Morgunblaðið - 22.12.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 22.12.2003, Síða 22
LISTIR 22 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gátlisti fyrir fjallafer›ir fylgir Jólagjöf jeppamannsins Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888 Fæst í næstu bókabú› Munið að slökkva á kertunum          Ekki setja kerti ofan í hvað sem er - falleg glös geta hitnað og sprungið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef kerti eru sett ofan í þau. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins      Nineteen articles and speeches er eftir Finnboga Guðmundsson. Meginviðfangsefni höfundar eru ís- lenskar fornbók- menntir, verk Snorra Sturluson- ar og Orkney- ingasaga, Vestur-Íslendingar og við- horf þeirra til Íslands og þá sérstaklega til ljóðskáldsins Steph- ans G. Stephanssonar. Þá er hér að finna greinar um Landsbókasafnið og hlutverk bókarinnar hérlendis, auk greina um ættarmót og ættfræði sem höfundurinn hefur fengist við. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 200 bls. Verð: 3.490 kr. Fræðibók BIRGIR Svan er löngu kunnur fyrir ljóð sín, hann hóf feril sinn með Hraðfrystum ljóðum árið 1975. Fjall í hvítri skyrtu er sögð á bókarkápu vera fimmtánda ljóðabók skálds- ins en þá er væntanlega talið með úrvalið Á fallaskiptum sem kom út árið 1989. Þegar Birgir hóf yrkingar á átt- unda áratugnum var nýraunsæið svokallaða ráð- andi í bókmennt- unum með tilheyrandi verkalýðsbar- áttu og beittri samfélagsgagnrýni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ljóðagerð Birgis Svans hefur þróast með árunum. Árið 1987 sendi hann frá sér bókina Storm- fugla þar sem segir á einum stað „að breyta heiminum/með ljóði/jafnast á við/að stöðva hraðlest/með berum höndum“. Þó hér sé kannski full- djúpt í árinni tekið er þetta til marks um að ljóðlist Birgis stefnir inn á við eftir því sem líður á fer- ilinn. Rödd skáldsins verður hóg- værari og heimspekilegar vanga- veltur fá meira rúm. En ekki má gera lítið úr ádeilunni, hún breytist og verður mildari en hverfur ekki, skáldið er félagslega þenkjandi eftir sem áður. Fjall í hvítri skyrtu skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hluti geymir rúmlega 20 ljóð, í öðrum hluta eru smáljóð, sem eru aðeins þrjár línur hvert. Lokahlutinn inniheldur örsögur sem skáldið hefur verið að spreyta sig á upp á síðkastið. Hér verður einkum fjallað um fyrsta hlutann en þar liggur þunga- miðja verksins greinilega. Lesanda verður fljótt ljóst að agað ljóðskáld stýrir penna, víða er myndmál skáldlegt og tilþrifamikið og skemmmtilega óraunverulegt á köfl- um. Málbeiting er frumleg og lík- ingar framandi á köflum og líkt og súrrealismi skjóti stundum upp koll- inum. Sem dæmi má taka upphafs- ljóðið „Næturljóð“ þar sem Birgir Svan yrkir um stórborg að hætti svo margra nútímaskálda. Eins og franska skáldinu Baudelaire finnst honum hún vera óraunveruleg og engin leið að skilgreina svo flókið fyrirbæri af viti en það er hægt að tjá þessa framandleika-tilfinningu á skáldlegan hátt eins og Birgir gerir í lokalínum ljóðsins: Hvernig ber að skilja borg? Er hún vörn þín eða sókn? myrkrið sem flæðir eða ljósið sem klífur ryðgaðan brunastiga? Í sömu andrá má einnig nefna ljóðin Með bláum handklæðum og Hrammur. Hið fyrrnefnda er kraft- mikið og hnitmiðuðum myndhverf- ingum brugðið upp úr ólíkum áttum. Hið síðarnefnda er lágværara og um leið persónulegra og virðist fjalla um tilvistarkreppu mælandans sem „fer með veggjum“ og lætur fara lít- ið fyrir sér. Lokin eru falleg og tregablandin: „Ég sigli með haust- laufinu/inn í skugga trjánna.“ Þessi tónn er sleginn í fleiri ljóðum Fjalls í hvítri skyrtu, vaxandi tilfinning fyrir forgengileik lífsins sést t.d. í ljóðinu „Upplitun“ þar sem hár skáldsins hvítnar með degi hverjum. En það væri synd að segja að vol og víl ein- kenni þessa ljóðabók Birgis Svan. Gamansemi hans er jafnan skammt undan og litar hún mörg ljóðanna og gerir þau manneskjuleg og hlý. Sem dæmi má taka ljóðið „Hotel Americ- ane/Amsterdam“ þar sem ljóðmæl- andi ber saman hið ævintýralega líf hetja Hemingways og sitt viðburða- snauða líf. Hann hefur aldrei lent í lífsháska, komst næst því „þegar ég datt um köttinn/í stofunni minni“. Þá er ljóðmælandi bindindismaður á vín og tóbak og tekur auk þess „fót- bolta fram yfir nautaat“ og telur lík- legast að enda ævi sína á elliheim- ilinu meðan Hemingway hvarf „af sviðinu í púðurreyk“. Þrátt fyrir þennan reginmun er Hemingway vottuð virðing með orðunum „þú gafst smásmugulegu lífi okkar gildi“. Gamansemin hefur einnig brodd í ljóðinu „Þjóðskáldsins stað- hæfing“ þar sem skáldið fær ekki at- vinnutilboð fyrr en allt listamanns- legt er fellt brott úr auglýsingunni. En það má líka finna að ýmsu varðandi Fjall í hvítri skyrtu. Í fyrsta lagi er prentunin slök, letrið óljóst og dauft. Það er mikill munur á þessari útgáfu og t.a.m. Ferð mín góð frá 1997 hvað prentun og pappír varðar. Annað atriði sem tengist hinu fyrra er yfirlesturinn á handrit- inu. Þar hafa óþarfa villur fengið að fara óáreittar í gegn á borð við vís- unina í frásögn Biblíunnar þegar Kristur mettar mannfjöldann með tveim fiskum og fimm brauðum þar sem fiskarnir eru orðnir þrír, einnig er sögnin að hvika misrituð „kvika“ í annars ágætu ljóði um Jón Sigurðs- son sem skreppur á kaffihús við Austurvöll og spjallar við skáldið. Einnig má nefna að ranglega er far- ið með orðatiltækið „að eiga hvergi höfði að að halla“ í kaflanum Kaffi á Kýrunnarstöðum, ljóði 6. En það sem stendur upp úr að lestri loknum er að Fjall í hvítri skyrtu er góð ljóðabók. Smáljóðin eru snotur og oft dregnar upp ljóð- rænar myndir í knöppu formi af ferðalagi skáldsins, t.d. um Horn- strandir. Örsögurnar eru hnyttilega orðaðar og áhugaverðar þær bestu, en bera með sér að skáldið er að gera tilraunir með formið og þreifa sig áfram. Eins og fram hefur komið sýnir Birgir Svan oft mikil tilþrif í fyrsta hlutanum. Í bestu ljóðunum er myndmálið skemmtilega ólíkinda- legt, jafnvel fjarstæðukennt, nánast súrrealískt á köflum. Ljóðin eru einnig dálítið torræð og valda les- anda nokkrum heilabrotum. Þetta á við ljóð á borð við „Hekelaan“ , „Ljóð“ og „Eftir verslunarmanna- helgi“. Það er við hæfi að vitna að lokum í eitt besta ljóð bókarinnar sem heitir „Ef út í það er farið“. Þar er m.a. þessar línur að finna: Og margan kitlar í iljarnar þegar næturfiðrildin fara á stjá og þögnin leggur teina úr ilmandi draumum. BÆKUR Ljóð Ljóð og örsögur. Birgir Svan Símonarson. Fótmál - Neðanjarðarútgáfa. Hafnarfirði, 2003, 62 bls. FJALL Í HVÍTRI SKYRTU Næturfiðrildi og ilmandi draumar Birgir Svan Símonarson Guðbjörn Sigurmundsson Planning in Iceland – From the Settle- ment to Pres- ent Times nefnist ensk útgáfa bók- arinnar Skipu- lag á Íslandi – Frá landnámi til líðandi stundar eftir Trausta Vals- son. Bókin kom út í fyrra. Bókin er fyrsta rit sinnar teg- undar um manngert umhverfi á Ís- landi. Þróunin er rakin allt frá land- námi til líðandi stundar. Fjallað er um náttúruna sem hið mótandi afl í þróun byggðarinnar, byggðarmótun, skipulagsþróun bæja og svæða, þróun kerfa á landsvísu og loks um þróanir seinni tíma. Þar er hug- myndahræringum við upphaf 21. aldar lýst og hvernig þær breyta þróun stærstu bæjanna og byggð- arsvæðanna í landinu. Bókinni fylgir fjöldi skráa og skipulags- manntal auk 1.250 mynda og upp- drátta. Trausti Valsson lauk námi af skipulagslínu TU í Berlín 1972. Hann starfaði við Þróunarstofnun m.a. við Grænu byltinguna og gerð aðalskipulags fyrir Úlfarsfells- svæðið. Var skipaður í fyrstu stöðu prófessors í skipulagsfræði við HÍ árið 2000. Trausti hefur skrifað fjölda greina og bóka, og er þessi bók sú tíunda. Hann hefur hlotið verðlaun í mörg- um samkeppnum og margs konar aðrar viðurkenningar. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin 480 bls., í stóru broti. Verð: 6.900 kr. Skipulagsmál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.