Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „SJÓÐHEITAR stelpur – takið eftir – sjóðheitar stelpur dansa í BÚRUM“. Þessi texti er fenginn að láni úr auglýsingu fyrir klámkvöld sem haldið var í Reykjanesbæ 13. des- ember. Aðalaðdrátt- araflið átti að vera stelpur í búrum. Mér var bent á þessa aug- lýsingu í síðustu viku og mig setti hljóða. Ég veit að margir vilja kalla þetta frelsi. Þetta kallast frelsi af því að stelpunum er borgað fyrir að vera í búri. Í frelsinu felst þó aug- ljóslega þversögn. Búr eru ekki táknberar frelsis. Búr standa fyr- ir frelsissviptingu. Í okkar samfélagi virðast margir túlka það þannig að svo framarlega sem manneskju er borgað fyrir eitt- hvað þá sé það í lagi. Við vitum að það er hægt að finna fólk til að gera hvað sem er ef gulrótin sem er í boði lokkar. Það er hægt að fá fólk til að samþykkja að vera drepið og étið eins og nýlegt dæmi í Þýskalandi sannar. Það er hægt að fá fólk til að samþykkja að selja úr sér líffæri og til að dansa í búrum. Það að finna fólk til að framkvæma það sem hverjum sem er dettur í hug er ekki erfitt ef réttu verðlaunin eru í boði. Verðlaunin geta verið í formi pen- inga, frægðar, aðdáun- ar, athygli eða ein- hvers annars sem vantar inn í líf fólks. Það er því sorglegt að fylgjast með því í dag að konur eru trekk í trekk verðlaunaðar fyrir að vera til sýnis fyrir karla í staðinn fyrir að vera verð- launaðar fyrir að vera manneskjur. Mikið hefur verið rætt og skrifað um birtingarmyndir kvenna í fjölmiðlum. Raddir kvenna heyrast mun minna heldur en raddir karla. Konur birt- ast aftur á móti mun oftar en karl- menn fáklæddar með stút á munn- inum. Hlutverk kvenna í okkar nútímalega, siðmenntaða, jafnrétt- issinnaða þjóðfélagi virðist fyrst og fremst vera að birtast í kynferð- islegum stellingum sem eiga að höfða til karla og kenna okkur hin- um konunum hvernig við getum líka lært að höfða til karlmanna. Þetta er birtingarmynd sem margir eru mjög ósáttir við. Þetta er ekki jafn- rétti og það er mjög auðvelt fyrir hvern þann sem vill sannreyna að skoða birtingarmyndir kvenna í fjöl- miðlum, hvort sem það er í uppá- haldssjónvarpsþættinum, tónlistar- myndböndum, auglýsingum, tímaritum, á vefnum eða ann- arsstaðar. Konur eru sviptar því sem gerir okkur að manneskjum, við erum lítillækkaðar og settar í hlutverk kynlífsþrælsins. Það er það hlutverk sem virðist sterkast höfða til margra karlmanna og það er það hlutverk sem margir karlmenn eru tilbúnir að verðlauna konur fyrir, hvort sem það er í formi peninga, at- hygli eða aðdáunar. Þegar við mótmælum er okkur Stelpur í búrum Katrín Anna Guðmundsdóttir skrifar um birtingarmyndir kvenna ’Klámvæðingin tekurtoll af samfélaginu. Hún dregur úr virðingu kynjanna hvors fyrir öðru, hún lítillækkar og hún hefur áhrif á börn.‘ Katrín Anna Guðmundsdóttir Í LAUGARDAGSÚTGÁFU Morgunblaðsins skrifar Björn Ingi Hrafnsson grein, sem ber titilinn Traust og trúverðugleiki. Höf- undur, sem titlar sig „varaþingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra“, rís því miður ekki undir þessari dýru fyr- irsögn greinar sinnar því hann gerist þar sekur um að fara með staðlausa stafi. Um- ræðuefni Björns Inga er margumtalað líf- eyrisfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann segir m.a.: „Nú er rétt að geta þess að þverpólitísk frumvörp eru ekki ýkja algeng á Alþingi Ís- lendinga. Þaðan af síður þing- mannafrumvörp sem orðið hafa til í samtölum formanna allra flokka og allir þingflokkar hafa samþykkt að leggja fram. Slíkt heyrir frem- ur til undantekninga og þá vita- skuld aðeins að full sátt sé um mál og til standi að afgreiða þau. Einmitt þetta átti við um eftirlauna- frumvarpið og hin mikla samstaða um það endurspeglaðist í hófstilltri umræðu um efni þess við fyrstu umræðu á Alþingi, enda þótt það ætti vissulega eftir að breytast.“ Í fyrsta lagi skal það tekið fram að mjög eindregin andstaða kom fram gegn frumvarpinu þegar við fyrstu umræðu á Alþingi. Þetta geta menn kynnt sér í gagnasafni Alþingis. Af hálfu þingmanna VG fór ekkert á milli mála hvaða aug- um frumvarpið var litið enda hafði aðstandendum þess verið skýrt frá því áður, að andstaða væri fyrir hendi af hálfu VG. Ekkert fór á milli mála á þeim bænum. Þá er ósatt að um hafi verið að ræða samkomulagsmál milli þing- flokkanna eins og aðstoðarmaður utanríkisráðherra gefur í skyn í framangreindri tilvitnun. Þing- flokkarnir höfðu ekki séð umrætt frumvarp þegar því var dengt fram miðvikudaginn 10. desember, daginn áður en fyrsta umræða fór fram um málið. Þingflokkar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykktu frumvarpið þegar í stað eftir hraðsuðuyfirferð. Þetta er okkur nú sagt vera vinnubrögð sem gildi hjá „stjórntækum“ flokk- um og er svo að skilja að aðeins þeir stjórnmálaflokkar séu „stjórntækir“, sem hafa á að skipa þingliði sem þarf ekki að kynna sér málin áður en það samþykkir þau, ef svo er mælt fyrir um. Í þriðja lagi vil ég lýsa furðu á því að aðstoðarmaður Halldórs Ás- grímssonar skuli vísa til samræðna formanna stjórnmálaflokkanna án þess að hafa sjálfur verið við- staddur slíka fundi og því ekki með vitneskju frá fyrstu hendi um hvað þar fór fram, hvaða fyr- irvarar kunni að hafa verið settir um efnisþætti og málsmeðferð. Það sem meira er, eftir því sem ég best veit, sat formaður Framsókn- arflokksins enga slíka fundi með formönnum stjórnarandstöðu- flokkanna. Þetta er óvandaður og ótrúverð- ugur málflutningur og ekki sæm- andi Birni Inga Hrafnssyni, póli- tískum aðstoðarmanni Halldórs Ásgrímssonar, formanns Fram- sóknarflokksins. Annaðhvort er Björn Ingi vísvitandi að fara með rangt mál eða að formaður Fram- sóknarflokksins segir honum ekki rétt frá. Aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar leiðréttur Ögmundur Jónasson svarar Birni Inga ’Þetta er óvandaður ogótrúverðugur málflutn- ingur og ekki sæmandi Birni Inga Hrafnssyni.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður þingflokks VG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.