Bandaríkjunum hækkaði í gær við- búnaðarstig hryðjuverkahættu vegna aukinnar hættu á árás af hálfu liðsmanna al-Qaeda úr „gulum“ í „appelsínugulan“. Tom Ridge, ráð- herra heimavarna, sagði að hættan hefði sennilega ekki verið meiri frá því árásirnar miklu voru gerðar í september árið 2001. Ákvörðun Líbýu sögð sigur fyrir Bush Ýmis bandarísk blöð sem hafa ver- ið gagnrýnin á stefnu George W. Bush forseta, þ. á m. The New York Times og The Washington Post, sögðu um helgina í leiðurum að ákvörðun Gaddafis væri sigur fyrir stefnu Bush. Innrásin í Írak og valdamissir Saddams hefði ýtt undir ótta Líbýuleiðtogans um að verða hrakinn frá völdum með hervaldi. Ísraelar eyði sínum vopnum Leiðtogar múslímaríkja Kaíró, Tripoli, Washington. AP, AFP. Reuters Bandaríski ráðherrann Tom Ridge varaði í gær við aukinni hættu á miklu hryðjuverki yfir hátíðarnar. Íþróttir og Fasteignir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.