Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þeir eru að óska þér til hamingju með daginn og bjóða þig velkominn í klúbbinn. Ritraðir Smáríkjaseturs Tvö fyrstu ritin líta dagsins ljós Smáríkjasetur Al-þjóðastofnunar Há-skóla Íslands hefur hafið útgáfu ritraða á ensku. Fyrstu tvö ritin eru komin út. Annað er eftir Neill Nugent, prófessor við Metropolitan-háskól- ann í Manchester, og fjallar um Kýpur og ESB og hvað það þýðir að vera smáríki í því samhengi, en hitt er eftir Tryggva Þór Herbertsson og Gylfa Zoëga um Ísland sem ör- ríki þar sem engu að síður næst hagkvæmni stærðar- innar, t.d. í fiskveiðum. Morgunblaðið lagði nokkr- ar spurningar fyrir Neil Nugent og fara svör hans hér á eftir. – Segðu okkur fyrst eitt og annað um hlutverk Smá- ríkjasetursins og hugmyndafræð- ina þar að baki ... „Smáríkjasetur Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands var stofnsett á þessu ári og tengist Háskóla Íslands eins og nafnið gefur til kynna. Smáríkjasetrið tengir saman fræðimenn, stefnu- markendur og efnahags- og al- þýðumál á Íslandi við samstarfs- aðila í nágranna- og samstarfslöndum. Flestir sam- starfsaðilarnir sem um ræðir eru á Norðurlöndunum, en einnig eru nokkrir í öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum. Smáríkja- setrinu er stjórnað af forstöðu- manni, framkvæmdastjóra og stjórn. Íslenska utanríkisráðu- neytið, Vinnuveitendasambandið og Samtök iðnaðarins eiga full- trúa í stjórn Smáríkjasetursins. Hlutverk Smáríkjasetursins er þríþætt. Í fyrsta lagi stjórnar það rannsóknarverkefnum og er leið- andi í rannsóknarverkefnum sem snúa að smáríkjum. Í öðru lagi á Smáríkjasetrið að stuðla að náms- áætlunum í samvinnu við önnur smáríki. Slíkar námsáætlanir skuli ná yfir vítt svið. Og í þriðja lagi á Smáríkjasetrið að halda úti verkefnum og rannsóknum fyrir einkageirann og hið opinbera á sviði alþjóðamála.“ – Hvað með útgáfumálin sem nú eru til umfjöllunar? „Útgáfa er hluti af starfsemi Smáríkjasetursins og hefur það nú stofnsett tvær útgáfur, eða rit- raðir. Önnur gefur út sjálfstæð rit, hin vinnurit. Þessi rit eru öll til reiðu bæði prentuð og á Netinu og eru ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á því að skilja þá þætti sem einkenna smáríki og þá sam- keppni sem þau mæta í heimi þar sem sjálfstæði færist í aukana. Ritin, sem eru á ensku, eru skrif- uð út frá hinum ýmsu sjónarhorn- um og vangaveltum og rannsókn- um. Þau geta ýmist fjallað um smáríki í samanburðarljósi, eða brugðið kastljósinu á ríkin ein og sér. Sjálfstæðu ritin eru ekki stór. Þetta eru ekki bækur og eru yf- irleitt um það bil 7000 til 8000 orð að lengd og eru fullunnin verk. Vinnuritin eru styttri, 5000 til 6000 orð, og er efni þeirra verkefni og rannsóknir sem standa yfir.“ – Og nú eru tvö fyrstu ritin komin út, segðu okkur aðeins frá þeim. „Já, það er rétt. Tvö þau fyrstu hafa verið gefin út, eitt vinnurit og eitt sjálf- stætt rit. Vinnuritið er eftir þá Tryggva Þór Herbertsson hjá Há- skóla Íslands og Gylfa Zoëga hjá Birkbeck-háskólanum í Lundún- um. Þeir fjalla um Ísland sem smáríki þar sem engu að síður næst hagkvæmni stærðarinnar. Höfundarnir fjalla sérstaklega um gildi nýsköpunar og sérhæfingar. Þeir fjalla um það hvernig sérhæf- ing í sjávarútvegi hefur skilað sér í 13. stærsta sjávarútvegi í heim- inum, stærð sem ber fjölda Ís- lendinga í heildarmyndinni ekki beinlínis vitni og er með ólíkind- um. Titill rits þeirra Tryggva Þórs og Gylfa er: „A Microstate with Samll Economies: The Case of Iceland.“ – Og ritið þitt? „Mitt rit fjallar um Kýpur og ESB og hvað það þýðir að vera smáríki í því samhengi. Kýpur er vandræðaeyja í Miðjarðarhafinu. Hvers vegna segi ég það? Vand- ræðin stafa af því að eyjan öll, þ.e.a.s. kýpverska þjóðin, á að ganga í Evrópusambandið 1. maí á næsta ári. En eins og kunnugt er, hefur norðurhluti eyjunnar verið á valdi Tyrkja síðan árið 1974. Sá hluti eyjunnar, sem kall- ar sig Tyrkneska lýðveldið í Norð- ur-Kýpur, er einungis viður- kenndur af Tyrklandi, og er á margan hátt einangraður frá um- heiminum. Kýpur-Tyrkir hafa barist hatrammlega gegn inn- göngu Kýpur í ESB og þvertaka fyrir að gera svo fyrr en að Tyrk- land sé í það minnsta gengið í sambandið. Í riti mínu leita ég skýr- inga á því hvers vegna Kýpur-Grikkir hafa leitað jafn fast eftir inn- göngu í ESB og raun ber vitni. Ég skoða sér- staklega þann ávinning sem það hefur í för með sér fyrir smáríki á borð við Kýpur að ganga inn í svo viða- mikið samfélag sem Evrópusam- bandið er. Heiti míns rits er: „Cyprus and the European Union: The Significans of Being Small.“ Neill Nugent  Neill Nugent er prófessor í stjórnmálafræði og Jean Monet prófessor í Evrópumálum við Metropolitan-háskólann í Man- chester í Englandi. Meðal rita hans eru The Government and Politics of the European Union, 5. útgáfa, gefið út af Palgrave-MacMillan á þessu ári,The European Comission, einnig gefið út af Palgrave- MacMillan 2001 og The En- largement of the European Union, sem væntanleg er hjá sama forlagi í maí á næsta ári. Nugent er jafnframt formaður ritnefndar ritraðar Smáríkja- seturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og höfundur annars tveggja rita þess sem komið hafa út. …hvernig sér- hæfing í sjáv- arútvegi hef- ur skilað sér í 13. stærsta sjávarútvegi í heiminum ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Gjafabréf Útilífs hentar öllum. jólagjöf Hugmynd að LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG Ís- lands hefur sent forstjóra og stjórnarnefnd Landspítala – há- skólasjúkrahúss opið bréf þar sem harmað er að spítalanum sé svo naumt skammtað fé að ráðast þurfi í stórfelldar sparnaðar- og hagræð- ingaraðgerðir og að þær leiði til fjöldauppsagna starfsmanna. Í bréfi Lyfjafræðingafélagsins segir m.a.: „Lyfjafræðingafélag Ís- lands vonar að friður fari að skap- ast um rekstur apóteks Landspítala – háskólasjúkrahúss, en starfsfólk þess hefur þurft að þola að rekstri apóteksins var breytt í hlutafélag og síðan aftur fellt inn í ríkisrekst- urinn með nokkurra ára millibili. Félaginu þykir ólíklegt að svo örar skipulagsbreytingar leiði til sparn- aðar. Það er von félagsins að rekst- ur sjúkrahússins geti farið að snú- ast um að lækna fólk, í stað þess að þeirri starfsemi sé stefnt í hættu með aðgerðum sem leitt geta til at- gervisflótta.“ Þá segir í bréfinu að félaginu þyki óviðkunnanlegt ef einstakir starfsmenn spítalans þurfi að lesa um fyrirhugaðar uppsagnir í blöð- um. Dæmi sé um að slíkt hafi gerst. Í bréfinu er einnig skorað á yf- irstjórn LSH að bæta „umsvifalaust úr lögbroti því sem framið var þeg- ar viðskiptafræðingur, sem ekki er lyfjafræðingur, var ráðinn sem sviðsstjóri lyfjasviðs, með öðrum orðum sem forstöðumaður sjúkra- húsapóteksins. Lyfjastofnun, Land- læknisembættið og Lyfjafræðinga- félag Íslands hafa bent á að þessu ráðning stangist á við lög nr. 93/ 1994, og hvatt til þess að bætt yrði úr sem fyrst,“ segir einnig í bréf- inu. Lyfjafræðingafélagið skrifar stjórnarnefnd LSH Harma að grípa þurfi til uppsagna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.