Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VINAHÓPURINN er það fé- lagsumhverfi þar sem ungt fólk lærir að drekka og hvernig fólk hagar sér undir áhrifum. Ungt fólk er valið í fé- lagsskap þeirra sem drekka vegna drykkjuvenja og við- horfa gagnvart drykkju og á móti vel- ur ungt fólk sér, eins og fullorðnir, vini sem samræmast þeirra eig- in drykkjuvenjum og viðhorfum. Þannig má finna í hverju fé- lagslegu tengslaneti einsleit viðhorf gagn- vart áfengi. Þetta ferli er oft kallað „fé- lagsþrýstingur“. Venjulega er talsvert ósamræmi milli vænt- inga og hlutverka inn- an fjölskyldunnar og þess sem viðhefst í drykkjuvinahópi. Þegar áfengi mótar lífsstíl einstaklings verður það einnig aðal- áhrifavaldurinn í því hvernig vinahópurinn mótast. Áfengisneysla getur aukið tilfinninga- legan óstöðuleika sem endurspeglast gjarnan í samskiptum innan vinahópsins. Hvað ofbeldisglæpi snertir gerast þeir í óvenju háu hlut- falli innan vina- og kunningjahóps þeirra sem misnota áfengi, hvort sem um ræðir gerendur eða þolendur. Konur, sérstaklega ungar konur, geta átt mjög erfitt uppdráttar í vina- hópi þar sem áfengi er misnotað. Hugtök á borð við „kunningja-“ og „stefnumótanauðgun“ bera vitni um tilvist þessa vandamáls. Það hefur stundum verið talið að áhættusækin og andfélagsleg hegðun undir áhrif- um sé ekki metin eins alvarlega og samskonar hegðun framkvæmd án þess að vera undir áhrifum. Nýlegar rannsóknir gefa hinsvegar til kynna að almenningur telur það ekki við- unandi skýringu að vera undir áhrif- um þegar brot á sér stað. Fjölskylduofbeldi tengist sterk- lega misnotkun áfengis og er styrkur þeirra tengsla sennilega vanmetinn. Réttarfars- og menningarlegir þættir vega sennilega þungt í hversu auðvelt er að safna slíkum upplýsingum sem og óttinn um líf og heilsu fjölskyldu- meðlima við að tilkynna ofbeldi af þessu tagi. Ljóst er hinsvegar að áfengi spilar hér verulega stórt hlut- verk. Börnin verða hvað verst fyrir barðinu á drykkjuvandamálum innan fjölskyldunnar. En það er sér- staklega vegna þess að þau eiga svo erfitt með að verja sig gagnvart bein- um og óbeinum afleiðingum. Sam- kvæmt samantekt á rannsóknum nokkurra landa fæðist eitt af hverjum 3.000 börnum með „fetal alcohol syndrome“. Rannsóknir hafa einnig sýnt að misnotkun, óöryggi, af- skiptaleysi og einangrun hjá börnum eru mun algengari í fjölskyldum þar sem áfengi er misnotað. Það er því ljóst að drykkja foreldra getur haft mjög alvarlegar afleiðingar á þroska barna. Rannsóknir á langtíma- áhrifum ofneyslu áfeng- is foreldra eru sumar mótsagnakenndar. Þeim virðist þó flestum bera saman um að lík- urnar á að barnið mis- noti áfengi seinna í líf- inu, eða verði uppvíst af annarri frávikshegðun, eru tví- til tífaldar miðað við samanburðarhóp. Í því samhengi hefur ver- ið bent á nokkra þætti sem virðast hafa sterk- ari tengsl en aðrir, m.a. skortur á samkomulagi foreldra um uppeldis- aðferðir, lítil samvera fjölskyldu og börn eru mikið ein. Makar þeirra sem misnota áfengi þurfa sömuleiðis að gjalda dýrum dómi. Þeim er hættara við of- beldi eins og fyrr greinir og þótt aðeins séu til til- gátur um hvernig ber að skýra þessi tengsl eru þau óhjákvæmilega mjög sterk. En maka stafar ekki einungis hætta af beinu ofbeldi heldur hefur þessi staða tölu- verð áhrif á lífsgæði og andlega heilsu. Það er við þessar aðstæður sem sumir fara að sjá merki um með- virkni maka. En hvort sem hennar nýtur við eða ekki mun lang- tímamisnotkun áfengis hafa veruleg neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði maka og líklega enda með sam- bandsslitum, eins og margar rann- sóknir á orsökum skilnaðar hafa bent á. Neikvæð áhrif misnotkunar áfeng- is á aðra fjölskyldumeðlimi, sér- staklega börnin, hefur verið sér- staklega í umræðunni og gefið mikið pláss í heilbrigðisstefnum, m.a. hjá WHO. Í því samhengi má nefna að aðgerðir sem miða að því að auka þátt allra fjölskyldumeðlima í með- ferð þess sem misnotar áfengi hafa skilað mjög góðum árangri. Til eru fjölmargar rannsóknir á áhrifum áfengisneyslu á framleiðni og vinnuframa. Það er t.d. þekkt að þeir sem ofneyta áfengis taka sér oft- ar frí frá vinnu en aðrir og eru þannig mjög kostnaðarsamir vinnuveit- endum sínum. Rannsóknir benda einnig til þess að atvinnuleysi og óhófleg neysla áfengis fari oft saman. Tengsl hér ganga sennilega í báðar áttir: þeir sem nota áfengi óhóflega eru líklegri til þess að missa vinnuna og þá er einnig hugsanlegt að ein- hverjir sem missa vinnuna séu lík- legri til þess að byrja að neyta áfeng- is óhóflega. Óhófleg neysla áfengis getur haft margs konar áhrif á árangur í námi. Mikil drykkja foreldra hefur sterk tengsl við lélegan árangur barna í skóla, fjarveru og brottfall. Þá skerð- ir áfengisneysla verulega hæfni for- eldra til að skila af sér uppeldis- hlutverkinu á sómasamlegan hátt og þá um leið möguleika barnsins til þess að standa sig vel. Þá skerðir drykkja nemenda einnig verulega hæfni þeirra í skóla og möguleika til frekara náms. Nokkrar rannsóknir hafa bent á að líklegra sé að þeir sem misnota áfengi flosni úr námi en aðr- ir. Félagslegt tengslanet og misnotkun áfengis Rafn M. Jónsson skrifar um áfengismál Rafn M. Jónsson ’Fjölskyldu-ofbeldi tengist sterklega mis- notkun áfengis og er styrkur þeirra tengsla sennilega van- metinn.‘ Höfundur er ráðgjafi hjá Nýrri leið – Ráðgjöf. UMRÆÐAN Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ✝ Sigríður Péturs-dóttir fæddist á Laugum í Súganda- firði 21. október 1910. Hún andaðist á heimili sínu, Nönnu- götu 8 í Reykjavík, að kvöldi sunnu- dagsins 14. desem- ber síðastliðins. Sig- ríður ólst upp á Laugum hjá foreldr- um sínum, þeim Pétri bónda Svein- björnssyni, f. 21.5. 1881 – d. 11.7. 1950, og konu hans Krist- jönu Friðbertsdóttur, f. 24.4. 1884 – d. 2.9. 1981. Systkini Sigríðar voru þessi: Guðmundína, f. 18.3. 1908 – d. 6.5. 1995, verkakona á Suðureyri í Súgandafirði; Frið- bert, f. 31.10. 1909 – d. 30.5. 1994, bóndi í Botni í Súgandafirði; Þórð- ur, f. 23.1. 1913 – d. 15.6. 1992, vél- stjóri á Suðureyri; Páll Helgi, f. 26.4. 1914 – d. 7.8. 1989, bóndi á Laugum í Súgandafirði; Kristján Pétur, f. 19.7. 1915 – d. 13.11. 1919; Jófríður, f. 7.9. 1916 – d. 2.6. 1972, húsfreyja á Stað í Súganda- firði; Sigmundína, f. 16.9. 1918 – d. 15.11. 1989, húsfreyja í Hafn- arfirði; Kristjana Petrína, f. 16.4. 1920, húsfreyja í Hafnarfirði; El- ísabet, f. 8.9. 1922, húsfreyja í Hafnarfirði; Sigurbjörg, f. 30.3. 1924 – d. 1.9. 1995, húsfreyja á Suðureyri; og Sveinbjörg, f. 12.9. 1926, húsfreyja á Akureyri. Fóst- ursystkini Sigríðar voru þau Þor- valdur Helgi Sveinbjörnsson, f. 4.3. 1898 – d. 25.12. 1976, og andi ritstjóri í Reykjavík, kvæntur Gíslrúnu Sigurbjörnsdóttur handavinnukennara, og eiga þau dæturnar Eddu, Höllu, Signýju, Ingu og Kötlu. 2) Pétur Jónasson, f. 23.8. 1941, ljósmyndari á Húsa- vík, kvæntur Guðnýju Helgadótt- ur og eiga þau tvö börn, Sigríði og Helga. 3) Friðbert Jónasson, f. 25.1. 1945, yfirlæknir, búsettur í Kópavogi, kvæntur Evu Jónasson menntaskólakennara. Börn þeirra eru Hanna Pála og Kristján Frið- bert og þriðja barn sitt, Jónas, eignaðist Friðbert fyrir hjóna- band. 4) Sigríður Jónasdóttir, f. 10.6. 1947, verslunarmaður í Kópavogi. Börn hennar eru Jó- hanna og Anna Valdimarsdætur og Magnús Helgason. 5) Krist- mundur Jónasson, f. 13.6. 1951, matreiðslumeistari í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn, Rögnu, Árna Jónas og Snæ- dísi. Fósturbörn Sigríðar Péturs- dóttur, börn sambýlismanns henn- ar og eiginkonu hans, Soffíu Kristmanníu Oddsdóttur, sem andaðist árið 1940, eru þessi: 1) Guðmundur Guðni Jónasson, f. 31.7. 1928 – d. 29.4. 1943. 2) Ind- íana Sigríður Jónasdóttir, f. 3.3. 1932, búsett í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Eiginmaður hennar er Howard Grossman fyrr- verandi dómari. 3) Rannveig Hansína Jónasdóttir, f. 26.9. 1935, lengi búsett á Stokkseyri, en nú í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jón Zóphaníasson, lengst sjómað- ur. Barnabörn Sigríðar eru 16 og barnabarnabörn 24. Eitt barna- barnabarnabarn eignaðist hún, Má Kjartansson, f. 25.4. 2001 – d. 23.1. 2002. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Sveinfríður María Sveinbjörnsdóttir, f. 16.10. 1905 – d. 23.2. 1986, en þau voru bæði systkini Péturs, föður Sigríðar, og ól- ust upp hjá honum frá árinu 1907. Á árunum 1925– 1933 var Sigríður Pét- ursdóttir í vistum hér og þar, ýmist sem vetrarstúlka eða vinnukona. Á þessu skeiði ævinnar var hún ýmist í Súganda- firði eða í Bolungar- vík, á Ísafirði eða í Reykjavík og líka í Önundarfirði, – á ekki færri en tíu heimilum alls. Á árunum 1933–1939 var hún heima hjá foreldrum sínum á Laugum með Kjartan son sinn sem fæddist þar vorið 1933. Faðir hans var Ólafur Jón Ólafsson, þá ungur maður í Súgandafirði, síðar kenn- ari, f. 16.4. 1913 – d. 26.4. 1979. Árið 1939 gerðist Sigríður ráðs- kona hjá Jónasi Sigurðssyni verkamanni og sjómanni á Suður- eyri í Súgandafirði og varð er fram liðu stundir sambýliskona hans. Bjuggu þau saman á Suður- eyri allt þar til Jónas andaðist af slysförum þann 28. nóvember 1967, en hann var fæddur á Núpi í Dýrafirði 17.12. 1904. Haustið 1968 fluttist Sigríður til Reykjavíkur og bjó æ síðan á Nönnugötu 8 hér í borg, allt til dauðadags. Börn hennar eru þessi: 1) Kjart- an Ólafsson, f. 2.6. 1933, fyrrver- Eykona móðir mín meðan við börnin þín þér skríða um skaut. Er skylt þér unnum vér oss sem fæðir og ber á barmi og brjóstum þér í blíðu og þraut. … Ofangreint vísubrot er eitt af þeim fjölmörgu vísum sem amma mín, Sigríður Pétursdóttir, nam af vörum móður sinnar, Kristjönu Friðbertsdóttur, og pabbi söng stundum fyrir okkur systurnar þegar við vorum litlar við lagið Eld- gamla Ísafold og við skildum ekki fyrr en löngu síðar hvaða móður hann söng um þá. Hitt vissum við að móðir hans var ættuð að vestan og þaðan var raunar allt hans fólk á báðar ættir og vísan var víst eftir forföður okkar, langafa hennar ömmu í móðurætt. Amma fæddist á Laugum í Súg- andafirði hinn 21. október árið 1910. Foreldrar hennar voru þau Pétur Sveinbjörnsson og Kristjana Friðbertsdóttir en þau eignuðust tólf börn á árunum 1908–1926 og var amma sú þriðja í systkinaröð- inni. Af þessum tólf börnum kom- ust ellefu upp og nú, að ömmu lát- inni, eru þrjár systur á lífi. Þessi stóri hópur ólst allur upp á Laug- um og reyndar líka nokkur fóst- urbörn þar sem agnarsmá baðstof- an var eina íveruherbergi heimilisfólks lengi framan af. Á baðstofuloftinu sat þessi stóri hóp- ur andaktugur undir húslestrum langömmu minnar alla hátíðisdaga og minntist amma eitt sinn á hvað hún hefði oft síðar undrast hvað all- ur barnaskarinn sat hljóður undir húslestrunum. Svo leiddi langamma sálmasöng og lét fólkið ,,bæna sig“ en það var gert með því að setja hönd fyrir augu og hefur amma rifjað það upp þegar hún stalst til að kíkja á milli fingranna í miðri bænastund og mætti þá ávallt fleiri forvitnum augum kíkjandi milli fingra. Er ég sannfærð um að þetta voru fyrstu en jafnframt síðustu prakkarastrikin hennar ömmu. Barnahópurinn sem ólst upp á Laugum var samhentur enda snemma látinn finna til ábyrgðar. Það var m.a. í verkahring barnanna að smala kvíaánum og þurfti tvenna roðskó í þá göngutúra. Skórnir ent- ust einna verst í sólskini því þá áttu þeir það til að soðna á steinum. En það var fljótlegt að búa þá til og sjálfsagt hafa þeir verið það eina sem heita mátti einnota á þeim bæ. Kannski að náttúra þessara skæða hafi átt sinn þátt í því að gera ömmu að þeirri kyrrsetukonu sem hún var í eðli sínu og á síðustu ár- um þoldi hún enga skó nema prjónaskó með einum tásaumi og bandi um öklann. Í barnæsku fannst henni fátt skemmtilegra en að láta bræður sína bera sig á gull- stól og svo hafði hún yndi af því að fá bækur lánaðar til lestrar hjá afa sínum, sem átti svolítið bókasafn og sú tónlist sem hún hafði mesta un- un af í uppvextinum var lækjarnið- urinn, lambsjarm í hlíð og fugla- söngur. Hlýjustu hendur í heimi átti Lóa föðursystir hennar sem var heimilisföst á Laugum og var börn- unum þar eins og önnur móðir. Þessi góði grunnur sem Lauga- heimilið lagði henni entist næstum því í heila öld. Hún átti yndislegar bernskuminningar frá Laugum en færri orð hafði hún um lífið á Suð- ureyri. Börnin voru henni mikil gæfa og bera móður sinni fagurt vitni enda kepptust þau við að lið- sinna henni á efri árum af samstill- ingu, kærleika og einhug. Ég fékk það á tilfinninguna að margt af því sem hún hafði reynt hlyti að hafa verið henni þrekraun því þessi kyrrláta kona var ekkert sérlega gefin fyrir átök. Hún fór strax eftir fermingu að vinna fyrir sér sem vinnukona eða vetrarstúlka og var um tíma í Reykjavík, á Ísa- firði, í Bolungarvík og svo á Suður- eyri. Hún eignaðist föður minn í lausaleik sem kallað var og fæddi hann með svo miklum þrautum í litlu baðstofunni á Laugum að við lá að það yrði bani þeirra beggja en frumburðurinn, Kjartan, var látinn heita í höfuðið á lækninum sem bjargaði lífi þeirra mæðgina. Amma var fámál um samband sitt við barnsföður sinn en varðveitti alla tíð mynd af honum. Aðstæður voru þeim óhagstæðar á þessum tíma og hans hugur stóð til mennta fremur en fátæktarhokurs sem þá var það eina sem þeim stóð til boða. Eftir að hún fæddi soninn var hún um kyrrt á Laugum og það var ekki fyrr en fimm til sex árum síðar sem hún var kölluð til að létta undir við heimilishald í fátæku húsi á Suður- eyri þar sem húsmóðirin lá fyrir dauðanum en eiginmaðurinn, Jónas Sigurðsson, var að basla með þrjú ung börn. Þangað réðst hún til ráðskonustarfa með frumburðinn sex ára sér við hlið. Þegar húsmóð- irin lést úr berklum hálfu öðru ári síðar varð hún áfram á heimilinu og ákváðu þau Jónas nokkru síðar að gerast sambúðarfólk til frambúðar á Suðureyri. Saman eignuðust þau fjögur börn en Jónas lést sviplega í vinnuslysi haustið 1967. Þá höfðu þau fest kaup á litlu húsi í Þing- holtunum í Reykjavík, ákveðin í að flytja suður enda börnin öll vaxin úr grasi og farin suður nema yngsti sonurinn, sem var sextán ára. Ör- lögin höguðu því þannig að amma flutti ein til borgarinnar með yngsta soninn og í litla bárujárns- húsinu við Nönnugötu 8 bjó hún hátt á fjórða tug ára umvafin stórum hópi afkomenda með gluggana fyllta lísum og pelargoní- um og veggina þakta myndum af afkomendunum sem skipta tugum og lítinn páfagauk í búri. Skarkali borgarinnar átti þó aldrei við þessa hlédrægu konu. Mér er raunar stórlega til efs að hún hafi nokkurn tíma alveg flust úr Súgandafirði. Hún setti sig naumast inn í almenningssamgöng- ur borgarinnar, hún fór aldrei niður í miðbæ enda þótt hún byggi í Þingholtunum. Hún virtist gjör- sneydd allri ferðaþörf að undan- skildum ferðunum til Súgandafjarð- ar sem hún fór í á hverju sumri meðan heilsan leyfði og svo ferð- unum til Hafnarfjarðar að heim- sækja systur sínar sem þar bjuggu. Meðan hún bjó fyrir vestan fór hún út á Stað, inn að Laugum eða inn í Botn að heimsækja systkini sín sem þar stunduðu búskap. Hún trúði mér þó fyrir því eitt sinn að sig hefði alltaf langað til að fara um Djúpið. Hún bjó í meira en hálfa öld fyrir vestan og lifði í öll þessi 93 ár án þess nokkru sinni að líta aug- um þessa einu mestu náttúruperlu Vestfjarða. Innra með henni ríkti logn, kyrrð en þó umfram allt blíða. Á efri ár- um undi hún sér best við hannyrðir og lestur en undir það síðasta báru SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.